Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N Eins og lesendur Fréttablaðsins ættu að vita er blaðið tekið að birta pistla eftir nóbelshagfræð- inginn Joseph Stiglitz. Marg- ir þeirra eru sjálfsagt undrandi yfir ýmsu í málflutningi nóbels- hafans, hann talar t.d. með lítils- virðingu um sumar af kenning- um Miltons Friedmans en hann er talinn með gúrúum og guðum á Íslandi. En það er séríslenskt fyrirbæri að gapa upp í frjáls- hyggjuhagfræði, meðal siðaðra þjóða má finna snjalla fræði- menn sem taka hraustlega á móti trúboðum frjálshyggjunnar. Stiglitz er einn þessara fræði- manna. Hann segir það enga til- viljun að hönd markaðarins sé ósýnileg, hún sé nefnilega ekki til! Frjáls markaður hefur að forsendu að allir hafi jafnmikla þekkingu, jafn góða yfirsýn yfir alla kosti. En svo er ekki í hinum napra veruleika handan frjáls- hyggjukenninganna hátimbruðu. Þekking markaðsgerenda sé ein- att ósamhverf (asymmetrísk), allir eru jafnir en sumir eru jafn- ari en aðrir þegar markaðsþekk- ing er annars vegar. Yfirleitt eigi hinir ríku og voldugu greiðari aðgang að markaðsþekkingu en sauðsvartur almúginn, það er munur á Jóni og séra Jóni. Ekki bæti úr skák að í ýmsum geir- um efnahagslífsins er náttúru- leg einokun á gæðum. Þetta gildi m.a. um flugvelli og sé því ill- mögulegt að koma á raun- verulegri samkeppni í flugvallargeiranum. Þetta er að sögn Stig- litz skýringin á því hve illa hefur tek- ist til með einka- væðingu í þess- um geira. Íslend- ingar mættu íhuga hvort hægt er að keppa við Kefla- víkurflugvöll, væri annar alþjóðaflug- völlur á Íslandi raunhæfur kostur? Ég held ekki. MOLAKENNINGIN Stiglitz segir ennfremur að mola- kenning (trickle down theory) frjálshyggjunnar standist ekki. Molakenningarsinnar halda því fram að hinir ríku spari meira en hinir fátæku, sparnaðn- um sé fjárfest og allir hagnist á fjárfestingunum. En í Austur- Asíuríkjunum er mikill sparn- aður þótt tekjum sé frekar jafnt dreift. Þessi ríki hafi reynt að koma í veg fyrir mikinn ójöfnuð og jafnframt auka hagvöxt. Þeim tókst það, falsspámönnum mola- kenningarinnar til mikillar hrell- ingar. Ekki eigi falsspámennirn- ir auðveldar með að skýra þá staðreynd að lífskjör almennings versnuðu á blómaskeiði frjáls- hyggjunnar í Bretlandi Viktoríu- tímans. Eða geta molakenning- arsinnar skýrt hvers vegna kjör hinna verst stæðu vestanhafs versnuðu á níunda áratug síðustu aldar, áratug mikillar markaðs- væðingar? Eftir þrjá- tíu ára markaðs- væðingu ber meðal- kani minna úr býtum á unna klukku- stund en hann gerði fyrir daga Reagans um leið og hinir ríku hafa grætt á tá og fingri. Aukinn ójöfnuður síðustu áratuga hafi hreinlega ekki leitt til þess að molar falli af borðum hinna ríku og bæti kjör hinna fátækustu, hvað þá (kven)mannsins með meðaltekjurnar. GAGNRÝNI Á FRIEDMAN Ég nefndi gagnrýni Stiglitz á frjálshyggjupostulann Friedman. Að sögn Stiglitz misheppnaðist hin friedmanska efnahagstilraun í Chile. Þar í landi hrundi efna- hagurinn árið 1982 eftir sjö til níu ára Friedmans-stefnu. Það árið dróst þjóðarframleiðslan saman um 13,7% og missti fimmti hver verkamaður vinnuna. Þá söðlaði Chile-stjórn um og jók ríkis umsvif á efnahagsviðinu með prýðilegum árangri. Ríkis- „afskipti“ eru nefnilega ekki allt- af af hinu illa. Bandaríkin og Bretland hafi iðnvæðst bak við tollmúra og hafi það verið hin eina rétta leið til iðnvæðingar eins og ástandið var á þeim árum. Á síðustu áratugum lék Suður- Kórea sama leik og iðnvæddist fyrir vikið hraðar en nokkurt annað land í veraldar sögunni. Þar í landi má finna einhverjar skilvirkustu stálverksmiðjur heimsins en þær eru allar í ríkis- eign. Einu stálverksmiðjurnar sem geta keppt við þær suður- kóresku er að finna í Taívan og eru að sjálfsögðu ríkisreknar. En þetta eru undantekningar sem sanni regluna, yfirleitt eru verk- smiðjur betur komnar í hönd- um einkaaðilja, segir nóbelshag- fræðingurinn. Hann er enda eng- inn sósíalisti heldur frjálslyndur jafnaðarmaður í orðsins eigin- legu merkingu. ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l holmfridur@ markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Frjáls markaður er ekki til Hugtakið kreppa er jafnan notað af hagfræðing- um til að lýsa alvarlegum samdrætti í efnahags- lífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu dregst saman, svo segir á vísindavef Háskóla Íslands. Einkennin eru meðal annars að þjóðarfram- leiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst og fyrirtæki halda að sér höndum í kostnaði. Stundum er notað sem þumalputtaregla að ef þjóðarfram- leiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð þá sé hagkerfið í kreppu. Kreppur geta vita- skuld verið misharðar, samdrátturinn verið mis- mikill og mislangur og ekki alltaf ljóst hvenær rétt er að tala bara um samdrátt og hvenær um kreppu. Ronald Reagan lýsti muninum á kreppu og sam- drætti á þann veg að: „Samdráttur er þegar ná- granni þinn missir vinnuna, en kreppa er þegar þú missir hana.“ Kreppa O R Ð Í B E L G Stefán Snævarr prófessor í heimspeki við Lillehammer- háskóla Joseph Stiglitz „Stiglitz styrkist meðan varnir frjálshyggjunnar veikjast.“ Þegar kemur að umræðum hér á landi um nýtingu náttúruauðlinda og virkjanir í þágu uppbyggingar atvinnufyrirtækja er sú hætta ávallt fyrir hendi að orðræðan verði staglkennd. Skipað sé í tvö lið – með eða á móti virkjunum – og frasakenndar fullyrðingar í hvora áttina sem er hljómi á endanum eins og rispuð plata sem fæstir nenna til lengdar að leggja eyrun við. Engum vafa er þannig undirorpið að hatrammar deilur um virkjanir og stóriðju hér á landi á undanförnum árum hafa gert marga fráhverfa því að ráðast í frekari framkvæmdir á þessum sviðum. Þeir sem telja eðlilegt að hver þjóð nýti auðlindir sínar með skynsamlegum hætti eiga sjálfkrafa á hættu að vera stimplaðir náttúruníðingar og valkostunum hefur verið snúið á hvolf með þeim hætti að ekki virðist lengur vera unnt að aðhyllast hvort tveggja sjónarmið náttúruverndar og nýtingar. Annaðhvort ertu með eða á móti, er viðhorfið – eins óskynsamlega og það nú hljómar. Í fréttum Ríkisútvarpsins á mánudagskvöld var rætt við Magnús Árna Skúlason hagfræðing um ástandið í efnahagsmálunum. Upp- haf fréttirnar hljómaði svo: „„Nýti stjórnvöld hins vegar ekki þau tækifæri sem bjóðast og tryggi áframhaldandi hagvöxt má búast við því að fólk flytji af landi brott eins og raunin varð í efnahags- kreppunni 1992-1993,“ segir Magnús Árni Skúlason hagfræðingur.“ Síðar í fréttinni sagði svo: „Magnús segir að Íslendingar hafi ekki efni á því eins og nú árar að hafna framkvæmdum á borð við Bitruvirkjun. Nýta þurfi öll tækifæri, annars megi aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í fasteignamálum sín lítils. Hann segir að eins og málin standi í dag hafi aðgerðir ríkisstjórnarinnar skapað ákveðið svigrúm.