Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 30. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N V ið erum náttúrlega góðir í að sækja afrit, en mestu máli skiptir geta okkar til að skila gögnunum þegar þörf krefur,“ segir Örn Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar SecurStore á Akranesi. Hann hefur ásamt Bjarna Ármannssyni fjárfesti, sem um leið verður stjórnar- formaður SecurStore, eign- ast helmingshlut í fyrirtækinu. Gengið var endanlega frá sölunni um nýliðna helgi. Kaupverð er sagt trúnaðarmál, en velta fyrir- tækisins á þessu ári er áætluð 200 milljónir króna. Bjarni og Örn eiga fjórðung hvor í fyrir- tækinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í sjálfvirkri öryggisafritun yfir netið og svo endurheimt gagna. „Margir geta afritað eins og vindurinn, en þeir eru færri sem standa sig svo í að koma gögn- unum hratt og örugglega á sinn stað þannig að fyrirtæki þar sem eitthvað hefur komið upp á geti haldið áfram starfsemi sinni með sem minnstri truflun,“ segir Örn, sem áður var framkvæmdastjóri fyrir tækjaráðgjafar fjárfesting- arbankans Saga Capital. Þar áður var hann forstöðumaður fyrir- tækjaráðgjafar Glitnis. FYRIRTÆKI MEÐ 17 ÁRA SÖGU Aðkoma Arnar og Bjarna að fyrir- tækinu á sér ekki ýkja langa for- sögu, en Örn segir þann mögu- leika hafa fyrst verið skoðað- an í alvöru fyrir um tveimur mánuðum. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki stökk sem ég tek umhugsunar laust, enda hefur verið spennandi og skemmtilegt að koma að stofnun nýs banka,“ segir hann og áréttar að brott- hvarf hans frá Sögu Capital sé vinsamlegt með öllu og kunni hann fólki þar bestu þakkir fyrir samstarfið. „Ég er hins vegar búinn að starfa lengi í fjármála- geiranum og stóðst ekki mátið að breyta til þegar upp kom tæki- færi til þátttöku í uppbyggingu og frekari útrás upplýsinga- tæknifyrirtækis úr minni heima- byggð,“ segir Örn. Tölvuþjónustan SecurStore á sér nokkuð langa sögu og er líkast til vel yfir meðalaldri upplýsinga tæknifyrirtækja hér, en fyrirtækið var stofnað 30. nóvember 1991. „Og alltaf á sömu kennitölu,“ gantast Alex- ander Eiríksson, einn stofnenda þess. Hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra, en verður nú sölu- og markaðsstjóri. Bróðir hans og meðstofnandi, Eiríkur Eiríksson, verður fjármála- og rekstrar stjóri. Auk þeirra bræðra, sem fara með 45 pró- senta eignarhlut, á Jón Ingi Þórð- arson, tæknistjóri fyrirtækisins, í því fimm prósenta hlut. Umsvif Tölvuþjónustunn- ar smájukust frá stofnun, en framan af sinnti fyrirtækið hefð- bundinni upplýsingatækniþjón- ustu. Þá stofnaði það líka net- þjónustuna Aknet, sem síðar var seld til Vodafone. ÞJÓNUSTA 150 BRESK FYRIRTÆKI Afritunarþjónusta fyrirtækisins byggir hins vegar á kanadískri hugbúnaðarlausn sem Alexander og Eiríkur kynntu sér árið 2004, eftir að hafa áttað sig á að sókn- arfæri kynnu að vera í öryggis- afritun á netinu. „Helsti keppi- nautur okkar er þessi hefðbundna segulbandsafritunartaka,“ segir Alexander. Eiríkur bætir við að hjá fyrirtækinu hafi þeir strax áttað sig á þeim möguleikum sem fælust í því að bjóða þessa af- ritunarlausn víðar en á Íslandi. Því hafi verið ákveðið að mark- aðssetja hana undir eigin vöru- merki sem tækt yrði á alþjóða- vísu og þar með var SecurStore fætt. „Við byrjuðum á því að keyra þessa lausn hér heima og síðan óx þessu fiskur um hrygg. Við tókum að selja hana til ís- lenskra fyrirtækja og eru þau orðin þó nokkuð mörg talsins hjá okkur í dag,“ segir Alexander, en árið 2006 var svo farið að huga að útrás SecurStore og varð Bret- land fyrir valinu. „Þar er þetta sett á laggirnar vorið 2006 og við með skrifstofu og starfsmann í fullu starfi.