Tíminn - 23.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1982, Blaðsíða 4
Laugardagur 23. janúar 1982. stuttar fréttir ■ Húsnæði nýja Framhaldsskólans I Neskaupstað sem staðið hcfur fokhelt frá 1980 meðan kennsla fer fram í bráðabirgðahús- næöi viða i bænum og enn bólar ekki á peningum til að Ijúka byggingunni. Fé of naumt skammtað til nýja Framhaldsskóla- hússins NESKAUPSTAÐUR Fundurinn lýsir megnri óánægju sinni með þær fjár- veitingar sem ætlaðar eru til Framhaldsskólans i Neskaup- stað á fjárlögum þessa árs. Það fjármagn dugar engan veginn til að taka i notkun það skólahússem staöiö hefur fok- helt frá 1980. Skólinn starfar nú að hluta i bráðabirgðahds- næði viða um bæinn”, segir i ályktun fundar skólanefndar- manna og starfsmanna Fram- haldsskólans i Neskaupstað, til menntamála-, fjármála- ráðherra og þingmanna Austurlands. Þásegir aðskólanum séætl- að aö vera kjarnaskóli iön- og tæknimenntunar á Austur- landi. Hann muni einnig sinna námi tengdu sjávarútvegi, en námsbrautum á þvi sviði hafi ekki verið sinnt sem skyldi i islenskum framhaldsskólum. Það sé til vansæmdar að aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar skuli svo illa sinnt innan skóla- kerfisins. Lögð er áhersla á að vel sé búið að framhaldsnámi Uti um byggöir landsins, þvi mögu- leikar á skólagöngu ráði oft miklu um bUsetu fólks. Reynslan sýni einnig að fólk sem sækja þarf menntun sina i aðra landshluta snúi siður aft- ur til sinnar heimabyggðar. „Það getur orðið afdrifarikt austfirsku atvinnulifi ef þeirri stofnun sem annast á verk- menntun i fjórðungnum er ekki gert kleift að gegna hlut- verki sinu”, segir skólafull- trúarnir. Þá var fagnað myndarleg- um f járframlögum til Menntaskólans á Egilsstöð- um, en honum ásamt Fram- haldsskólanum i Neskaupstað sé ætlað að vera kjarnaskólar framhaldsnáms á Austur- landi. Þessir tveir skólar, ásamt öðrum skólum með framhaldsnám if jórðungnum, hafi með sér samvinnu og verkaskiptingu. —HEI Sameiginlegt prófkjör EGILSSTADIR: Egilsstaða- deildir Framsóknarfélags, Al- þýðubandalags og Sjálfstæöis- félags Fljótsdalshéraös slanda nú i viðræðum um sameiginlegt prófkjör þessara þriggja l'lokka til röðunar á framboðslista l'yrir sveitar- stjórnarkosningarnar á Egils- stöðum ivor. Umræður standa um drög að regluin um próf- kjörið og er þcss vænst að mál muni skýrast næstu daga. Verði af saineiginlegu próf- kjöri er reiknað ineð að það fari fram siðari hluta febrúar- mánaðar. Egilsstaðadeild Fram- sóknarfélags Fljótsdalshéraös helurauglýsteftir framboöum til prófkjörs, sem skila á asamt 10-20 meðmælendum fyrir 1. febrúar n.k. Fram- sóknarmenn hafa ákveöiö aö prófkjör fari fram um þeirra lista, hvort sem af samkomu- lagi verður um sameiginlegt prófkjör eða ekki. — HEI Meðalafli 4.659 lestir VESTFIRDIR: Heildarafli vestfjarðatogaranna 14 (þar af tveir aðeins hluta ársins ) á siðasta ári varð 55.900 lestir, sem er 2.763 lestum minni afli en árið 1980. Meðalafli áriö 1981 varð þvi 4.659 lestir. Lang aflahæstur togaranna varð Páll Pálsson frá Hnifsdal með 5.712 lestir (5.175 árið 1980). Afli flestra annarra tog- ara varð svipaður eða nokkru minni en i fyrra. Aflitogaranna — á eftir Páli — varð sem hér segir: Dag- rún, Bolungarvik 5.335 t., Júlíus Geirmundsson, Isafirði 5.075 t., Guðbjörg, ísafirði (.9911., Bessi Súðavik 4.9411., Gyllir Flateyri 4.799 t., Fram- nes I Þingeyri 4.468 t., Elin