Fréttablaðið - 09.07.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.07.2008, Qupperneq 12
12 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Surtsey Surtsey hefur verið færð á heimsminjaskrá UN- ESCO. Þetta er fyrst og fremst viðurkenning en mun einnig hafa áhrif á ferðamannaiðnað. Surtsey varð í gær annað svæðið hér á landi, á eftir Þingvöllum, til að komast á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta var ákveðið á fundi heimsminjaráðsins í Québec í Kanada í fyrrakvöld. Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst árið 1963 og er mesta neðansjávareldgos sem orðið hefur á sögulegum tíma. Hún er nú tæplega helmingi minni en þegar hún reis úr sæ, eða tæplega 1,5 ferkílómetri. Þrátt fyrir að hún sé berskjölduð gegn ágangi sjávar hefur hún verið vernduð sérstaklega vel gegn ágangi manna en hún var friðuð nokkru áður en gosinu sjálfu lauk. Að þessu leyti er eyjan einstök í heiminum. Hvergi annars stað- ar hefur verið hægt að fylgjast með landtöku og þróun lífs á eyju nánast frá fyrsta degi. Þetta er í raun lykilatriðið í rökstuðningi heimsminjaráðsins þar sem kemur fram að vegna þess að eyjan hefur verið vernduð frá upphafi veiti hún heiminum „ósnortna náttúrulega rannsóknar- stofu“. „Lífríki eyjarinnar verður sífellt fjölbreyttara og ekkert hefur dregið úr landnámi líf- vera,“ segir Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur. Alls hafa 89 fuglategundir greinst í eyjunni, þar af átta varpfuglar. Þar hafa og fundist hrúðurkarlar, kross- fiskar, selir og fjöldamörg sjáv- ardýr til viðbótar. Auk þess hafa ýmsar tegundir fléttna, mosa og háplantna numið land á eyjunni auk skordýra, svo lítið brot af fjölbreyttu lífríkinu sé upp talið. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Surtseyjarfélagið en fyrst og fremst þá vísindamenn sem hafa starfað í eyjunni en þeir hafa að mínu mati unnið einstakt afrek,“ segir Steingrímur Her- mannsson sem hefur verið for- maður Surtseyjarfélagsins frá upphafi. Hann bætir því við að rannsóknirnar hefðu verið útilok- aðar án hjálpar Landhelgisgæsl- unnar sem hefur flutt vísinda- menn að kostnaðarlausu út í eyna. „Við erum afar þakklátir gæslunni fyrir það.“ „Fyrst og fremst mun þetta geta haft mikil áhrif á ferða- mennsku í Vestmannaeyjum. Margir ferðamenn leggja sig sér- staklega eftir því að heimsækja heimsminjastaði hvar sem er í heiminum,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir, tengiliður Íslands við heimsminjaskrifstofu UNES- CO, sem situr fundinn í Québec. Hún segir Íslendinga þurfa að bera aukna ábyrgð í kjölfar ákvörðunarinnar. „Ísland hefur tekið á sig þá ábyrgð að gæta Surtseyjar í framtíðinni fyrir alla heimsbyggðina því hún er ekki lengur bara merkileg fyrir okkur og okkar náttúrusögu heldur allan heiminn.“ gudmundure@frettabladid.is Surtsey á lista UNESCO Tilgangur heimsminjaskráarinnar er að flokka og varðveita staði sem teljast sérstaklega merkilegir frá menningar- eða náttúrufræðilegu sjónarmiði og teljast tilheyra sameig- inlegri arfleifð mannkynsins. Svokallað Heimsminjaráð ákveður hvaða staðir komast á skrána á fundum sínum sem haldnir hafa verið árlega frá árinu 1972. Síðan þá hafa 855 staðir verið settir á listann, auk þeirra sem hljóta samþykki á fundinum núna. Þingvellir komust á skrána árið 2004. HEIMSMINJASKRÁ UNESCO FRÉTTASKÝRING GUÐMUNDUR E. S. LÁRUSON bjorn@frettabladid.is SURTSEY Nafn eyjarinnar er tekið úr norrænni goðafræði. Í Völuspá er fjallað um Surt hinn svarta sem „ferr sunnan; með sviga lævi“. MYND/ERLING ÓLAFSSON SIGUR Bandarískir samherjar fagna sigri í tennisleik á Wimbledon-mótinu á Englandi. NORDICPHOTOS/AFP NÝJUNG Á ÍSLANDI Húð- og hárlína úr Dauðahafinu sem var valin besta lífræna línan fyrir árið 2008 í Bretlandi KYNNING Í SKIPHOLTS APÓTEKI Skipholt 50b fimmtudaginn 10 júlí kl. 14-17    Bergfell ehf heildsala HEILBRIGÐISMÁL Kostnaður Trygg- ingastofnunar vegna lyfja jókst um 308 milljónir króna á fyrsta þriðjungi ársins, eða