Tíminn - 08.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.01.1982, Blaðsíða 7
HSitlilllfí’! Föstudagur 8. janúar 1982 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ SJALDAN hafa kosningar i smáriki vakið eins mikla athygli fjölmiðla og þingkosningarnar, sem fóru fram á Möltu 12. desember siðastliðinn. Ástæðan var sú, að spáð var falli Doms Mintoff sem hefur verið forsætis- ráðherra á Möltu undanfarinn áratug. Mintoff er búinn að vera eftir- lætisgoð fjölmiðla þennan tima þvi að fáum stjórnmálamönnum hefur verið betur lagið að vekja um sig umtal og strið. Mintoff er 65 ára gamall. Hann hlaut menntun sina i Oxford og var svo mikill Bretavinur, þegar hann hélt heim og stofnaði Verka- mannaflokk Möltu, að hann setti það á stefnuskrá flokksins, að Malta sameinaðist Bretlandi. Sið- ar breytti hann heldur betur um stefnu. Helzti keppinautur Verka- mannaflokksins, Sjálfstæðis- flokkur Möltu, beittisér hins veg- ar fyrir þvi, að Malta yrði sjálf- stætt riki. Þetta fékk góðan hljómgrunn hjá Möltubúum og tryggði Sjálfstæðisflokknum sig- ur i kosningum. Bretar töldu það vel geta samrýmst hagsmunum Þegar Gaddafi og Mintoff voru vinir Mintoff stjórnar áfram á Möltu Staða hanc or sinum að veita Möitu sjálfstæöi, þvi að þeir mundu samt geta haldið herstöðvum sinum þar, enda beitti Sjálfsstæðisflokkurinn sér ekki gegn þeim. Arið 1964 fékk Malta sjálfstæði og gekk nokkru siðar i Sameinuðu þjóðirnar. Sjálfstæðisflokkurinn myndaði fyrstu stjórnina og fór með völd til 1971. Á þeim tima var samið um aukaaðild Möltu að Efnahagsbandalagi Evrópu. Rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins þurfti að glima við ýmsa erfið- leika og tókst það misjafnlega. 1 þingkosningunum 1971 fékk Verkamannaflokkurinn eins at- kvæðis meirihluta á þingi eða 33 þingmenn af 65 alls. Mintoff myndaði þá rikisstjórn. 1 þing- kosningunum, sem fóru fram 1976, fékk Verkamannaflokkurinn 34 þingsæti, en Sjálfstæðisflokk- urinn 31. Aðrir flokkar hafa ekki komið teljandi við sögu á Möltu. MINTOFF gerðist fljótt athafnasamur sem forsætisráð- herra. Hann var nú ekki lengur vinur Breta. Arið 1974 rauf hann tengslin viö brezku krúnuna og gerði Möltu að lýðveldi. Næsta skref hans var að krefjast þess, að Bretar legðu niður herstöðvar sinar á Möltu. Eftir allmikið þóf létu Bretar undan. Hinn 1. april 1979 var lokað siðustu herstöð Breta á Möltu. Jafnframt þessu lýsti Mintoff yfir hlutleysisstefnu. Hann lýsti þvi sem hlutverki Möltu að mynda brú milli þjóöa i Afriku og Evrópu. 1 framhaldi af þessu hófst vinátta milli þeirra Mintoffs og Gaddafis einræðisherra i Libýu og lofaði Gaddafi að veita Möltu verulegan efnahagslegan stuðn- ing. Þessi vinátta fór út um þúfur, þegar Möltumenn hófu að leita aö oliu á hafsvæði, sem Gaddafi taldi heyra undir Libýu. Hann hótaði að beita hervaldi til að stöðva boranirnar og lét Mintoff þá hætta þeim. ttalia hefur veriö eina Evrópu- rikið, sem hefur léð eyra hug- myndum Mintoffs um brúarbygg- ingu milli Afriku og Evrópu. Malta og ítalia hafa gert meö sér samning, sem felur i sér að ítalia veitir Möltu ýmsa aöstoð. Þessi samningur hefur heldur styrkt Mintoff i sessi. Hið sama verður ekki sagt um samning milli Möltu og Sovétrikj- anna, sem felur i sér viðurkenn- ingu á hlutleysi Möltu. 1 sam- bandi við þennan samning, ■ Dom Mintoff var samið um að Rússar seldu Möltu verulegt magn af oliu og fengu i staðinn aðstöðu fyrir kaupskip sin i höfnum á Möltu. Tekið er þó skýrt fram, að ekki veröi um herskip að ræöa. And- stæðingar Mintoffs segja, að Rússar noti kaupför til að aðstoða sjóher sinn. 1 innanlandsmálum hefur stað- iö mestur styrrum Mintoff. Hann hefur átt i' miklum deilum við ka- þólsku kirkjuna i sambandi við skólahald. Þá hefur hann átt i deilum við lækna með þeim af- leiöingum, að margir þeirra hafa leitað sér atvinnu i Saudi-Arabiu og viöar, en i staðinn hefur Mint- off ráðið lækna frá Tékkósló- vaklu. Þá telur Sjálfstæðisflokkurinn að Mintoff hafi látið beita margs konar ofbeldi. Stjórn Mintoffs hefur einnig haft sínar björtu hliðar, sem hafa aflað honum fylgis. Hann hefur komið á fót viötæku trygginga- kerfi og ýmsum félagslegum um- bótum öðrum. Iðnaður hefur eflzt verulega i stjórnartið hans og hafa þjóðartekjur þvi verulega aukizt, þrátt fyrir tekjumissi sem fylgdu þvi að herstöðvar Breta voru lagðar niður. ANDSTÆÐINGAR Mintoffs gerðu sér góðar vonir um að geta fellt stjórn hans i kosningunum 12. desember. Sjálfstæðisflokkur- inn rak mjög harðan áróður, en hann hefur nú gengið i bandlag kristilegra flokka i Evrópu. Flokkurinn taldi; að hinu opin- bera sjónvarpi á Möltu væri beitt um of i þágu Verkamannaflokks- ins og kom sér þvi upp eigin sjón- varpsstöð á Sikiley og rak þaðan áróöur gegn Mintoff. Aðaláróðursefnið gegn Mintoff var það, að hann stefndi að ein- ræöiog væri að koma á sósialisku þjóðfélagi. Þá væri hann hallur undir Rússa. Það stóð ekki á Mintoff að svara.enhannhefur þótt og þykir snjall áróðursmaður. Úrslit kosninganna urðu þau, að þingsætatalan hélzt óbreytt. Verkamannaflokkurinn hefur á- fram 34 þingsæti, en Sjálfstæðis- flokkurinn 31. Hins vegar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 51% greiddra atkvæða, en Verka- mannaflokkurinn 49%. 1 kosning- unum 1971 og 1976 fékk Verka- mannaflokkurinn meirihluta at- kvæða. Sjálfstæðisflokkurinn byggir á þessum atkvæðatölum kröfur um að Mintoff láti af stjórn og kosiö verði aftur. Mintoff er hins vegar ekki á þeim buxunum og býr sig undir að stjórna Möltu fimm ár til viðbótar. Það kann að hafa átt sinn þátt i úrslitunum, aö foringi Sjálfstæö- isflokksins, Eddie Fenech-Ad- ami, sem er 18 árum yngri en Mintoff, viröist ekki hafa unnið sér næga viðurkenningu. Það styrkir nú stöðu hans, að flokkur hans fékk meirihluta atkvæða. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Rfkisstjórn ísrael hækkar bætur til landnema á Sinai: Munu nema um 2T5millj ördum kr. ■ Israelska rikisstjórnin hef- ur ákveðið að hækka að mun bætur til þeirra landnema á austurhluta Sinai-skaga sem flytja þurfa á brott er land- svæðinu verður skilað til Egypta i april. Miklar deilur hafa staðið um þessar bætur undanfarna mánuði og næstum helmingur þingmanna vará móti hækkun bótanna og aðstoðarforsætis- ráðherrann David Levi sagði að samkomulagið um þær mundi leiða til ofbeldis og fjárkúgunar. Landnemarnir munu hljóta bætur sem nema um 260 millj. dollara eða 2,5 milljörðum isl. króna. Þetta er um 20% hærri tala en áður hafði verið ákveðin. Ekki eru allir landnemarnir á eitt sáttir um brottílutning- ana af þessu svæði á Sinai- skaganum og hafa sumir þeirra hótað að berjast fyrir þvi að vera þar áfram. ■ Algeng sjón á götum Varsjár nú. „Þjóðernissirm ar taki völdin í Einingu” segir dagblaö pólska hersins ■ Dagblað hersins i Póllandi hefur hvatt þjóðernissinnaða meðlimi verkalýðsfélagsins Einingar til að taka völdin i félaginu. Blaðið sagði að framtið landsins ylti á sam- komulagi milli einstakra hreyfinga innan þess og stjórnarinnar, og bætti siðan við að Eining gæti starfað inn- an sósialiska kerfisins. I blaðinu sagði ennfremur aö á undanförnum mánuðum hefði verkalýðsfélagið verið yfirtekið af öfgamönnum sem gert hefðu það ómögulegt fyrir hinn almenna félagsmann að láta i sér heyra. Fulltrúar alþjóða rauða- krossins eru nú staddir i Var- sjá til að kynna sér ástandið þar. Þeir munu fá að fara allra ferða sinna þar og eiga nú I samningaviðræðum við stjórnvöld um að fá að kanna fangabúðir þær sem pólitiskir fangar hafa verið hafðir i haldi i frá þvi að herlögum var komið á i landinu. Olíuleidsla skemmd í sprengingu ■ Oliuleiðsla ieigu Iraka sem flytur hráoliu til hreinsunar- stöðvar á .Míðjaröarhafs- strönd Tvrklands hefur verið skemmd mikið i sprengingu. Sprengingin átti sér stað innan landamæra Tyrklands um 60 km. frá landamærum rikj- anna. Viögerðir eru þegar hafnar en þab tekur nokkra daga að koma leiðslunni i lag aftur. Þetta er I annað sinn á undanförnum 5 mánuðum sem þessi leiðsla er gerð óvirk en hún er um 900 km á lengd og á síðasta ári flutti hún 27 milljónir tonna af oliu. Onnur oliuleiðsla Iraka sem flytur oliu til Libanon var einnig sprengd upp s.l. sunnu- dag, en vinstri sinnaður hryðjuverkahópur lýsti ábyrgð á hendur sér fyrir það verk. Með þessar báðar leiðsúr óvirkar hafa Irakar aðeins eina starfhæfa leiðslu eftir og flytur sú oliu til Sýrlands. Frakkar senda hergögn til Nigaraqua ■ Frakkar hafa ákveöið aö senda hergögn til stjórnar Sandinista i Nigaraqua. Sam- komulagiðersagthljóöa upp á nærri 20 millj. dollara eða um 180 millj. isl. kr. og nær yfir þaðsem kallaðer varnarvopn. Fulltrúar franska utanrikis- ráðuneytisins sögöu i gær að stefna Frakklands hvað varðaöi Nigaraqua væri aö gera landið ekki háð Sovét- mönnum og bandamönnum þeirra með hergögn. Samkomulagið var undir- ritað i siðasta mánuði en i þvi er klausa sem bannar endur- útflutning tækjanna, en hún á að fullvissa Bandarikjamenn um að ekkert af tækjunum fari til uppreisnarmanna i E1 Salvador.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.