Þorbjarnardóttir Suðureyri 4.4001., Tálknfirðingur4.369 t., Guöbjartur Isafirði 4.2% t., Sölvi Bjarnason, Tálknafiröi 4.087 t., Heiðrún Bolungarvik 3.427 t., Guðmundur i Tungu Patreksfirði 1.609 t. og Sigurey Patreksfirði 422 tonn. — HEI ísafjarðar- kaupstaður reiknar með 38 millj. tekjum í ár ISAFJÖRDUR: Bæjarráð ísa- fjarðar hefur lagt fram lrum- varp að fjárhagsáætlun bæjarins og stol'nana hans fyr- ir hið nýbyrjaöa ár. Tekjur eru áætlaðar 38 milljónir og 83 þúsund krónur en gjöld 33 millj. og 31 þúsund. Mismunur er áætlaður til eignabreyt- inga. Tekjuáætlun þessi er um 48% hærri en á siðasta ári. Af lrumvarpinu má ráöa að lsfirðingar hyggist ekki lara út i nýjar stórframkvæmdir á árinu 1982, heldur beita sér aö þvi að halda áfram meö fram- kvæmdir sem þegar eru hafn- ar. Þess má geta aö á siöasta íundi bæjarráðs á árinu 1981 var lagt til að i ár verði ekki lagður lasteignaskattur á ibúðarhús i byggingu. Þær hugmyndir liggja þar aö baki, að húsbyggjendur eiga oft á tiðum annað húsnæði sem þeir losa sig ekki við íyrr en um það leýti sem þeir geta tekiö það nýja i notkun, og hala þeir þar af leiðandi i mörgum til- vikum þurft að borga fast- eignaskatt af tveim bygging- um, sem reynist mörgum örð- ugt, þvisjaldan hefur fólk sem kunnugt er minni fjárráö en einmitt meðan þaö stendur i húsbyggingum. Þessi breyting er hugsuð til að létta undir með húsbyggjendum og er hið mesta réttlætismál. — HEI fréttir 8.509 fólksbílar fluttir inn f fyrra: MflZDfl ATOPPNUM MEÐ 1.190 BfLA ■ Af 8.509 nýjum innfluttum fólksbílum á árinu 1981 hélt Mazda enn sínu efsta sæti frá ár- inu áður með 1.190 bila innflutn- ing, sem er þó 63 bilum færra en árið 1980. öðru sætinu náði nú Lada, alls 819bilar sem er 203 bil- um fleira en árið 1980. Þriðja söluhæsta tegundin varð nú Mitsubishi með 667 bila, sem er mjög svipað og árið áður (697). Val manna á tegundum hefur i mörgum tilfellum breyst mjög á milli ára margar tegundir seljast nú miklu minna en aðrar sem fáir keyptu á árinu 1980 hafa nú selst vel. lupptalningu hér á eftir setj- um við tölu ársins 1980 i sviga. Fjóröa söluhæsta tegundin var Toyota 533 (832), fimmta Saab 523 (104) sjötta Subaru 476 (451) og sjöunda BMW 363 (71). Af næstu átta tegundum seldust á bilinu 200-30 0 bilar: Datsun 287 ( 382), Honda 295 (230), Daihatsu 287 (801), Fiat 283 (221), Citröen 236 (55), Volkswagen 235 (89), ame- riskur Chevrolet 211 (325) og Skoda 20 (159). Ýmislegt annað vekur athygli i skránni yfir bílakaupin. Þannig hafa nú selst af v-þýskum Taunus 147 bilar.en hann var ekki á skrá 1980, aftur á móti seldist aðeins 1 breskurFordCortina, en 260 á ár- inu 1980. Af Suzuki seldiist nú 151 bill. en 2 árið áður. Þá hafa 51 látið eftir sér að kaupa Mercedes-Bens á siðasta ári á móti aðeins 15 árið 1980. Að- eins 20 hafa á hinn bóginn lagt i kaup á ameriskum Ford á móti 111 árið áður. Einnig vekur athygli, að af Bronco sem var feikn vinsæll fyrir nokkrum árum seldist nú aðeins 1 biU. — HEI ■ Þeir á Helgu RE létu hendur standa fram úr ermum viö að gera klárt strax og sjómanna- samningarnir höfðu verið samþykktir I Reykjavik, og til veiöa var haidiö I gær. Tlmamynd: Róbert Borgarstjórn hafnaði „Lífshlaupinu”: Ætla seljendur að græða 400-700 þús. á sölunni? ■ Borgarstjórn hafnaðiá siðasta fundi sinum tillögu frá Guörúnu Helgadóttur um að gera Þorvaldi Guðmundssyni eiganda „Lifs- hlaupsins” gagntilboð um kaup