Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 12
● fréttablaðið ● háskóli 30. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR4 Júlíus Arnarson útskriftarnemi við Háskólann á Bifröst á svölum íbúðar sinnar í róm- antísku og heillandi háskólaþorpi Bifrastar. MYND/SARA MAGNÚSDÓTTIR „Það eru engar ýkjur þegar ég segi að hér sé algjört ævintýri að vera,“ segir Júlíus Arnarson, sem eyða mun sumri í borgfirskri náttúru við skrif BA-ritgerðar í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Þeir sem hér stunda nám eru sammála um að námstíminn við þennan frábæra skóla sé skemmti- legasti tími ævinnar. Háskólinn á Bifröst er sá eini sem býður upp á háskólaþorp og hér eru nemendur eins og ein stór fjölskylda þar sem allir standa saman,“ segir Júlíus, sem lengi hafði leitað að heillandi námi. „Ég ákvað að slá til þegar ég sá auglýsingu um HHS-nám á Bif- röst og sé ekki eftir því. Á náms- tímanum hef ég fundið að hag- fræði höfðar mest til mín, en þó hefði ég ekki viljað missa af hinum greinunum því þær hafa gert mig víðsýnni,“ segir Júlíus og játar að námið sé strembið. „Maður fer ekki í háskóla og býst við að hafa ekkert fyrir því, en hluti ánægjunnar er hversu erf- itt námið er því það er gaman að hafa fyrir hlutunum og uppskera eftir því,“ segir Júlíus, sem hlakk- ar til síðasta sumarsins vestra, en tregar þá tilhugsun að yfirgefa há- skólasamfélagið á Bifröst. „Hér hefur maður eignast sína bestu vini á fullorðinsárum. Maður heilsar hverjum einasta manni og það finnst mér kostur. Á Bif- röst getur enginn orðið útundan því allir eru að fást við það sama og gera allt saman, hvort sem það er námið, hópvinna, tómstund- ir eða frítími. Maður hefur séð marga óframfærna einstaklinga koma hingað í byrjun sem komn- ir eru í hringiðuna áður en af þeim er litið,“ segir Júlíus, sem stefnir á meistaranám í haust. „Hér kemst maður líka að því hvað öll þessi „nauðsynlega“ afþreying í borg- inni er óþörf. Hér kveikir varla nokkur maður á sjónvarpi, held- ur eldar fólk saman og spilar, fer saman á golfvöllinn eða fótbolta- völlinn, og margir eru með hjól eða ganga á fjöll til að njóta náttúrunn- ar allt um kring. Allt þetta; veruna hér og fólkið sem hefur verið mér samferða í námi, mun ég taka með út í lífið sem dýrmætt veganesti kærkominnar reynslu og minn- inga.“ - þlg Heilsar hverjum manni Heimskautaréttur og fjarnám í iðjuþjálfun eru þær nýjungar sem verða í boði að sögn Jónu Jónsdóttur, forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs. FRÉTTABLAÐIÐ/HNEFILL Háskólinn á Akureyri er nú að ljúka sínu tuttugasta og fyrsta starfsári og býður upp á fjölmargar leiðir, bæði í fjar- og staðar- námi, sem ekki eru kenndar annars staðar hérlendis. Í haust bætast síðan við fjarnám í iðjuþjálfun og meistaranám í heimskauta- rétti. „Frá og með haustinu bjóðum við nám við þrjár deildir, sem eru viðskipta- og raunvís- indadeild, heilbrigðisdeild og hug- og félags- vísindadeild. Við erum að vinna að sameiningu deilda um þessar mundir en markmiðið er að gera þær stærri og faglega öflugri,“ segir Jóna Jónsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynn- ingarsviðs Háskólans á Akureyri. Nemendur eru um 1.400 talsins og þar af eru um 700 í venjulegu staðbundnu grunnnámi, 400 til 450 í fjárnámi og 250 í framhaldsnámi, sam- kvæmt grófum útreikningi að sögn Jónu. „Skólinn óx mest á árunum 2001 til 2005 og þá sérstaklega þegar við vorum að auka náms- framboðið. Upp á síðkastið hefur mesta aukn- ingin verið meðal fjar- og framhaldsnema,“ útskýrir Jóna sem segir viðskiptafræðina alltaf vera vinsælasta auk greina á borð við hjúkrunar-, kennara- og sálfræði. Hún segir helming nemenda vera frá Akureyri og nærsveitum, um þrjátíu prósent frá höfuð- borgarsvæðinu og restina annars staðar að af landsbyggðinni. „Sumir sækja hingað í nám sem ekki er í boði annars staðar hérlendis, til dæmis iðjuþjálfun, nútímafræði, grunnnám í fjölmiðla- fræði, sjávarútvegsfræði og líftækni auk um- hverfis- og orkufræði og samfélags- og hagþró- unarfræði. Síðan nefna nemendur líka litla náms- hópa og persónuleg samskipti sem helstu kosti skólans,“ útskýrir Jóna og heldur áfram: „Á Ak- ureyri eru líka vel mannaðir leik- og grunnskól- ar auk lægra leiguverðs en á höfuðborgarsvæð- inu, sem laðar eflaust að. Síðan skapast ákveð- in stemning í litlum bæ fyrir háskólanema sem mörgum finnst skemmtileg.“ Frá og með haustinu verður enn bætt við námsframboð en þá verður í fyrsta sinn boðið upp á fjarnám í iðjuþjálfun og meistaranám í heimskautarétti. „Iðjuþjálfunin verður óháð staðsetningu og ekki gerð krafa um hópa. Þannig geta allir sem uppfylla grunnskilyrði komist að,“ segir Jóna og skýrir betur hvað heimskautarétturinn snýst um: „Í kjölfar hlýnunar jarðar hafa fund- ist ákveðnar auðlindir og opnast skipaleiðir á heimskautasvæðinu. Þetta er meðal annars við Kanada, Alaska, Ísland, norðurhluta Skandin- avíu og Rússland. Það eru því margir sem telja sig eiga tilkall til þessara auðlinda og til að gera langa sögu stutta fjallar heimskautarétturinn um þessi mál.“ Seinni umsóknarfrestur við Háskólann á Akureyri rennur út hinn 5. júní næstkomandi. Allar nánari upplýsingar er að finna á www. unak.is - rh Stærri og öflugri deildir SJÁVARÚTVEGSFRÆÐI V I Ð S K I P T A - O G R A U N V Í S I N D A D E I L D Kynntu þér nám í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is Þá er sjávarútvegsfræði eitthvað fyrir þig. Í náminu er fjallað um allt ferlið frá vöktun á umhverfi auðlindar- innar, þ.e. hafinu þar til að afurðin er komin á disk neytenda á innlendum eða alþjóðlegum mörkuðum. Sjávarútvegur er því mjög fjölbreyttur og alþjóðlegur. Nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri er þverfaglegt og sérstakt í íslenskri námsflóru. Þess er krafist að nemendur kunni skil á grunnhugtökum á sviði raunvísinda og viðskipta sem og þáttum sem snerta sjávarútveginn beint. VILT ÞÚ LÆRA UM MIKILVÆGUSTU AUÐLIND ÍSLENDINGA?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.