Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 9. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Í miðju svartnættinu er ágætt að vera minntur á að for- sendur fyrir bjartri framtíð eru í höndum okkar sjálfra eins og skýrsla Alþjóðagjal deyrissjóðsins bendir okkur á. Framtíðin er björt ef ráða- menn meðtaka og vinna út frá skynsamlegum og viðurkennd- um leiðum í hagstjórn. Það verð- ur reyndar að segjast eins og er að ríkisstjórn síðasta áratugar eða svo hefur ekki staðið sig sem skyldi og enn vantar mikið upp á að skilningur á grundvallaratrið- um hagstjórnar hafi náð fótfestu á löggjafarsamkundunni eða hjá framkvæmdavaldinu. Þau vandamál sem nú eru uppi voru í stórum dráttum ljós undir lok síðasta árs eða jafnvel fyrr. Ríkisstjórnin á því fáar afsak- anir tiltækar þegar hún er gagn- rýnd fyrir ómarkvissa nálgun við aðsteðjandi vanda. ALL-BRAN EÐA SÆTINDI? Íslenskt efnahagslíf er eins og akfeitur krakki ósamstíga for- eldra. Annað foreldrið gefur honum All-Bran með undan- rennu í hvert mál. Hitt foreldrið dælir í hann kökum, fitu og sæt- indum. Svo furða menn sig á því að holdafar, húðlitur og hægð- ir séu ekki eins og best verður á kosið. Hinn bitri sannleikur er sá að haldi krakkinn áfram á þessu fæði mun hann verða fyrir varanlegu heilsutjóni. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að mikilvægustu líffærin eru enn óskemmd af vanræksl- unni og því séu yfirgnæfandi líkur á að fullri heilsu verði náð. Þar fyrir utan er krakkinn með góðan stofn og ætti að geta orðið fitt og frískur um ókomin ár. Til þess þarf þó hugarfarsbreyt- ingu og staðfestu í framhald- inu. Nú dugir ekki lengur að halda því fram að rjómabollan Íbúðalánasjóður sé hollustuvara, né heldur að vítamínríka græn- metið evra sé óholl, bara af því ströngu mömmu finnst bragð- ið vont. Atferlismeðferðin verð- ur að hefjast á því að stranga mamma og undanlátssami pabbi horfast í augu við raunverleik- ann og mætist á miðri leið í al- mennu góðu og hollu fæði sem ásamt hófsamri hreyfingu mun snúa heilsu krakkans við. SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ TAKA Á MÁLUM Sennilega eru síðustu forvöð að renna upp og lífsnauðsynlegt að taka á málum. Líklega verð- ur að snúa við með hægð, því fráhvarfseinkennin geta valdið skemmdum á mikilvægum líf- færum. Bakki og Helguvík verða sennilega að vera í kúrnum til að sjokkið verði ekki of mikið, jafn- vel þótt hollusta meiri álneyslu sem partur af daglegri langtíma- neyslu verði stórlega dregin í efa. Hitt nauðsynlega meðalið heit- ir evra og er líklega það fæðu- bótarefni sem getur læknað off- itusjúklinginn og byggt undir varanlega heilsu. Sá böggull fylgir skammrifi að evran virk- ar ekki nema að aukaefnið ESB sé notað með. ESB fylgja vægar aukaverkanir sem eru minni- háttar ef horft er til bráðavand- ans krónu sem er sífellt að koma í ljós að veldur leti og bjúg. Lina mamma hefur nefnt að dollari kunni líka að vera lausn, en allir sem einhverja þekkingu hafa á næringarfræði vita að sá kúr myndi sennilega kosta ævilanga vist í stólpípum í Póllandi. HÆTT AÐ KÓA MEÐ RUGLINU Foreldrarnir hengja sig enn í það að evran sé ekki skyndilausn sem er alveg rétt hjá þeim. Það breytir því ekki að hún er vænt- anlega nauðsynleg í hollum kosti til langframa. Eina skyndilausn- in sem virkar er að láta af núver- andi rugli og horfast í augu við veruleikann. Foreldrarnir verða að fara að koma sér saman um upp- eldið og mætast á miðri leið. Ekki dugir að hanga í kredd- um og trúar brögðum sem stríða gegn almennri skynsemi. Hér þarf nauðsynlega að éta ofan í sig gamlan misskilning og byrja upp á nýtt. Nánasta fjölskylda er meira og minna hætt að kóa með ruglinu, og það sem meira er, hún er tilbúin til að gleyma fljótt allri vitleys- unni, bara ef þau snúa frá villu síns vegar. Slaki pabbi er hins vega