Fréttablaðið - 09.07.2008, Page 8
8 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
1 Hvar rís metanstöð sem taka
á í notkun í ágúst?
2 Hvað heitir sonur Keníu-
mannsins Pauls Ramses sem
vísað var úr landi fyrir helgi?
3 Hvaða fræga leikskáld og
leikara hefur Baltasar Kor-
mák ur ráðið til að leika stórt
hlutverk í nýrri Hollywood-
mynd?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
JAPAN, AP Gagnrýnisraddir segja
markmið G8-hópsins um að draga
verulega úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda, sem samþykkt voru á
leiðtogafundi hópsins í Japan í
gær, vera innantóm orð sem hafi
lítil áhrif í raun.
Leiðtogafundurinn samþykkti í
gær að stefnt skuli að því að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda
um 50 prósent fyrir árið 2050. Á
síðasta ári höfðu leiðtogar sömu
ríkja samþykkt, á fundi sínum í
Heiligendamm í Þýskalandi, að
íhuga alvarlega hvort ekki skuli
stefna að þessu markmiði.
„Að staðfesta niðurstöður síð-
asta fundar telst varla stórkost-
legur árangur,“ segir Kim
Carstensen hjá Alþjóðanáttúru-
verndarsjóðnum WWF. „Þetta litl-
ar framfarir eftir heilt ár af
ráðherrafundum og samninga-
viðræðum eru ekki aðeins glatað
tækifæri, heldur vantar hættulega
mikið upp á það sem þarf til að
bjarga fólki og náttúru frá lofts-
lagsbreytingum.“
Á fundinum, sem í ár er haldinn
í Toyako í Japan, sitja æðstu ráða-
menn Bandaríkjanna, Bretlands,
Frakklands, Ítalíu, Japans, Kan-
ada, Rússlands og Þýskalands.
Mikið hefur verið þrýst á leið-
toga þessara helstu efnahagsvelda
heims um að ná samkomulagi í
loftslagsmálum, ekki síst þar sem
lítið hefur miðað í viðræðum á
vegum Sameinuðu þjóðanna um
framhald Kyoto-bókunarinnar.
Jose Manuel Barroso, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins, segir þó að þessi
loftslagsmarkmið G8-ríkjanna
muni auðvelda samningaviðræður
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Leiðtogar G8-ríkjanna lýstu
jafnframt í gær yfir miklum
áhyggjum sínum af hækkandi
olíuverði og matvöruverðshækk-
unum, sem stofni efnahag heims-
ins í voða. Þeir sögðust þó bjart-
sýnir á horfurnar til lengri tíma
litið.
Nicolas Sarkozy Frakklandsfor-
seti hefur lagt mikla áherslu á að
upprennandi efnahagsveldi á borð
við Kína og Indland fái aukið vægi
á hinum árlegu fundum G8-hóps-
ins. Á næsta ári verður leiðtogum
Kína, Indlands, Brasilíu, Suður-
Afríku og Mexíkó boðið að sitja
vinnufundi með G8-hópnum í einn
dag á leiðtogafundinum, sem þá
verður haldinn á Ítalíu.
gudsteinn@frettabladid.is
Árangurinn
sagður lítill
Leiðtogafundur G8-ríkjanna hefur samþykkt al-
menna stefnu í loftslagsmálum, en án skuldbind-
inga. Gagnrýnendur segja markmiðin of hógvær.
Fundinum í Japan lýkur í dag.
LEIÐTOGAR RÆÐAST VIÐ Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, George W. Bush Banda-
ríkjaforseti, Dmitri Medvedev Rússlandsforseti og Gordon Brown forsætisráðherra
Bretlands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SJÁVARÚTVEGUR Hægt væri að
byggja upp samkeppnishæfa
kræklingarækt á Íslandi líkt og
gert hefur verið í Kanada.
Þetta er mat nefndar sem sjáv-
arútvegsráðherra skipaði seint á
síðasta ári til að kanna stöðu og
möguleika kræklingaræktar á
Íslandi.
Eftirspurn eftir kræklingi vex
auk þess sem nefndin telur lík-
legt að verðið haldist hátt vegna
skorts á hefðbundnum ræktunar-
svæðum kræklings í Evrópu. Þá
falli uppskerutími á Íslandi vel að
sveiflum í ræktuninni annars
staðar.
Nefndin vill að skipaður verði
samráðshópur um ræktunina sem
komi með hugmyndir til ráðherra
um ræktunarsvæði. Til þess þarf
að kanna heilnæmi svæðanna og
leggja mat á tíðni eitraðra svif-
þörunga.
Einnig er lagt til að mælingar á
þörungaeitri og kadmíum í upp-
skeru verði í upphafi fjármagn-
aðar úr ríkissjóði.
