Tíminn - 08.01.1982, Qupperneq 19

Tíminn - 08.01.1982, Qupperneq 19
Föstudagur 8. janúar 1982 23 flokksstarfid Auglýsing um prófkjör Prófkjör framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosn- inganna i mai 1982 verður haldið dagana 23. og 24. janúar 1982 Skila þarf framboðum i' prófkjörið á skrifstofu Framsókn- arflokksins að Rauðarárstig 18, Reykjavik fyrir kl.18.00 fimmtudag 7. janúar 1982. Kjörgengir eru allir flokks- bundnir framsóknarmenn, sem fullnægja skilyrðum um kjörgengi til borgarstjórnar. Framboði skal fylgja skrif- legt samþykki frambjóðandans, svo og meðmæli 5-10 flokksbundinna framsóknarmanna. Athygli er vakin á þvi að kjörnefnd hefur heimild til að bætanöfnum á prófkjörslistann að framboðsfresti liðnum. Kjörnefnd. Bingó Sunnudaginn 10. þ.m. hefjast hin geysivinsælu bingó FUF i Reykjavik. Bingóið á sunnudag verður að venju i Hótel Hekluoghefstkl. 14. Margir myndarlegir vinningar. Fjöl- mennið. FUF Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Útdráttur hefur farið fram i hausthappdrættinu og eru vinningsnúmerin innsigluð hjá borgarfógeta á meðan fullnaðarskil eru að berast. Dregið var úr öllum útsendum miðum. Samkvæmt giró- seðlum má framvisa greiðslum enn um sinn i næsta póst- húsi eða peningastofnun og eru flokksmenn vinsamlegast beðnir um að gera skil. Akranes Fundur um stjórnmálaviðhorfið mánudaginn 11. janúar kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu Akranesi. Framsögumaður: Tómas Árnason viðskiptaráðherra. Allir velkomnir á fundinn. Framsóknarmenn sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin ísafjörður Aðalfundur framsóknarfélags ísfirðinga verður haldinn laugardaginn 9. febr. að Hafnarstræti 8 kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf önnur mál Félagar fjölmennið! Stjórnin Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 10. janúar kl. 16.00 i húsi Slysavarnarfélagsins á Höfn. Dagskrá: 1. Sameiginlegt prófkjör 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Norðurlandskjördæmi eystra Alþingismenn Framsóknarflokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra halda almenna stjórnmálafundi á eftirtöld- um stöðum: Húsavik, sunnudaginn 10. janúar i Félagsheimilinu kl. 20.30 Kópaskeri.mánudaginn 11. janúar i fundarsal K.N.Þ. kl. 20.30 Þórshöfn þriðjudaginn 12. janúar i Félagsheimilinu kl. 20.30 Raufarhöfn miðvikudaginn 13. janúar i Hnitbjörgum kl. 20.30. Allir velkomnir. Umboðsmenn Tímans Norðurland Staður: Nafn og heimili: Stmi: Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson 95—1384 Blönduós: Olga óla Bjarnadóttir, Árbraut 10 95—4178 Skagaströnd: Arnar Arnarson, Sunnuvegi 8 95—4646 Sauðárkrókur: Guttormur óskarsson, 95—5200 Skagfirðingabr. 25 95—5144 Siglufjöröur: Friðfinna Simonardóttir, . Aðalgötu 21 95—71208 Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8 96—62308 Dalvik: Brynjar Friðleifsson, Asvegi9 96—61214 Akureyri: Viðar Garðarsson, Kambagerði 2 96—24393 Húsavik: Hafliöi Jósteinsson, Garðarsbraut 53 96—41444 Raufarhöfn: Arni Heiöar Gylfason, Sólvöllum 96—51258 Þórshöfn: Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1 96—81157 Yfirlýsing frá sam- tökum um kvenna- framboð ■ Blaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing: Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að samtök þau sem vinna að framboði sérstaks kvennalista i borgarstjórnarkosningum i Reykjavik, i vor eru ekki þátttak- endur i fundi Kommúnistasam- takanna um borgarmál, svo sem ranglega er auglýst i Verkalýðs- blaðinu þ. 22. desember s.l. Aug- lýsingin var birt án vitundar og vilja samtaka okkar. Með þökk fyrir birtinguna Kynningarhópur samtakanna um kvennaframboð „Galdrað í gjósku” ■ t tilefni af sjötugsafmæli dr. Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings i dag 8. jan. hafa nokkur félög ákveðið að gefa út afmælis- rithonum til heiðurs og hefur ritið hlotið nafnið „Galdrað i gjósku” til bráðabirgða.Landafræði- félagið hafði forgöngu aö ritinu en útgefandi verður Sögufélagið. t ritinu verða 47 ritgerðir auk þess sem birtar verða myndir úr ævi Sigurðar ritaskrá hans, æviágrip eftir Þorleif Einarsson og ,,Ta- bula gratulatoria”-nöfn þeirra sem heiðra vilja Sigurð á sjötugs- afmælinu með þvi að gerast á- skrifendur að ritinu. — FRI Hryssa Rauðskjótt 8 vetra hryssa tapaðist frá Kambi Villingaholts- hreppi i des. 1981. Upplýsingar i sima 91- 83053. Ávegi án gangstéttar gengur fóik vinstra megin -ÁMÓTi AKANDI UMFERÐ |JUyFERDAR í RYKI, ÞOKU OG REGNI — ERHÆPINN SPARNAÐUR ... að kveikja ekki ökuljósin. ÞAU KOSTA LÍTIÐ. llUMFEROAR menningarmál Gosi hundrað ára ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ GOSl, saga eftir C. COLLODI frumsýning. Leikgerð: Brynja Benediktsdóttir Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Birgir Engilberts. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir ■ Kirkjubókum ibókmennta- sögu ber vist ekki alveg sam- an um það hvenær Carlo Lor- enzini (1826-1890), er tók sér siðan höfundarnafnið Collodi, samdi Gosa. Halir munu rifast um það hvort halda beri eitt hundraðára afmæliGosa árið 1891, eða 1892, en i sumum lærðum bókum, er sagan talin vera frá árinu 1883. Ekki veit ég hvernig frægð þessarar ævintýrabókar barst fyrst til tslands, en hjá minni kynslóð, hefur teiknimyndin, sem Walt Disney gjörði um söguna árið 1940 (kvikmynd) eftil villskipt sköpum.Þá hef- ur sagan verið þýdd og gefin út i bók á islensku, a.m.k. tvi- vegis eða i þýðingum Hall- grims Jónssonar og Gisla As- mundssonar. — En allavega þá er Gosi frægðarmaöur á ís- landi, sem og i mörgum lönd- um öðrum, og enn vel ern, þrátt fyrir hundrað árin, ekki siður en Vinardrengjakórinn, sem mun vera rúmlega þrjú hundruð ára, og heldur þó sin- um æskublóma öllum. Collodi var blaðamaður og ritstjóri á sinum tima og gjörði að minnsta kosti tvö timarit, eða gamanblöð gjald- þrota.Siðan samdihann nokk- ur ritverk, en það var ekki fyrr en hann samdi Gosa, að heimsfrægðin kom, en þá var höfundurinn kominn undir sextugt, þá byrjaður að skrifa handa börnum, sem skildu hann öllu betur en hinir full- orðnu. Sagt er að Collodi hafi samið Gosa til að borga spila- skuldir, og er það ekki fyrsta messtaraverkið sem til verður i þeim tilgangi sérstaklega. Leikgerð Brynju Benediktsdóttur Brynja Benediktsdóttir hef- ur gjört leikrit eftir sögunni af Gosa og segir frá þvi, að hdn hafi á barnsaldri kynnst sög- unni um spýtustrákinn Gosa. Einnigsegist hún hafa skrifað verkið með ákveðna leikendur i huga, og þá einkum þá er fara með aðalhlutverkin, þá Arna Tryggvason, er leikur smiðinn, Sigurð Sigurjónsson, er leikur samvisku Gosa, og svo Arna Blandon, er leikur Gosa sjálfan. ,,Ég tek mérþað bessaleyfi að stytta eða bæta við söguþráðinn eftir þörf- um”, segir hún lika. En þrátt fyrir allt virðist Brynja vera höfundi sögunnar trú, a.m.k. eins og ég man hana, en þvi er við að bæta, að Gosi hefur áður komið á svið í útlöndum, þvi hann er frægur maöur, eða fræg persóna, eins og allir vita. Ekki veit ég hvemig hingaö til hefur tekist að sýna Gosa á leiksviði i Utlöndum, en hjá Brynju gengur þetta ljómandi vel. Söngtextar Þórarins Eld- járnseru smellnir og liðugir á tungu, sem er bans visa, og tónlist Sigurðar Rúnars Jóns- sonar fer þessum leik vel. Hann heldur vel sinum hlut. Annað mál er svo það, að ekki koma allir texta sinum til skila í söng, og spillir það dá- litið fyrir. Gosi er annars býsna hag- anlega samið og sviðsett leik- rit. Þeir Arni, Sigurður og Arni Blandon fara á kostum, enda verkið saumað handa þeim, og einnig vil ég geta góðrar grammistöðu Flosa Ól- afssonar er leikur Loga leik- hússtjóra, er kaupir Gosa i leikhús sitt. Hulda álfköna er hinsvegar dálltið skuggalega völtá sviö- inu, en hún gengur á einhvers konar stuitum (held ég) og hefur maður á köflum enn meiri áhygg jur af göngu henn- ar, en vixlsporum Gosa. Allar þessar aðfinnslur eru þó smámunir. Gosi er skemmtilegt verk og vakti mikinn fögnuð á frumsýning- unni. Leikmynd Birgis Engilberts erhaglega gjörð, og ævintýra- leg i betra lagi. HUn er dálitið i þeim Disney-stil, er við þekkj- um svo vel. Allmargir koma fram i þessari sýningu og Ingibjörg Björnsdóttir samdi dansana. Þjóðleikhúsiðhefur ef til vill haft meiri gæfu i barnaleikrit- um en i öðru verki, svona seinni árin, og eru börn þó kröfuharðir listunnendur. Við spáum Gosa góðu. Jónas Guðmundsson Jónas Gnðmundsson skrifar um leik- list.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.