skíthræddur við ströngu mömmu og þótt öll hans fjölskylda sé meira og minna að þrýsta á um að hann verði að takast á við ströngu mömmu eða skilja við hana ella, þá bara þorir hann ekki. Hann er líka hræddur við tengdafjölskylduna sem er fámenn, en býsna illskeytt. Þar er Bíbí frænka sýnu illskeytt- ust. VERÐUR BARNAVERNDARNEFND KÖLLUÐ TIL? Allt um það. Það eru allir boðnir og búnir að styðja slaka pabba ef hann vill taka á lífi sínu. Hins vegar verður að segjast alveg eins og er að þeim fer sífellt fjölgandi sem sjá enga leið út úr ógöngunum aðra en þá að kalla til barnaverndar- nefnd og koma síðan akfeitu og næringarskertu barninu í fóst- ur. Ef heldur fram sem horfir, þá verður það náttúrlega eina ábyrga afstaðan. Hversu ágæt- lega sem við kunnum við for- eldrana, þá er það nú heill, ham- ingja og heilsa barnsins sem við berum fyrst og fremst ábyrgð á. H A F L I Ð I H E L G A S O N B L A Ð A M A Ð U R O G R Á Ð G J A F IPabbi, mamma og akfeitt barn Slaki pabbi er hins vega skíthræddur við ströngu mömmu og þótt öll hans fjöl- skylda sé meira og minna að þrýsta á um að hann verði að takast á við ströng- um mömmu eða skilja við hana ella, þá bara þorir hann ekki. Hann er líka hræddur við tengdafjölskylduna sem er fámenn, en býsna illskeytt. Þar er Bíbí frænka sýnu illskeyttust. G ogoyoko mun kæta tónlistarmenn og hrista upp í þeim sem völdin hafa í tónlistar- sölu á netinu. Þetta er einlæg trú forsvarsmanna þess- arar nýju tónlistarsíðu sem hefur starfsemi í upphafi næsta árs. Þar munu tónlistarmenn geta kynnt og selt verk sín án þess að deila tekjunum með öðrum. Nema þá með þeim sem þeir vilja leggja lið. Níutíu prósent af hverri sölu munu nefnilega renna til lista- mannanna en tíu prósent til góð- gerðamála. Til samanburðar fá þeir sem selja tónlist á iTunes um fimmtíu prósent í sinn vasa. Helstu samkeppnisaðilar Gog- oyoko verða einmitt slíkir tón- listarsmásalar, ásamt samskipta- síðum á borð við Facebook og MySpace. Ýmislegt verður nefni- lega í boði fyrir „venjulega“ not- endur líka. Þá verður Gogoyoko ekki síður fyrir stærri nöfn og útgáfur. „Við eigum þegar í viðræðum við nokkur útgáfufélög. Okkur hefur verið vel tekið, enda er tekjuskiptingin sem við bjóðum sú besta sem völ er á. Þegar við opnum vefinn verður það í samvinnu við nokkur stór nöfn,“ segir Kári Sturluson, markaðs- stjóri Gogoyoko. En þau má ekki nefna, enn sem komið er. EITT PRÓSENT AF MYSPACE Upphafið að stofnun Gogoy- oko má rekja til tónlistargrúsks þeirra Hauks Davíðs Magnús- sonar og Péturs Jóhanns Ein- arssonar. Hvor með sinni hljóm- sveitinni hafa þeir gefið út og selt tónlist á netinu, Pétur með Porno Pop og Haukur með Funk Harmony Park. Súrt þótti þeim í broti hversu skarðan hlut lista- menn bera úr slíkum viðskiptum. Þeir veltu því fyrir sér drauma- fyrirkomulaginu fyrir lítil bönd eins og þeirra og komu þá niður á hugmyndina að Gogoyoko. En hvernig má það vera að tónlistarmenn fái bestu tekjurn- ar hjá Gogoyoko og leggi í leið- inni ríkulega af mörkum í þágu góðgerðamála? Hafa þeir félag- ar kannski í hyggju að gefa sína vinnu? „Við höfum fundið hinn gullna sannleika,“ segir Kári og þeir Haukur glotta út í annað. „Nei nei, kannski ekki alveg. Tekjur okkar koma að mestu í gegnum auglýsingasölu. Við treystum á spár um gríðarlega aukningu á sölu þeirra á netinu. Gangi þær eftir verðum við fljótt farin að skila hagn- aði. Það er einfald- lega feiki nóg pláss á þessum markaði. Þeir sem stjórna sölu tónlistar á internet- inu í dag hafa engan sérstakan hag af því að breyta sinni tekju- skiptingu. Þeir hafa það fínt eins og er. Stærri útgáfur og lista- menn hafa sætt sig við þeirra fyrirkomulag hingað til. Það er hins vegar að breytast og margir sem vilja meira fyrir sinn snúð. Við höfðum til þeirra.