Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 S K O Ð U N „Brynjólfur er mjög strategískur stjórn- andi og er góður í að sjá stóru mynd- ina. Það hefur komið best í ljós hjá Skiptum þar sem hann hefur verið að þróa starfsemi félagsins. Hann er gríðar- lega öflugur rekstrarmaður og með eindæmum talnaglöggur,“ segir sam- starfsmaður hans um Brynjólf Bjarna- son, forstjóra hjá Skiptum. Eru þessir eiginleikar og áratuga reynsla sögð hafa reynst ómetanleg á undanförnum mánuðum. Brynjólfur þykir alls staðar hafa náð góðum árangri í rekstri fyrirtækja. Hann er sagður treysta fólki fyrir verkefnum og þykir góður í að skapa góða liðsheild. Honum er lýst sem mjög vinnusömum manni sem geri miklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Fólki líkar almennt vel að vinna með Brynjólfi og sem dæmi má nefna að einn öflugasti fjármálastjóri landsins, Kristín Guðmundsdóttir, fylgdi Brynjólfi frá Granda til Símans og síðan Skipta. Brynjólfur er mikill fjölskyldumað- ur og mjög náinn sinni fjölskyldu. Segja samstarfsmenn að honum takist að láta fjölskylduna njóta forgangs þrátt fyrir annir í starfi sínu. Brynjólfur er fæddur árið 1946 í Reykjavík. Lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskólanum árið 1967 og viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1971. Hann lauk síðan MBA-prófi frá University of Minnesota árið 1973. Brynjólfur var framkvæmdastjóri Al- menna bókafélagsins frá 1976 til 1984 þegar hann var ráðinn framkvæmda- stjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ári síðar var félagið einkavætt og varð Grandi hf. þá til. Hann starfaði hjá fyrir- tækinu til ársins 2002 þegar hann réð sig til Landssíma Íslands. Tengsl hans við Bakkabræður eru sterk. Brynjólfi voru á sínum tíma kynnt- ar áætlanir Bakkabræðra sem honum leist vel á og árið 1995 hófu Grandi og Bakkavör samstarf. Frá þeim tíma hafa tengsl Brynjólfs við Bakkabræður verið mikil. Hefur Brynj- ólfur meðal annars setið í stjórn Bakka- varar og er nú forstjóri Skipta sem þeir bræður eiga meirihluta í. Brynjólfur er kvæntur Þorbjörgu Kristínu Jónsdóttur. Þau eiga saman tvö börn en Brynjólfur á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Með eindæmum talnaglöggur Við spámenn Íslenska krónan er handónýt. Gjörsamlega vita gagnslaus. Eins og margir vita hefur í gegn- um tíðina lítið gagnast að skipta henni út fyrir aðrar myntir í bönkum erlendis – hvað þá á fjar- lægari stöðum. Eins og hún hefur fallið núna er maður guðslifandi feginn að hafa skipt henni út fyrir evrur í haust. Þetta var eina tilefnið til að ég signdi mig í fyrra, trúlaus maðurinn. Hitt skiptið var á mánudag þegar ég skrifaði undir jenalánið. Þetta er besta ástand í heimi fyrir menn eins og mig sem geri lítið annað þessa dagana en að horfa á gamlar skuldir í krónum gufa sjálfkrafa upp og draga síð- asta andvarpið milli þess sem ég fer í ræktina og tásnyrtingu. Við spámenn höfum annars í gegnum aldirnar verið sára- saklausir. Á tíðum skemmtilegir, sérstaklega þegar við höfum rétt fyrir okkur – sem er furðu al- gengt. Við erum auðvitað afar skarpskyggnir, hæfilega góð- hjartaðir, sæmilega varðir og flottir í tauinu með góðan smekk á víni og konum. Sjáiði Nostradamus, kallinn. Þótt hann hafi ekki beint verið flottur á því og spádómarnir so og so þá má hafa gaman af því sem hann skrifaði. Já, jafnvel þótt maður botnaði lítið í því sem hann sagði. „Þetta er allt svo opið hjá honum,“ svo maður bregði fyrir sig orðfæri kunningja míns sem horfir til sama kyns. Þeir eru verri óþokkarnir sem vilja vera spámenn en hafa ekki snefil af hæfileikum til þess, litla skarpskyggni og eru bókstaflega illa þenkjandi. Seðlabankamenn eru í þessum flokki, að margra mati. Seðlabankinn kastar reglulega fram spádómum um stýrivaxta- ferlið, verðbólgumarkmiðin og efnahagslífið. Til að úr rætist er öllu þjösnað til svo hægt verði að kreista fram þá niðurstöðu sem falast var eftir. Þjösnaskapur er ekki vísdómur. Það er kvikindisskapur, illkvittni sem virðist ætla að færa allt á bólakaf, því miður. Ekki skil ég hvernig þeir Davíð og félagar ætla að monta sig þegar fram- tíðarsýn þeirra verður að veru- leika. Enda skiljanlega strembið að standa í stefni á sokknu skipi. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N S A G A N Á B A K V I Ð . . . B R Y N J Ó L F B J A R N A S O N , F O R S T J Ó R A S K I P T A Fáðu ferskar íþróttafréttir á hverjum morgni Fréttablaðið stendur vaktina á hverju kvöldi – líka á laugardögum. Þannig færum við þér nýjustu úrslitin og staðgóða umfjöllun á morgunverðarborðið hvern einasta morgun.* *Sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins er prentuð á laugardegi áður en íþróttaúrslit dagsins liggja fyrir og 24 stundir koma hvorki út á sunnudögum né mánudögum. Auk þess fara 24 stundir í prentun aðra daga áður en íþróttaleikjum kvöldsins er lokið. Fréttablaðið er eina dagblaðið sem færir þér ferskar íþróttafréttir alla morgna vikunnar, líka á sunnudögum. Allt sem þú þarft – alla daga F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.