Tíminn - 08.01.1982, Side 11
Föstudagur 8. janúar 1982
árnað heilla
15
Sigurdur Þórarinsson, sjötugur
Með ævintýralegum hætti
sluppu sumir islenskir mennta-
menn heim frá Norðurlöndum til
Islands á striösárunum siðari.
Einn þeirra var Sigurður bór-
arinsson, sem i dag er sjötugur —
og trúi þvihversem vill. Islenskir
menntamenn sem flykktust heim
um striðslok siðustu, báru meö
sér sterkan blæ frjálslyndis og
félagshyggju og lyftu hér um ræðu
menningar- og þjóðfélagsmála á
annað og hressilegra stig, en
tiðkast hafði um skeið. Þeir
nálguðust málefnin oft frá öðru
sjónarhorni en heimamenn höfðu
vanistum hrið. í þessum hópi var
sveitapilturinn úr Vopnafirði,
sem lagt haföi stund á jarðfræði,
aflað sér mikils lærdómsframa i
þeirri grein, en var og er eins og
fremstu menningarfrömuðir
þessarar þjóðar, fjölfróður og
ekki komið aö tómum kofanum
honum. bað er athyglisvert að
margir náttúrufræðingar og
jarðvfsindamenn okkar hafa
jafnframt verið slyngir stilistar
og frábærir smekkmenn á
islenskt mál, einnig skáldmæltir
sumir hverjir, nægir að minna á
Jónas Hallgrimsson, Þorvald
Thoroddsen, Pálma Hannesson,
Ingólf Daviösson og i þessum hópi
er Sigurður Þórarinsson á
fremsta bekk.
Afrek hans á visindasviðinu
veröa hér ekki gerð að umræðu-
efni. Nægir að nefna að hann hef-
ur getið sér heimsfrægðar fyrir
kenningar sinar og rit í eldfjalla-
fræðum.
Sá sem hlustað hefur á þennan
hugljúfa og hógværa mann flytja
mál sitt gleymirþvi ekki. Fagurt,
látlaust og skýrt svo hvert konu-
barn fær skilið, yljað grómlausri
kýmni. Það er náðargáfa sem
fáum er gefin en Sigurður hefur
þroskað með sér svo unun er á að
hlýða.
Þvi miður hafði ég Sigurð ekki
sem kennara i skóla, en allir sem
þess uröu aðnjótandi ljúka upp
einum rómi um frábærar
kennslustundir hjá honum. Hann
er lika félagi nemanda sinna og
kemur þar ekki sist til hversu
söngvinn og léttur i lund hann er.
Seint verður taliðhversu margar
gleðistundir hann hefur skapað
þessari þjóö bæði viðstaddur og
fjarstaddur með hinum lifsglöðu
söngvatextum sinum og verða
þeir visast sungnir og dáðir enn
um langa hrið.
Sigurður er mjög félagslyndur,
hafa honum verið falin margvis-
leg störf i ýmsum félögum. Hann
er einn þeirra sem lengst hafa
starfað i' Norræna félaginu. 1
fundargerðarbókum er hansfyrst
getið á 4. áratug aldarinnar.
Hann hefur löngum átt sæti i
stjórn Reykjavikurdeildar
félagsins og lagt þar margt gott
til mála.
Þau eru ófá erindin sem hann
hefur flutt um land sitt og þjóð
löndum sinum til fróöleiks og
skemmtunar svo og Norður-
landabúum og öðrum útlending-
um.
Nú siðast talaði hann á vegum
Norræna félagsins um Bellman
hinn sænska i frábæru erindi og
fylltist salur Norræna hússins
tvisvar á þeim degi af þessu
tilefni.
Hann hefur nánast á hverju
sumri um langt skeið flutt erindi
um Island og ibúa þess i Norræna
húsinu, fyrir þá Norðurlandabúa,
sem hér eru staddir þá stundina.
Þá hefur Sigurður verið fulltrúi
Norræna félagsins i' stjórn
Norræna hússins frá upphafi og
situr þar enn. Fyrir öll þau störf
sem Sigurður hefur innt af hendi
fyrir félagiö af þeirri alúð sem
honum er lagin kunnum við hon-
um bestu þakkir.
