Fréttablaðið - 09.07.2008, Síða 35

Fréttablaðið - 09.07.2008, Síða 35
MIÐVIKUDAGUR 9. júlí 2008 27 FÓTBOLTI Gunnar Guðmundsson hjá HK var fyrsti þjálfarinn sem var látin fara í Landsbankadeild karla í sumar þegar meistara- flokksráð og knattspyrnudeild HK ákváðu að láta hann fara í gær en hann hafði stýrt liðinu í tæp fimm ár eða frá 1. október 2003. „Við hörmum það að hafa þurft að taka þessa ákvörðun. Við höfum staðið við bakið á Gunnari í gegn- um súrt og sætt. Gunnar er HK- ingur og hefur unnið gríðarlega gott starf innan félagsins og það er synd að missa slíkan mann frá félaginu. Á meðan þjálfari er þjálf- ari hjá Hk þá erum við ekki í nein- um samningaviðræðum við einn eða neinn. Sú vinna hófst í dag (gær). Framtíðin er ekki niðurlögð og hún blasir ekki við hvað varðar nýjan þjálfara,“ segir Torfi Sverr- isson, formaður knattspyrnudeild- ar HK, „en eitthvað þurfti að ger- ast“. „Það er auðveldara að reyna hrista upp í liðinu með því að taka einn hlut út úr jöfnunni heldur en marga. Hópurinn er í vanda og þetta var það sem meistaraflokks- ráð og knattspyrnudeild töldu að væri rétt að gera í þessari stöðu,“ segir Torfi og bætir við: „Við höfum skrifað niður nöfn á blað en eðli málsins samkvæmt þá eru það hlutir sem við getum ekki rætt vegna þess að það er ekki í hendi og við erum að tala við þessa aðila sem við settum niður á blað. Við ætlum að kanna hvaða menn eru tilkippilegir og hverjir eru lausir eða geta losað sig,“ segir Torfi en á meðan mun Rúnar Páll Sigmundsson stjórna æfingum. „Rúnar Páll er okkar aðstoðar- þjálfari og tekur bara við á meðan unnið er í því að fá nýjan þjálfara. Hann mun leiða liðið þar til nýr þjálfari tekur við,“ segir Torfi en næsti leikur er á móti Breiðabliki á mánudaginn kemur. Fréttablaðið komst að því að það hefur borgað sig undanfarin ár að breyta um þjálfara þegar staðan hefur verið orðið slæm. Frá árinu 2000 hafa átta lið í fallsæti gripið til þess ráðs að skipta um þjálfara og og aðeins tvö þeirra náðu ekki að bjarga sér frá falli. Það var annars vegar hjá ÍBV 2006 og svo hjá Þrótti árið áður. Síðasta lið til þess að bjarga sér frá falli eftir að hafa rekið þjálf- ara var lið KR sem lét Teit Þórðar- son fara 29. júlí í fyrra. Logi Ólafs- son tók við og liðið endaði í 8. sæti, en ólíkt öðrum tímabilum þá féll aðeins eitt lið í fyrra. Sex öðrum þjálfurum hefur tek- ist að kveikja neistann í sínum nýju liðum og náð að bjarga þeim frá falli. Mesta stökkið tóku lið Breiðabliks og ÍA sumarið 2006. Ólafur Kristjánsson tók þá við Blikum 3. júlí eða þremur dögum eftir að tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni höfðu tekið við Skagamönnum. Bæði lið voru í fallsæti og í báðum tilfellum náðu liðin að hækka sig um fjögur sæti þótt þau hefðu verið í fallbarátt- unni allt til enda mótsins. Ólafi Kristjánssyni, núverandi þjálfari Blika, hefur tvisvar tekist að taka við liði í fallsæti og bjarga því frá falli en hann náði því einnig með Framara sumarið 2004. ooj@frettabladid.is ÞJÁLFARABREYTINGAR HJÁ LIÐUM Í FALLSÆTI: KR 29. júlí 2007 Teitur Þórðarson 11 leikir (7 stig, 21%) Logi Ólafsson 7 leikir (9 stig, 43%) Frá 10. sæti upp í 8. sæti ÍBV 2. agúst 2006 Guðlaugur Baldursson 12 (11, 31%) Heimir Hallgrímsson 6 (7 stig, 39%) Héldu sér í 10. sæti Breiðablik 3. júlí 2006 Bjarni Jóhannsson 9 (10 stig, 37%) Ólafur Kristjánsson 9 leikir (13, 48%) Frá 9. sæti upp í 5. sæti ÍA 30. júní 2006 Ólafur Þórðarson 9 leikir (6 stig, 22%) Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir 9 leikir (16 stig, 59%) Frá 10. sæti upp í 6. sæti Þróttur 5. júlí 2005 Ásgeir Elíasson 9 leikir (5 stig, 19%) Atli Eðvaldsson 9 leikir (11 stig, 41%) Héldu sér í 10. sæti Grindavík 15. júlí 2004 Zeljko Sankovic 10 leik. (10 stig, 33%) Guðmundur V. Sigurðss. 