Tíminn - 23.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1982, Blaðsíða 9
FOLK BKKIR PUNGfl, EKKI þu getur treyst Goóu ■ Hjónin Friftbjörn og Sigriftur veltu fyrir sér þorrabökkunum I Kjöt- miftstöftinni, og nifturstaftan varft sú aft fjórir bakkar voru keyptir. ■ „Tvimælalaust ódýrastir, bæfti hvaft snertir magn og gæfti,” sagfti Timamyndir — Ella Hrafn Backmann i Kjötmiðstöftinni. iyöi Tjoimorg sym anjooa-aieggi og Goða-pylsum til nákvæmra rannsókna. Niðurstaðan var ótvíræð: HÆSTA EINKUNN! ■ Hinrik Hansen I Grimsbæ er hér vift afgreiftslu á þorramat. y / I margendurteknum athugunum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. ■ Nammi — namm! Hver fær ckki vatn i munninn, þegar hann heyrir minnst á þorramat, nú i upphafi þorra? Tímamenn máttu a.m.k. kyngja munnvatninu ört i gær, þegar þeir sóttu nokkrar verslan- ir heim sem versla mcft þorra- mat, i þeim tilgangi að kynna sér hvaft væri á boftstólunum, og livcrt verft menn þyrftu aft greifta fyrir kræsingarnar. Alls staftar var mikii ös, en flestir kaupmennirnir gáfu sér þó tima til þess aft upplýsa blafta- menn um þaft helsta, en hurfu svo jafnóftum á braut, til þess aft sinna þorrahungruöum viftskipta- vinum. Fyrsti áfangastaftur okkar Timamanna var Múlakaffi, en um árahil hefur Múlakaffi vcrift þekkt fyrir myndarlega og gófta þorrabakka, sem eru hvort hcld- ur seldir út, efta fólk neytir á staönum. Stefán ólafsson, eig- andi Múlakaffis sýnir Tima- mönnum þaö sem hann hefur á boftstólunum. „Sviöasulta, hrútspung- ar, lundabaggar og hangikjöt vinsælast” „Við seljum þorrabakka, sem vega 12 til 1300 grömm, og eru ætlaðir í'yrir tvo. Bakkarnir kosta 120 krónur og á þeim eru 14 mis- munandi réttir, sem eru: Sviða- sulta, hrútspungar, lundabaggar, bringukollar, lit'rarpylsa, blóð- mör, hvalur, hákarl, hangikjöt, harðliskur, rótur, salat, smjör og tlatkaka. k>að er iðulega þannig að l'ólk með t.d. tvö börn kaupir einn svona bakka og bætir siðan við með þvi að kaupa i lausu eitthvað af þvi vinsælasta, og þá er matur- inn nægur handa fjögurra manna fjölskyldu. Peir réttir sem eru alvinsælast- ir, og gjarnan er bætt við með þvi að kaupa i lausu eru sviöasulta, hrútspungar, lundabaggar og hangikjöt.” — Finnst þér vera að draga úr þvi aö fólk kunni að meta þorra- mat? „Miðað við mina reynslu, þá hafa Islendingar aukið neyslu sina á þorramat. Hann er mjög vinsæll og siöustu 3 til 4 árin þá hefur ungt fólk i stórum stil komið hingað og keypt þorramat. Við hér i Múlakaffi setjum súr- matinn i súr um mánaöamótin september október, og hér stend- ur hann i mjólkursýrunni og er bara tekinn upp jafnóöum, eítir þvi sem þörf krefur. Viðpökkum súrmatnum svo al- gjörlega sér, i þorrabakkann, svo hann smiti ekki frá sér, það sama gerum við við hákarlinn, og það sama gerum viö við þurrmat- inn.” „Mun hentugra fyrir heimilið að kaupa svona pakkningar” í versluninni Viði, Starmýri, tökum við verslunarstjórann, Ei- rik Sigurðsson tali og biðjum hannað fræða okkur um þorraúr- val verslunarinnar. „Við seljum svona fötur, með blönduðum súrmat i. í svona tveggja litra fötu er 1.2 kiló af súrmat og kostar fatan 88 krónur. 1 fötunni eru súrsaðir lundabagg- ar, súrsaðar bringur og hrúts- pungar. T>að er mjög hentugt að kaupa súrmatinn i svona fötum, þvi þá flæðir mysan alltaf yfir súrmatinn og heldur honum blautum og súrum. Við höfum þá reynslu, að þaö eru mun hentugri kaup i svona fötum fyrir heimilið, en i þvi að kaupa þorrabakka, þvi á heimilunum er svo mikið til af þvisemselt er á þorrabökkunum, og þá oft á uppsprengdu verði, einsogt.d. smjör, rúgbrauð, flat- kökur og harðfiskur. Þá seljum við súrmatinn á bökkum, mismunandi stórum, og er það alveg sama varan og i löt- unum.nema hvaö mysan er ekki. Við seljum einnig hangikjöt, niðursneitt á bökkum og er kiló- verðið á þvi 125 krónur. Þá erum við auðvitað með hákarl, en vegna lyktarinnar er hann alveg sérpakkaður.” — Ersalan á þorramateitthvað komin i gang hjá ykkur? ,,Já, hún