Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 10
● fréttablaðið ● háskóli 30. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR2 Egill Þorsteinsson kennaranemi útskrifast úr Kennaraháskóla Ís- lands núna í vor. „Ég taldi þetta vera góðan skóla og hafði nú ákveðið að verða kennari eftir að hafa prófað að kenna fyrir austan á Seyðisfirði. Svo er maður í kenn- arafjölskyldu. Pabbi er kennari og skólastjóri og afi minn var einnig skólastjóri. Því má segja að leiðin hafi legið alla tíð í Kennaraháskól- ann,“ segir Egill. „Námið í Kennaraháskólanum er mjög gott og hagnýtt þegar til framtíðar er litið. Kennara námið er góður grunnur ef lengra á að ganga menntaveginn. Ég stefni á að kenna strax í haust og hef ráðið mig sem umsjónarkennari í Ísaks- skóla en það er aldrei að vita nema ég skelli mér í frekara nám eftir nokkur ár,“ útskýrir hann. Að sögn Egils eru nokkrir hlutir sem hafa staðið hafa upp úr og komið honum á óvart. „Ég er á stærðfræði-kjörsviði og þar eru margir skemmtilegir hlutir að gerast. Það er til dæmis komin skemmtileg nálgun í stærðfræð- inni, sem mun bæta stærðfræði- kennslu til muna. Annað sem kom á óvart er hversu mannlegt námið er. Náið samband er á milli kennara og nemenda en maður týnist ekkert í fjöldanum. Mig hafði grunað að ég yrði einhvers staðar einn úti í horni að læra en svo hefur ekki verið og það tel ég vera helsta kostinn við Kennaraháskólann.“ - mmr Persónulegur skóli Andrúmsloftið í Kennaraháskóla Íslands er þægilegt og rólegt að sögn Egils. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Inga Vala Gísladóttir er að ljúka fyrsta ári í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. Námið er þriggja ára BS-nám og býður upp á tvenns konar námsleiðir. „Námið skiptist í náttúrunýtingu og almenna nátt- úrufræði. Náttúrunýtingin fjallar meðal annars um nýtingu náttúrunnar, vernd og vitund, þjóðgarða og kortlagningu,“ segir Inga Vala, sem valdi almenna náttúrufræði í sínu námi. „Þetta er þverfaglegt nám þar sem meðal annars er farið í jarðfræði, líffræði, grasafræði og dýrafræði,“ segir Inga Vala, sem útskrifaðist af náttúrufræða- braut frá Menntaskólanum á Akureyri áður en hún hóf nám við Hvanneyri. Hún hefur alla tíð haft mik- inn áhuga á fræðum náttúrunnar og segir valið hafa staðið á milli líffræði við Háskóla Íslands og náttúru- fræðinnar. „Umhverfið, náttúran, gróður og gróðurfar hefur alltaf heillað mig. Náttúrufræðin er þverfaglegt grunnnám þar sem sérstök áhersla er á íslenska nátt- úru og gróðurfar og það réði úrslitum þegar ég valdi Hvanneyri. Síðan finnst mér umhverfið og samfélagið hér frábært, auk þess sem skólinn á ríka sögu.“ Um 25 til þrjátíu nemendur eru nú í BS-námi í nátt- úrufræði að sögn Ingu Völu, sem segir það góðan grunn fyrir frekara nám. „Náttúrufræðingar starfa meðal annars við rannsóknir, kennslu eða á ýmsum náttúrufræðistofnunum. Síðan fara margir í frekara nám innan náttúru- eða umhverfisfræða,“ segir Inga Vala, sem stefnir á frekara nám að BS-námi loknu. „Ég hef mestan áhuga á plöntum og grösum, en það verður bara að koma í ljós hvaða leið ég vel.“ Inga Vala telur umhverfisfræðin eiga brýnt er- indi fyrr á skólaferlinum. „Ég myndi gjarnan vilja sjá vistfræði og kennslu um náttúruvitund í framhalds- skólum. Þetta skiptir okkur öll máli og sem betur fer tel ég að áhuginn á þessu námi sé að aukast.“ Nánari upplýsingar um Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri má finna á www.lbhi.is - rh Íslensk náttúra í aðalhlutverki Inga Vala Gísladóttir er hæstánægð með náttúrufræðina sem er í boði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og hyggur á frekara nám. Árni Kristjánsson tilheyrir fyrsta útskriftarhópnum úr Fræðum og framkvæmdum sem útskrifast frá Listaháskóla Íslands í næsta mán- uði. Árni hefur varið síðustu þremur árum í að segja vinum og vanda- mönnum um hvað námið snýst og á hann því ekki í nokkrum vand- ræðum með að útskýra það fyrir blaðamanni. „Þetta er nám fyrir fólk sem vill rannsaka leiklist í víðu sam- hengi, þróa hugmyndir sínar í kringum leiklist og hrinda þeim í framkvæmd,“ segir Árni og heldur áfram: „Það má líkja þessu við grunnnám í arkitektúr. Þar lærir nemandinn mikið um hús en ákveður síðan í framhaldsnáminu hvort hann vilji verða innanhúss- eða landslagsarkitekt. Í Fræð- um og framkvæmdum lærum við mikið um leiklist en getum síðan sérhæft okkur með því að fara í MA-nám í leikstjórn, leikritun eða leiklistarfræði.