Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 17
H A U S
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008
Ú T T E K T
„Mér sýnist á öllu að um-
framframboð á íbúðarhús-
næði sé nú orðið töluvert
meira á Íslandi en það var
fyrir verðfallið og undir-
málslánakrísuna í Banda-
ríkjunum. Jafnframt eru
birgðir af tómu húsnæði
meiri en þær voru í Banda-
ríkjunum,“ segir Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, doktor
í skipulags hagfræði.
Hann bendir á að í septem-
ber síðastliðnum hafi tvær
milljónir íbúða staðið tómar
í Bandaríkjunum öllum.
Sigmundur Davíð styðst
við bandarískar aðferðir þar
sem miðað er við hlutfall
fasteigna til sölu, deilt með
fjölda kaupsaminga. Þannig
megi ráða hversu miklar
birgðir séu til af húsnæði
miðað við veltu á fasteigna-
markaði hverju sinni.
„Í mars var þinglýst 354
kaupsamningum á höfuð-
borgarsvæðinu. Í byrjun
apríl áætlaði ég að að minnsta
kosti 6.300 íbúðir væru aug-
lýstar til sölu. Auglýstar
íbúðir nema því um átján
mánaða veltu. Það er slá-
andi tala því að í Bandaríkj-
unum þótti mjög afbrigði-
legt að hlutfallið færi úr sex
mánuðum í tíu,“ segir Sig-
mundur Davíð.
Þá telur hann rétt að hafa
í huga að í mars hafði Seðla-
bankinn ekki birt spá sína
um mikla raunlækkun fast-
eignaverðs. Í liðinni viku
hafi til að mynda aðeins 51
kaupsamningi verið þinglýst
á höfuðborgarsvæðinu. „Fari
fjöldi kaupsamninga á mán-
uði niður í um það bil 200, á
sama tíma og framboð verð-
ur meira en nokkru sinni
fyrr, fer þetta hlutfall upp úr
öllu valdi.“
Offramboð af íbúðum
SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Yfir sex þúsund íbúðir auglýstar til
sölu, en innan við fjögur hundruð kaupsamningum þinglýst að jafnaði. Það veit
á umframframboð af íbúðarhúsnæði.
Töluvert meira líf var í Leirvogstungu en
í Helgafelli þegar blaðamaður fór þar um.
Unnið í mörgum húsum, auk þess sem starfs-
menn Ístaks vinna margir að gatnagerð og
jarðvinnu. Hins vegar voru þar mörg hús hálf-
kláruð, þar sem enginn sást við störf. Mann-
fæð kynni í einhverjum tilvikum að skýrast
af því að blaðamaður var þarna á ferðinni á
vinnutíma. En í sumum tilvikum virtist lítið
hafa verið hreyft við um nokkurt skeið.
Þeir sem blaðamaður sá þarna að störfum
vildu lítt ræða stöðu mála í hverfinu við blaða-
mann. Báru ýmist fyrir sig litla íslenskukunn-
áttu eða kusu heldur að ræða önnur mál.
Í samningum Mosfellsbæjar við Leirvogs-
tungu ehf. og Helgafellsbyggingar eru fyrir-
varar um framkvæmdahraða. Þannig mega
þessir aðilar hægja á, þyki fjárhags- og mark-
aðsaðstæður óhagkvæmar.
MANNFÆÐ Á FRAMKVÆMDASVÆÐI
Blaðamaður fór um Vallarhverfi í Hafnar-
firði, nálægt álverinu í Straumsvík. Þar hafa
þegar risið fjölmargar íbúðablokkir, auk
ýmiss atvinnu- og verslunarhúsnæðis. Þegar
ekið er í suðurátt, inni í hverfinu, má meðal
annars líta barnavagna á svölum, eða úti-
grill. Eftir því sem sunnar er farið verður
hins vegar meira um nýbyggingar.
Enda þótt gatnakerfið þarna virðist vera
fullbúið, götur malbikaðar og jafnvel komn-
ir upp ljósastaurar, er mismikið um að vera
við húsbyggingar.
Sums staðar er unnið að kappi og margir
við störf. Annars staðar er minna í gangi.
Í sumum tilvikum sjást aðeins grunn-
ar. Sums staðar hafa útveggir verið steypt-
ir og stundum komið á þá þak. Víða er búið
að glerja. Hér er eingöngu rætt um íbúðar-
húsnæði.
120 lóðum var úthlutað á Völlunum fyrir
skömmu. Nú er komið að gjalddaga. Um
fimmtán prósentum lóðanna hefur þegar
verið skilað til bæjarins, allt einbýlishúsa-
lóðir. Þetta er mun meira en verið hefur
undan farið og þykir enn eitt merkið um
samdráttinn.
LÓÐUM SKILAÐ TIL REYKJAVÍKUR
Reykjavík stefnir að því að fólk byggi nýtt
hverfi undir hlíðum Úlfarsfells. Þar hefur
hundruðum lóða verið úthlutað, einkum ein-
býlishúsalóðum. Þarna eru tvö hverfi í und-
irbúningi; Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás.