er að komast i fullan gang núna. Miðað við reynslu fyrri ára, þá verða föturnar með súrmatnum bókstaílega rifnar út laust súrsuðu hrútspungana og hvalinn, og taktu eftir þvi að fólk biður um hrútspunga en ekki kviðsvið! Nú, þá fer það alltaf i vöxt að fólk kaupi sild, þegar það kaupir þorramatinn”. mikiö að gera, að við getum vart annað eftirspurn, nú þegar þorr- inn er hafinn. Nú um þessa helgi þá afgreiðum við þorramat til hátt á 3. þúsund manns, þvi við útbúum þorramat i þrjú stór þorrablót. Auk þeirra fara svona 12 til 1400 þorrabakkar á dag úr versluninni. Þorramatur er eins konar tiskufyrirbrigði, sem er i algjör- um hápunkti núna.” — AB ■ Þaft er matarlegt um aft litast í geymslunni, þar sem Stefán í Múlakaffi lætur súrmatinn standa í stömpum. ,,Held við gerum góð kaup” — Kjötmiðstöðin, Laugalæk er siðasti viðkomustaður okkar að þessu sinni og þar virðist vera mikill handagangur i öskjunni. Hjón standa viö þorrabakkana og velta fyrirsér innihaldinu. Hjónin eru Friðbjörn Gunnlaugsson og Sigriður Sigurðardóttir. Þau eru að þvi spurð hvort þau telji að þau muni gera góð kaup i þvi að kaupa þorrabakka. G KÐA -Ategg <r? Gi~lÐJ\-fy/sur Sigriöur: „Já, ég tel að við get- um gert nokkuð góö kaup i þvi að kaupa svona bakka, annars held- ur maðurinn að það sé hagstæð- ara að kaupa hverja tegund fyrir sig, ópakkaða.” Friðbjörn er enn ekki búinn að gera upp hug sinn, en eftir svolitlar vangaveltur, þá velur hann 4 þorrabakka og segir „Við tökum þessá’ Sigriður hlær við og segir um leið og hún kveður blaðamann: „Annars finnst Frið- birni hagstæðast að láta frúna elda!” ,,Afgreiðum um 3000 manns með þorramat þessa helgi” Hrafn Backman, i' Kjötmiðstöö- inni fræðir okkur um vörur þær sem verslunin hefur á boðstólun- um, hvað snertir þorramat. „Við seljum hér þorrabakka, sem vegur rúm 700 grömm og á honum eru 15 tegundir þorra- mats, s.s. svina- og sviðasulta, bringukollur, hvalur, slátur, hrútspungur, lundabaggar, hangikjöt, rúgbrauð, flatkaka, harðfiskur, hákarl og reykt sild. Svona bakki kostar 60 krónur og er sennilega handa tveimur, þeg- ar búið er að bæta við kartöflum og rófum. Við erum tvimælalaust með adýrasta þorramatinn, bæði hvað snertir magn og gæði, enda get- um við haldið verðinu niðri þar sem öll vinnsla á matnum fer fram hjá okkur. Við höfum svo ■ „Þaft selst alltaf mikift af súrmatnum hjá okkur, bæfti I fötunum og á bökkunum,”sagftiEirlkur Sigurftsson, • verslunarstjóri I Vifti, Starmýri. nú á næstu dögum, enda getur fólk átt þær i isskápnum fram eft- ir þorra.” „Lundabaggar með hrútspungum innani nýjung” „Eftir talsverðar fortölur feng- um við Pál Guðmundsson, yfir- mann i kjötverslun SS i Austur- veri til þess að gefa okkur eftir- farandi upplýsingar. „Við seljum i kilóatali hér úr borðinu lundabagga, bringur, sviðasultu, súrsaða hrútspunga og súrt slátur. Þá erum við með þá nýjung að við bjóðum upp á lundabagga með hrútspungum innan i.” ,,Seljum allan þorramat nema hákarl, vegna lyktarinnar” ,,Já, vib seljum hér bakka með ■ Þórftur Þorgeirsson, mat sveinn i Múlakaffi er hér aft útbúa þorrabakkana. súrmat á, og á þessurh bökkum eru hrútspungar, lundabaggar, bringukollar og sviðasulta,” segir Hinrik Hansen, verslunarmaður i Grimsbæ, þegar Timamenn lita inn þar. „Kilóverðiðafsúrmatnum er 90 krónur, en á hverjum bakka eru yfirleitt svona 600 grömm, sem nægja um þremur mönnum með öðru. Auk súrmatarins þá seljum við bókstaflega allan þorramat, nema hákarl, en hann erum við ekki með út af lyktinni. Við seljum alltaf norðlenskt hangikjöt, sem reynst hefur sér- lega vinsælt, og hefur fólk yfir- leitt á orði sem hefur reynt það einu sinni að það sé mun bragð- meira og betra en annað hangi- kjöt. Það er mikið keypt núna, af þeim sem eru að kaupa þorra- mat.” Hvaða réttir eru mest teknir af þorramatnum? „Fólk tekur undantekninga- Tíminn sækir nokkra staði heim sem versla með þorramat UM HRUTS KVIÐSVIÐ!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.