Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 9. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Guðný Helga Herbertsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold ar- prent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l gudny@markadurinn l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Úrvalsvísitalan er hlutabréfavísitala. Á fagmáli nefnist hún ICEX-15 eða úrvalsvísitala aðallista. Talan 15 stendur fyrir þau 15 fyrirtæki sem mynda vísitöluna. Valin eru 20 fyrirtæki af aðallistanum sem mest viðskipti hafa verið með síðastliðna 12 mánuði og af þeim eru síðan 15 fyrirtæki valin útfrá markaðsvirði. Ákveðin skilyrði eru fyrir því að vera inni í vísitölunni, s.s. að verðmyndun sé góð og að upplýsingagjöf fyrirtækjanna sé góð. Við útreikning á úrvalsvísitölunni er notað vegið meðaltal sem þýðir að fyrirtækin hafa mismikið vægi sem fer eftir stærð þeirra. Vísitalan hækkar síðan og lækkar eftir þróun verðs á hlutum þess- ara fyrirtækja. Samsetning vísitölunnar er endur- skoðað á 6 mánaða fresti; 1. janúar og 1. júlí. Flestar kauphallir heims eru með úrvalsvísitölu sem er kennd við markaðina sjálfa, t.d. NASDAQ og NYSE. Ein frægasta hlutabréfavísitala í heimi er Dow Jones-vísitalan. Þótt fréttir af vísitölunni séu tíðar er hún sáralítið notuð þar sem hún þykir ekki endurspegla nægilega vel fyrirtæki á banda- rískum hlutabréfamarkaði þar sem ekki er notað vegið meðaltal við útreikning hennar. Úrvalsvísitala Nýsjálendingar gerðu einhverja róttækastu frjálshyggjutilraun sem sögur frá greina og hófst hún fyrir u.þ.b. tuttugu árum. Ríkisfyrirtæki voru einkavædd í stórum stíl og velferðarkerfið hvarf að mestu. Svo fékk seðla- bankinn algert sjálfstæði, hann er ekki lengur háður stjórnmála- mönnum. Í ofanálag voru samn- ingar á vinnumarkaði gerðar því sem næst að einkamáli atvinnu- rekenda og starfsmanna án milli- göngu verkalýðsfélaga. En hinn virti hagfræðingur John Kay sagði að samt hefðu lífskjör manna þar syðra versn- að til muna. Árið 1965 voru lífs- kjör Nýsjálendinga fjórðungi betri en í meðallöndum Vesturs- ins, árið 2000 voru meðaltekjurn- ar bara 62% af tekjum þróaðra ríkja. Þess utan jókst framleiðn- in minna þar en í öðrum þróuð- um ríkjum. Til að gera illt verra veittu einkavædd rafmagnsfyrir- tæki lélega þjónustu. Til dæmis var miðborg Aucklands án raf- magns í fimm vikur og það í eina landi veraldar þar sem ríkið skiptir sér ekkert af rafveitumál- um. Ekki bætti úr skák að í fyrsta sinn í sögunni var umtalsvert at- vinnuleysi í landinu. NÝ STÉTT ÖREIGA Kay sagði að ekki væri hægt að afsaka ástandið með því að segja það tímabundið eða stafi af ytri orsökum. Frjálshyggjutilraunin hafi staðið nógu lengi til að hægt sé að dæma hana, ekki verði séð annað en að þessi tilraun hafi leitt til ófarnaðar. Kay er ekki einn um að gagn- rýna frjálshyggjutilraunina ný- sjálensku. Hinn víðkunni stjórn- spekingur John Gray segir að tekjumunurinn hafi aukist feiki- mikið á blómaskeiði frjálshyggj- unnar. Afleiðingin hafi verið sú að skapast hefði ný stétt nýsjá- lenskra öreiga en slíkt og því- líkt hafi ekki þekkst áður þar syðra. Gray bætir við að frjálst flæði auðmagns gefi fjármagns- eigendum neitunarvald í málefn- um Nýsjálendinga. Slíkt hið sama gæti gerst á Íslandi ef landið yrði opnað fyrir þeirri auðmagnsinn- rás sem Ágúst Ólaf Ágústsson dreymir um. Við má bæta að verði verkalýðshreyfingin múl- bundin eins og frjálshyggjumenn vilja er hætta á því að til verði ör- eigastétt á Íslandi eins og varð á Nýja-Sjálandi eftir að verkalýðs- félögin þar misstu öll völd. Nefna