Fréttablaðið - 09.07.2008, Page 32

Fréttablaðið - 09.07.2008, Page 32
24 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP- plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja plat- an komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetning- um lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraein- földu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega ein- faldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamál- in. Ég verð líka að hrósa plötuum- slaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hik- laust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skóla- hljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson Allt er þegar þrennt er TÓNLIST Murta St. Calunga Benni Hemm Hemm ★★★★ Þó að Murta St. Calunga sé full lík fyrri plötum Benna Hemm Hemm þá er hún léttari og skemmtilegri heldur en síðasta plata. Góð lög og vel heppnuð smáatriði í útsetningum lyfta henni upp. „Þetta er þriðja árið í röð sem Húnavakan er haldin frá því að hún var endurvakin, en í ár ákváðum við að gera eitthvað extra og halda popplagakeppni í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að Blönduós fékk kaupstaðarréttindi,“ segir Einar Örn Jónsson framkvæmdastjóri Húnavökunnar og meðlimur hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. „Þátttakan var vonum framar og 44 lög bárust í keppnina, en aðeins níu munu keppa til úrslita í Vökulögunum 2008 í íþróttahúsinu á Blönduósi föstudagskvöldið 11. júlí,“ úskýrir Einar Örn sem býst við að bærinn muni fyllast af gestum og brottfluttum á fjölskyldu- og menningarhátíð Húnavöku sem mun standa yfir frá 11.-13. júlí næstkomandi. „Lögin verða frumflutt í heild sinni í þætti Felix Bergssonar á Rás 2 laugardaginn 5. júlí og búið er að gera geisladisk með lögunum níu sem munu keppa til úrslita. Þeir sem eru á leiðinni á Blönduós geta til dæmis kippt honum með sér á N1 á Ártúns- höfða,“ segir Einar Örn að lokum. - ag Níu íslensk popplög á Húnavöku HÚNAVAKAN Á BLÖNDUÓSI Popplagakeppnin Vökulögin 2008 verður haldin í fyrsta sinn á Húnavökunni í ár og alls munu níu lög keppa til úrslita föstudagskvöldið 11. júlí. Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjáns- sonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA- skólanum. „Þetta er svona vinnustofupæling. Ég hendi út efni sem ég er með og athuga hvað virkar og hvað ekki. Það er enginn betri staður til að hamra sýninguna á en í smiðju áhorfenda. Það er svo erfitt að gera svona einn. Þá situr maður bara og hugsar ætli þetta sé fyndið? Ætli einhver elski mig? Sem er svolítið sorglegt,“ segir Snorri Hergill Kristjánsson um uppistand sitt á mánudagskvöldum á Organ, Sýningin verður í þróun í allan júlí, út frá áhorf- endum. „Nú fer ég í það að laga, klippa, líma og breyta. Reyna að muna eftir að segja brandara eins og: I wanted to do my preview in Iceland because I‘m large, quite pale and hairy. What could possibly go wrong?“ Það er ekkert smámál að vera fenginn á Edinborgar hátíðina. „Eddie Izzard fór á tólf Edin- borgarhátíðir í röð. Það hafa allir sem eru eitthvað farið þarna í gegn. Þetta er staðurinn þar sem uppistandarar í Evrópu, jafnvel heiminum, búa sér til nafn,“ segir Snorri. Uppistand hans á Organ er á ensku, eins og hátíðin. Hvernig taka Íslendingar því? „Um fjörutíu prósent af gestum á mánudaginn voru útlendingar. Íslendingar hafa líka mjög gaman af gríni á ensku, þó mér þyki alltaf vænna um að gera grín á ástkæra ylhýra. En fólk tekur almennt vel í þetta.