Fréttablaðið - 09.07.2008, Side 10

Fréttablaðið - 09.07.2008, Side 10
10 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR REYKJAVÍK „Um leið og ég vil þakka fyrir umsókn þína um starf mann- réttindastjóra, vil ég tilkynna þér að búið er að ráða í starfið.“ Þetta segir í tölvupósti sem umsækjend- ur um stöðu mannréttindastjóra Reykjavíkur fengu tilkynningu um síðastliðinn föstudag. Enn er ekki búið að skipa í stöðuna. Á föstudaginn var tilkynnt að ráðgjafarnefnd hafi mælt með því að Anna Kristinsdóttir fyrrver- andi borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins yrði skipuð mannrétt- indastjóri Reykjavíkurborgar. Anna er með BA-próf í stjórn- málafræði. Ekki er enn búið að samþykkja tillöguna í borgarráði en umsækjendum var sagt að búið væri að skipa í stöðuna. „Ég gerði mistök og mér þykir það mjög leiðinlegt. Mig langaði bara að láta umsækjendurna vita áður en fjölmiðlar fengju upplýs- ingar um þetta. Í öllum flýtinum urðu mér á mistök,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sérfræð- ingur á skrifstofu borgarstjóra. Hún er ein af þeim sem störfuðu í ráðgjafarnefndinni og sú sem sendi tölvupóstinn. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að reynt fólk í mannréttindamálum hefði ekki verið boðað í viðtal. Þar af er einn með embættispróf í lögfræði og einn er fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins. Stefán Einar Stefánsson, sið- og guðfræðingur og einn umsækj- enda um starfið, segir auðvitað ekkert óeðlilegt við það að einn sé ráðinn á endanum en tölvupóstur- inn hafi komið sér á óvart. „Þetta er til vitnis um slæm vinnubrögð. Mér finnst þetta móðgun við kjörna fulltrúa sem enn eiga eftir að taka ákvörðun um hvort hún verði skipuð,“ segir Stefán. Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu mannréttindastjóra Reykjavíkur rann út 26. maí. Umsækjendur um starfið voru 23 en sex voru boðaðir í viðtöl hjá þriggja manna ráðgjafarnefnd. Tillagan um skipun Önnu í stöðu mannréttindastjóra verður lögð fram á fundi borgarráðs næst- komandi fimmtudag til samþykkt- ar eða synjunar. vidirp@frettabladid.is Umsækjendum sagt að búið væri að ráða Umsækjendum um starf mannréttindastjóra Reykjavíkur var sagt í tölvupósti að búið væri að ráða í stöðuna án þess að enn sé búið að því. Send- andi tölvupóstsins segir þetta hafa verið mistök. REYKJAVÍK Tilkynnt var um ráðningu í stöðu mannréttindastjóra Reykjavíkur áður en til hennar kom. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI STEFÁN EINAR STEFÁNSSON Hann segir tölvupóstinn vera til vitnis um slæm vinnubrögð. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA GAY PRIDE Þátttakendur í skrúðgöngu samkynhneigðra í Madríd á Spáni 5. júlí stilla sér upp fyrir ljósmyndara. NORDICPHOTOS/AFP LANDBÚNAÐUR Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa ákveðið að bjóða bændum í fjárhagserfiðleikum ókeypis fjármálaráðgjöf í kjölfar skoðanakönnunar sem benti til mikillar eftirspurnar eftir slíkri ráðgjöf meðal bænda. „Hækkandi aðfangaverð og vaxtakostnaður er [bændum] erf- iður og við reynum að bregðast við því,“ segir Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri BÍ. „Það eru ábyggilega sóknarfæri í því að fara yfir stöðu á lánum, möguleika á hagræðingaraðgerðum og áætl- anir um hvernig hægt sé að komast í gegnum þetta.