Nefndin telur mikilvægt að
hægt verði að sækja um styrki í
opinbera sjóði til þess að aðlaga
ræktunartækni að hverju svæði
fyrir sig.
Einnig er lagt til að sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneyt-
ið láti kanna bestu leiðir fyrir
ferskan krækling á Evrópu-
markað. - ht
Nýtt mat nefndar sjávarútvegsráðherra:
Kræklingarækt
möguleg á Íslandi
IÐNAÐUR Sveitarfélögin Garður og
Reykjanesbær hafa afturkallað
byggingarleyfi fyrir álveri í
Helguvík og gefið út ný í staðinn.
Ástæðan er sú að eldri útgáfa
leyfisins hefði mátt vera staðfest
af ráðherra sveitarstjórnarmála,
samgönguráðherra, en hans
samþykkis var víst ekki leitað.
Nú hefur nýtt leyfi verið gefið
út og á þann hátt að ekki er þörf
fyrir ráðherrasamþykki.
Náttúruverndarsamtök Íslands
ætla að kæra nýju leyfin, enda
hafi í þeim ekki verið tekin
afstaða til álits Skipulagsstofnun-
ar um álverið.
Samtökin rifja upp í tilkynn-
ingu að í því áliti hafi sagt að
ganga þyrfti frá losunarheimild-
um fyrir iðnaðinn í Helguvík, sem
og orkuöflun og öðru, áður en
hafist væri handa við að byggja
álverið. - kóþ
Leyfi fyrir álveri afturkallað:
Spyrðu ekki
ráðherrann
LÖGREGLUFRÉTTIR Tveimur
ferða mönnum var bjargað úr
sjálfheldu í þoku í Eyrarfjalli við
Ísafjörð í fyrrinótt.
Ferðamennirnir, sænsk kona og
franskur maður, höfðu lagt í
göngu á fjallið undir kvöld. Um
miðnætti skall á svartaþoka,
ferðamennirnir komust því ekki
niður aftur og höfðu samband við
lögreglu.
Björgunarsveitarmenn ásamt
lögreglu fóru og sóttu fólkið sem
fannst um klukkan tvö í fyrrinótt.
Fólkið var komið niður af fjallinu
ríflega klukkustund síðar, þreytt
en að öðru leyti vel á sig komið.
- ht
Ferðamenn í kvöldgöngu:
Bjargað úr sjálf-
heldu í þoku
HÚSNÆÐISMÁL Húsaleiga og hús-
sjóður í íbúðum Byggingafélags
námsmanna (BN) munu hækka um
15 prósent um næstu mánaðamót.
Þetta kemur fram í tilkynningu á
heimasíðu félagsins.
Einnig kemur fram að félagið
horfist um þessar mundir í augu
við óvæntan rekstrarvanda sem
bregðast þurfi við. Sigurður Grétar
Ólafsson, formaður stjórnar BN,
vildi ekki greina Fréttablaðinu frá
því í hverju rekstrarvandinn felst.
Í síðustu viku var greint frá því að
leiga á Stúdentagörðum fyrir
Háskóla Íslands, sem Félagsstofn-
un stúdenta rekur, muni hækka um
5,25 prósent vegna hækkunar á
fasteignagjöldum. Sigurður segir
þessa hækkun á fasteignagjöldum
aðeins vera eina af mörgum ástæð-
um fyrir hækkunum BN.
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra hefur málefni bygg-
ingafélagsins til rannsóknar. For-
ráðamenn þess lögðu fram kæru
eftir ítarlega úttekt KPMG á rekstri
félagsins í kjölfar skyndilegs brott-
hvarfs fyrrum stjórnarformanns.
Grunur leikur á að fyrrum forráða-
menn félagsins hafi hagnast veru-
lega á því, meðal annars með því að
semja við framkvæmdaaðila án
útboðs og nota eigin fyrirtæki til að
flytja inn búnað í stúdentaíbúðirnar
og selja á of háu verði. - þeb
Óvæntur rekstrarvandi veldur hækkunum hjá Byggingafélagi námsmanna:
Leiga hækkar um 15 prósent
Byggingafélag námsmanna á og
rekur um 530 íbúðir. 26 þeirra eru
á Laugarvatni og mun leiga á þeim
ekki hækka.
Dæmi um verðmun:
■ Einstaklingsíbúð við Kapellustíg
kostar nú í heild 67.137 krónur en
mun við 15 prósenta hækkun fara í
77.013 krónur.
■ Paraíbúð við Kapellustíg kostar nú
85.583 krónur en mun með 15 pró-
senta hækkun fara í 98.033 krónur.
MEÐALÍBÚÐ HÆKKAR UM 10 ÞÚSUND
VEISTU SVARIÐ?