“ Árni hefur tekið stefnuna á leikstjórn og hyggur á nám er- lendis. Hann ætlar þó fyrst um sinn að verða sér úti um reynslu hér heima. Þann 10. til 18. maí verða loka- verkefni nemenda sýnd og leik- stýrir Árni sviðsetningu á Glæp og refsingu eftir Dostojevskí. Nemendur úr leiklistardeild skól- ans leika og er tónlistin í höndum nemanda úr tónsmíðadeild. „Þetta samstarf á milli deilda er að mínu mati styrkleiki skól- ans,“ segir Árni, sem á von á því að mikil nýsköpun muni eiga sér stað nú þegar fyrstu árgangarnir fara að útskrifast. „Markaðurinn hér heima er ekki svo ýkja stór en í náminu er okkur kennt að finna leiðir til að koma hugmynd- um í framkvæmd og skapa þannig spennandi verkefni,“ segir Árni og bendir áhugasömum á heima- síðu listaháskólans www.lhi.is til að nálgast upplýsingar um út- skrifarverkefni nemenda. - ve Nýsköpun í vændum Árni Kristjánsson útskrifast úr Fræðum og framkvæmdum í maí og ætlar að taka stefnuna á leikstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mikil gróska er í Háskóla Ís- lands en deildum hefur fjölgað og möguleikar á námi eru fjölbreyttir. „Það er gríðarlega mikið að gerast í Háskóla Íslands. Skólinn er að sameinast Kennaraháskóla Íslands og á sama tíma er verið að endur- skoða skipulag skólans á þann hátt að hann mun framvegis skiptast í fimm öflug fræðasvið sem hvert um sig skiptist í fjórar til sex deildir. Kennaraháskólinn mynd- ar stofninn á einu þessara fræða- sviða, menntavísindasviði, en hin fræðasviðin eru heilbrigðisvís- indasvið, félagsvísindasvið, hug- vísindasvið og verkfræði- og nátt- úruvísindasvið. Deildirnar verða tuttugu og sex að tölu,“ segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands. Breytingarnar taka allar gildi 1. júlí næstkomandi og eru til þess gerðar að efla háskólastarfið. „Þetta er gert til að tryggja styrka stjórnun og betri stoðþjón- ustu við alla sem eru hér við nám og störf, og þannig verður til mun öflugri háskóli,“ útskýrir Jón Örn bjartsýnn. Með sameiningu verður til stærsta háskólasamfélag lands- ins með um þrettán þúsund nem- endur og afar fjölbreytta náms- möguleika. Framhaldsnám verður stóreflt og tækifæri til rannsókna aukin. Mikið verður lagt upp úr fjöl- fræðilegu námi þar sem fólk getur tvinnað saman mismunandi fræðigreinar. „Mikið námsfram- boð gerir Háskólanum kleift að bjóða nemendum að ljúka námi með því að viða að sér þekkingu frá mörgum fræðigreinum sam- tímis,“ segir Jón Örn, og nefn- ir sem dæmi nýstárlegar náms- leiðir eins og fötlunarfræði og lýð- heilsuvísindi. Um þessar mundir er unnið að undirbúningi jafnrétt- isseturs og jafnréttisskóla að fyr- irmynd Jarðhita- og sjávarútvegs- skóla Sameinuðu þjóðanna, sem er í raun afsprengi rannsókna á jafn- rétti við Háskóla Íslands,“ segir Jón Örn. Enn ein nýjungin við Háskóla Íslands er Háskólatorgið sem tekið var í notkun ekki alls fyrir löngu. Jón Örn segir það hafa hlotið fá- dæma góðar viðtökur. „Háskóla- torgið er í raun ekki breyting, það er bylting. Það hefur breytt háskólalóðinni í ekta „campus“. Þarna er komin miðja sem stúd- entar og starfsmenn leita í.“ Í byggingunni er vettvangur fyrir kennslu, ráðstefnur og fundi og einnig má þar finna veitinga- sölu og Bóksölu stúdenta, sem allir háskólar landsins nýta sér. „Þetta er mikil þjónustuviðbót bæði gagn- vart nemendum og starfsfólki. Menningarlega og fræðilega hefur Háskólatorg umbylt þeim anda sem er á svæðinu. Fólk upplifir hjartsláttinn á einum stað,“ segir Jón Örn ánægður og bætir við: „Það er mikill metnaður til stað- ar en síðan bætist við samkeppni frá öðrum háskólum sem er mjög gagnleg. En við berum okkur ekki bara saman við þá háskóla sem hér eru heldur líka við bestu háskóla heims, því við störfum í alþjóðlegu samkeppnis umhverfi og stefn- um að því að verða meðal hundrað bestu háskóla í heimi.“ - hs Fjölbreytnin í fyrirrúmi Jón Örn segir Háskólatorg fela í sér gríðarlega þjónustuviðbót við nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.