Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 30. apríl 2008 – 18. tölublað – 4. árgangur
Nýr forstjóri | Guðjón Karl
Reynis son, fyrrum framkvæmda-
stjóri 10-11, hefur verið ráðinn
forstjóri bresku leikfangakeðjunn-
ar Hamley´s. Hann tekur í byrjun
maí við starfinu af Nick Mather.
Samstarf í loftinu | Icelandair
og Finnair sömdu í síðustu viku
um samstarf félaganna tveggja
á flugleiðunum milli Íslands og
Helsinki og á milli Helsinki og
Varsjár í Póllandi. Icelandair flýg-
ur milli Íslands og Helsinki, en
Finnair annast flug til Varsjár.
Ofarlega á lista | Björgólfur Thor
Björgólfsson er í 29. sæti á lista
sem Sunday Times birti um helgina
yfir ríkustu menn Bretlands. Eignir
Björgólfs Thors eru í blaðinu metn-
ar á 2,07 milljarða punda eða um
300 milljarða íslenskra króna. Í
fyrra var Björgólfur í 23. sæti.
Ídýfur innkallaðar | Bakka-
vör Group kallaði í lok síðustu
viku inn í varúðarskyni tvær teg-
undir af hummus-ídýfum í Bret-
landi. Salmonella hafði fundist í
sýni við reglubundið innra eftirlit.
Félagið sagði mikla áherslu lagða
á öryggis- og gæðamál hjá félag-
inu, sem átt hafi frumkvæðið að
innkölluninni.
Mosaic tapaði í fyrra | Tap
Mosaic Fashions hf. á nýafstöðnu
rekstrarári nemur 16,3 milljón-
um punda (tæplega 2,4 milljörðum
króna) eftir skatta. Engu að síður
jókst sala um 49 prósent. Árið
áður hagnaðist félagið um 10,7
milljónir punda. Tapið skýrist af
niðurgreiðslum lána og afskrift-
um á viðskiptavild vegna kaupa á
Rubicon Retail.
144
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
6
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
Bjarni Ármannsson og Örn
Gunnarsson hafa til jafns keypt
helmingshlut í tölvufyrirtækinu
Secur Store á Akranesi. Kaup-
verð er ekki gefið upp, en áætluð
velta SecurStore á þessu ári
nemur 200 milljónum króna.
Fyrirtækið hefur sótt fram í
Bretlandi með öryggisafritunar-
þjónustu yfir netið, en þar segja
forsvarsmenn SecurStore vöxt
hafa numið 100 prósentum á ári.
Markmið Secur Store er sagt
vera að verða innan þriggja ára
eitt af þremur stærstu fyrir-
tækjum á sínu sviði.
Örn lætur af störfum sem
framkvæmdastjóri fyrirtækja-
ráðgjafar Sögu Capital og tekur
við starfi framkvæmdastjóra
SecurStore. Bjarni Ármannsson
verður stjórnarformaður Secur-
Store.
Alexander Eiríksson lætur af
starfi framkvæmdastjóra Secur-
Store en tekur við stjórn sölu-
og markaðsmála. Hann hefur
hefur með bróður sínum Eiríki
Eiríkssyni, sem er fjármála- og
rekstrar stjóri, leitt uppbyggingu
fyrirtækisins undanfarin ár. Þeir
bræður stofnuðu fyrirtækið árið
1991. Árið 2004 var svo tekin
stefnumótandi ákvörðun um að
sérhæfa sig í afritun gagna yfir
netið og SecurStore afritunar-
þjónustan sett á laggirnar.
Bjarni Ármannsson segir
Secur Store spennandi fjárfest-
ingu þar sem stofnendur og
starfsmenn hafi unnið „frábært
starf í að byggja grunn félagsins
með þeim hætti að innviðirnir
þoli hraðan vöxt og sókn á kröfu-
hörðum markaði“. - óká / Sjá síðu 12
Kaupa helmingshlut í SecurStore
Kallað á inngrip stjórnvalda
Ráða ekki við
lausafjár-
kreppuna
Erlend innlán
IceSave í evrum
Einleikur
Virði mælt
í bílum
V i s t væ n
prentsmiðja
Sími 511 1234 • www.gudjono.is
Ingimar Karl Helgason
skrifar
„Í flestum tilvikum er það svo að fólk nær ekki að
fjármagna lóðakaupin. Bankarnir eru ekki tilbúnir
að lána nema á mun lakari kjörum en áður. Þetta er
meginskýringin,“ segir Hrólfur Jónsson, yfirmaður
framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar.