má að nýsjálensk stjórn- völd hafa játað villur síns vegar. Þau eru önnum kafin við efla ríkisvaldið á ný, t.d. hafa þau endurþjóðnýtt vinnuslysatrygg- ingar. Andfætlingar hefðu betur mátt tryggja sig gegn vinnuslysi frjálshyggjunnar en það er nokk- uð seint í rassinn gripið nú. ÍSLAND, HIÐ NÝJA NÝJA- SJÁLAND? Íslendingar hafa enn sem komið er ekki gengið jafn langt í frjáls- hyggjuátt og Nýsjálendingar. En varla líður svo vika án þess að einhver álitshafi mæli innfjálg- ur með einkavæðingu á hinu og þessu. Ýmsir vilja ólmir láta einkavæða alla þætti orkuveitna, án þess að taka tillit til biturrar reynslu Nýsjálendinga og Banda- ríkjamanna. Nefna má að hinn frægi hagfræðingur Paul Krug- man hefur gagnrýnt einkavæð- ingu rafveitna vestanhafs harka- lega. Krugman segir að þegar op- inber forsjá á þessu sviði hvarf hafi afleiðingin orðið rafmagnað öngþveiti. Enginn hafði hag af að endurbæta rafkerfið og 50 millj- ónir manna „uppskáru“ svo sem frjálshyggjumenn sáðu. Upp- skeran var mesta rafmagnsleysi sögunnar, mesta formyrkvun allra tíma, enda er frjálshyggjan formyrkvun skynseminnar. Hag- fræðingurinn Robert Kuttner segir skýringuna vera þá að nátt- úruleg einokun sé á rafmagni og því sé samkeppni milli rafveitna illmöguleg. Enda varð Enron sér úti um einokun á rafmagni í Kali- forníu með skuggalegum afleið- ingum fyrir neytendurna. Napóleon hrökk upp af á eyj- unni Sankti Helenu. Skyldi frjáls- hyggjan enda ævi sína á öðru útskeri í Atlantshafi, útskerinu Í$landi? Waterloo: Ósigur frjálshyggj- unnar á Nýja-Sjálandi Napóleon hrökk upp af á eyjunni Sankti Helenu. Skyldi frjálshyggjan enda ævi sína á öðru útskeri í Atlantshafi, útskerinu Í$landi? O R Ð Í B E L G Stefán Snævarr prófessor í heimspekiNú þegar tæpt ár er síðan skall á með efnahagslegu fárviðri víða um heim með eiginfjárbruna sem jafnast aðeins á við það sem gerðist í lok þriðja áratugar síðustu aldar í kreppunni miklu, er ekki undarlegt þótt íbúar eyjunnar fallegu í norðri láti áhyggjur af peningamálum og atvinnuhorfum lönd og leið og gleðjist þess í stað yfir vörmum geisl- um sólarinnar, klæði sig í skjólminni spjarir en vanalega – njóti lífsins og slaki ofurlítið á. Hér á þessum vettvangi hefur um nokkurt skeið verið varað við því ástandi sem líklegt er að skapist á haustmánuðum. Viðbúið er að fjöl- mörg fyrirtæki þrjóti örendi í því ógnarástandi sem nú varir með okur- vöxtum, verðbólgu í hæstu hæðum og aðgengi að fjármagni og fyrir- greiðslu í algjöru lágmarki. Einhverjir hafa sagt þetta bölsýni, jafnvel áróður. Þeir hinir sömu, verða eflaust látnir færa rök fyrir þeim ásök- unum sínum í september eða október, þegar þúsundir vinnufærra karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og horfa fram á mikla erfiðleika við að standa straum af síhækkandi afborgunum af skuldbindingum sínum, að ekki sé talað um kostnaðinn við að sjá sér og sínum farborða, sem virðist aukast nánast dag frá degi. Hér skal því líka spáð að staðan í íslenskum stjórnmálum taki mið af þessari þróun á næstu mánuðum. Með réttu eða röngu er ríkjandi vald- höfum kennt um slæmt ástand, því hefur Gordon Brown, forsætisráð- herra Breta, aldeilis fengið að kynnast síðustu vikurnar. Það er sárt að sitja í ríkisstjórn og þurfa að taka mikið af erfiðum ákvörðunum, sem eru jafnvel í algjörri mótsögn við vilja baklands stjórnmálamanna. Þetta munu stjórnarflokkarnir þó reyna í fjárlagagerðinni næstu vikur og mánuði, þar sem skera þarf útgjöldin niður um- talsvert í ljósi stórminnkandi tekna ríkis- sjóðs. Alvöru niðurskurður hefur nánast ekki þekkst í