“ Farið verður að bjóða upp á ráð- gjöfina í lok þessa mánaðar, að sögn Gunnars Guðmundssonar, forstöðumanns ráðgjafasviðs BÍ. „Tilgangur okkar er að aðstoða bændur við að leita leiða ásamt lánastofnunum út út þeim vanda sem þeir eru í,“ segir hann. Gunnar segir bændasamtökin hafa í nokkur ár veitt almenna fjármálaráðgjöf til bænda, en þetta sé viðbót fyrir þá sem séu í sérstökum erfiðleikum. - gh Bændasamtök Íslands bjóða fjármálaráðgjöf: Bændur í kröggum SAUÐFÉ Hækkandi aðfangaverð og vaxtakostnaður hefur komið illa við marga bændur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. AFGANISTAN, AP Leyniþjónusta Pak- istans aðstoðaði við sprengjutil- ræðið í Kabúl í Afganistan í fyrra- dag. Þetta segir í skýrslu varnarmálaráðuneytis Afganist- ans. Minnst 41 lést og um hundrað og fimmtíu særðust þegar bíl- sprengja sprakk utan við sendiráð Indlands í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Árásin var sú blóð- ugasta frá falli talibana árið 2001. Pakistanar neita aðild og segj- ast engan hag hafa af því að grafa undan stöðugleika í Afganistan. Pakistan var þó eitt fárra ríkja sem viðurkenndi stjórn talíbana árin 1996 til 2001. Margir leið- togar talíbana voru menntaðir í Pakistan og nokkur söguleg tengsl eru milli talíbana og leyniþjónustu Pakistans. Auk þess hafa Pakist- anar lengi deilt við Indverja og vantreysta hjálparstarfi þeirra í Afganistan. Sumir sérfræðingar kenna Pasj- túnum, stærsta afganska þjóðern- ishópnum, um árásina. Pasjtúnar séu kjölfestan í andspyrnu talí- bana við ríkisstjórn Afganistans og heri Atlantshafsbandalagsins og álíti Indverja óvini. Ráðamenn í Afganistan og Ind- landi hafa sagt að árásin muni ekki hafa áhrif á samband þjóð- anna. - gh Afganar saka Pakistana um aðild að sprengjutilræði sem kostaði tugi mannslífa: Pakistanar sakaðir um aðild SPRENGJUVETTVANGURINN Ofbeldi hefur færst í aukana í Afganistan undan- farna mánuði. NORDICPHOTOS/AFP ESB „Greinin kemur mér ekki á óvart því Einar Ben hefur verið talsmaður þess í mörg ár að ganga í ESB,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun. Jónas H. Haraldz, fyrrverandi bankastjóri, og Einar Benedikts- son, fyrrverandi sendiherra, birtu sameiginlega grein í Morgunblað- inu á laugardaginn þar sem þeir hvöttu íslensk stjórnvöld eindregið til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Greinin vakti töluverða umræðu vegna þess að bæði Jónas og Einar eru sjálfstæðismenn og stefna flokksins hefur ekki hneigst í átt til ESB. „Ég þekki þessa menn vel og met þá mikils en er ósammála þeim í þessu máli,“ sagði Geir. - vsp Geir ósammála ESB-grein: Greinin kemur ekki á óvart DÓMSMÁL Tvítugur Ísfirðingur hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en hann hótaði tveimur lögreglumönnum ítrekað lífláti og ofbeldi eftir að þeir handtóku hann í febrúar síðastliðnum. Maðurinn lét meðal annars þau orð falla að þetta væri þeirra síðasta vakt, þeir væru búnir að vera, þeir væru báðir dauðir en yrðu jafnframt báðir drepnir, og að hann skyldi fá tiltekinn mann til að valda þeim líkamstjóni og drepa þá. Maðurinn játaði sök við þing festingu og var málið þegar dóm tekið. Dæmt verður 17. júlí. - sh Hótaði lögregluþjónum lífláti: Þetta er ykkar síðasta vakt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.