Það er haft fyrir satt, að sá
maður sem einna mest hefur
skrifað um jarðsögu tslands Þor-
valdur Thoroddsen hafi aldrei séð
eldgos, Sigurður Þórarinsson hef-
ur ekki þurft að hafa áhyggjur af
þvi aö sjá ekki eldsumbrot. Ætli
nokkur Islendingur, ja e.t.v. eng-
inn lifandi jarðarbúi, hafi orðið
vitni að fleiri eldgosum, en Sig-
minning
urður og þá ekki sparað sig, held-
ur komist oft i hann krappan eins
og forðum i ferðinni heim til
Islands að námi loknu og getið
var um hér i upphafi.
Arangur af störfum hans til
þessa sér viða stað og er það von
okkar að þetta óskabarn
þjóöarinnarfái enn um langa hrið
að njóta starfskrafta sinna til
heilla landi og lýð.
Norræna félagið færir Sigurði,
Ingu og börnunum þeirra bestu
hamingjuóskir á þessum tima-
mótum i lifi hans og hlakkar til að
njóta starfskrafta hans fram á
veginn.
Hjálmar Ólafsson.
Jón Jónsson
Visindamaðurinn, ljóðskáldið
og strákurinn Sigurður Þórarins-
sonerorðinn sjötugur. Sivinnandi
og mikilvirkur er hann fyrirmynd
nemenda og samstarfsmanna,
lifir fyrir visindin og engan dag
fellur verk úr hendi þrátt fyrir
nokkurn krankleika undanfarin
ár.
Sigurður stundaði nám i Stokk-
hólmi. Þar var um 1930 heims-
miðstöð jöklarannsókna. Hann
smitaðist ungur af jöklabakteri-
unni og hefur nærri hálfa öld unn-
iö að jöklarannsóknum öðrum
þræði. A Vatnajökli hefur hann
dvalist meir en nokkur annar,
ferðast þar á hestum, hundasleð-
um, skiðum og snjóbilum, flogiö
ótal könnunarferðir yfir jöklana
og lent þarbæði iflugvél og þyrlu.
Þær rannsóknarferðir á Vatna-
jökul sem hann hefur stjórnað eru
komnar á annan tug og hvergi
mun hann betur una og hvergi er
Sigurður kátari en með jökla-
mönnum. Jöklarannsóknafélagið
á hug hans, félagsandinn er góður
og félagarnir hafa lagt grundvöll
að jöklarannsóknum hér á landi,
borið þær uppi og haldið við á-
huga á þeim. Frá þvi Jökull,
timarit félagsins, hóf göngu sina
hefur Siguröur skrifað manna
mest i ritið — rúmlega 50 greinar
á 30 árum. Birtist þar bæði áhugi
hans á að fræða almenning hér á
landi um náttúruvisindi og að
breiða út þekkingu á Islandi er-
lendis. Sigurður hefur náð manna
best til almennings, aðstoðað af
fórnfýsi erlenda námsmenn, sem
hingað hafa sótttil rannsókna, og
varpað ljóma á landið erlendis.
Sigurður er snjall fyrirlesari,
skemmtilegur kennari, góðgjarn
og ráðagóður, ai oft kröfuharður
við þá sem hann telur menn til að
taka þvi' og dómharður getur
hann verið ef hann veröur var við
ka;ruleysi, stælingar og spillingu
hvers konar, aö ekki sé minnst á
hjátrú og hindurvitni, sem honum
þyk ja allt annað en aðhlátursefni.
Sigurður er meö afbrigðum
hugmyndarikur og fljótur að átta
sig og hefur þvi veriö eftirsóttur i
ýmsar nefndir, ráð og stjórn
stofnana, innan lands sem utan.
Hann hefur þó gætt þess aö láta
ekki stjórnsýslustörf bera visind-
in ofurliði.
Sigurður hefur alla ti'ð verið
einstaklega naskur á að finna sér
áhugaverö rannsóknarverkefni
að glima við og hann hefur leyst
þau. Hann hefur verið sivakandi
við aö lýsa náttúru Islands og
breytingum á henni. Sem nátt-
úruskoðari er hann gæddur sjald-
gæfu innsæi i eðli fyrirbrigða,
sem nákvæmar mælingar hafa
• sannprófað siöar, t.d. um eðli
Grimsvatnahlaupa. En i öllum
A aðfangadag jóla lést Jón
Jónsson, Alfhólsvegi 43. Mér var
vel kunnugt um það aö heilsa
hans var mjög slæm, samt setti
mig hljóðan, jafnvel þó ég vissi
vel við hverju mætti búast en þar
er eins og dauði vinar komi manni
alltaf á óvart.
