Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 30. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Þ að hefði sjálfsagt orðið hraðari upp- bygging væri ástandið í efnahags- málunum betra,“ segir Hannes Sigur geirsson, hjá Helgafellsbygg- ingum ehf. Fyrirtækið hefur skipu- lagt og reisir íbúðarhverfi í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. „Það er svolítil lægð í sölu,“ segir Hannes um lóðirnar í hverfinu, en það komi ekki að sök, þar sem menn hafi frekar verið á undan áætlun í sölu en hitt. „Það er ekki stopp, en það er hægara núna.“ Til stendur að reisa yfir eitt þúsund íbúðir, í einbýli, rað-, par- og fjölbýlis- húsum í hverfinu, í nokkrum áföng- um. BLIKUR Á LOFTI Í BYGGINGARIÐNAÐI Ástandið í húsbyggingum og á fast- eignamarkaði þykir ekki gott. Fram hefur komið að stórlega hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði. Spáð er mikilli lækkun fasteignaverðs næstu mánuðum og vextir eru þeir hæstu sem verið hafa í mörg ár. Steypustöðin Mest, sem hefur höfuð- stöðvar í Hafnarfirði en selur steypu á öllu höfuðborgarsvæðinu, hefur gripið til fjöldauppsagna og segir upp þrjátíu starfsmönnum nú um mánaðamótin. Á undanförnum mánuðum hefur nokkr- um tugum starfsmanna þegar verið sagt upp, sem rekja má til samdráttar í byggingar- iðnaðinum. Forstjóri Mest segir að nánast sé ómögu- legt að fá skammtímafjármagn hjá lánastofn- unum til að létta róðurinn. Hlutafjáraukning dugi ekki til. Þá hafa þegar heyrst fréttir af því að er- lendum starfsmönnum verktaka hafi verið sagt upp í stórum hópum. Þá segist Árni Jó- hannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, gera ráð fyrir fjölda- uppsögnum í byggingariðnaði, komi fé ekki inn á fasteignamarkaðinn fljótlega. Ástandið hafi ekki verið verra á þessu sviði í meira en áratug. „Vöxtur og viðgangur þessarar atvinnu- greinar er því ekkert einkamál þeirra sem þar starfa,“ segir Árni. Hann segist ekki gera sér grein fyrir hvenær þessar uppsagnir verði eða hve margir missi vinnuna. „Næsta haust verður mjög erfitt,“ segir Árni og bætir við að vonandi hafi framkvæmdir við álver í Helguvík jákvæð áhrif. VIKA Í SENN Í Helgafellslandinu er nóg að gera við einu stóru húsbygginguna á svæðinu. Þar reis- ir fyrirtækið Pálmatré íbúðarblokk með 24 íbúðum. Blokkin hefur verið steypt upp að megninu til. Pálmi Pálsson, eigandi fyrir- tækisins, segir að íbúðir þar verði tilbúnar til afhendingar með haustinu. Mikið er nú rætt um að bankar haldi að sér höndum gagnvart verktökum. Jafnvel stönd- ugir verktakar fái ekki lán fyrir framhaldi á verkum sem þegar séu hafin. Hvernig er staðan hjá Pálma? „Við tökum þetta bara með ró, viku fyrir viku,“ segir hann og bætir því við að eins og er sé lítið um aðrar bygginga- framkvæmdir í Helgafellslandinu. „Það er lítið farið í gang.“ Það staðreyndi blaðamaður sem fór um svæðið í upphafi vikunnar. Götur hafa verið malbikaðar, grunnar grafnir og lagnir lagðar, en fátt annað risið en blokkin eina, auk þess sem Mosfellsbær hefur látið reisa nokkr- ar bráðabirgðaskólastofur á svæðinu. Það er timburhús. Hannes Sigurgeirsson tekur fram að öll svæði þar sem lóðir hafa farið í sölu séu tilbúin. ERFITT HJÁ ÞEIM SEM BYRJA NÚNA „Ég er búinn að selja nánast allar lóðir og hverfið er nánast tilbúið,“ segir Bjarni Guðmundsson, sem stendur fyrir byggingu íbúðar hverfis í Leirvogstungulandi í Mos- fellsbæ, milli Köldukvíslar og Leirvogsár. Þar verða reistar yfir 400 íbúðir. „Við höfum selt fjórar af hverjum fimm lóðum á um það bil einu og hálfu ári,“ segir Bjarni. Fólkið sem keypti í Leirvogstungu hafi komið inn á góðum tíma, gagnvart bönk- unum. „En því er ekki að neita að róðurinn verður þungur hjá þeim sem eru að fara af stað í dag,“ bætir Bjarni við. Hann kannast lítt við að nokkur hafi lent í vandræðum með húsbyggingar í Leirvogs- tungu. „Þetta eru kannski nokkur hús sem maður hefur séð að menn hafi frestað, en yfir- leitt er þetta ekki neitt mál,“ segir Bjarni og bendir á að flestir sem þar standi í bygging- um séu einstaklingar. Tökum þetta bara Markið var sett hátt með ýmsum byggingarframkvæmdum í jöðrum höfuðborgarsvæ á og mörg dæmi eru um að lóðum hafi verið skilað. Ein blokk er svo gott sem risin í H Helgason fór um byggingarsvæði í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og sá fáa við störf v Vöxtur og við- gangur þessarar atvinnugreinar er því ekkert einkamál þeirra sem þar starfa ... Næsta haust verður mjög erfitt ... vonandi hafa framkvæmdir við álver í Helguvík jákvæð áhrif. FRÁ HELGAFELLSLANDI Götur malbikaðar og staur- ar risnir, en fátt um nýbygg- ingar enn sem komið er. Margar lóðir á svæðinu, og raunar víðar á höfuðborgar- svæðinu hafa verið seldar, en núna er salan dræm. MARKAÐURINN/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.