Þar hefur verið úthlutað lóðum undir fjöl-
býlishús, en þó einkum einbýlis, par- og rað-
húsalóðum.
Í fyrrasumar var úthlutað 115 lóðum í
Úlfarsár dal, með byggingarrétti fyrir tæp-
lega 400 íbúðum.
Hrólfur Jónsson, yfirmaður framkvæmda-
sviðs Reykjavíkurborgar, segir að úr þeirri
úthlutun hafi þrettán lóðum verið skilað.
Allar lóðirnar hafi verið einbýlishúsalóðir.
Fjölmörgum lóðum hafi nýlega verið út-
hlutað við Reynisvatnsás; 56 einbýlishúsa-
lóðum og þrettán fyrir raðhús og parhús.
Af þeim hafi tólf lóðum verið skilað.
Samtals hefur því 25 lóðum verið skilað í
þessu eina hverfi.
Hrólfur Jónsson bendir á að hluta lóðanna
við Reynisvatnsás hafi þegar verið endur-
úthlutað. „Svo vitum við að beðið er eftir
lóðum á svæðinu.“
En hvers vegna skilar fólk lóðum? „Í flest-
um tilvikum er það svo að fólk nær ekki að
fjármagna lóðakaupin. Bankarnir eru ekki
tilbúnir að lána nema á mun lakari kjörum
en áður. Þetta er meginskýringin.“
FREKARI HVERFI Í UNDIRBÚNINGI
Verktakafyrirtækið Eykt vinnur að undir-
búningi fyrir íbúðarhverfi í Blikastaðalandi
í Mosfellsbæ. Ekki mun vera á dagskrá að
hefja þar framkvæmdir fyrr en á næsta ári.
Einnig er framkvæmt víðar á höfuðborgar-
svæðinu, svo sem í Norðlingaholti í Reykja-
vík, 101 Skuggahverfi, í uppsveitum Kópa-
vogs nálægt Elliðavatni og víðar.
Greiningardeild Kaupþings sagði í
skýrslu um fasteignamarkaðinn í haust að
hugsanlega hefði framboð íbúðarhúsnæðis
á höfuðborgar svæðinu náð hámarki í fyrra.
Vísbendingar hefðu verið um að hægt hefði
á íbúðamarkaði, en verktakar fremur ein-
beitt sér að verslunar- og skrifstofuhús-
næði.
Fram hefur komið að velta á fasteigna-
markaði er með minnsta móti, sumir segja
við frostmark. Því má telja óvíst að allt það
íbúðarhúsnæði sem nú er í byggingu seljist
svo glatt, enda þótt alltaf verði einhver þörf
fyrir húsnæði, þótt ekki sé nema vegna þess
að þjóðinni fjölgar, og flestir búa nú í eða
við höfuðborgina.
viku fyrir viku
ðisins og ný hverfi skipulögð. Hins vegar hefur verulega hægt
Helgafellslandi í Mosfellsbæ, en fátt annað. Ingimar Karl
við fjölmargar nýbyggingar. Verktaki segist taka eina viku í einu.
Greining Glitnis telur að til loka
árs 2009 lækki íbúðaverð að
raungildi um fjórtán prósent.
Deildin gerir ráð fyrir því að
íbúðaverð lækki um þrjú pró-
sent í ár. „Draga mun úr eftir-
spurn á íbúðamarkaði á kom-
andi ársfjórðungum vegna hæg-
ari gangs hagkerfisins í kjölfar
takmarkaðs aðgengis að lánsfé
og lítillar kaupmáttaraukningar
ráðstöfunartekna,“ segir í riti
greiningar um íbúðamarkaðinn,
sem birtist í fyrradag.
Seðlabankinn hefur raunar
spáð öllu meiri lækkun fast-
eignaverðs, allt að þriðjungs
raunlækkun á næstu misser-
um. Fjármálaráðuneytið er öllu
bjartsýnna í sinni spá en spáir
þó fimmtán prósenta lækkun.
Þá sýna nýjustu hagvísar
Seðlabankans að kaupmáttur
hefur undanfarið ár almennt
rýrnað um næstum því heilt
prósentustig. Áður hefur komið
fram að kaupmáttur stórra
hópa launafólks hefur einnig
rýrnað undanfarin ár.
Greining Glitnis telur að
draga muni úr vexti á fram-
boði íbúðarhúsnæðis á árinu.
„Þá hefur byggingarkostnaður
hækkað hraðar en íbúðaverð á
undanförnum mánuðum sem er
til þess fallið að draga úr íbúða-
fjárfestingu,“ segir Greiningin,
en bætir því við að meðalverð
íbúða á árinu verði þó rúmlega
fimm prósentum hærra í ár en í
fyrra, „vegna grunnáhrifa“.
Íbúðaverð lækki áfram á
fyrri hluta næsta árs, þó þannig
að lækkun ársins nemi 2,5 pró-
sentum. Þegar deildin miðar við
eigin verðbólguspá gerir hún
ráð fyrir fjórtán prósenta raun-
lækkun til ársloka 2009.
Glitnir spáir
lækkun