Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. júlí 2008 21 Klarínettuleikarinn Einar Jóhann- esson, einn af þekktustu einleikur- um landsins, kemur fram á hádeg- istónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 12.15 ásamt Douglas A. Brotchie, organ- ista Háteigskirkju. Tónleikarnir eru liður í hádegistónleikaröð tón- listarhátíðarinnar Alþjóðlegs orgel sumars. Þá koma þeir Einar og Douglas einnig fram á hádegis- tónleikum í Hallgrímskirkju á laugar dag kl. 12. Í Dómkirkjunni leika þeir félag- ar fyrst fjórar Kirkjusónötur eftir Mozart sem eru útsettar fyrir klarínett og orgel af Yonu Ettlinger. Síðan leika þeir Exul- tavit Maria sem Jónas Tómasson skrifaði fyrir þá og að lokum leik- ur Douglas tvo kafla úr orgelverk- inu Dýrð Krists sem einnig er eftir Jónas. Á tónleikunum í Hallgríms- kirkju leika Einar og Douglas fyrst Concertino eftir ítalska barroktónskáldið Giuseppe Tart- ini í útsetningu Gordons Jacobs. Þá leika þeir Music when soft voices die eftir John Speight sem hann skrifaði sérstaklega fyrir þá og tónleikunum á laugardaginn lýkur með Hugleiðingu um ummyndum Krists á fjallinu eftir Hafliða Hallgrímsson sem Douglas leikur á Klais-orgelið. - vþ Klarínetta og orgel í hádeginu EINAR JÓHANNESSON OG DOUGLAS A. BROTCHIE Koma fram á hádegistónleikum á morgun og á laugardag. Nýverið bárust fréttir af því frá Frakklandi að þar hefði verið tekin til sýninga ópera sem byggir á hryll- ings myndinni Flugunni. Þó svo að mörgum þyki eflaust merkilegt að umbreyta óumdeilanlegri lágmenn- ingarafurð í hámenningu á þennan hátt eru fjöldamörg dæmi um slíkar breytingar. Kvikmyndin Flugan (The Fly) er vafalaust ein vinsælasta mynd kanadíska kvikmyndaleikstjórans Davids Cronenberg. Þrátt fyrir vinsældir myndarinnar kom það þó flestum nokkuð á óvart að hún yrði efniviður nýrrar óperu, enda myndin líkamshryllingur af bestu gerð. Færa má rök fyrir því að lík- amlegar hryllingsmyndir séu algjör lágmenning á meðan að óperur séu algjör hámenning. Út frá þessum hugsunarhætti má vel álykta að það kæmi ekki jafnmikið á óvart ef Flugan hefði alið af sér söngleik fremur en óperu þar sem að söngleikir búa í lægra menn- ingarhólfinu ásamt teiknimynd- um, þungarokki og öðru grodda- legu efni. Þó verða þær raddir ávallt háværari, nú á tímum staf- ræns bræðings á öllum menning- arsviðum, sem segja að mörkin á milli þess háa og lága séu orðin með öllu gagnslaus, en hér skal ekki fjallað nánar um það. Flugan er aðeins ein af nokkrum vinsælum kvikmyndum síðustu tveggja áratuga sem hljóta óperu- meðferðina. Kvikmyndin Myrkra- dansarinn eftir Danann skap- stygga Lars Von Trier skartaði Björk okkar í aðalhlutverki og reiddi sig talsvert á tónlist og dans til þess að koma tilfinninga- hrifum til skila. Konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn ku vera um þessar mundir að breyta myndinni í óperu sem frumsýnd verður þar í borg eftir tvö til þrjú ár. Leikstjórinn David Lynch er rómaður fyrir óskiljanlegar og undarlegar kvikmyndir sínar; ein af hans undarlegustu myndum er hiklaust Lost Highway frá árinu 1997. Færri vita að austurríska tónskáldið Olga Neuwirth lagaði handrit myndarinnar að óperu- forminu árið 2003. Óperan var sýnd við mikinn fögnuð Lynch- aðdáenda bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að lokum ber að minnast á kvik- myndina Sophie‘s Choice sem kom út árið 1982 og skartaði Meryl Streep í aðalhlutverki, en myndin var gerð eftir skáldsögu Williams Styron. Árið 2002 samdi tónskáldið Nicholas Maw óperu út frá handriti kvikmyndarinnar, en hlaut litlar þakkir gagnrýnenda og áhorfenda fyrir. Meryl Streep lætur aftur á móti engan bilbug á sér finna og fer mikinn um þessar mundir í kvik- myndinni Mama Mia!, sem unnin er upp úr samnefndum söngleik sem sjálfur er unninn upp úr tónlist sænsku poppmeistaranna í Abba. Sóunarglaðir neytendur hins vestræna heims mættu klárlega taka sér kvikmynda-, leikhús- og óperuiðnaðinn til fyrirmyndar hvað viðkemur endurvinnslumálum. vigdis@frettabladid.is Kvikmynd verður ópera í endurvinnsluiðnaðinum HRYGGBRJÓTUR Kvikmynd leikstjórans Ang Lee um samkynhneigða kúreka verður sviðsett sem ópera í New York árið 2013. * ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 29 64 7 /0 8 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.isÍ Shaftesbury Theatre er sæti fyrir þig. Ítalskur meistara- kokkur við Duke Street hefur lagt á borð fyrir þig. Það er beðið eftir þér í Notting Hill. *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Komdu til London, í helgarferð eða í sumarleyfi. Lífvörður drottningar hefur æft vaktaskipti síðan á 19. öld og menn skilja ekkert í hvers vegna þú skulir ekki hafa látið sjá þig ennþá. M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.