Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 9. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Alfesca -3,0% 2,0% Atorka -4,7% -38,3% Bakkavör -9,5% -54,5% Exista -5,3% -63,9% Glitnir 1,3% -28,9% Eimskipafélagið 0,0% -58,8% Icelandair 0,9% -39,8% Kaupþing -1,7% -14,8% Landsbankinn 1,1% -34,4% Marel -2,3% -13,3% SPRON 1,2% -63,1% Straumur -1,1% -34,8% Teymi -1,5% -66,7% Össur -3,9% -8,8% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. „Þetta er að byrja og ég reikna með því að við förum í þetta á fullu með haustinu,“ segir Guðfinna Harpa Árnadóttir, hjá Búnaðar- sambandi Austurlands. Bænda- samtökin ætla að veita bændum í verulegum fjárhagsvanda ráð- gjöf. Þau segja að rekstrarskilyrði í landbúnaði hafi versnað veru- lega undanfarin misseri. Skrif- stofuþjónusta Vesturlands sér um ráðgjöfina en tengiliðir eru hjá búnaðarsamböndum um allt land. Guðfinna segir að hljóðið sé þungt í sumum, en það sé ekki algilt. Til standi að senda bændum tölvupóst og fréttabréf innan tíðar. - ikh Bændur í vanda fá aðstoð Aðeins þrír hluthafar af um 54 þúsundum í Gift eiga meira en eitt prósent. Þetta staðfestir Kristinn Hallgrímsson, formaður skilanefndar Eignarhaldsfélags- ins Samvinnutrygginga. Þessir þrír hluthafar eru Sam- vinnusjóðurinn, sem mun eiga meira en þriðjung, Samband ís- lenskra samvinnufélaga sem á um eða yfir tíu prósenta hlut, eftir því sem næst verður kom- ist, og Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) sem á um prósent. Allir aðrir hluthafar munu eiga innan við prósent. Hlutabréfið í Gift er fjórir milljarðar króna að nafnvirði Kristinn segist gera ráð fyrir að hlutur deilda Sambandsins, sem skipst hafa til ýmissa fyrir- tækja, verði færður undir kenni- tölu Sambandsins. Samskip er meðal fyrirtækja sem stofnað var upp úr Sambandsdeild. Kaupfélögin verði einnig í hópi stórra hluthafa, en sem fyrr segir ná önnur en KEA ekki prósenti. Kristinn segist ekkert vilja spá um hvenær skilanefndin ljúki störfum. Nú séu sumarfrí hafin. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr Eignarhaldsfé- laginu Samvinnutryggingum. Réttindi til eignar í Gift eiga þeir sem tryggðu hjá Samvinnu- tryggingum, með ýmsum skil- yrðum. Réttindi þeirra sem fall- ið hafa frá eða hætt að tryggja hafa runnið í Samvinnusjóðinn. Hann er sjálfseignarstofnun, en stórnarformaður hans er Finnur Ingólfsson. Helstu eignir Giftar eru hlutir í Icelandair, Exista og Kaupþingi. - ikh Þrír eiga meira en eitt prósent í Gift VÉL ICELANDAIR Á FLUGI Ein helsta eign Giftar er ráðandi hlutur í Icelandair. Stærsti hluthafinn í Gift verður Samvinnu- sjóðurinn en þangað hafa runnið réttindi þeirra sem fallið hafa frá. Sjóðurinn hefur verið kallaður „Sjóður hinna dauðu“. „Það er einfaldlega erfitt að gera sér grein fyrir stöðu hlut- hafanna,“ sagði Petya Koeva, formaður sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, hér á landi á föstudag þegar hún var spurð um stöðu íslensku bankanna. Koeva segir meðal annars að bankageirinn hér á landi standi andspænis verulegum áhættu- þáttum, þrátt fyrir aðgerðir sínar til að takast á við óróa á markaði. Meðal áhættuþátta telur hún