Jónfæddist 2. nóvember 1915 að
Einarsstöðum i Reykjahverfi i
Suður-Þingeyjarsýslu, foreldrar
hansvoru Rósa Arnadóttirog Jón
Benediktsson og var hann yngra
barnið i fjölskyldunni, hitt var
stúlka fædd 1910 og ber nafnið
Fjóla og er hún nú búsett i
Reykjavik. Þegar Jón var sex ára
veiktist móðir hans og varð hún
að fara á spitala og átti ekki
afturkvæmt þaðan, sundraöistþá
fjölskyldan og var Jón tekinn 1
fóstur af frændfólki hans á
Mýlaugsstöðum i Aðaldal, þar
ólst hann upp að mestu, var einn-
ig i Múla, i sömu sveit.hjá fóstur-
bróður sinum sem var nokkuð
eldri.
Fyrstu kynni okkar Jóns voru
þau að við urðum herbergis-
félagar i Laugaskóla i Þingeyjar-
sýslu og tókst fljótt vinátta með
okkur. Jón var góður félagi, lék á
fiðlu, hélt uppi glaðværö og kom
sér vel. Hann var trygglyndur og
búinn þeim hæfiieikum að eiga
létt með að umgangast alla, jafnt
sér ólika sem lika enda átti hann
aldrei i útistöðum við aðra þvi
hann var samningamaður og
sáttfús.
Eftir skólavist sina á Laugum
fór hann aö vinna meira utan sins
heimilis, svo sem við brúarsmiði
á Skjálfandafljóti og á vertiðum i
áfast við gamla bæinn þar sem
tengdaforeldrar hans bjuggu, þar
bjó stór fjölskylda i sambýli við
glaðværð, söng og starf. Alllöngu
siðar varLitli-Hvammur rifinn tii
grunna og byggt fjögra ibúða hús
og áttu þau Jón og Heiða, en svo
er Bjarnheiöur alltaf kölluð, eina
ibúðina, bjuggu þau þar i' nokkur
áren fluttu siöan á Alfhólsveg 43 i
Kópavogi.
Jón og Heiða eignuðust tvo
sonu, Ingimund, sem er bif-
vélavirki giftur Elfu Björnsdóttur
og Jón Gisla sem er húsasmiður,
giftur Þóru Einarsdóttur. Einnig
ólu þau upp sonarson sinn. I
heimilinu var jafnan fleira fólk
svo sem foreldrar og venslafólk
sem átti sér þar athvarf siðustu
æfiárin. Einnig systir Jóns sem
dvaldi þar af og til.
Jón hafði lengi búið við skerta
heilsu en var jafnan glaöur og lét
ricki deigan siga að sjá heimilinu
farboröa fór snemma á fætur dag
hvern og gerði áætlun fyrir dag-
inn. Nú er brostinn einn hlekkur i
fjölskyldutengslunum, á þennan
hlekk hafði það mikið reynt að
hann gaf sig að lokum. Allir lffs-
hlekkir gefa sig einusinni, bara
misjafnlega fljótt. Vertu sæll vin-
ur, haföu þökk fyrir samfylgdina.
,,Ég kem siöar
kanski i kvöld’’
Að lokum votta ég samúð eftir-
lifandi konu, sonum og systur
hins látna, einnig öörum ætt-
ingjum og vinum og bið þeim öll-
um guðsblessunar.
Sigurjón Jónsson.
Vestmannaeyjum, en þar náöum
við aftur saman og urðum her-
bergisfélagar i annaö sinn. Siðar
lá leiö Jóns til Reykjavikur, þar
byrjaði hann nám i' húsasmiði, en
lauk þvi ekki þó hagur væri, en
fór að keyra sendibil. Hann var
aöal hvatamaður þess að Sendi-
bilastöðin h.f. var stofnuð og
keyrði hann þar um árabil, eða
þar til hann gerðist innheimtu-
maður hjá Morgunblaöinu en þá
vinnu stundaði hann þar til fyrir
einu ári siðan en þá varð hann aö
hætta vinnu sökum heilsubrests.
Arið 1946 giftistJón, Bjarnheiði
Ingimundardóttur, mikilli ágætis
konu.frá Litla-Hvammi i Reykja-
vik, og byggði Jón litið timburhús
verkum hans blandast saman
náttúrufræöi og saga. Óþreytandi
skráir hann sögu sins tima um
eldvirkni, jöklabreytingar, jökul-
hlaup, jarðskjálfta, sambúð lands
og lýðs,auk þess sem hann grefur
upp gleymd gögn um náttúru Is-
lands á liðnum öldum og endur-
metur sögulegar heimildir.
Megi Siguröi endast heilsa til
þess að vinna við fræði sin um
langan aldur.
Helgi Björnsson
Fyrir 10 árum ræddum við Sig-
uröur Nordal Hringadróttinssögu
Tolkiens, en Siguröur haföi þekkt
skáldið i Oxford fyrir mörgum ár-
um. Sigurður sagðist aldrei hafa
gefiö sér tima til að lesa hana, en
ég sagöi honum þá, aö Sigurður
Þórarinsson væri allra tslendinga
bezt að sér i þeim fræöum og sor-
fræðingur i landafræði
Mið-Jarðar. ,,Já, þeir geta leyft
sér það, þessir strákar að fara
svona meö timann”, sagði Nor-
dal.
Þarna var Sigurður Þóiarins-
son kallaður „strákur” eina ferð-
ina enn, þá kominn á sjötugs-
aldur, enda hefur mönnum jafnan
virst sem hann eti af eplum Ið-
unnar — léttur i spori, friskur i
anda, orðheppinn og allra manna
afkastamestur, jafnan fyrstur á
staðinn ef jarðfræðileg stórmerki
eru að gerast. Þaö er næstum
svona og svona að vera að skrifa
um hann afmælisgrein á sjötugs-
afmælinu — rétt eins og að skrifa
um aöra menn fertuga. Vitur
maður sagði, aö æskan væri alltof
dýrmæt til að sóa henni á ung-
dóminn — hér er hún þó einu
sinni á verðugum stað.
En Siguröur Þórarinsson er
semsagt sjötugur i dag. Hann er
löngu orðinn heimsþekktur vis-
indamaður i eldfjallafræði, arf-
taki Þorvalds Thoroddsen sem
persónugervingur islenskrar
jarðfræði úti i heimi. Skrá um
bækur hans og ritgerðir eru 38
vélritaðar siöur og lengist dag frá
degi. Mest hefur hann skrifað um
eldfjallafræöi og aðra jaröfræði,
lika landafræöi, sögu, fornleifa-
fræði — einnig um dægurmál alls
konar, bækur, kveðskap, bió-
myndir. Og svo framvegis.
Gátan um Sigurð er raunar
auöráðin — hann er svo dæma-
laust gáfaöur. Gallinn er bara sá,
aö maður getur ekkert uppbyggi-
legt af lausn þeirrar gátu lært, þvi
hann fæddist vist svona. Það er
hægt aö troða lærdómi i hvaða
belg sem er og dubba alla upp
með gráður. En „brilliant”
verður enginn nema fyrir náö
skapanornanna. Svo við, sem um-
göngumst Sigurö svotil daglega,
fögnum þvi að hafa hann meðal
vor, örvumste.t.v. ögn af dugnaði
hans og þiggjum kannski af hug-
kvæmni hans i fræðunum. En
alltaf virðumst viö vera ofurlitið
svifaseinir i samanburði við
hann — lengur að öllu. Eins og
Salieri og Mózart?
Það er sem betur fer alltof
snemmt að fara aö gera ein-
hverja úttekt á Sigurði Þórarins-
syni. Honum er nú sýndur marg-
vislegur heiöur á sjötugsafmæl-
inu sem verðugt er: norrænt jarð-
fræöingamót er haldið hér með
•tilheyrandi veislum og ræöum, og
bækur eru honum tileinkaðar. Þvi
Siguröur hefur komið ótrúlega
viða viö á ferli sinum: hann skap-
aði alþjóðlega visindagrein,
gjóskulagafræöina: hann er i
fremstu röð eldfjallafræðinga,
hann er meöal brautryöjenda i
jöklafræði hérlendis, framarlega
i ferðamálum, I „samnorrænum
málum”, og sjálfsagt mörgum
öðrum.
Þaö er ánægja að óska Sigurði
til hamingju meö afmælið. Og
Ingu konu hans, „sem er fyllilega
jafnoki hans”, eins og kunnugur
sagöi viö mig um daginn. Megi
honum endast Iðunnareplið sem
lengst.
Siguröur Steinþórsson