Um 25 lóðum borgarinnar við rætur Úlfarsfells
hefur verið skilað til borgarinnar. Hver lóð kostar
nokkrar milljónir króna.
Um fimmtán prósentum lóða sem Hafnarfjarðar-
bær úthlutaði á Völlunum fyrir skömmu hefur einnig
verið skilað til bæjarins. Þar er komið að gjalddaga
og fólk ræður ekki við kaupin. Allt eru þetta ein-
býlishúsalóðir. Lóðum í Kópavogi mun einnig hafa
verið skilað.
Íbúðahverfi eru einnig í byggingu í Mosfellsbæ.
Þar hafa einkaaðilar séð um skipulag og undirbún-
ing hverfa í Helgafellslandi og í Leirvogstungu. Þar
hefur hægt mjög á lóðasölu.
Bjarni Guðmundsson, sem skipuleggur Leirvogs-
tunguland, segir að fólk sem þar fékk lóðir hafi verið
heppið gagnvart bönkunum. „En því er ekki að neita
að róðurinn verður þungur hjá þeim sem eru að fara
af stað í dag,“ bætir Bjarni við.
Fáum sögum fer af því að lóðum hafi verið skilað
í Mosfellsbæ, en eftir því sem Markaðurinn kemst
næst hefur fólk gengið úr skaftinu með lóðakaup á
síðustu stundu, þar sem bankinn hefur haldið að sér
höndum. Þetta vilja menn þó ekki segja upphátt.
Lánakjör hafa farið versnandi undanfarna mán-
uði, auk þess sem byggingarkostnaður hefur einn-
ig hækkað mikið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshag-
fræðingur telur að nú séu til allt að átján mánaða
birgðir af íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Hann telur mikilvægt að þeir sem stundi bygg-
ingar dragi hratt saman seglin. „Sá samdráttur þarf
að bitna fyrst og fremst á erlendum starfsmanna-
leigum því ef það myndast atvinnuleysi í landinu við
núverandi aðstæður getur það haft mjög miklar og
alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, ekki hvað
síst bankana.“ Sjá síður 8 og 9
Ráða ekki við að
byggja á lóðunum
Mörg dæmi eru um að lóðum hafi verið skilað aftur
eftir úthlutun. Þetta á meðal annars við í Hafnarfirði og
Reykjavík. Hermt er að fólk ráði ekki við kostnaðinn.
Samson Properties, fasteigna-
félag í eigu Björgólfsfeðga,
hefur gengið inn í nýtt félag,
Nova tor Properties. Feðgarnir
eiga 70 prósent í félaginu en af-
gangurinn er í eigu innlendra og
erlendra fjárfesta, að því er fram
kemur í tilkynningu.
Megnið af eignum félagsins,
eða 80 prósent, er erlendis, en
helstu eignir eru í Danmörku,
Finnlandi, Búlgaríu og Króatíu.
Þá er fimmtungur eignanna
hérlendis, en Samsom Propert-
ies verður dótturfélag Novator
Properties og sér um eignirn-
ar hér. Félagið vinnur að tveim-
ur þróunarverkefnum hér; upp-
byggingu Listaháskóla Íslands í
miðbæ Reykjavíkur, auk versl-
unar- og þjónustukjarna ofarlega
á Laugavegi. - ikh
Flestar eignir
erlendis
SVEINN BJÖRNSSON Forstjóri Novator
Properties.
Gengi bréfa í DeCode Genetics
rauk upp um tæp 17 prósent í
Bandaríkjunum í byrjun vikunn-
ar eftir tilkynningu sem félagið
sendi frá sér um helgina.
Í tilkynningu félagsins kemur
fram að vísindamenn þar á bæ
hafi enn tengt ákveðin gen við
brjóstakrabbamein. Fyrirtækið
ætlar á næsta hálfa árinu fram-
leiða próf sem greinir hvort
konur bera þessi gen og önnur
sem þegar hafa verið tengd sjúk-
dómnum. - óká
Gengi DeCode
snarhækkaði