Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 16
14% 6,88 1,5Greining Glitnis spáir rúmlega 14 pró-senta ársverðbólgu í þessum mánuði. Jafnframt er gert ráð fyrir að verð-
bólgan verði töluverð fram á haust.
Gengi Exista í gær. Það er talsverð
breyting frá því að bréf félagsins náðu
genginu 40,25 í lok júlí í fyrra.
milljónir lítra af bjór. Carlsberg seldi yfir 1,5 milljónir
lítra af bjór á Evrópumótinu í knattspyrnu í síðasta
mánuði. Er þetta mesta bjórsala hjá brugghúsinu síðan
það varð stuðningsaðili mótsins árið 1988.
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
Auðkennaleysi í viðskiptum
í Kauphöllinni hefur gert litlu
fjárfestunum erfitt um vik enda
erfitt að fylgjast með því hvernig
stóru fjárfestarnir varða veginn
með stórtækum hlutabréfakaup-
um fyrr en í enda dags – jafnvel
ekki fyrr en daginn eftir. Þetta
má sömuleiðis yfirfæra yfir á
sauðféð enda fáu við að líkja um
auðkennaleysið en forystusauði
sem segir í enda dags hvaða
gjöfula engi hann hefur fundið.
Á eftir fylgja svo lömbin – en
degi of seint. Eins og áður segir
verða forystulömb seld í haust
og munu þau efalítið pluma sig
vel í lífsbaráttunni. Hin, eins og
gengur, verða á sama tíma leidd
til slátrunar. Illkvittinn getur
auðveldlega yfirfært sláturtíð-
ina yfir á hlutabréfamarkaðinn.
Litlu lömbin
Íslenskir bændur hafa löng-
um þótt sjá lengra en nef
þeirra nær. Í nýjasta tölublaði
Bændablaðsins eru forystulömb
auglýst til sölu í haust. Séu þau
undan rólegum og gæfum fjár-
stofni. Einfalt mál er að yfirfæra
auglýsinguna yfir á íslenskan
hlutabréfamarkað, sem hefur
einmitt verið með rólegasta móti
upp á síð kastið. Fjárfestar gætu
reyndar séð til glætu í svo sem
einum forystu sauð, fjárfesti
sem leiði hina sauðina af grösug-
um skuldabréfamarkaði og aftur
inn á hlutabréfa-
engið. Aldrei að
vita nema það
gerist einmitt
með haustinu,
eða um svipað
leyti og for-
ystulömbin
fara á kreik
í sveitinni.
Forystufé
Sveinn Andri Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður vakti mikla
athygli með grein í Fréttablaðinu
á dögunum, þar sem hann hvet-
ur til Evrópusambandsaðildar
og upptöku evru. Sveinn Andri
er harður sjálfstæðismaður og í
innsta hring heilbrigðisráðherr-
ans, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.
Í því ljósi var athyglisvert að
heyra herútkall lögmanns-
ins í kvöldfréttum Stöðvar
2 á mánudag, þar sem Sveinn
Andri sagði: „Ég hins vegar
skynja það meðal minna félaga
í Sjálfstæðisflokknum að menn
eru að verða sífellt meira og
meira opnir fyrir þessari leið
– sambandsaðildinni – og ég held
að þessari skoðun vaxi ásmeg-
in.“
Og engu er líkara en liðssöfn-
unin sé þegar hafin, því Sveinn
Andri klykkti út með þessum
orðum: „en að öllum
líkindum má
gefa sér það að
Evrópusinnarnir
innan Sjálfstæðis-
flokksins verði á
næsta landsfundi
nokkuð áber-
andi.“
Liðssöfnun hafin?
Sólvellir 7 • 350 Grundarfirði • 430 8100
Flytjum allt fyrir þig
til og frá Snæfellsnesi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
3
1
8
Eignarhaldsfélagið Stoðir er öflugur kjölfestufjárfestir með skýra
fjárfestingarstefnu sem styður og eflir kjarnafjárfestingar sínar í
Glitni, Baugi Group, Landic Property og TM.
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ STOÐIR
www.stodir.is
GLITNIR
Glitnir er norrænn banki með
höfuðstöðvar á Íslandi og
starfsemi í 10 löndum.Glitnir
veitir víðtæka fjármálaþjónustu
á borð við fyrirtækjalánastarfsemi
og ráðgjöf, markaðsviðskipti,
eignastýringu og viðskipta-
bankaþjónustu á helstu
mörkuðum sínum.
LANDIC PROPERTY
Landic Property er eitt stærsta
fasteignafélag Norðurlanda.
Félagið á um 500 fasteignir í
Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi
og á Íslandi og leigir út um 2,6
milljónir fermetra til yfir 3.400
leigutaka.
TM
TM er eitt stærsta tryggingafélag
á Íslandi og býður alhliða
vátryggingaþjónustu og víðtæka
fjármögnunarþjónustu.
Dótturfélag TM í Noregi er Nemi
Forsikring.
BAUGUR GROUP
Baugur á eignarhluti í fjölmörgum
fyrirtækjum í smásöluverslun í
Bretlandi, Bandaríkjunum og á
Norðurlöndum. Meðal helstu
fjárfestinga Baugs eru Iceland,
House of Fraser, Mosaic Fashions,
Hamley´s, Magasin du Nord, Illum
og Saks.