“ Hann segist þurfa að breyta ýmsu í sýningunni fyrir íslenskan markhóp. „Það sem ég þarf að breyta eru tilvitnanir og tilvísanir. Sumt rennur beint ofan í Bretana sem gengur ekkert ofan í Íslendingana. Ég er að reyna að finna hvað það er og losna við það úr sýningunni. Þess vegna er mjög gott fyrir mig að taka þessa sýningu á Íslandi því þá kemst maður meira að kjarna málsins. Öll skítatrixin virka bara ekki neitt.“ Snorri sér um Laughing Horse, Soho klúbbinn í London á þriðjudögum og Laughing Horse, Queen‘s Head, við Piccadilly Circus tvo daga í viku, en hann komst í úrslit Laughing Horse keppninnar í fyrra. Hvernig er að troða upp í London? „Það er bara hart. Menn eru að reyna að smala áhorfendum, fá þá í hús og skemmta þeim.“ En eru Bretar betur að sér um uppistand? „Það er mjög góð spurning. En það er bara þannig að ef þér finnst eitthvað fyndið, þá hlærðu. Það er kannski meiri djassgeggjarafílingur á uppistandsaðdáendum í Bretlandi. Á endanum er húmor alþjóðlegt fyrirbæri,“ segir Snorri. Ein megin ástæða þess að Snorri prufukeyrir sýninguna, sem ber nafnið Dog Day King, á Íslendingum er til að komast burt frá London og þeirri rútínu að skemmta þrisvar í viku. „Svo er alltaf best að vera á Íslandi. Ísland er best í heimi, það er bara þannig.“ Snorri er einnig að gera sig líkamlega tilbúinn fyrir hátíðina. „Ég er að hlaupa og synda með Rocky-kvikmyndatón- listina í eyrunum.“ Happy Mondays standa út júlí og kostar 1500 krónur inn. kolbruns@frettabladid.is Æft fyrir Edinborgarhátíð HAMRAR SÝNINGU MEÐ ÁHORFENDUM Snorri Hergill athugar hvað er fyndið. MYND/GUNNAR FREYR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS MAMMA MÍA kl. 8 - 10:20 L KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 8 L HANCOCK kl. 10:10 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 - 8 L NARNIA 2 kl. 5:40 7 WANTED kl. 8 12 MAMMA MÍA kl. 3:40 - 5:40D - 8D - 10:20D L MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40D- 6 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L HANDCOCK kl. 8 - 10:10 12 WANTED kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 NARNIA 2 kl. 5 7 INDIANA JONES 4 kl. 8 12 THE BANK JOB kl. 10:20 16 MEET DAVE kl. 6 - 8 - 10 L WANTED kl. 8D - 10:20D 16 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D L NARNIA 2 kl. 6 - 9 7 DIGITAL DIGITAL MAMMA MÍA kl. 8 - 10:20 L MEET DAVE kl. 8 7 HANCOCK kl. 10 12 - bara lúxus Sími: 553 2075 MAMMA MIA - DIGITAL kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 L HANCOCK kl. 6:10, 8 og 10 12 KUNG FU PANDA - ÍSl.TAL kl. 4 L WANTED kl. 8 og 10.10 16 NARNIA: PRINCE CASPIAN kl. 5 7 M Y N D O G H L J Ó Ð Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 12 12 MAMMA MIA kl. 6 - 8 - 10 HANCOCK kl. 8 - 10 BIG STAN kl. 6 12 12 MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MEET DAVE kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HANCOCK D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 3.45 - 5.50 THE INCREDIBLE HULK kl. 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 12 14 MAMMA MIA kl. 6 - 8.30 - 11 HANCOCK kl. 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ENSKT TAL kl. 6 - 8 BIG STAN kl. 10 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 7 12 12 16 14 10 MEET DAVE kl. 6.10 - 8.30 - 10.40 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 HAPPENING kl. 10.20 SEX AND THE CITY kl. 10.20 ZOHAN kl. 5.40 - 8 SÍMI 530 1919 FÍNASTA SUMARSKEMMTUN - V.J.V., TOPP5.IS/FBL Þau komu langt utan úr geimnum í fullkomnu dulargervi!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.