Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. desember 1981 17 íþróttir Ungur Skagamadur til Glasgow Rangers Sigurður Jónsson 15 ára knattspyrnumaður frá Akranesi dvelst nú við æfingar hjá Glasgow Rangers — Forráðamenn Rangers linntu ekki lát- um fyrr en hann samþykkti að koma til þeirra og kynna sér aðstæður ■ Sigurður Jónsson 15 ára gam- all knattspyrnumaður fra Akra- nesi er nú staddur hjá skoska knattspyrnufélaginu Glasgow Rangers þar sem hann mun verða i hálfan mánuð við æfingar og kynna sér aðstæður þar. Sigurður sem leikur með 3. flokki iA var i drengjalandsliðinu sem lék gegn Skotum i sumar og hrifust forráðamenn Rangers mjög af ieiknihans og vildu ólmir fá hann til fe'lagsins og helst ganga fra' samningum við hann strax. Tíminn hafði i gær samband við Jón Sigurðsson föður Sigurðar og sagði hann að forráðamenn Glas- gow Rangers hefðu ekki linnt lát- um fyrrr en þeir voru búnir að fá svar um að Sigurður kæmi til þeirra og fór Sigurður utan i fyrradag. Sigurður mun ekki gera neinn atvinnumannasamning aö svo stöddu, hann er á siöasta ári i grunnskdlanum og hefur ihyggju að ljúka þvi námi áður en hann fer að hugsa um atvinnu- mennsku. Glasgow Rangers leggur mjög hart að fá Sigurö til liðs við sig, minnugir þess að þeir misstu á sinum ti'ma bæði Asgeir Sigur- vinsson og Pétur Pétursson frá sér. Asgeir fór ásinum tima einn út til Rangers og mun hafa leiðst dvölin hjá félaginu. Til þess að slikt endurtæki sig ekki meö Sig- urð þá var ekkert þvi til fyrir- stöðu að Siguröur gæti tekið hvem þann sem hann vildi með sér utan og fór Ólafur Þórðarson félagi Sigurðar með honum. Ólaf- ur leikur einnig með 3. flokki 1A i knattspyrnu en bróðir Ólafs er Teitur Þórðarson atvinnumaður i knattspyrnu i Frakklandi. Aö sögn Jóns föður Siguröar var Rangers ekki eina félagið sem hafði áhuga á að fá hann til sin. Mörg fleiri félög höföu sam- band við hann og eitt af þeim var Lokeren i Belgiu sem Arnór Guð- johnsen leikur með Sigurður á eftir eitt ár enn i 3. flokki og það er nokkuð ljóst aö hann mun sennilega ekki leika hérá landi með 2. flokki eftir eitt ár þvi allt bendir til að hann verði kominn iatvinnumennskuna er sá timi rennur upp. Likur benda þvi til að Siguröur verði yngsti ís- lenski leikmaðurinn til þessa sem gerist atvinnumaður. röp—. ■ Hreggviöur Agústsson er líklegur arftaki Páls Pálmasonar I marki IBV. Timamynd Ella H reggvið- ur aftur til Eyja? ■ Miklar likur eru taldar á þvi að Hreggviður Ágústsson sem á sið- asta keppnistimabili lék i marki 1. deildarliðs FH gangi að nýju til liðs við sina gömlu félaga i Vest- mannaeyjaliðinu. Það þykir nokkuð ljóst að hvorki Páll Pálmason né Ársæll Sveinsson muni geta varið mark Eyjamanna i sumar vegna meiðsla sem erfiðlega gengur að fá bót á. Hreggviður hefur alla tið leikið með Eyjamönnum utan siðastlið- ins keppnistimabils er hann lék með FH. Hreggviður var vara- markvörður 1. deildarliðs IBV og fékk fá tækifæri á að leika með liðinu vegna góðrár frammistöðu Páls. röp- Harlem Globe- trotters kemur ■ Hið þekkta bandariska sýning- arlið Harlem Globetrotters er væntanlegt hingað til lands i april á vegum Körfuknattleikssam - bands tslands og Flugleiða. Harlem Globetrotters hefur ferðast viða um heim og sýnt list- irsinar og ávalltfyrir troðfullum húsum. Harlem Globetrotters mun leika hér tvo leiki og með heimsókn sinni hingað til lands þá bæta þeir þar með 100. landinu i safnsitt. röp—. „Mestaefni