Fréttablaðið - 09.07.2008, Page 26

Fréttablaðið - 09.07.2008, Page 26
18 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1816 Argentína öðlast sjálf- stæði. 1940 Skýfall er og hagl fellur í Hrunamannahreppi. Lækir spillast af aurburði. 1946 Tívolí, nýtt skemmtivæði sem inniheldur meðal annars bílabraut og hring- ekju, er opnað í Reykjavík. 1976 Mesti hiti í Reykjavík mælist 24,3°C. 1992 Kim Basinger fær 1.959. stjörnuna á Hollywood’s Walk of Fame. 1972 Paul McCartney og Wings leggja upp í sitt fyrsta tón- leikaferðalag. 1997 Mike Tyson er bannað að boxa eftir að hafa bitið stykki úr eyra boxarans Evanders Holyfield. Margaret Thatcher (f. 13. október 1925) hóf annað kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra Breta á þessum degi árið 1982. Hún hafði þá leitt breska Íhalds- flokkinn frá árinu 1975 og gegnt stöðu forsætisráðherra frá 1979. Thatcher myndaði ríkisstjórn eftir sigur Íhaldsflokksins árið 1979 eins og áður sagði og var forsætisráðherra Breta í sam- fellt þrjú kjörtímabil. Meðan á tímabilinu stóð var hún í senn einn dáðasti og hataðasti stjórn- málamaður Bretlands, en eftir því sem á leið dvínuðu vinsældir hennar meðal almennings. Staða Thatcher innan Íhalds- flokksins veiktist samfara því þar sem flokkssystkini hennar óttuð- ust að óvinsældirnar kynnu að leiða til ósigurs flokksins í kom- andi þingkosningum. Thatcher neyddist svo til að segja af sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins og forsætisráð- herra Bretlands vegna lítils fylg- is í leiðtogakjöri flokksins árið 1990. Thatcher er fyrsta og eina konan til að gegna þessum stöðum í Bretlandi ásamt því að hafa starfað lengst sem forsætis- ráðherra Breta. ÞETTA GERÐIST: 9. JÚLÍ 1982 Annað kjörtímabil Thatcher O.J. SIMPSON ÍÞRÓTTAMAÐUR ER 61 ÁRA. „Ég gæti ekki sagt ykkur hvenær móðir mín lést né faðir minn. Þessir dagar eru mér ekki mikilvægir.“ Ruðningskappinn fyrrverandi og leikarinn O.J. Simpson vakti heimsathygli vegna gruns um morð á fyrrum eiginkonu sinni Nicole Brown Simpson. Hann var sýknaður af ákærunni. Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan hefst í dag á Seyðisfirði. „Hátíðin er tíu ára í ár en hún varð til árið 1998 að frum- kvæði Muff Worden. Muff kom frá Bandaríkjunm og var tónlistarkennari hér við Tónlistarskólann á Seyðisfirði,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. „Muff var algjör hamhleypa, hún dreif þetta í gang og vann allt í sjálf- boðavinnu. Muff Worden lést í ágúst árið 2006 en hennar hinsta ósk var að þessari hátíð yrði haldið gangandi. Í dag eru sjö manns að sjá um það sem hún gerði ein,“ segir Aðalheiður. Eins og áður sagði hefst tónleikaröðin í dag og verða tónleikar haldnir á hverj- um miðvikudegi út ágúst í kirkjunni á Seyðisfirði sem er einmitt blá og þaðan kemur nafnið Bláa kirkjan. Þegar Að- alheiður er innt eftir því hvort það séu aðallega Seyðfirðingar sem sækja tón- leikana segir hún svo ekki vera. „Há- tíðin hefur þróast þannig að það kemur mikið af fólki annars staðar frá og eru Seyðfirðingar oft í minnihluta. Mjög góð mæting hefur verið á tónleikana að okkar mati. Í fyrra voru til dæmis um 70 manns á hverjum tónleikum.“ Dagskráin á sumartónleikaröðinni er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.„Það hefur alltaf verið, og verður áfram, fjölbreytt dag- skrá og flytjendur allir fagmenn á sínu sviði. Á hátíðinni verður meðal annars boðið upp á klassíska tónlist, djasstón- list, þjóðlagatónlist og síðan læðist inn á milli popptónlist.