um fjórtán prósent miðað við sama tíma í fyrra. Ástæðan er annars vegar aukin lyfjanotkun og hins vegar lágt gengi krónunnar. Lyfjanotkunin sjálf jókst um átta prósent. Guðrún Gylfadóttir, hjá Tryggingastofnun, segir eðli- legt að lyfjanotkun aukist eitthvað á milli ára þegar þjóðin eldist og fitnar. Aukningin er þó hlutfalls- lega meiri nú en áður. Kostnaður stofnunarinnar jókst mest vegna flogaveikilyfja, geð- rofslyfja, þunglyndislyfja og lyfja við ofvirkni. Aldur og þyngd þjóð- arinnar virðast ekki útskýra aukn- inguna í þessum flokkum. „Menn hafa í raun engar skýringar á auk- inni notkun þunglyndis- og ofvirknilyfja hér á landi,“ segir Kristján Oddsson hjá Landlæknis- embættinu. „Þetta gæti tengst þjóðfélagsstrúktúrnum, mikilli greiningu eða góðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu.“ „Það leikur enginn vafi á að þetta hefði verið hærra ef ég hefði ekki farið út í þær aðgerðir að lækka lyfjakostnað,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- ráðherra um málið. Í rannsókninni voru nýttar upp- lýsingar um lyfseðilsskyld lyf úr apótekum, en hvorki lausasölulyf sem seld eru án lyfseðils né lyf sem notuð eru á stofnunum. - ges Lyfjakostnaður Tryggingastofnunar eykst: Borga ríflega 300 milljónum meira í lyfSVEITARSTJÓRNIR Trausti Aðal-steinsson, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í byggðaráði Norðurþings, undirstrikaði á síðasta fundi ráðsins að flokkur hans væri ekki fylgjandi álveri á Bakka við Húsavík. „Þeir aðilar sem voru á Húsavíkurlistanum fyrir vinstri græn lýstu aldrei yfir stuðningi við álversuppbyggingu á svæðinu hvað þá að beita sér fyrir því,“ bókaði Trausti og ítrekaði að vinstri græn teldu þetta ekki fýsilegan kost fyrir sveitarfélagið. „Það er undarlegt þegar vinstri græn reyna á þennan hátt að hlaupast undan verkum Húsavík- urlistans sem þeir bera fulla ábyrgð á,“ bókaði núverandi meirihluti í byggðaráðinu. - gar Vinstri grænir á Húsavík: Afneita ábyrgð á Bakkaálveri DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur fyrir að aka bíl undir áhrifum fjölda vímugjafa. Maðurinn lauk akstrinum á bensínstöð í Reykj- a vík, þar sem lögregla kannaði ástand hans. Hann reyndist vera ölvaður og að auki undir áhrifum kókaíns, amfetamíns og kanna- bis efna. Í þokkabót var hann öku skírteinis laus og á ótryggðum bíl. Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki en hann hefur ekki áhrif á refsingu hans. Maðurinn er dæmd- ur til að greiða 250 þúsund króna sekt í ríkissjóð og er sviptur ökurétti í átján mánuði. - sh Ungur ökumaður dæmdur: Ólöglegur á flesta vegu SERBÍA, AP Mirko Cvetkovic tók við forsætisráðherraembætti Serbíu í gær af hinum þjóðernissinnaða Vojislav Kostunica. Nýlega kjörið þing landsins samþykkti stjórnina á mánudag með 127 atkvæðum gegn 27, en aðrir þingmenn á 250 manna þinginu sátu hjá. Öfugt við Kostunica hyggst Cvetkovic efla tengsl Serbíu við Vesturlönd og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann lagði þó áherslu á að stjórn sín muni aldrei viðurkenna sjálfstæði Kos- ovo. Að stjórninni standa Lýðræðis- flokkurinn, en leiðtogi hans er Boric Tadic forseti landsins, og Sósíalistaflokkurinn, sem stofnað- ur var af Slobodan Milosevic árið 1990. Þessir tveir flokkar voru lengi svarnir andstæðingar, en sósíalistar hafa verið að breyta um áherslur frá því Milosevic réð ríkjum og Júgóslavíustríðin stóðu sem hæst. Fráfarandi forsætisráðherra, Vojislav Kostunica, hafði reynt að fá Sósíalistaflokkinn til stjórnar- samstarfs með þjóðernisflokki sínum, sem er andvígur nánari tengslum við Evrópusambandið en vildi þess í stað styrkja tengsl- in við Rússland. Stjórnarmyndun- arviðræður hafa gengið hægt síðan þing var kosið 11. maí. - gb CVETKOVIC OG SAMRÁÐHERRAR HANS Nýju ráðherrarnir sóru embættiseiða í gær. NORDICPHOTOS/AFP Ný stjórn tekin við völdum í Serbíu eftir erfiðar stjórnarmyndunarviðræður: Evrópusinnar stjórna Serbíu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.