Tíminn - 08.01.1982, Qupperneq 3
Föstudagur 8. janúar 1982
3
Freistaðu gæfunnar!
r
•••••■■■ ■■■•••••
•■•• • ■•■
• ••• • •••• ■ ■••• • ••• • •••
■■•••••• ••••■■■■
•••• ■••• ■■■■■ • ••••
•■■• L ■■•■ ••••• • ■■■■ A
Fyrir 30 kr. á mánuði áttu kost á
ríflegum glaðningi sem getur
gerbreytt fjárhagsstöðu þinni.
Fjárhagsáaetlun
Reykjavíkur-
borgar:
Samþykkt
í nótt
■ Fjárhagsáætlun Reykjavikur-
borgar fyrir áriö 1982 var sam-
þykkt viö seinni umræðu á fundi
borgarstjómar sem stóö fram á
nótt. Ýmsar breytingar voru
gerðar á áætluninni frá þvi við
fyrri umræðu, bæði á tekju- og út-
gjaldaliðum. Komiðhafði Iljds að
framlag Ur Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga hafði verið vanáætlað um
150 kr. á hvern ibúa borgarinnar.
Einnig var aidanlega gengið frá
styrkveitingum til félaga og
ýmissa samtaka.
Eins og frumvarpiö var sam-
þykkt þá nema rekstrartekjur
borgarinnar á þessu ári um 970
millj. kr. Er það 53.24% hækkun
frá áætlun síðasta árs. Rekstrar-
útgjöld að meðtalinni gatna- og
holræsagerð verður 772 millj. kr.,
og hafa hækkað um 61.76% frá
fyrra ári. Nema rekstrarútgjöld-
in þá 79.6% af tekjum, en af-
gangur til eignabreytinga varð
um 198millj. kr., eða rúm 20% af
tekjum. Heildarupphæð eignar-
breytingafjár sem aðallega fer til
framkvæmda er tæpar 267 millj.
kr. þegar tekiðhefur verið tillit til
lántaka. Nema lántökur um 26%
af öllu þvi fé sem varið er til
eignabreytinga.
Miklar umræöur urðu um fjár-
hagsáætlunina á fundi borgar-
stjórnar i' gærkveldi og nótt.
Sjálfstæðismenn báru fram til-
lögur um lækkun útsvars i 11% i
stað 11.88% eins og reiknað er
með iáæthininni. Lögöu þeir jafn-
framt til niðurskurö á ýmsum
liðum, bæði i rekstri og fram-
kvæmdafé,tilað vega upp á móti
tekjutapinu. Tillögurnar náðu
hins vegar ekki fram að ganga,
þar sem þær hlutu ekki náð fyrir
augum meirihlutans. Töluðu
sjálfstæðismenn um að fjármála-
stjórn Reykjavikurborgar væri
öll komin Ur böndum á þessu
kjörtimabili, þannig að verstu
hrakspár um stjórn vinstri m eiri-
hlutans hefðu nú ræst.
Fulltrúar meirihlutans i
borgarstjórn bentu hins vegar á
hið gagnstæða og færöu rök fyrir
þvf að sjaldan heföi fjármála-
stjóm borgarinnar verið meö
betra móti.
Kristján Benediktsson sagði að
fjárhagsáætlunargerð heföi
batnað verulega eftir að nýr
meirihluti tók við og væri nú mun
vandaðri en áður hefði tiðkast.
Bentihann á að siöustu þrjú árin
hefði aldrei þurft að taka upp
fjárhagsáætlun borgarinnar á
miðju ári, eins og hefði þó tiðkast
i stórum stil á valdadögum Sjálf-
stæðisftokksins.
Frekar verður sagt frá umræð-
um i borgarstjórn um fjárhags-
áætlunina sfðar. —Kás
„Akveðnari með hverjum deginum”
■ „Min persónulega skoðun er
sú, að fiskverð þurfi að hækka um
18-20% sagði Guðjón, skipstjóri á
Páli Pálssyni frá Hnifsdal og for-
maður Skipstjóra og stýrimanna-
félagsins Bylgjunnar i gær.
Um tillögu Steingrims Her-
mannssonar sjá varútvegs-
ráðherra sagði Guðjón, að það
hafi verið mistök að hafna henni
alfarið, vegna þess að um allar
tillögur eigi að f jalla og skoða
vel.Umþaðhvortsjómenn vestra
séu tilbúnir að vera i landi miklu
lengur sagöi hann aö menn
„þjöppuðust saman og yrðu
ákveðnari með hverjum deginum
sem liði”.
„Mér finnst það alveg hrikalegt
aö örfáir menn geti leyft sér að
hafa atvinnu og lifsafkomu fleiri
þúsund manns i landinu i hendi
sérog neita að ræða tillögur rikis-
stjórnarinnar”, sagði Hagalin
Guðnason vélstjóri á skut-
togaranum Dagrúnu i Bolungar-
vik. „Þvi forsenda þess að sam-
komulag náist er að menn ræðist
við i alvöru. Við megum sitja
heima og horfa upp á þessa menn
svo til aðgerðarlausa og ekkert
gerist i málinu. Flotinn i höfn og
atvinnulif svo til algerlega
lamað”. Um oliugjaldið sagði
Hagalin að sér fyndist það svolitið
einkennilegt að sjómenn þurfi
einir að styrkja orkunotkun með
greiðslu af launum sinum.