8 (10, 42%) Frá 9. sæti upp í 7. sæti Fram 28. júní 2004 Ion Geolgau 8 leikir (5 stig, 21%) Ólafur Kristj. 10 leikir (12 stig, 40%) Frá 10. sæti upp í 8. sæti Fram 5. júní 2003 Kristinn R. Jónsson 4 leikir (2, 17%) Steinar Guðgeirsson 14 (21 stig, 50%) Frá 10. sæti upp í 7. sæti Sex af átta liðum hafa bjargað sér Botnlið HK rak í gær þjálfara sinn Gunnar Guðmundsson. Fréttablaðið skoðaði þjálfarabreytingar hjá lið- um í fallsæti frá árinu 2000 og 75 prósent liðanna hafa náð að bjarga sér frá falli í framhaldinu. ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Gunnar Guðmundsson (til vinstri) vildi halda áfram með HK en meistaraflokksráð og knattspyrnudeild töldu þörf á breytingu eftir slæmt tap á móti Fjölni í fyrrakvöld. Hér er Rúnar Páll Sigmundsson með honum en hann tekur tíma- bundið við HK-liðinu á meðan leitað er að nýjum þjálfara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson, þjálf- ari Skagamanna í Landsbanka- deild karla, stendur á tímamótum og hefur gert það allt síðan 20. maí síðastliðinn þegar ÍA vann 1- 0 sigur á Fram í 3. umferð. Það var 99. sigur Guðjóns sem þjálf- ara í efstu deild karla en jafn- framt sá eini sem liðið hefur unnið í sumar. Guðjón getur orðið annar þjálf- arinn í sögu efstu deildar til þess að stjórna liði til sigur í 100 leikj- um í efstu deild en lið Ásgeirs Elíassonar unnu 120 leiki á árun- um 1980 til 2005. Guðjón stjórnaði liði í fyrsta sinn sumarið 1987 og hefur alls gert fjögur lið að Íslandsmeistur- um frá þeim tíma en hann vantar nú aðeins tíu leiki í að hafa stjórn- að 200 leikjum í efstu deild. Guðjón hefur verið í leikbanni í tveimur af tíu leikjum liðsins í sumar og hvorugur vannst, fyrst gerði liðið 1-1 jafntefli við HK í Kópavogi og svo tapaði liðið fyrir Grindavík á Akranesi í síðasta leik. Næsti leikur er gegn nýlið- um og spútnikliði Fjölnismanna í Grafarvogi en Fjölnir verður þá 20. liðið sem Guðjón mætir sem þjálfari í efstu deild. Guðjón hafði lengst áður þurft að bíða eftir sigurleik númer 32 en það var á árunum 1990 til 1992 þegar lið hans léku sex leiki í röð án þess að vinna. KA tapaði fjór- um síðustu leikjunum undir hans stjórn sumarið 1990 og þegar hann kom upp með Skagamenn sumarið 1992 þá gerði liðið jafn- tefli í tveimur fyrstu leikjunum. - óój Guðjón Þórðarson hefur aldrei þurft að bíða lengur eftir sigri á 21 árs ferli sínum sem þjálfari í efstu deild: Hundraðasti sigurinn lætur bíða eftir sér SLAPPAÐ AF Í SÓLINNI Guðjón Þórðarson var í banni á móti Grindavík og fylgd- ist með leiknum uppi á svölum félagsheimilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON FÓTBOLTI Magnús Þorsteinsson var hetja Keflvíkinga í toppslagnum á móti FH á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma og sá til þess að Keflvíkingar komust upp að hlið Hafnarfjarðarliðsins á toppi Landsbankadeildar karla. Þetta var líka langþráð mark hjá Magnúsi sem hafði ekki skor- að í 29 síðustu deildarleikjum (frá 28. maí 2006) og var búinn að spila í 1.346 mínútur án þess að ná að skora. „Þetta var klárlega langþráð mark. Ég hef verið að færast aftar á völlinn í gegnum tíðina en setti hann síðan í bikarnum um daginn og er vonandi að gera tilkall til þess að fá að vera framar á vellin- um. Það eru margir framherjar í liðinu og margir sem vilja spila frammi,“ sagði Magnús sem kom inn á miðjuna á móti FH . Markið hans Magnúsar var sérlega glæsilegt og kom eftir flotta en óvenjulega bogasend- ingu Hólmars Arnar Rúnars- sonar inn í teig. „Ég held að hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera og var örugglega ekki að reyna