Reykjavikurborgar á listaverk- inu. Þorvaldur bauð verkið til sifluá 1.4 milljónirkróna sem yröi að staðgreiða fyrir 1. febrúar n.k. Gagntilboöstillaga Guðrúnar gekk hins vegar út á það að kaup- verðið yrði greitt meö jöfnum af- borgunum á þessu ári, auk tveggja annarra skilyrða. „Ég á ákaflega erfitt með að sætta mig við það, að svo bágt sé- um við stödd hérna i Reykjavik að við látum þetta merkilega verk vera að velkjast á milli manna hér iborginni. Ég hlýt þvi að gera endurtekna tilraun til þess aö við sýnum svolitla reisn og myndarskap og samþykkjum nú þá tillögu sem Sigurjón Pét- ursson bar fram i borgarráði um að Þorvaldi verði gert gagntil- boð”, sagði Guðrún Helgadóttir þegar hún talaði fyrir tillögu sinni. Sagði Guðrún aö annað eins væri lagt út af fé úr borgarsjöði, sem ekki væri varið sem skyldi, og þvi' hlyti að vera óhætt að leggja fram kaupverð þessa ein- stæða listaverks. Sagði hún mik- inn áhuga hjá borgurum aö Reykjavikurborg eignaðist þetta listaverk og jafnvel væri áhugi hjá almenningi tilalmennra sam- skota til kaupa á verkinu, ef það væri eina leiðin til að eignast það. 1 ræðum Daviðs Oddssonar og Sigurjóns Péturssonar kom fram að áætlaöur viðgerðarkostnaöur og upphaflegt kaupverð „Lifs- hlaupsins” væri á bilinu 700 þús. kr. til ein milljón króna, þegar viðræður fóru fram á milli borg- arinnar og Guömunds Axelssonar i Klausturhólum þáverandi eig- anda „Lifshlaupsins” um hugs- anleg kaup þeirra fyrrnefndu á verkinu. ,,Þá vorum við tilbúnir að greiöa Guömundi 400 þús. kr. i þóknun og áhættufé til viðbótar sannanlegum viðgerðarkostnaði og upphaflegu kaupverði”. sagði Sigurjón Pétursson. Davið Oddsson sagði að ef til- boði Þorvaldar yrði tekið, væri ljóst að seljendur högnuðust um 400-700 þús. kr. á sölunni, eða um fjórföld til sjöföld árslaun verka- manns. „Ég tel tilboðiö þvl óvið- ■ Segja má að lifeyrisþegar i Lifeyrissjóði StS hafi hlotið nokk- urskonar jölaglaðning, þvi hinn 22. desember akvað stjórnin, að höfðu samráðivið tryggingafræð- ing, að taka upp fulla verðtrygg- ingu á öll áunnin lifeyrisréttindi. Kom það til framkvæmda frá 1. janúar s.l. A siðasta ári nam verðtrygging sjóðsins 90%. Lif- eyrisupphæðir munu framvegis breytast ársfjórðungslega og fylgja breytingum á hinum al- menna launamarkaði. Jafnframt hefur stjórn sjóðsins unandi”, sagði Davið Oddsson. Kristján Benediktsson tók I svipaðan streng og Davið. Taldi hann tilboö Þorvaldar langt frá raunveruleikanum, og þvi ekki rétt að gera gagntilboð að svo stöddu. Atti hann von á þvi að Reykjavikurborg myndi seinna eiga möguleika á að eignast lista- verkið á sanngjörnu verði. Sagð- ist hann ekki óttast að verkiö yrði selt úr landi. Aö endingu var tillögu um að teknar yrðu upp framhaldsvið- ræður við Þorvald um hugsanleg kaup á „Lifshlaupinu” visað til borgarráðs. — Kás hækkað ibúðalán þau er sjóðsfé- lagar eiga kost á. Frumlán til þeirra er greitt hafa til sjóðsins i 5 ár er nú orðið 150 þús. kr. en helmingur þeirrar upphæðar eftir greiðslur i 3 ár. Endurlán hafa verið hækkuð i 100 þús. kr„ aö frádregnum þeim lánum sem menn hafa fengið áður. Endur- lánum eiga menn rétt á 5 árum eftir að frumlán er tekið. Frum- lánin eru veitt til allt aö 25 ára en endurlánin til 20 ára. Lanin eru með 2% vöxtum og tryggð með byggingarvisitölu. —-HEI Lífeyrissjóöur SÍS: Full verdtrygging á áunnin réttindi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.