Fréttablaðið - 09.07.2008, Qupperneq 30
22 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
Söngkonan Amy Winehouse er nú
undir stanslausu eftirliti bæði
fjölskyldu sinnar og öryggisvarða
á vegum útgefanda hennar og
getur því ekki lengur skemmt sér
eins og henni er einni lagið.
Söngkonan hefur því fundið sér
nýtt áhugamál og nú eyðir hún
frítíma sínum í ljósum. „Amy
þarf alltaf að fara með allt út í
öfgar. Hún keypti ljósabekkinn til
þess að losna við útbrot sem hún
var með en núna er hún farin að
eyða nokkrum klukkutímum á
dag í bekknum,“ sagði vinur
söngkonunnar. „Í gegnum árin
hefur Amy verið háð
áfengi, eiturlyfjum,
karlmönnum og
jafnvel
prjóna-
skap,
þetta er
nýjasta
fíknin,“
sagði
vinurinn
um
ljósabekkj-
anotkun
Amy.
Nýjar öfgar
hjá Amy
Leikkonan Drew Barrymore
virðist ekki ætla að finna hina
einu sönnu ást. Drew hefur nú
tilkynnt að hún og kærasti hennar
Justin Long séu skilin að skiptum
eftir næstum árs samband. Vinur
leikkonunnar segir þó að Drew og
Justin séu enn góðir vinir. Í
viðtali við tískutímaritið Vogue í
mars sagði Drew að hún væri svo
hamingjusöm með Justin að hana
verkjaði í kinnarnar. Justin þessi
er hvað þekktastur fyrir leik sinn
í grínmyndinni Dodgeball, sem
skartaði einnig Ben Stiller og
Vince Vaughn.
Drew á lausu
HÆTT SAMAN Drew Barrymore og Justin
Long eru skilin að skiptum eftir árs
samband.
Hótelerfinginn Paris Hilton og
kærasti hennar Benji Madden
virðast enn vera yfir sig ástfang-
in. Parið hefur ekki farið sparlega
með það að dásama hvort annað í
viðtölum og nú hefur Benji einnig
fengið sér demantshring með
upphafsstöfum Parisar. Paris
virðist því vera komin í hóp
fyrrverandi skemmtanafíkla á
borð við Lindsay Lohan og Nicole
Ritchie sem hafa sagt skilið við
skemmtanalífið eftir að þær
fundu ástina.
Ástfanginn
hótelerfingi
Lily Allen sýndi á sér nýja og
óöruggari hlið á dögunum þegar
hún ræddi um væntanlega plötu
sína. Söngkonan sagði í viðtali við
Rolling Stone tímaritið að henni
fyndist hún ekki vera mjög
hæfileikaríkur tónlistarmaður.
„Ég hætti í skóla þegar ég var
fimmtán ára. Ég er ekki snjall
lagahöfundur. Mér finnst ég í
raun ekki vera mjög góð í neinu.“
Allen segir að nýja platan verði
ólík því sem hún hefur gert
hingað til og því óttist hún
viðbrögð aðdáenda sinna.
„Sumum á eflaust eftir að líka
platan vel, öðrum ekki. Ef fólk
hatar hana, þá reyni ég bara
eitthvað annað næst.“
Lily Allen ekki
góð í neinu
LILY ALLEN Söngkonan hefur efasemdir
um eigið ágæti sem lagahöfundur.
Hin brjóstagóða Pamela Ander-
son kallaði söngkonuna Jessicu
Simpson tík og gleðikonu í
útvarpsþætti fyrir skömmu.
Ástæðan að baki ummæla Pamelu
er sú að Jessica sást klæðast bol
með áletruninni „Alvöru stúlkur
borða kjöt“ og Pamela er yfirlýst-
ur dýraverndunarsinni og
grænmetisæta. „Jessica var mjög
sár vegna ummæla Pamelu. Að
segja að hún sé reið er of vægt til
orða tekið,“ sagði náin vinkona
Jessicu um málið.