„Frystihúsin eru rekin með halla.
Þvi ekki að taka þá 7% úr launa-
umslögum þeirra sem þar vinna
til að borga upp i þeirra orku-
notkun”, sagði Hagalin að lokum.
„Hjá Fiskverkun Einars Guð-
finnssonar h.f. liggur öll vinna
nibri nema hvað öríáir menn
vinna að viðhaldi og skreiðar-
mati”, sagði Einar K. Guðjóns-
son. Um það hve langan tima taki
að koma öllu i gang aftur sagði
hann að þeir stæðu vel að vigi þar
sem linubátarnir myndu bjarga
miklu þegar róðrar hæfust aftur i
stað þess að þurfa að biða eftir
þvi að togararnir komi inn. Enn-
fremur gat Einar þess, að hjá
fyrirtækjum E.G. hefði engu fast-
ráðnu starfsfólki verið sagt upp
vegna þessa ástands.
—G.J.lsafirði/HEI
Haföu þessar staðreyndir í huga:
Allar þær 136 milljónir sem HHÍ
greiðir í vinninga í áreru
skattfrjálsar.
Milljónin sem getur lent á
trompmiðanum er það líka.
Ekkert annað happdrætti
hefur hærra vinnigshlutfall.
Vinningaskrá:
9 @ 200.000,- 1.800.000,-
9 — 50.000,- 450.000,-
9 — 30.000,- 270.000,-
198 — 20.000,- 3.960.000-
1.053 — 7.500- 7.897.500,-
27.198 — 1.500- 40.797.000,-
106.074 — 750- 79.555.500-
134.550
450
3.000,-
134.730.000.-
1.350.000-
135.000
136.080.000-
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
hefur vinninginn
Vinningareru 135 þúsund talsins.
Allt í þeinhörðum peningum.
Pú þarft ekki að hafa fjármálavittil að
reikna út að það er svo sannarlega
tilvinnandi að spila með
Harka færist í deiluna um
„EG TEL AFTURKOLLUNINA
VERA HREINA MARKLEYSU
— „og vil ekki trúa því að ráðuneytið grípi til lögregluadgerða”, segir
Þorsteinn Júlíusson, lögmaður seljenda
■ tithlutunarmenn atvinnuleyfa
leigubifreiðastjóra i Reykjavik
afturkölluðu i gær, meö samþykki
samgönguráðuneytisins 45 at-
vinnuleyfi sem fimm erfingjar
Steindórs Einarssonar hafa haft
til reksturs Bifreiðastöðvar
Steindórs undanfarin ár. Tima-
mark afturköllunarinnar er
miðað viö kl. 14 á morgun.
Lögmönnum aðilja var tilkynnt
munnlega að erfingjarnir gætu
sótt um leyfin að nýju fram til
laugardagskvölds vilji þeir firra
sig vandræðum sem af aftur-
kölluninni leiðir, að þvi tilskyldu
að kaupin gangi til baka.
Fyrrverandi og núverandi eig-
endur Bifreiðastöðvar Steindórs
telja að þau atvinnuleyfi sem
stööin sé rekin á hafi verið útgefin
árið 1956 á nafn stöðvarinnar.
Leyfin sem afturkölluð voru i gær
eru hins vegar frá árinu 1973 og
gefin út á nöfn fimm erfingja
Steindórs eins og sagt var frá i
Timanum i gær.
„Við teljum að þessi atvinnu-
leyfi frá árinu 1973 hafi verið
byggð á reglugerð sem aldrei hafi
hlotið lagagildi þar sem hún var
aldrei birt lögum samkvæmt. Þar
af leiðir ab við teljum afturköllun
leyfanna frá árinu 1956 nákvæm-
lega sömu markleysuna, þar sem
hún er byggð á þessari sömu ó-
birtu reglugerð. I ljósi þessa
munum við tilkynna hlutaðeig-
andiyfirvöldum að við teljum aft-
urköllunina frá þvi i dag vera
hreina markleysu þar sem með
henni sé verið að afturkalla at-
vinnuleyfi sem aldrei hafi verið
löglega útgefin og gömlu leyfin
frá árinu 1956 þvi i fullu gildi”,
sagði Þorsteinn Júliusson annar
lögmaður seljenda, Bifreiða-
stöðvarinnar Steindórs i samtali
viö Timann i gær.
„Ég vil ekki trúa þvi”, sagði
hann, „að ráöuneytiö fari aö
gripa til lögregluaögerða til þess
að knýja fram þessa löglausu
ákvöröun, sem hefur i för með sér
atvinnumissi fyrir þá 34 einstakl-
inga sem keyptu Bifreiðastöðina
Steindór um áramótin.
Sjómenn á Vestf jörðum: