Tíminn - 08.01.1982, Qupperneq 10

Tíminn - 08.01.1982, Qupperneq 10
Föstudagur 8. janúar 1982 10_________________________________________IFromro heimilistíminn Umsjón: B.St. og K.L. Loksins „opið hús” fyr- ir blinda og sjónskerta — segir Ásgerdur Ólafsdóttir blindraráðgjafi ■ Ásgeröur ólafsdóttir blindraráðgjafi er kenn- ari aö mennt. Hún er gift Sigurði Rúnari Jónssyni tónlistarmanni og eiga þau einn son, ólaf Kjart- an, sem er 13 ára. Hún hefur unnið við kennslu/ en undanfarið 1 1/2 ár hefur Asgerður starfað sem blindraráðgjafi hjá Blindrafélaginu/ samtök- um blindra og sjón- skertraá íslandi. Eftirað hún hóf störf þar var hún send í starfsþjálfun til norsku blindrasamtak- anna og kynnti hún sér þar málefni blindra og sjónskertra og hvernig þar var háttað ráðgjöf við þá. Þriftjudagur 15. desem- ber 11)81 Ég vaknaöi kl.7.30 i morgun til að vekja son minn sem þarf að fara meö 8-strætó i skólann. Hann var að venju syfjaður og dálitið úrillur, svo ég fór fram úrog hafði tilnestið hans. Þegar hann var farinn út i myrkrið og kuldann, skreið ég aftur upp i rúm til að njóta til hins ýtrasta hálftimans sem ég get blundað lengur á morgnana. Mikið hvað manni þykir vænt um rúmið sitt á morgnana. Ég dormaðii' rúm- inu til kl.8.30 og þá var orðið of áliðið til að hægt væri aö borða morgunmat, þvi tæplega hálf- tima ferð var fyrir höndum. Ég bý nefnilega i' Breiöholtinu „fyrir ofan snjólinu” eins og einhver sagði, og það tekur drjúgan ti'ma að keyra eigin- manninn i sina vinnu niður i miðbæ og fara siðan sjálf i vinnu upp i Hliðar. Ég var komin i vinnuna kl.9, en ég vinn hjá Blindrafélaginu að Ham rahlið 17. Það er notaleg tilfinning að mæta i vinnuna á mœ'gnana og vita af sjóðandi heitum kaffisopa i eldhúsinu hjá Pálínu matráöskonu. Starf mitt er fjölbreytt og lifandi og hver dagur þvi spennandi. Ekki skiptir minnst máli að ákaflega góðurstarfsandier hjá Blindra- félaginu og fólk er létt i skapi. Dagurinn byrjar á þvi að við Rósa Guðmundsdóttir, sem vinnur með mér, hittumst og ræöum hvaö gera skal i dag. Við erum dálitið spenntar, þvi nú er komið að þvi' sem við höfum veriö að undirbúa lengi, en það er að hafa „opið hús” fyrir blinda og sjönskerta sem eru 67 ára eöa eldri. Viö höfum ekki getað byrjað fyrr vegna þess að akstursþjónusta var ekki komin á fyrir þennan hóp en nú er hún hafin og þvi ekki eftir neinu að biða. En hópurinn kemur ekki fyrr en eftirhádegi og morguninn fer að mestu i bréfaskriftir og að svara isimann. Siminn erlifleg- ur i dag, einn spyr hvort blindraúrið sitt sé komið Ur við- gerð, annar þarf aö fá Hljóð- bókaskrá og sá þriðji er með bil- að kassettutæki. En það hljóm- are.t.v. undarlega að kassettu- tæki eru eitt aðal-hjálpartæki blindra og sjónskertra, þvi það gerir þeim kleift að hlusta á bækur sem lesnar hafa verið inn á kassettur. í kaffitimanum er mikið skrafað að vanda og í dag er að- alumræðuefnið hvaða aðferð er notuð til aösneiða niður brauð i bakari'um. Annars eru umræður i kaffinu venjulega liflegar eins og áöur segir og skrafað er um hin ólikustu málefni. t matarhléinu sitjum við Anna Jóna, sem vinnur á skrifstof- unni, og prjónum hvor í kapp við aðra, endaerum við að ljúka við jólagjafir. Kl. eitt hittumst við Rósa aft- ur og förum yfir helstu dag- skrárliöi opna hússins. Rétt fyrir kl.tvö kemur svo billinn með gestina okkar og við förum inn i dagstofu. Gestirnir eru ell- efu talsins og einnig eru með okkur Halldór Rafnar, formað- ur Blindrafélagsins, og séra Tómas Sveinsson prestur i Há- teigssókn. Halldór ávarpar hópinn i byrjun og siðan les séra Tómas frásögn af jólahaldi áður fyrr. Við Rósa sýnum fólkinu spil fyrir blinda og sjónskerta og bræðurnir Arnþór og Gisli Helgasynir leika fyrir okkur á flautu og pianó. Siðan er borið fram kaffiog meðlæti, en þann þátt annast sjálfboðaliðar úr Kvenfélagi Háteigssóknar. Dagurinn lföur fljótt og mikið errabbað saman. Billinn kemur svo kl. 17.30 og sækir fólkið og við Rósa setjumst niður smá- stund, ánægöar með daginn. En nú rennur upp fyrir mér að klukkan er að verða sex, og ég þarf aö hraöa mér i bæinn til aö sækja egg sem kaupmaðurinn minn á horninu lofaði aö taka frá fyrir mig. Ég fæ eggin, svo nú getum við mæðginin skemmt okkur við smákökubakstur eitt- hvert kvöldið. Mér finnst þessi dagur hafa verið svo góður, að ég er ekki i neinu skapi til að fara heim og elda mat, svo ég næ i eigin- manninn i vinnuna og sting upp á þvi að við förum út að borða. Það verður úr og við förum á Veitingahúsiö Torfuna og borð- um snigia og fisk. Mikill munur er að búa i Reykjavik siðan maður gat fariö aö leyfa sér að fara út að borða oftar en einu sinni á ári. Að lokinni gómsætri máltið förum við og sækjum soninn til afa og ömmu sem höfðu boöið honum i mat. Siðan er brunaö i Breiðholtið og horft á Vikingana i sjónvarpinu. Þegar sá þáttur er búinn, nenni ég ekki að horfa lengur og grip bók sem sonur minn keypti vegna fermingar- undirbúnings. Þetta er bókin „Lif með Jesú”, falleg útlits og mikið myndskreytt, en ég verö undrandi þegar ég fer að lesa. 'í bókinni finnst mér mikiö um fullyrðingar sem tæplega fá staðist i okkar þjóðfélagi i dag. Fram kemur greinilega, að kjarnafjölskyldumunstrið er „hið eina rétta” og beinlinis er fullyrt að fólk eigi ekki að búa saman i óvigðri sambúö, hvaö þá að eiga kynlif fyrir hjóna- bönd. Ég finn að ég verð ösku- reið við lesturinn, og ákveð þvi að lesa alla bókina vandlega siðar þar sem ég er orðin grút- syfjuö. Þessi ágæti dagur er á enda og best að svifa inn i drauma- landið. ■ Asgeröur á skrifstofu Blindrafélagsins. Dagur í lífi Ásgerðar Ólafsdóttur blindraráðgjafa HLYIR PRJONASOKKAR ■ Það er löngu liöin tiö, aö það þyki svo ófint aö vera hlýtt klædd- ur i vetrarkuldum, aö fóik láti sig hafa þaö aö norpa i útlendum hýjalinsflikum, þegar betur hæfir aö klæöast ull. Prjónasokkar hafa t.d. loks náö rétti slnum aftur, en lengi vel voru þeir i óveröskuld- aöri ónáö, sérstaklega meöal kvenfólksins. Hér meö fylgja uppskriftir aö háum prónasokk- um og fylgja meö 3 aörar uppá- stungur um tilbreytingu i munsturvali. Efni: 200g garn. Breitt teygjuband. Sokkaprjónar nr. 2 1/2 og .3. Prjónafesta: 14 lykkur á prjóna nr. 3 - 5 sm. Fitjiö upp 80 1, jafnt deilt niður á 4 sokkaprjóna nr. 2 1/2 og prjón- ið 3 sm stroff, 1 r, 1 br. Skiptið yfir i prjóna nr. 3 og byrjið fyrsta prjón meö 1 br. x 3 R, 2br. x. Endurtakið frá X til x og endið umferöina á 1 br. Prjónið svona áfram, þar til komnir eru 22 sm, prjónið þvi næst 2 1 sm hvorum megin við brugönu lykkjurnar tvær i 10. hverri umferð, þar til 60 1 eru eft- ir. Brugönu lykkjurnar 2 lenda aft- an á miöjum kálfa. Deilið nú lykkjunum jafnt á prjónana, svo að 15 eru á hverjum prjóni, og haldiö áfram, þar til komnir eru 48 sm, eða sú lengd, sem þið kjós- ið. Þá er komið að hælnum, sem er prjónaöur á eftirfarandi hátt: Setjiö lykkjurnar af 1. og 4. prjóni á einn prjón og prjónið þessar 30 lykkjur með sléttu prjóni. Lyftið 1. lykkju hvers prjóns óprjónaðri af, svo að það myndist „hlekkir” (1 hlekkur hvorum megin samsvarar 2 prjónum). Prjónið þar til komnir eru 15 „hlekkir” hvorum megin. Siöan er tekið úr á eftirfarandi hátt: Prjónið þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2 snúnar lykkjur saman r, 1 r, snúið við og prjónið þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2 br. sm, 1 br., snúið við og prjóniö þar til 11 er eftir að gatinu, 2 sn r sm, 1 r, snúið við og prjónið þar til 1 1 er eftir aö gat- inu, 2 br sm, 1 br. Haldið þannig áfram, þar til allar lykkjur eru prjónaðar, siöan eru hlekkirnir 15 báöum megin við hælinn veiddir upp. Hællykkjunum skipt jafnt á 2 prjóna og nú er áfram prjónað i hring á 4 prjónum (781). A prjón- um nr. 1 og 4 eru 24 lykkjur og prjónum nr. 2 og 3 15 lykkjur. Lykkjurnar á prjónum nr. 2 og 3 eru áfram prjónaðar i munstri enlykkjurnar á prjónum nr. 1 og 4 eru prjónaðar slétt. Og nú eru tungurnar prjónaöar á eftirfar- andi hátt: Siðustu 2 1 á fyrsta prjóni prjónast sn r sm, og fyrstu 21 á 4. p eru prjónaöar r sm. Þess- ar úrtökur eru endurteknar i annarri hverri umferö, þar til 15 lykkjur eru á hverjum prjóni. Nú er prjónaö beint áfram, þar til framleisturinn er orðinn 18 sm. eða eins langur og ykkur hentar. Þá hefst úrtakan fyrir tánum. Nú er prjónað slétt prjón á öll- um prjónum. 1. p.Prjónið þar til 3 lerueftir, 2rsm, lr. 2. p:Prjónið lr, 2sn sm, prjónið þær 1, sem eftir eru, sléttar. 3. p.: Eins og 1 p. 4. p: Eins og 2. p. Endurtakið þessar úrtökur i annarri hverri umferð þangað til 20 1 eru eftir. Lykkjurnar af 1. og 4. prjóni sett- ar á einn prjón og lykkjurnar af 2. og 3. prjóni á annan. Siðan er fellt af á þann hátt, að 1 1 af hvorum prjóni eru prjónaöar saman. Frágangur: Pressiö sléttaprjónið með volgu straujárni. Gleymið ekki að hafa rakan klút ofan á sokknum. Þræðið teygjuband á ranghverfu stroffsins efst á sokknum. Hér koma svo 3 aðrar uppá- stungur aö munstri: I. 6 r, 2 br. Byrjið aftan á miöjum kálfa þannig að fyrsta lykkja á fyrsta prjóni er br og síöasta lykkja á siöasta prjóni br. II. 4 r, 4 br. Byrjiö aftan á miðjum kálfa með þvi að prjóna fyrstu 2 1 á fyrsta prjóni br og endið siðasta prjóninn á 2 br. III. 1 r, 1 br.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.