“ Viðtökur í Bret- landi segja þeir bræður að hafi verið svipaðar og hér, fyrirtæki taki lausninni fagnandi og vöxtur hafi verið hraður, þrátt fyrir að ekki hafi mikið verið lagt í kynn- ingu og að útrásin verið byggð frá grunni, en ekki ráðist í fyrir- tækjakaup. „Í dag eru um það bil 150 bresk fyrirtæki í viðskipt- um við okkur,“ segir Alexander. Að auki er fyrirtækið í samstarfi við allnokkurn hóp upplýsinga- tæknifyrirtækja um endursölu á SecurStore-afritunarlausninni. HÖFUÐÁHERSLA Á ÖRYGGI GAGNA „Á þessum grunni viljum við svo byggja enda eru mikil tæki- færi erlendis á þessum mark- aði,“ segir Eiríkur. Önnur upp- lýsingatæknifyrirtæki voru tekin að sýna því áhuga að kaupa SecurStore og sáu möguleikana sem í því fólust að efla starfsem- ina. Stofnendur fyrir tækisins vildu hins vegar ekki selja það frá sér og kusu fremur að kalla til samstarfs menn sem öllum hnútum væru kunnugir við upp byggingu fyrir tækja á er- lendri grundu og gætu aðstoð- að við að breyta SecurStore úr tiltölulega smáu frumkvöðla- og fjölskyldu fyrirtæki í stórfyrir- tæki á alþjóðlega vísu. Örn segir möguleika fyrirtækisins mikla og segir stefnt á að viðhalda og efla vöxt þess, sem verið hefur 100 prósent á ári í Bretlandi. Forsvarsmenn SecurStore segj- ast bjóða yfirburðaþjónustu þegar kemur að öryggisafritun gagna og segja lausn fyrir tækisins henta afar vel stórum fyrirtækjum sem tryggja þurfi mikið gagnamagn. Öll afrit eru dulkóðuð og þannig búið að fyrirbyggja allan mögu- legan upplýsingaleka, en mikil áhersla er lögð á öryggis mál. Þannig hefur SecurStore fengið alþjóðlega öryggisvottun á starf- semi sína á Íslandi og í Bret- landi samkvæmt staðlinum ISO 27001. „Áherslan er á gæði á öllum sviðum,“ segir Eiríkur og bendir á að kanadíski hugbún- aðurinn í bakenda lausnar innar, sem heitir Asigra, sé margverð- launaður og þá notist fyrirtæk- ið við vélbúnað frá Hitachi. Komi til jarðskjálftar, flóð og eldar eiga fyrirtæki afrit vís á öruggum stað hjá SecurStore, sem jafnvel getur keyrt upp tölvukerfi þeirra í sýndar umhverfi. Smærri tækni- leg vandamál, svo sem straum- rof, er svo hægt að leysa á staðn- um með afritum sem geymd eru á miðlurum innan húss. SecurStore stefnir á stóraukinn vöxt í útlöndum Með aðkomu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar að Tölvuþjónustunni SecurStore sækir fyrirtækið byr til enn frekari vaxtar og útrásar. Þeir félagar hafa keypt helmingshlut í fyrirtækinu. Óli Kristján Ármannsson tók tali þá Alexander og Eirík Eiríkssyni, tvo stofnenda fyrirtækisins, og Örn Gunnarsson sem tekur við starfi framkvæmdastjóra þess. VIÐ STJÓRNVÖLINN HJÁ SECURSTORE Alexander Eiríksson er sölu- og markaðs- stjóri, Örn Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdastjóri og Eiríkur Eiríksson er fjármála- og rekstrarstjóri SecurStore. Stefnt er á að breyta fyrirtækinu úr smærra frumkvöðla- og fjölskyldufyrirtæki í stórt alþjóðlegt upplýsingatæknifyrirtæki. MARKAÐURINN/ANTON Okkar þekking nýtist þér ... Komfort loftkæling Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað? www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Gott úrval til á lager af öllum helstu gerðum. Komum á staðinn og veitum ókeypis ráðgjöf. s. 440-1800 * Rétt hitastig og hreint loft * Eyðir svifögnum, lykt ofl. * Bætir heilsuna og eykur vellíðan og afköst starfsmanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.