„Jessica ætlaði að
hefna sín á Pamelu
en fjölskylda
hennar talaði um
fyrir henni og
ráðlagði henni
að gera ekki
stórmál úr
þessu því þá
fengi
Pamela
fjölmiðla-
umfjöll-
unina sem
hún þráir.
Jessica
ætlar því að
halda aftur af
sér þar sem
ferill hennar er
á uppleið en
Pamela
Anderson er á
niðurleið.“
Ætli orðtakið
„sá vægir sem
vitið hefur
meira“ eigi
ekki við hérna.
Ljóskurnar
sýna klærnar
Ein líflegasta hárgreiðslustofa
höfuðborgarinnar, Gel, ætlar að
leggja upp laupana í lok sumars.
Anna Sigríður Pálsdóttir, hár-
greiðslukona og eigandi stofunn-
ar, segir ástæðuna einfaldlega
vera þá að tími sé kominn til að
hætta. „Við sem vinnum hér erum
öll búin að vera í þessum bransa
svo rosalega lengi og viljum nú
snúa okkur að öðru. Við teljum að
það sé betra að hætta á meðan allt
er í blóma og við höfum enn gaman
af því sem við erum að gera.“
Stofan hefur verið starfrækt í
sjö ár og ætla þau á Geli að halda
stærðarinnar kveðjupartí fyrir
viðskiptavini stofunnar þann 13.
september.
„Partíið verður haldið á Organ
og við ætlum að reyna að fá nokkra
af bestu plötusnúðum landsins til
að halda uppi fjörinu. Þetta verður
alvöru kveðjupartí,“ segir Anna
um kveðjuhófið og hvetur um leið
viðskiptavini stofunnar til að nýta
sér þessa síðustu mánuði til að
næla sér í skemmtilega sumar-
klippingu.
Hárgreiðslumaðurinn lands-
þekkti, Jón Atli Helgason segist
ætla að vinna að viðburðarfyrir-
tækinu Jóni Jónssyni ásamt því að
sinna tónlistinni betur. „Við hjá
Jóni Jónssyni stefnum á að víkka
það konsept og taka að okkur öðru-
vísi verkefni en við höfum áður
gert. Þessa dagana erum við að
vinna hörðum höndum að Trent-
emöllertónleikunum sem verða á
Tunglinu þann 18. júlí,“ segir Jón
Atli sem mun augljóslega ekki
sitja auðum höndum eftir lokun
hárgreiðslustofunnar. - sm
Gel hættir í lok sumars
KVEÐJUSTUND Anna Sigga hefur rekið
Gel í sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AFTUR Í TÓNLJSTINA Jón Atli Helgason
ætlar að sinna tónlistinni betur í fram-
tíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Flestir eru sammála um að tími sveitaballanna sé liðinn, og
þar af leiðandi hinna hefðbundnu sveitaballabanda. Tvær
gáfumannasveitir úr 101 ætla að snobba niður á við um
næstu helgi og halda sveitaböll eins og það sé 1993 og landi í
brúsa sé málið. Þetta eru hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og
XXX Rottweiler sem spila á 800 Bar á Selfossi á föstudags-
kvöldið og í Sjallanum á Akureyri kvöldið eftir.
Hljómsveitarmeðlimir segjast hafa orðið fyrir óþægindum
vegna uppátækisins. Erpur Eyvindarson Rottweiler-hundur
segist hafa fengið morðhótanir inn um bréfalúguna skrifaðar
á Re-Max bréfsefni og Georg Kári í Sprengjuhöllinni var að
sögn stunginn í rassinn með heykvísl þar sem hann lá í
sólbaði í síðustu viku. Hljómsveitirnar hvetja fyrrverandi
sveitaballakónga til að láta af ofbeldinu. Ef ekki, mega þeir
vita að eldi verður svarað með eldi og hafa hljómsveitirnar
þegar leitað til Grímseyjarhrottans til að sjá um gæslu á
tónleikunum á Akureyri.