“ Fyrir þá sem á stundum hafa verið sakaðir um markvissan flutning á rispuðum plötum í umræðunni um virkjanir og stóriðju er nokkur fengur að þessum sjónar miðum frá hagfræðingnum. Raunar má segja að sí- fellt fleiri hafi stigið fram á sviðið að undan- förnu og sett fram þau sjónarmið, sem ýmsir telja kannski augljós, að á tímum alþjóðlegrar olíukreppu og samdráttar í heimsbúskapnum sé ekki rétti tíminn fyrir eina þjóð að varpa frekari möguleikum til orkunýtingar fyrir róða og leggja af frek- ari áform um virkjanir. Einmitt þess vegna er forvitnilegt og í raun stórmerkilegt að rýna í skoðanakann- anir sem Fréttablaðið hefur birt síðustu daga; fyrst um fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu og svo í gær um stuðning við frekari virkjanir á Íslandi fyrir orkufrekan iðnað. Í fyrrnefndu könnuninni bætti Samfylkingin stórlega við sig á kostnað Sjálfstæðisflokksins, sem einkum tapaði miklu fylgi – ríf- lega þriðjungi – á landsbyggðinni. Stjórnarandstaðan bætti nokkru við sig, en almennur stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði milli kannana og mældist nú ríflega fimmtíu prósent, sem er vitaskuld geysileg breyting frá því stjórnin mældist með vinsældir upp á ríf- lega áttatíu prósent á hveitibrauðsdögum sínum. Eins og jafnan í könnunum sem þessum voru sett fram marg- víslegar skýringar á fylgisþróuninni, en algengast var að tengja minnkandi fylgi við Sjálfstæðisflokkinn við versnandi horfur í efna- hagsmálunum. Sjálfur forsætisráðherrann – ráðherra efnahags- mála – væri með réttu eða röngu sá sem skellinn fengi á sig í slíkum mótvindi og þar með væntanlega líka flokkur hans. Ef við gefum okkur að þessi kenning sé rétt, að kjósendur Sjálf- stæðisflokksins séu óánægðir með efnahagsástandið, ekki síst á landsbyggðinni, og láti það bitna á stuðningi sínum við flokkinn í skoðanakönnunum, er einkar athyglisvert að líta til niðurstaðna könnunarinnar um fylgi við frekari virkjanir. Niðurstaða þeirrar könnunar er sú að þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu sé meirihluti landsmanna mótfallinn því að meira verði virkjað fyrir orkufrekan iðnað. Sagðist 43,1 prósent svar- enda styðja frekari virkjanir, en 56,9 prósent voru því mótfallin. Skekkjumörk í könnuninni voru 3,7 prósentustig og því munurinn milli hópanna marktækur. Þetta virðast býsna afgerandi niðurstöður. Ekki vekur síður at- hygli að andstaðan á landsbyggðinni er tæplega sextíu prósent. Hitt kemur væntanlega síður á óvart að stuðningsmenn Samfylk- ingar og VG eru andvígari virkjunum en aðrir, en stuðningsmenn Sjálfstæðis flokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra hafa meiri- hlutastuðning við frekari virkjanir í sínum röðum. En ef ekki á að virkja orkuna, hvað á þá að gera? Hvernig á að fá erlenda fjárfesta hingað til lands? Hvernig örvum við hagvöxtinn og sköpum hér fleiri störf? Ekki hefur fengist neitt einhlítt svar við því. Kannski er kreppan ekki komin, úr því að háværari umræða um þessi mál er ekki enn komin á fullt í íslensku samfélagi? Getur verið að niðurstöður sambærilegrar könnunar yrðu aðrar, til dæmis eftir þrjá til fjóra mánuði, ef spár um umfangsmiklar uppsagnir og sveiflur í gengi krónunnar ganga eftir? Eða er staðan einfaldlega sú að þjóðin vill ekki nýta orkuna með þessum hætti? Ef svo er, hvað vill hún gera þá til að örva hér hag- vöxt og tryggja lífsgæði í þessu landi? Skoðanakannanir Fréttablaðsins vekja mikla athygli. Já, en hvað þá? Björn Ingi Hrafnsson Þeir sem telja eðlilegt að hver þjóð nýti auðlindir sínar með skynsam- legum hætti eiga sjálfkrafa á hættu að vera stimplaðir nátt- úruníðingar ...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.