“ Páll Óskar og Monika munu opna sumartónleikaröðina í kvöld í Seyðis- fjarðarkirkju. Meðal annarra tónleika má nefna þá sem haldnir verða 23. júlí. Þar munu feðgarnir Bergþór Pálsson og Bragi Bergþórsson, ásamt Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara, flytja tónlist eftir Inga T. Lárusson tónskáld, sem fæddist og ólst upp á Seyðisfirði. Aðalheiður segir að þau vilji einn- ig koma ungu tónlistarfólki á framfæri. „Það hefur verið lykilatriði hjá okkur að gefa ungum og upprennandi tónlistar- mönnum tækifæri. Þann 6. ágúst verða tónleikar með austfirsku söngvurunum Aldísi Fjólu frá Borgarfirði eystri, Hall- dóru Malin frá Egilsstöðum og Björt Sigfinnsdóttur frá Seyðisfirði. Þær eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í söngskólanum Compleate Vocal Ins- titute í Kaupmannahöfn auk annars list- náms. Hver þeirra mun flytja nokkur lög við undirleik bræðranna Barkar Hrafns Birgissonar gítarleikara og Daða Birgis- sonar píanóleikara.“ Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er aðgangseyrir á bilinu 1.500- 2.000 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Aðgangur kostar 1.000-1.500 krónur fyrir 67 ára og eldri, öryrkja og námsmenn. Nánari upplýsingar um tón- leikaröðina er hægt að nálgast á slóðinni www.blaakirkjan.is. sigridurp@frettabladid.is SUMARTÓNLEIKARÖÐIN BLÁA KIRKJAN: HALDIN Í TÍUNDA SKIPTI Fjölbreytt dagskrá fyrir alla SUMARTÓNLEIKARÖÐ Alla miðvikudaga í sumar verða haldnir tónleikar í Seyðisfjarðarkirkju. Hátíðin ber heitið Bláa kirkjan og vísar það til kirkjunnar sem er blá á litinn. MYND/ GUÐRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Halldóra Ágústa Þorsteinsdóttir Vestri-Reyni, til heimilis að Tindaflöt 5, Akranesi, er lést 4. júlí sl. verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Innra -Hólmskirkjugarði. Þórunn Valdís Eggertsdóttir Elísabet Unnur Benediktsdóttir Benóný K. Halldórsson Fríða Benediktsdóttir Eymar Einarsson Valný Benediktsdóttir Ingibergur H. Jónsson Haraldur Benediktsson Lilja Guðrún Eyþórsdóttir Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Jón E. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Pétursdóttir, varð bráðkvödd að heimili sínu, Grænumörk 5 Selfossi, sunnudaginn 6. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Við þökkum ykkur öllum hlýhug, samúð og vináttu við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og sonar, Jóns Ólafssonar frá Kirkjulæk. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild 13D á Landspítalanum við Hringbraut og á líknardeildinni í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur. Þeim sem vilja beina áheitum sínum á meyjarhofið Móður jörð geta lagt inn á reikning hofsins 182 05 62648, kt. 311266-4469. Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir Sveinbjörg Jónsdóttir Signý Rós Jónsdóttir Samúel Ingi Guðmundsson Ómar Smári Jónsson Andri Geir Jónsson Agnes Helga Steingrímsdóttir Patrik Þór Leifsson María Jónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes Þorberg Kristinsson Víðihvammi 15, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt þriðjudagsins 1. júlí. Honum verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti fimmtudaginn 10. júlí nk. kl. 13.00. Anna Jóhannsdóttir Jóhann Þ. Jóhannesson Svanhildur I. Jóhannesdóttir Guðmundur G. Kristinsson, Kristinn Jóhannesson Guðrún F. Guðmundsdóttir, Ólafur Jóhannesson Ingibjörg G. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, Jóns Þ. Björnssonar Böðvarsgötu 19, Borgarnesi. Ída Sigurðardóttir Ólöf Hildur Jónsdóttir Björn Jónsson Anna Guðrún Jónsdóttir Birgir Skúlason Sesselja Þórunn Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Guðveigssonar Kirkjusandi 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga hjá Karitas og starfsfólks deildar 11E á Landspítala við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Kolbrún Dóra Indriðadóttir Ólöf Guðmundsdóttir Salmon Peter Salmon Eggert Snorri Guðmundsson Jóhanna Guðbjörnsdóttir Indriði Halldór Guðmundsson Nína Edvardsdóttir Sævar Guðmundsson Edda Sigurbergsdóttir Halldóra Katla Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.