Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 9. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G Evrópusambandið kynnti evr- una til sögunnar í enda árs 1995 og gaf sambandið sér þrjú ár til að leggja grunn að henni. Hugmynd um sameig- inlega mynt til að sporna við verðbólgu og draga úr vaxta- mun innan aðildarríkjanna á rætur að rekja aftur til 1979. Árið 1999 var evran inn- leidd sem uppgjörsmynt og íbúar evrulandanna aðlöguðu hagkerfi sitt nýja gjaldmiðlin- um þegar nýslegin myntin var tekin í notkun þremur árum síðar. Peningamálastjórn evru- svæðisins er alfarið í hönd- um evrópska seðlabankans en skipulag um peningaprent- un, pressun og dreifingu er í höndum seðlabanka hvers lands á evrusvæðinu. Fimmtán ESB-ríki eiga nú aðild að myntbandalaginu að ótalinni umsókn Slóvaka. Það eru Austurríki, Belgía, Finn- land, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lúx- emborg, Kýpur, Malta, Portú- gal, Slóvenía, Spánn og Þýska- land. Þrjú ríki af stóru ESB-lönd- unum hafa ekki tekið upp evrur sem gjaldmiðil sinn. Það eru Bretar, Danir og Svíar en báðir þeir síðasttöldu hafa fellt aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. Gjaldmiðill þeirra er hins vegar fasttengdur gengi evrunnar. Þess utan hafa nokkur lönd ýmist evruvæðst eða fasttengt gjaldmiðil sinn. Það eru ýmis smáríki, svo sem Vatíkanið, Mónakó, San Marínó, Andorra, Svartfjallaland og Kosovo auk nokurra ríkja sem teljast til fyrrum nýlenduríkja. Evrusvæðið í hnotskurnS töðugleikinn er mikilvægur ætli menn að gera áætlanir fram í tím- ann. Þar skiptir upptaka evrunn- ar miklu máli. Flestir eru sammála um evruvæðinguna,“ segir Lúbomír Jahnátek, viðskiptaráðherra Slóvakíu. Hann bendir á að fyrri ríkisstjórn hafi sótt um aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins (ESB) og hafi sitjandi ríkisstjórn, samsteypu- stjórn fjögurra flokka, einungis haldið áfram með það sem fyrri ríkisstjórn hafi lagt upp með. Evruvæðingin sé því það sem stjórn og stjórnarandstaða sé sammála um. Framkvæmdastjórn ESB gaf stjórnvöldum í Slóvakíu grænt ljós á evruvæðinguna í síð- asta mánuði. Fjármálaráðherrar aðildarríkj- anna 27 samþykktu aðildina svo endanlega í gær en þá var gengi slóvösku kórúnunnar jafnframt tengt evrunni. Má það eftirleiðis ekki sveiflast nema innan ákveðinna marka samkvæmt gengissamstarfi Evrópu (ERM II). Fari gengið út fyrir viðmiðin, hvort sem er undir eða yfir, verður seðlabanki Slóvakíu að grípa í taumana og höndla með gjaldeyri til að koma genginu aftur inn fyrir markið. Slóvakía er sextánda aðildarríki myntbanda- lagsins ESB. Slóvakía fékk inngöngu í Evrópusamband- ið ásamt tíu öðrum löndum í maí fyrir fjór- um árum. Átta landanna tilheyrðu gömlu austantjaldsríkjunum með einum eða öðrum hætti. Af þeim hefur Slóvenía evruvæðst. Hin eru Kýpur og Malta, sem taka bæði upp evru síðar á þessu ári. Gangi allt eftir verður Slóvakía fjórða landið í blokkinni til að taka upp mynt bandalagsins. Eins og málin snúa stefnir í að Pólverjar, Tékkar og Ungverj- ar evruvæðist í fyrsta lagi árið 2010. Ekki þykir líklegt að Eistar, Lettar og Litháar nái að uppfylla skilyrði myntbandalagsins fyrir evru væðingu fyrr en eftir 2010. BJARTSÝNI UNDAN SOVÉTHATTINUM Slóvakía, þá annar helmingurinn af Tékkó- slóvakíu, lá undir ofríki Sovétríkjanna á ára- bilinu 1948 til ársins 1989. Sléttum fjórum árum eftir að Sovétrikin tóku að liðast í sund- ur skildu leiðir við Tékka. Vinfengi er engu að síður mikið á milli þjóðanna. Allt frá fyrstu dögum sjálfstæðis tóku Slóvakar virkan þátt í alþjóðasamstarfi. Landið fékk aðild að Atlantshafsbandalag- inu (NATO) í marsmánuði 2004 og gekk í ESB eins og fyrr sagði í maí sama ár. Löndin gerð- ust svo aðilar að Schengen-ríkjunum skömmu fyrir síðustu jól. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu síðast liðin tvö ár, og kanslari Austurríkis tóku af því tilefni þátt í að rífa niður landamæra- stöð á milli landanna í tilefni dagsins. Lúbomír Jahnátek segir að stjórnvöld í Sló- vakíu hafi stefnt að því fljótlega eftir aðild að ESB fyrir fjórum árum að ná inn í myntbanda- lagið. „Stjórnvöld gáfu sér þrjú ár. Það er nú að ganga eftir,“ segir viðskiptaráðherra. ÁTAK FYRIR EVRUAÐILD Erlendir fjölmiðlar gera því skóna að Slóvak- ar verði síðasta þjóðin það sem eftir er ára- tugarins til að taka upp evru sem gjaldmiðil. Blásið hafi til verri vegar enda verðbólga víða skotist upp. Jahnátek segir Slóvaka hafa lagt mikið á sig til að eygja von á inngöngu í myntbandalagið, þar á meðal hafi gengi kór- únunnar verið styrkt verulega − um 15 til 18 prósent − fyrir skemmstu til að hífa það nær gengi evru, sem hefur verið á mikilli siglingu frá í vor. Fjöldi ríkisfyrirtækja hefur verið einka- væddur í Slóvakíu síðustu ár, flatur nítján prósenta skattur innleiddur fyrir tveimur árum og erlendir fjárfestar og fyrirtæki lað- aðir til landsins með ýmsum ívilnunum á sama tíma. Evrópskir bílaframleiðendur hafa um nokkurra ára skeið séð hag í því að flytja hluta framleiðslu sinnar til Slóvakíu − ekki síst vegna mikillar þekkingar á iðnaði þar í landi. Síðustu ár hefur verið leitað eftir því að færa iðnaðinn upp á annað stig og laða há- tæknifyrirtæki til Slóvakíu. Marel er eitt slíkra fyrirtækja. Það nam land í Slóvakíu árið 2005 en opnaði nýtt framleiðsluhúsnæði í borginni Nitra fyrir tæpum hálfum mánuði. Promens er með annað framleiðsluhús í bygg- ingu þar í borg. Hagvöxtur hefur að sama skapi vaxið hratt í Slóvakíu frá því það slapp undan hæl Sovét- ríkjanna, var 8,9 prósent á síðasta ári − einn sá mesti innan aðildarríkja Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD). Mjög hefur dreg- ið úr atvinnuleysi. Það mældist um tuttugu prósent fyrir um þremur árum en mælist nú í tæpum tíu prósentum, sem er það mesta innan ESB. Verðbólga var í fyrra einungis 2,8 prósent. Heldur hefur gefið á bátinn í Slóvak- íu líkt og í öðrum löndum − að mestu vegna utanaðkomandi aðstæðna − síðustu mánuði en hún mældist 4,4 prósent í maí. Til saman- burðar mældist verðbólgan 12,7 prósent hér á landi í síðasta mánuði. Verðbólgan er einmitt helsta áhyggjuefni evrópska seðlabankans en verðbólgumarkmið ESB fyrir aðild að myntbandalaginu er 3,2 prósent. Verða stjórnvöld í Slóvakíu að gæta þess að verðbólga aukist ekki frekar. Haft er eftir Martin Bruncko, ráðgjafa stjórnvalda í efnahagsmálum, nýverið að ólík- legt sé að verðbólgan fari yfir sex prósenta markið. MIKILVÆGT AÐ UPPLÝSA FÓLK Lúbomír Jahnátek segir landsmenn hafa stutt aðild stjórnvalda í Slóvakíu að myntbandalag- inu frá upphafi. Síðustu tölur gefi til kynna að svo sé enn því 56 prósent landsmanna hafi verið fylgjandi upptöku evru samkvæmt síð- ustu könnun í byrjun árs. Hann segir skipta miklu að landsmenn hafi verið upplýstir um gang mála frá fyrsta degi. Slíkt eyði óvissu. „Annars gæti fólkið orðið hrætt við breytingarnar, það óttast slíkt,“ segir hann. Sömu sögu er að segja af þingheimi: „Það hefði náttúrlega mátt ætla að upptakan gæfi stjórnarandstöðunni tilefni til mótmæla. En það var, jú, fyrri ríkisstjórn sem setti stefnuna á inngöngu í myntbandalagið. Og hún er nú í stjórnarandstöðu. Það er okkur í hag,“ segir hann og er þess fullviss að Slóvökum takist að ganga að öllum skilyrðum myntbandalagsins fyrir upptöku evrunnar á nýju ári. Lúbomír Jahnátek verður óðamála um evr- umálin enda styttist í endamarkið eftir langa vegferð. Hann leggur á það ríka áherslu að stjórnvöld og þjóðin öll hafi lagt mikið á sig fyrir aðild að myntbandalaginu. Upptakan komi öllum til góða, ekki síst viðskiptalífinu. „Sjáðu til … Mikið af útflutningi okkar fer til evrulandanna. Áður fyrr var erfitt að gera langtímaáætlanir vegna gengisáhættu. Evru- væðingin eyðir henni og það er mikilvægast fyrir alla,“ segir viðskiptaráðherrann. TVEIR VIÐSKIPTARÁÐHERRAR Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra ásamt kollega sínum, Lúbomír Jahnátek, í Slóvakíu á dögunum. MARKAÐURINN/MAREL Evruvæðingin grunnur að stöðugleika Síðustu hindruninni fyrir evruvæðingu Slóvaka var rutt úr vegi í gær. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi stuttlega við viðskiptaráðherra Slóvakíu um skrefin í átt að evrunni sem stefnt er á að taka upp um áramótin. „Sjáðu til … Mikið af útflutningi okkar fer til evrulandanna. Áður fyrr var erfitt að gera langtímaáætlanir vegna gengisáhættu. Evruvæðingin eyðir henni og það er mikilvægast fyrir alla,“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.