“ Samkvæmt áætlunum verður Gogoyoko farin að skila hagnaði strax í lok næsta árs. Stefnt er að því að síðan hafi náð einu pró- senti af árangri MySpace innan fimm ára. Það þýðir ellefu millj- óna dollara hagnað fyrir árið 2012, tæpar níu hundruð milljón- ir íslenskra króna. „Þetta verð- ur einungis lítill hlut af mark- aðnum. En afkimar í þessum bransa eru risastórir og bjóða mikla möguleika. Við ætlum að ná okkur í einn svoleiðis,“ segir Kári. Til að komast í gegnum fyrsta rekstrarárið þarf Gogoyoko 2,1 milljón dollara, sem á núverandi gengi er um 166 milljónir króna. Um fjórðungur þeirrar upphæð- ar er kominn í hús og nú stend- ur leit yfir að fleiri fjárfestum. Hún fer að mestu leyti fram í út- löndum. „Við höfum verið í viðræðum við fjárfesta í Danmörku, Þýska- landi og Indlandi. Það er ekk- ert sem hægt er að ljóstra upp um enn þá en við vonumst eftir að hafa lokið fjármögnun í lok sumars,“ segir Haukur. En eru þetta ekki erfiðir tímar til pen- ingaleitar? „Jú, sérstaklega hérna heima. En við höfum ekki lagt sérstaka áherslu á íslenska fjárfesta. Við erum fyrst og fremst að leita að fjárfestum með reynslu af þess- um bransa. Þeir eru fáir hér heima.“ UNAÐSLEGT VIÐMÓT Vel mætti ímynda sér að ein- hvers staðar í heiminum, og jafn- vel víða, sé unnið að því að koma svipaðri hugmynd í framkvæmd. Eru þeir ekki smeykir um að ein- hver verði á undan þeim með sína útgáfu af Gogoyoko? „Það er ekki nema von þú spyrjir,“ segir Kári. „Síður í svip- uðum dúr fæðast í hverri viku og eflaust margir sem hugsa með sér ‚Æ! Enn ein samskiptasíðan!‘ Við teljum hins vegar að tekju- skiptingin, góðgerðavinkillinn og framsetningin skapi okkar sér- stöðu. Svo ekki sé talað um þau spil sem við höfum falin uppi í erminni þar til af opnun síðunn- ar verður.“ Eitt af þessum spilum er að töluvert meira verður lagt í við- mót síðunnar en gengur og gerist. „Já, við ætlum að reyna að vera aðeins meira töff en hinir,“ segir Kári. Og Haukur tekur undir það. „Fókusinn verður á tónlist. En útlit síðunnar, og möguleikarn- ir sem hún býður upp á, verð- ur mjög ferskt. Gerir hana per- sónulega á mjög einfaldan hátt. Ég fullyrði að það verður al- gjör unun að leika sér með þessa síðu.“ VEITIR ENN INNBLÁSTUR „Nafnið Gogoyoko hefur marga vinkla. Í fyrsta lagi er mjög hressandi að skrifa það á lyklaborð, með sínum fjóru o-um. Það hefur vísun í gógó- gelluna og hvatningarorðin GOGO - að framkvæma sjálfur í staðinn fyrir að sitja úti í horni og væla. Svo er frægasta grúppía sögunnar inni í þessu. Það er nátt- úrulega mjög músíkalskt. Yoko er táknmynd skemmtilegra hluta, eins og friðar og góðgerð- arstarfsemi, sem við ætlum líka að vera.“ Haukur Davíð Magnússon, annar tveggja hugmyndasmiða Gogoyoko. HAUKUR OG KÁRI GOGOYOKO-MENN Þó nokkur fjöldi fólks vinnur nú þegar að uppbyggingu Gogoyoko. Kári Sturluson, sem hefur starfað sem umboðsmaður fjölmargra tónlistarmanna undanfarin ár, hefur lagt flest önnur verkefni á hilluna. Auk hans og hugmynda- smiða Gogoyoko, Hauks Davíðs Magnússonar og Péturs Jóhanns Einarssonar, vinna tveir Íslendingar að síðunni hér heima. Þar að auki er tíu manna forritunarhópur á Indlandi, fjórir Þjóðverjar í viðmótshönnun, að ógleymdu íslenska fyrirtækinu Gogogigg – og samhljómur nafnanna var tilviljun – sem sér um hönnun spilarans á síðunni. Þá má geta þess að Reynir Harðarson, einn af stofnendum CCP, er einn af hluthöfum Gogoyogo og situr í stjórn fyrirtækisins. MARKAÐURINN / ANTON Vilja bylta bransanum Völdin í tónlistarheiminum færast aftur til tónlistarmanna og milliliðum fækkar. Á þetta veðja forsvarsmenn tónlistar- og samfélagssíðunnar Gogoyoko sem fæðist í janúar. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti þá Kára Sturluson og Hauk Davíð Magnússon sem lofa tónlistarunnendum og nýjungagjörnum netverjum hreinum unaði skilningarvitanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.