vera mikla endurfjár- mögnunarþörf næstu tvö árin og erfiðleika við að afla viðun- andi lausafjár á mörkuðum. Ör stækkun bankanna gæti reynt á áhættustjórnun og innra eft- irlit bankanna. Þá sé fyrir hendi útlána- og markaðsáhætta sem tengist stórum einstökum lán- takendum, einkum eignarhalds- félögum, auk lána til tengdra aðila, gjaldmiðlaáhættu og mik- illi skuldsetningu einkafyrir- tækja. Þá nefnir Koeva einnig að áhættuþættir séu í tengslum við flókið eignarhald banka, meint veruleg lán til tengdra aðila og óvissu um fjárhagslegan styrk hluthafa bankanna. - ikh Veruleg áhætta bankanna PETYA KOEVA Formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir óvissu um fjárhagslegan styrk hluthafa íslensku bankanna. MARKAÐURINN/ARNÞÓR Úrvalsvísitalan hefur fallið um 52 prósent á einu ári. Til samanburðar hefur danska C20 vísital- an fallið um 21 prósent og sú sænska um 36. Fjall- að er um samanburð milli landa í danska blaðinu Börsen. Niðursveiflu íslensku bankanna er þar um kennt þar sem hlutabréf í Kaupþingi, Glitni og Lands- bankanum hafa fallið um 42 prósent, 50 prósent og 44 prósent. Ísland er aftur á móti ekki eyland í lækkun hlutabréfaverðs þessar vikurnar því fjár- málavísitalan S&P 500 Financial og evrópska fjár- málavísitalan DOW Jones EURO Stoxx Banks hafa t.a.m. lækkað umfram úrvalsvísitöluna. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir að eini raunhæfi samanburðurinn sé að not- ast við fjármálavísitölur til þess að bera saman við úrvalsvísitöluna þar sem fjármálafyrirtæki séu í miklum meirihluta af þeim félögum sem mynda vísitöluna. Fjármálavísitölur hafi almennt lækkað mikið og séu í samræmi við úrvalsvísitöluna. - ghh Úrvalsvísitalan ekki verst á Íslandi MARKAÐURINN/VALLI Landsbankinn fer líklega á hausinn og munu þeir Hollendingar sem lagt hafa peninga sína inn Ic- esave-reikning bankans líklega aldrei sjá þá aftur. Þessi orð lét Bert Heemskerk, banka- stjóri Rabobank, eins stærsta banka Hol- lands, falla í umræðuþætti í ríkissjónvarp- inu þar í landi í vikunni. Hann líkti Landsbankanum við tyrkneska banka, sem njóta ekki trausts í Hollandi. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Lands- bankans, sagðist í samtali við Markaðinn í gær ekki skilja hvað Heemskerk gengi til með orðum sínum. Pláss sé fyrir alla á markaðnum. Hann teldi þó að Heemskerk væri að tala um litlu bankana sem hefðu að undanförnu komið sterkir inn á innlánamarkaðinn í Hollandi og ógni ef til vill stöðu Rabobank. Heemskerk hefur verið harðlega gagn- rýndur fyrir orð sín heima fyrir og segja sérfræðingar að hann sé hræddur við þá samkeppni sem framundan sé á markaði. - ss Bankastjóri hollenska bankans Rabobank úthúðar Landsbankanum Fjármálaeftirlitið bíður enn gagna að utan til að geta haldið áfram rannsókn sinni á meintum árásum vogunarsjóða á íslenskt hagkerfi. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í lok mars, að rannsókn á atlögu að hagkerfinu væri hafin. Kanna þyrfti hvort erlendir aðilar hefðu með kerfisbundnum hætti komið af stað neikvæðum og röngum orðrómi um íslenska banka og fjármálalífið hér. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst, er enn beðið gagna að utan, svo rannsóknin megi halda áfram, en þau munu meðal annars vera í höndum systur- stofnana Fjármálaeftirlitsins. Tíðindalaust á austurvígstöðvunum Ingimar Karl Helgason skrifar „Þetta er ekkert gullæði. Þetta er langtímafjár- festing, en ég neita því ekki að það er mikið verk að vinna,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, athafna- maður, um fjárfestingu sína í Geysi Green Energy (GGE). Ólafur Jóhann og Wolfenson & Co., félag sem James Wolfenson, fyrrverandi forstjóri Alþjóða- bankans stofnaði, hafa keypt samtals sjö prósenta hlut í GGE. Ólafur Jóhann á þrjú, Wolfenson fjög- ur. Ólafur Jóhann verður stjórnarformaður félags- ins, en ásamt honum situr Adam Wolfenson í stjórn. „Það skýrist af samkomulagi hluthafa og er ef til vill merki um vilja hinna til að fá okkur um borð,“ segir Ólafur Jóhann. Fram kemur í fréttatilkynningu frá GGE að Ól- afur Jóhann og Wolfenson hafi lagt tvo milljarða króna til félagsins. Eigið fé þess hafi undanfarnar vikur verið aukið um samtals fimm millarða. Þá hafi hlutafé verið aukið um ríflega fjóra milljarða króna. Frekari fjármögnun sé í undirbúningi. „Það er góður efniviður í þessu fyrirtæki,“ segir Ólafur Jóhann. „Þarna er reynt fólk sem hefur unnið við þetta um langt skeið. Svo eru þarna góðar eignir,“ segir Ólafur Jóhann og vísar þar til Jarðbor- ana, Hitaveitu Suðurnesja og fleiri, auk verkefna í Þýskalandi, Kína og í Bandaríkjunum. Ólafur Jóhann ítrekar að kaupin í GGE séu lang- tímafjárfesting. „Við þurfum að gefa okkur nokk- ur ár í að byggja þetta upp eins og við viljum. Verð- mætin verða ekki til á einni nóttu. Við erum með mjög stífar áætlanir sem við fylgjum eftir.“ Ólafur Jóhann segist hafa fjármagnað kaupin á hlutnum með lánsfé og eigin fé. „Þetta er hefðbund- in blanda,“ segir hann og bætir því við að ekki sé auðvelt að afla lánsfjár nú um stundir. „Ég hef ann- ars litlar áhyggjur af því að okkur takist ekki að fjármagna félagið. Við höfum þegar lokið ákveðnum kafla í því. Það sem er mikilvægast er að við náum að bora á réttum stöðum og ná upp megavöttum.“ Ólafur Jóhann segist hafa fylgst með GGE um langt skeið. „Ég hef mikið velt fyrir mér áhrifum orku á umhverfið og ástand orkumála. Íslendingar hafa hér ákveðin tækifæri.“ Atorka er enn stærsti hluthafinn í GGE, á tæp 40 prósent. Litlu minna eiga Glitnir og fleiri. Mann- vit á tæp níu prósent og Ólafur Jóhann og Wolfen- son sjö. Ekkert gullæði í GGE Ólafur Jóhann Ólafsson og Wolfenson & Co, sem fyrrverandi bankastjóri Alþjóðabankans stofnaði, hafa eignast sjö prósenta hlut í Geysi Green Energy. Þeir greiða tvo milljarða króna fyrir hlutinn. MIKIÐ VERK FRAMUNDAN Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, Adam Wolfenson og Ólafur Jóhann Ólafsson. Ólafur Jóhann tók við sem stjórnarformaður GGE að loknum hluthafafundi í gær. Hann og Wolfenson eiga samanlagt sjö prósenta hlut í félaginu. MYND/HILMAR BRAGI BÁRÐARSON BERT HEEMSKERK Bankastjóri Rabobank segir Icesave-reikning Landsbankans ótraustan. Sérfræðingar segja hann hræðast sam- keppni. MARKAÐURINN/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.