fjárlagagerðinni síðustu ár; síðast þurfti í alvöru að grípa til hans í fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar, 1991- 1995. Þær aðgerðir bitnuðu þá pólitískt hart á gamla Alþýðuflokknum. En hvað gerist nákvæmlega á næst- unni, ef enginn raunverulegur bati verð- ur næstu daga? Jú, það verður gripið til hagræðingaraðgerða af öllum stærðum og gerðum. Fyrirtækin reyna að verja það litla sem er þó eftir af þeirra eigin fé og skera niður kostnað, mest með uppsögn- um á fólki, en einnig aðkeyptri þjónustu, vörum og auglýsingum, svo dæmi tekið. Allur kostnaður við ferðir, risna hefur þegar verið nánast slegin af, sem og ný- framkvæmdir. Endurbótum hefur víða verið slegið á frest. Hvað þýðir þetta? Jú, afleiddum störfum fækkar líka, því auð- vitað hafa þúsundir einnig haft atvinnu af þessari þjónustu, t.d. við fjármálafyrir- tækin. Kaupþing mun þannig vera stærsti einstaki viðskiptavinur flugfélaganna og einnig fjölmargra hótela, þar sem kaup- sýslumenn í viðskiptaerindum frá útlönd- um kaupa dýra þjónustu. Enn er er ótalinn vandi aðila í bygging- ariðnaði sem sitja uppi með óseldar eign- ir, en áfram tikkar himinhár fjármagns- kostnaðurinn. Margir þessara aðila munu ekki þola við miklu lengur. Fyrirtæki í sjávarútvegi glíma við skertar aflaheimildir og himinháan fjármagns- og eldsneytiskostnað, enda þótt afurðaverð hafi hækkað á heimsmarkaði og styrkst enn með gengissveiflum krónunnar. Við sjáum kreppueinkennin í Kauphöllinni. Skráðum félögum hefur fækkað og virði einstakra félaga hefur hrunið. Margir stóreignamenn horfa á eftir aleigu sinni; sumir jafnvel ættarsilfri síðustu áratuga. Það hafa margir átt þung spor í bankann síðustu daga. Íslensku rekstrarfé- lögin, t.d. Bakkavör, Teymi og Eimskipafélagið, hafa farið sérstaklega illa út úr niðursveiflunni, þar sem eiginfjárhlutfallið fælir frá. Þegar veltan var aðalmálið og lánsfé nægt, höfðu menn minni áhyggjur af hlutfalli eiginfjár. Í lánsfjárkrísunni verða slík vandamál nánast himin- hrópandi. Við skulum ekki láta okkur bregða þótt mörg fleiri félög horfi til afskráningar úr Kauphöllinni af þessum sökum; leiti fremur vars og bíði af sér storminn. Önnur félög horfa ekki aðeins til afskráningar, heldur eru þau til- búin að ganga skrefinu lengra. Baugur Group hefur þegar selt eignir sínar hér á landi og hyggst flytja aðalstöðvar sínar af landi brott. Munu aðrir fylgja þeirra fordæmi? Hvað gera íslensku bankarnir, ef stjórn- endur þeirra meta það svo að hagsmunum hluthafanna sé betur borg- ið með því að flytja starfsemina annað? Hvaða áhrif hefðu slík tíðindi á íslenskt efnahagslíf? Þegar Veðurstofan gefur út stormviðvaranir sínar fylgir oft með al- menn hvatning til landsmanna um að gæta að lausamunum, festa þá niður og leita skjóls. Það á einnig við í efnahagsmálunum nú. Eini mun- urinn er sá − og það er hughreystandi − að við ráðum engu um veðr- ið sem okkur er boðið upp á. Þegar kemur að þjóðarhag getum við haft talsverð áhrif, jafnvel úrslitaáhrif. En verður það gert? Þótt sólin skíni glatt á léttklædda landsmenn er rétt að gefa út viðvörun því válynd veður eru í vændum. Stormviðvörun Björn Ingi Hrafnsson Þegar Veðurstofan gefur út stormvið- varanir sínar fylgir oft með almenn hvatning til lands- manna um að gæta að lausamunum, festa þá niður og leita skjóls. Það á einnig við í efna- hagsmálunum nú. Eini munurinn er sá - og það er hug- hreistandi - að við ráðum engu um veðrið sem okkur er boðið upp á. Þegar kemur að þjóðarhag getum við haft talsverð áhrif, jafnvel úrslitaáhrif.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.