Tíminn - 08.01.1982, Page 5

Tíminn - 08.01.1982, Page 5
5 Föstudagur 8. janúar 1982 fréttir ■ „Ef eitthvað er, þá er þetta heldur i rénun. Okkur sýnist þetta held- ur ekki eins hættulegt yfir hraunið eins og þeir sögðu i útvarpsfréttun- um”, sagði Gylfi Július- son, starfsmaður Vega- gerðarinnar i Vik, um miðjan dag i gær. „Þetta var ekki neitt sérscak- lega alvarlegt i dag. Allavega ekki hva6 varðar vegi og brýr”, sagði Gylfi þegar haft var sam- band við hann aftur i gærkvöldi, en þá voru þeir vegagerðarmenn fyrir nokkru komnir úr ferð aust- ur að flóðasVæðinu. Aðeins Skaft- árdalur hafði misst vegasam- band, en allir bilar eigi að komast óhindrað hringveginn, þótt sums- staðar geti kannski vætlað yfir veginn. Töldu menn þvi vegi og brýr á þessu svæði úr allri hættu i þessu hlaupi. Hlaupið í Skaftá í rénum: ■ Þetta er sú brú á Skaftá sem menn töldu i mestri hættu, þar sem óttast er að hún standi á nokkrum brauðfótum, þ.e. að áin grafi undan a.m.k. öðrum stólpa hennar. Ekki virtist hún þó i sjáanlegri hættu I gær. (Timamyndir: ELLA) TAUÐ AÐ VEGIR OG BRYR SÉU ÚR ALLRI HÆTTU ■ Auðsjáanlega var mikiil straumur f ánni undir brúnni næst Skaftárdal þótt Böðvar bóndi segði vatnið heldur farið að lækka aftur. ■ Þessi mynd var tekin nokkru vestan við Kirkjubæjarklaustur ummiðjandagf gær. Litillega flæddi þar yfir veginn, en ekki svo aö hindra ætti umferð. „Ekki með meiriháttar hlaupum” „Þetta hefur heldur vaxið hér hjá okkur frá þvi i gær, en maður er þó að halda að það vaxi ekki mikið meir úr þessu. Og fari það ekki hærra held ég að vegir og brýr séu ekki i hættu lengur. Þetta er ekki með meiriháttar hlaupum. Þau hafa oft verið miklu meiri”, sagði Sæmundur Björnsson i Múla i Skaftártung- um i samtali um miðjan dag i gær. Hann sagði hlaupið ekkert baga sig, fé sé á húsum og tún eða hús ekki i neinni hættu. Sæmundur sagði nokkuð misjafnt hve hlaup i Skaftá standi lengi. Það taki venjulega svona viku að hjaðna. „Það er heldur farið að minnka hérna”, sagði Böðvar bóndi i Skaftárdal, en hann varð sem kunnugt er vegasambandslaus i gær, vegna þess að vatn rann yfir veginn. Böðvar sagðist nýkominn frá vatninu og sýndist það heldur far- ið að lækka. Hann var enn ekki kominn i vegasamband, en tók þvi heldur rólega. Hann væri með mjólkurframleiðslu, þannig að meðan ekkert sé að, engin hús i hættu eða nokkur veikur, sé þetta svo sem allt i lagi. Hlaupið hafði ekki farið nálægt neinum gripa- húsum. „Hér á Klaustri sjáum við ekk- ert af hlaupinu. Það er rétt litur á ánni, en vatnið hefur ekki vaxið neitt hér, enda eigum við heldur ekki von á þvi vegna stiflu hér fyrir vestan okkur”, sagði Hörður Daviðsson i Efrivik. — HEI ■ Skeftá dreifir úr sér vitt og breitt um aurana ■ ■ ■ —>

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.