Gáfumenn á sveitaböll
SVEITABALL UM NÆSTU HELGI XXX
Rottweiler spila með Sprengjuhöllinni á
Selfossi og Akureyri um næstu helgi.
Bloggarinn Jens Guð nafn-
greindi meintan kynferðis-
brotamann á bloggi sínu
í gær. Hann tók út færslu
sína að beiðni stjórnenda
Moggabloggsins.
„Árni Matt hringdi og bað mig í
guðanna bænum að fjarlægja
þetta í hvelli. Nei, hann
gaf ekki upp neina
ástæðu en ég
geng út frá því
sem vísu að
þarna sé
verið að
hugsa um
fórnar-
lömbin,
börn
þessa
manns,“
segir
ofur-
bloggar-
inn Jens
Guð.
Í gær-
morgun tók
Jens, sem
er með
vin-
sælli bloggurum á hinu svo-
kallaða Mogga-bloggi, sig
til og nafngreindi mann
þann sem verið hefur í
fréttum ónafngreind-
ur að undanförnu
grunaður um kyn-
ferðislega misnotkun
á börnum sínum.
Komið hefur fram í
fréttum að maðurinn,
sem nú er í gæsluvarð-
haldi, hefur starfað
sem kennari við
Háskólann í Reykja-
víkur. Bloggfærsla
Jens er undir fyrir-
sögninni „Barnanauðg-
arinn“ þannig að Jens
velkist ekki í vafa um
sekt eða sakleysi.
Árni Matthíasson, vefstjóri
Morgunblaðsins, segir sannarlega
annan veruleika blasa við fjöl-
miðlum með tilkomu netsins en
áður var. Og hvetur Blaðamanna-
félagið til að setjast yfir hann og
siðareglur sínar sem hann telur
brandara. „Mat lögmanns Árvak-
urs er að ábyrgðin liggi hjá þeim
sem heldur síðunni úti. Allir sem
skrá sig hjá okkur gera það með
kennitölu þannig að við vitum
hver viðkomandi er,“ segir Árni.
Ef ábyrgðin er bloggarans hlýt-
ur sú spurning að vakna af hverju
Moggamenn eru að skipta sér af
efninu en Árni segir að allir gang-
ist undir ákveðna skilmála þegar
þeir skrá sig og vísar til þess.
„Við höfum gripið inn í ef okkur
finnst menn ganga of langt til
dæmis með því að birta klám-
fengið efni, meiðandi efni eða
kynþáttaníð.“ Svo eru það nafn-
birtingarnar sem eru umdeilan-
legar. Árni segir þá á Mogganum
líta svo á að þar eigi fórnarlambið
alltaf að njóta vafans. „Þarna tog-
ast á réttur fólks til að vita hverj-
ir eru að brjóta af sér til að geta
varist þeim og svo réttur fórnar-
lambsins til að njóta verndar. En
það er rétt, þetta er forvitnilegt
mál ekki bara fyrir Blaðamanna-
félagið heldur almennt.“
jakob@frettabladid.is
Jens Guð skammaður
JENS GUÐ
Árni Matt á
Mogganum
hringdi og
bað hann
í guðanna
bænum
að kippa
færslunni
út í
hvelli.
SÍÐA JENS Víst er að fjölmiðlaveruleikinn hefur gerbreyst með tilkomu Netsins.
> KÆRASTAN ÓSÁTT
Kærastu Harrys, Chelsy Davy,
þykir prinsinn drekka einum
of mikið og hefur nú sett
honum úrslitakosti; annað
hvort minnki hann drykkjuna
eða hún hættir með honum.
Prinsinn hefur verið áberandi
í skemmtanalífi Lundúnaborg-
ar síðustu ár og hefur einn-
ig verið staðinn að neyslu
fíkniefna.
folk@frettabladid.is