sem ég hef séd” — segir Anton Bjarnason þjálfari drengjalandslidsins í knattspyrnu miklar og hjá drengjum sem æfa sem atvinnumenn. Framkvæmdast jórinn vildi þvi fá Sigurð til Rangers i öllumhansfrium.eins ogum jól og páska. Sigurður er m esta efni sem ég hef séð og mér f innst hann vera mun betri heldur en As- geir Sigurvinsson og Arnór voru þegar þeir voru á hans aldri. Hann er stórkostlegur leikmaður, hann er yfirveg- aður og sendingar hans eru eins og þær hafi veriö mæld- ar meö reglustiku. Allir leikmennirnir i skoska drengjalandsliöinu eru með atvinnumanna- samningensamtbarhann af ( þeim öllum i leikrtum. Sig- urður er ekki nema 15 ára er á fyrra ári i 3. flokki og á þvi 2ár enn eftir i drengjalands- liðinu." röp—. Landsliðshópur í borðtennis valinn ■ „Drengjalandsliöiö l&K gegn Skotum í sumar og fór leikurinn fram 400 km fyrir noröan Glasgow og forráöa- mcnn Rangers sendu mann alla þessa vegalengd gagn- gcrt til þess að fylgjast meö Siguröi”, sagöi Anton Kjarnason þjálfari unglinga- landsliösins I knattspyrnu I samtali við Timann I gær. Siöan þegar við vorum komnir Ut á flugvöll og vor- um að fara heim þá mætti framkvæmdastjórinn út á völl og hafði hann meö sér lykil að hótelherbergi og vildi ólmur að Siguröur yrði eftir úti. Fluginu til Islands seink- aði um tvo tima og fórum viö Siguröur ásamt fram- kvæmdastjóranum að skoöa völlinn hjá Rangers og allar aðstæöur. Við gerðum framkvæmda-' stjóranum grein fyrir þvi að Sigurður gæti ekki orðið eftir og sagðist hann þá myndi hafa samband v.ið hann sið- ar. Framkvæmdastjórinn sagði viö Sigurð að hann gæti tekiö foreldra sina eða ein- hvern vin sinn með sér út það væri ekkert mál. Þeir ætluöu sér ekki aö brenna sig á þvi sama og gerðist með Asgeir að fá Sigurö einan út og að honum leiddist svo að hann færi heim. Þeir ætiuðu sér greinilegaað leggja allt isöl- urnar til þess að ná i strák- inn. FramkvæmdastjóFÍ Rang- ers sagði að geta Sigurðar væri jafnmikil og hjá strák- um sem væru 2-3 árum eldri en hann. Þar sem keppnis- timabilið hér heima væri ekki nema nokkrir mánuöir værihættaá þviað framfarir Sigurðar yröu ekki eins ■ Mikið er um að vera hjá borð- tennisfólkinu eftir áramótin, 10. janúar halda sex ungmenni til Færeyja og taka þar þátt i borð- tennismóti og er þetta mót fyrir 17 ára og yngri keppendur. 1 byrj- un febrúar verður siðan Evrópu- keppnin baldin á eynni Jersey. Island befur ávallt sent keppend- ur á þetta mót og svo verður einn- ig nú og er áætlaö að þangað fari um fimm keppendur. Stefán Konráösson er einn þeirra sem valinn hefur veriö í landsliös- hópinn i borötennis. Landsliösnefnd Borðtennis- sambands Islands hefur valið hóp til landsliðsæfinga fyrir þessi verkefni og er hann þannig skip- aöur: Karlar: Bjarni Kristjánsson UMFK Gunnar Finnbjörnsson Erninum Hjálmtýr Hafsteinsson KR Jóhannes Hauksson KR Kristján Jónasson Vikingi Stefán Konráðsson Vikingi Tómas Guðjónsson KR Tómas Sölvason KR Konur: Ásta M. Urbancic Erninum Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB Unglingar: Andri A Marteinsson Vikingi Bergur Konráðsson Vikingi Bjarni Bjarnason Gerplu Björgvin Björgvinsson KR Friðrik Berndssen Vikingi Kristinn Már Emilsson KR Kristján Viðar Haraldsson HSP Kristján Hjartarson Gerplu Endanlega verður valið til Færeyjarferðarinnar um jólin og á Evrópumótið verða keppendur valdir i næsta mánuði. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.