Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 Ú T T E K T 1 9 8 8 1 9 8 6 Kirby-ryksugan fett keypti Scott & Fetzer Co. árið 6. Hann staðgreiddi félagið með milljónum Bandaríkjadala. Félagið þá 21 fyrirtæki, þar á meðal ryk- uframleiðandann Kirby og bóka- áfuna World Book. Félagið á einnig yne-dælufélagið, félög í heilbrigðis- anum, einnig félög sem sýsla með ss konar gastæki. 1 9 8 9 80 1990 2000 2010 Berkshire Hathaway, félag Buffetts, á eignir í fjölmörgum félögum. Í sumum þeirra á hann hlutabréf en önnur á hann með húð og hári. Coca Cola, Nike, Wal-Mart, Gillette og Moody‘s eru meðal félaga sem hann á hlut í. Einnig á hann hlut í Johnson & Johnson, Tesco og American Express. Berkshire Hathaway á einnig fjölmörg félög með húð og hári. Hér er listi yfir þau: Acme Brick Company Applied Underwriters Ben Bridge Jeweler Benjamin Moore & Co. Berkshire Hathaway Group Berkshire Hathaway Homestates Companies BoatU.S. Borsheims Fine Jewelry Buffalo NEWS, Buffalo NY Business Wire Central States Indemnity Company Clayton Homes CORT Business Services CTB Inc. Fechheimer Brothers Company FlightSafety Forest River Fruit of the Loom® Garan Incorporated Gateway Underwriters Agency GEICO Auto Insurance General Re Helzberg Diamonds H.H. Brown Shoe Group HomeServices of America, a subsidiary of MidAmerican Energy Holdings Company International Dairy Queen, Inc. Iscar Metalworking Companies Johns Manville Jordan’s Furniture Justin Brands Larson-Juhl Marmon Holdings, Inc. McLane Company Medical Protective MidAmerican Energy Holdings Company MiTek Inc. National Indemnity Company Nebraska Furniture Mart NetJets® The Pampered Chef® Precision Steel Warehouse, Inc. RC Willey Home Furnishings Scott Fetzer Companies See’s Candies Shaw Industries Star Furniture TTI, Inc. United States Liability Insurance Group Wesco Financial Corporation XTRA Corporation Eignir Buffetts Skeggjaðir sem aldrei fyrr Buffett eignaðist nokkurn hlut í Gillette árið 1989, en hafði áður eignast umbreytanleg skuldabréf í félaginu. Gillette er svo til einrátt á rakvélablaðamarkaði á heimsvísu. Til að mynda er markaðshlutdeildin í Evrópu um 70 prósent. Buffett hefur sagt að framtíð félagsins sé björt. „Það er ánægjulegt að sofna að kvöldi og vita af 2,5 milljörðum karlmanna í heiminum sem þurfa að raka sig að morgni.“ Fúlskeggjuðu félagarnir í ZZ top sjá hins vegar ekki ástæðu til þess, jafnvel þótt Gillette hafi boðið þeim fúlgur fjár fyrir að raka sig í auglýsingaskyni. Gillette sameinaðist Proctor&Gamble árið 2005. MYND/AFPNORDICPHOTOS fyrirtæki að baki og meti, með sínum að- ferðum, hversu stöndugt það er og hversu líklegt til að skila arði til lengri tíma litið. Liður í því er að kynna sér hvað liggur að baki arðinum hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Í hverju verðmætin liggi, hverjir stýri því og hverjir aðrir starfi hjá því. Hermt er að Buffett hugsi ekki í mínút- um, klukkustundum, vikum eða mánuðum, heldur í árum. Þessi atriði séu öll mikilvægur þáttur í velgengni hans. VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Í VEFNAÐAR- BRANSA Warren Buffett er enn í fullu fjöri. Tæp- lega áttræður stýrir hann fjárfestingar- félagi sínu Berkshire Hathaway, en hann fæddist ekki til þeirra auðæfa sem hann býr við í dag. Faðir hans var verðbréfa- sali og sat á Bandaríkjaþingi en hann var enginn efnamaður í líkingu við það sem Warren Buffett er nú. Warren Buffett fæddist í Omaha í Bandaríkjunum árið 1930. Hann lauk BS- prófi í viðskiptafræði frá háskólanum í Nebraska árið 1950 og framhaldsgráðu frá Columbia-háskóla ári síðar. Fjárfestingar hóf hann árið 1956. Þá stofnaði hann lítið fjárfestingarfélag og lagði 100 Bandaríkjadali í púkkið og fékk aðra með sér. Í heildina voru 100 þúsund dalir til fjárfestinga sem hann nýtti vel. Tæplega áratug síðar keypti hann sig inn í vefnaðarfyrirtækið Berkshire Hathaway sem hann hefur stýrt síðan. Vefnaðarbransinn skilaði litlu og hann breytti félaginu, án þess þó að hætta að vefa. Tryggingafélög voru meðal fyrstu fjárfestinga hans og má segja að með ein- hverjum rökum séu þau grunnurinn að veldinu. Félagið á nú níu trygginga- og endur- tryggingafélög. Iðgjöldin sem streyma inn til trygginga- félaganna í hverjum mánuði hefur hann nýtt til fjárfestinga, með sinni aðferð. Þá hefur annar auður hans einnig vaxið