þetta, “ segir Magnús í léttum tón en það er nóg af mönnum til að skora í Keflavíkurlið- inu í dag. Magnús mætti blóðugur í sjónvarps- viðtal skömmu eftir leik. „Ég sá ekki blóðið fyrr en í sjónvarpinu en sennilega hefur þetta gerst í fagnaðarlátun- um. Það var mikið tek- ist á þegar við fögnuð- um,“ sagði Magnús og það var vel þess virði að fagna þessu marki vel. „Það er erfitt að mæla mikilvægi þessa marks því þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Þetta er klárlega mikilvægasta markið sem ég hef skorað í meist- araflokki. Þetta gerist örugglega ekki oft á ferlinum og stundum aldrei að maður nái að skora svona sigurmark á síðustu mínútunni í toppslag. Ég ætla að vona að þetta verði eitt af mörkum sumarsins,“ sagði Magnús en fram undan eru fleiri erfiðir leikir. „Við erum að fara í erfitt pró- gram núna og eigum fjóra útileiki í röð með bikarnum og þar reynir á okkur en við ætlum að reyna inn- heimta eins mörg stig úr þessum leikjum og við getum,“ sagði Magnús að lokum. - óój Magnús Þorsteinsson var ekki búinn að skora deildarmark í 1.346 mínútur þegar hann skoraði á móti FH: Klárlega mikilvægasta markið á ferlinum 25 MÁNAÐA BIÐ Á ENDA Magnús Þorsteinsson er búinn að finna skotskóna sína. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, vildi lítið tjá sig um mál Leifs Garðarssonar þjálfara í gær. Aðspurður hvort möguleiki væri á því að Leifur yrði rekinn sagði Hörður: „Það er aldrei hægt að útiloka neitt. Það er möguleiki á því að allir þjálfarar í deildinni verði reknir, ekki satt?“ Samning- ur Leifs er uppsegjanlegur. Hörður viðurkenndi fúslega að staða Fylkis væri ekki góð. „Við þurfum að fara að vinna ein- hverja leiki,“ sagði Hörður og bætti við að menn hefðu mismikla þolinmæði í Árbænum. „Við eigum ekkert að vera þarna í töflunni, við þurfum að taka höndum saman núna,“ sagði Hörður. Hann sagði svo við Vísi: „Sjáum hvað gerist á næstu dögum. Það er leikur fram undan gegn FH um helgina.“ - hþh Farið að hitna undir Leifi: Þolinmæðin er mismikil í Árbæ ERFIÐIR TÍMAR Fylkir hefur tapað fimm leikjum í röð og er staða liðsins orðin erfið við botninn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Grétar Ólafur Hjartar- son samdi við Grindavík í lok júní. Hann er byrjaður að æfa með liðinu en er ekki löglegur með því fyrr en 15. júlí. Það hittist svo á að fyrsti leikur Grindavíkur eftir að félagaskipta- glugginn opnast er á móti KR, félaginu sem Grindavík keypti Grétar af. Sá leikur er 19. júlí en þann leik má Grétar ekki spila. Það staðfesti Guðjón Kristinsson hjá KR við Fréttablaðið. Auk þess mætast Grindavík og KR í bikarkeppninni fimm dögum síðar og sem fyrr má Grétar ekki spila þann leik. Það eru því enn tæpar þrjár vikur í að Grétar spili keppnisleik með Grindvík- ingum á nýjan leik. Það gerir hann að öllu óbreyttu gegn Val 27. júlí. - hþh Grétar Ólafur fær lengra frí: Má ekki spila á móti KR-ingum GRÉTAR Þarf að bíða í átta auka daga til að klæðast Grindavíkurbúningnum á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka mæta Stjörnunni í fyrstu umferð N1-deildar karla í handbolta. Liðin mætast einnig í kvennaflokki en þar eru Stjörnu- stúlkur meistarar. Dregið var í töfluraðir í gær en umferðin fer fram 18. september. Þá mætast einnig HK og Fram, Akureyri og FH og Valsmenn heimsækja Víkinga. Raðað verður í þriðju umferð eftir úrslitum úr fyrstu tveimur umferðunum en gert er ráð fyrir því að úrslitakeppnin hefjist 16. apríl. Í N1-deild kvenna mætast HK og Fram, Fylkir og Valur og Grótta og HK. Fyrsta umferð fer fram 20. september. - hþh Dregið í töfluraðir í handbolta: Haukar mæta Stjörnunni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.