til frekari fjárfestinga. FORTUNE OG MISFORTUNE 500 Fyrirtæki Buffetts, Berkshire Hathaway, er í ellefta sæti Fortune 500 listans yfir stærstu fyrirtæki heims. Félagið hafði tæplega 120 milljarða dala í tekjur í fyrra og hagnaðurinn nam þrettán milljörðum. Fyrir ofan Berkshire Hathaway á listan- um eru til dæmis Wal-Mart, sem er stærst, olíufélögin Exxon Mobil og Chevron, Gen- eral Motors, General Electric og banka- veldin City group og Bank of America. Bandarísk kvennasamtök halda utan um minna þekktan lista, Misfortune 500. Félög sem ekki þykja hafa staðið sig vel gagn- vart umhverfinu, starfsfólki eða mann- réttindum lenda þar á blaði. Nokkur félög sem Buffett á hlut í lenda þar á lista: Coca Cola, Nike og Wal-Mart Stores. SÆLGÆTI OG SÓDAVATN Nú á hann eignir í fjölmörgum félögum í ýmsum geirum, allt frá sælgæti og sóda- vatni, til kreditkorta og kúrekastígvéla, frá fjölmiðlum til fasteigna. Hann hefur þó ekki snert á hverju sem er. Til dæmis mun hann lítt eiga í hátæknifyrirtækjum og kom hvergi nærri fjárfestingum í net- byltingunni, eða bólunni, upp úr aldamót- um. Hann segir sjálfur að til þess að geta fjárfest af viti, verði fólk að þekkja fjár- festinguna og þekkja hana vel. Þá sé líka best að dreifa kröftunum ekki of mikið. Buffett á og hefur átt sæti í ýmsum stjórnum einstakra fyrirtækja, en ein- beitir sér samt helst að heildinni. Góðum stjórnendum og góðu starfsfólki lætur hann annað eftir. FÉGRÆÐGI FORSTJÓRANNA Þessi ríkasti maður heims mun greiða sér sem nemur 100 þúsund Bandaríkjadölum í árslaun og lifir að sögn ekki í neinum mun- aði. Þó mun hann hafa til afnota einkaþotu Berkshire Hathaway. Honum er í mun að menn hafi rétt við í viðskiptum, greiði skatta sína og gæti sín á óhófi. Síðasta haust skoraði hann á aðra auðmenn að upplýsa hvort þeir greiddu hlutfallslega minni tekjuskatt en aðstoðar- menn þeirra. Gerðu þeir það, myndi hann láta eina milljón Bandaríkjadala renna til góðgerðarmála. Hann hefur gagnrýnt stjórnvöld í Banda- ríkjunum fyrir að fara mildari höndum um milljarðamæringa en venjulegt fólk. Hann skrifar reglulega orðsendingar til hluthafa sinna í Berkshire Hathaway og sagði meðal annars í ársskýrslu árið 2001. „Ég fyllist viðbjóði á því ástandi sem við- gengist hefur undanfarin ár. Á sama tíma og hluthafar hafa tapað milljörðum hafa forstjórar, framkvæmdastjórar og aðrir háttsettir einstaklingar sem fóstruðu þess- ar hörmungar gengið frá borði með fúlgur fjár. [...] Þeir líta á hluthafa sem ginning- arfífl en ekki félaga.“ SVARTSÝNN BUFFETT Buffett fylgist ekki eingöngu með eigin fjárfestingum. Hann fylgist líka mjög vel með efnahagsmálum. Ekki er langt síðan hann skrifaði grein um viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem hefur aldrei verið meiri. Buffett færði rök fyrir því að við- skiptahallinn kæmi Bandaríkjunum í koll einhvern daginn og lagði til úrbætur. Að öðrum kosti gæti farið illa hjá bandarísk- um félögum. Buffett segir enn fremur í sínu nýj- asta bréfi til hluthafa að nú sé veislunni að ljúka. Þetta eigi einkum við um trygg- ingabransann, kjölfestu Berkshire Hatha- way, og að þeir skuli búast við því að mikið dragi úr hagnaðinum á árinu. Sé litið yfir feril Buffetts og árangur, þá þarf tæplega að ætla að hluthafar hans tapi fé. Sama gamla góða formúlan Warren Buffett keypti hlutabréf í Coca-Cola árið 1988 og á nú hátt í níu prósenta hlut í félaginu. Bent hefur verið á að ástæðan fyrir velgengni þess sé einfaldleiki. Fyrirtækið framleiði enn og selji sömu vöru og fyrir ríflega hundrað árum þegar fyrirtækið varð til. Coca-Cola er eitt þekktasta vörumerki heims og drykkurinn er seldur um allar jarðir. Félagið er í 83. sæti yfir stærstu fyrirtæki heims. 2 0 0 0 Það þurfa allir að mála Buffett borgaði milljarð Bandaríkjadala fyrir málningar- framleiðandann Benjamin More & Co., árið 2000. Félagið er fimmta stærsta málningarfyrirtæki Banda- ríkjanna. Buffett mun hafa greitt 25 prósenta yfirverð fyrir félagið og í fljótu bragði virðist það ganga þvert á kenningar hans um að kaupa ódýrt. Verðið á félaginu rauk hins vegar upp við það eitt að út spurðist að Buffett hefði keypt í því. Annars hafði félagið verið með góðan og stöðugan rekstur í marga áratugi og framtíðarhorfurnar góðar. Það mun hafa skipt Buffett mestu máli. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.