Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 10
10 16. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR KANADA, AP Á myndbandi, sem lög- menn kanadísks fanga Banda- ríkjahers á Kúbu hafa birt, má sjá kanadíska leyniþjónustumenn þjarma að Omar Khadr, kanadísk- um ríkisborgara sem var aðeins 15 ára þegar hann var handtekinn í Afganistan fyrir sex árum. Þetta er í fyrsta sinn sem mynd- bönd frá yfirheyrslum í fangabúð- unum við Guantanamo á Kúbu sjást opinberlega. Á myndböndun- um sést örvæntingarfullur sextán ára drengur sem biður um læknis- hjálp og vill komast aftur heim til Kanada. „Hjálpið mér,“ segir hann hvað eftir annað og ruggar sér fram og til baka með hendur um höfuð og svo er að heyra sem hann segi einnig „drepið mig“. Við yfirheyrslurnar í Guant- anamo hafði hann meðal annars verið fluttur milli klefa á þriggja klukkustunda fresti til að tryggja að hann sofnaði ekki. Þessi með- ferð átti að gera hann veikari fyrir í yfirheyrslum. Á myndbandinu má sjá Khadr spurðan í þaula út í fjölskyldu sína, sem lengi hafði verið grunuð um að aðhyllast harðskeytta íslamska pólitík. Einnig er hann spurður út í aðdraganda handtökunnar. Khadr sagðist hafa dvalist hjá „vondu fólki“ sem drap Bandaríkjamenn. Hann segir föður sinn hafa skil- ið sig eftir í húsi, en hafa ætlað að ná í sig seinna. Fyrst sagði Khadr að fólkið í húsinu hafi verið Afgan- ir, en bætti síðar við að meðal þeirra hafi einnig verið útlenskir arabar sem sögðu bæði honum og Afgönunum að berjast fram í rauð- an dauðann. Hann segir arabana hafa skotið á bandaríska hermenn og síðan hafi Bandaríkjamenn svarað með skothríð á móti. „Ég vildi ekki berjast, en ég átti engra kosta völ.“ Khadr var handtekinn illa særð- ur í júlí árið 2002, strax að loknum hörðum bardaga í Afganistan. Hann er sakaður um að hafa kast- að handsprengju sem varð banda- rískum hermanni að bana. Það voru Bandaríkjamenn sem tóku yfirheyrslurnar upp, en verj- endur Khadrs fengu myndböndin afhent samkvæmt dómsúrskurði. Alls eru upptökurnar sjö klukku- stundir að lengd. Lögmennirnir tveir, Nathan Whitley og Dennis Edney, vonast til þess að birting myndbandanna verði til þess að kanadískir stjórn- málamenn láti undan þrýstingi og krefjist þess að Khadr verði flutt- ur til Kanada. gudsteinn@frettabladid.is Þjarmað að ungum pilti Myndbönd af yfirheyrslum í fangabúðum Banda- ríkjahers á Kúbu birt í fyrsta sinn. Hinn kanadíski Omar Khadr var handtekinn fyrir sex árum. Í FANGABÚÐUM BANDARÍKJAHERS Á KÚBU Omar Khadr var fimmtán ára þegar hann var handtekinn helsærður eftir bardaga í Afganistan árið 2002. Hann er nú 21 árs, en var sextán ára þegar myndböndin af yfirheyrslum hans voru tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BELGÍA, AP Yves Leterme, forsætis- ráðherra Belgíu, lagði í gær fram afsagnarbeiðni sína til Alberts kon- ungs, sem þó vildi ekki strax svara því hvort hann muni fallast á beiðn- ina heldur ætlar að ræða fyrst við formenn allra flokka. Leterme segir ómögulegt að leysa deilur milli frönsku- og flæm- skumælandi íbúa landsins. Stjórn hans hafi gefist upp á að ná sam- komulagi um stjórnarskrárbreyt- ingar til lausnar þessum vanda. Frestur til að ná samkomulagi rann út í gær. Flæmskumælandi íbúar landsins vilja margir hverjir aukna sjálfstjórn héraðanna, en frönskumælandi stjórnmálamenn saka hina flæmskumælandi um að vilja algeran aðskilnað Flandurs frá Vallandi. Þessar langvarandi deilur hafa síðan orðið til að æ oftar heyrist til þeirra sem vilja fullt sjálfstæði hins hollenskumælandi Flandurs, þar sem efnahagsástandið er mun betra en í hinu frönskumælandi Vallandi. Stjórn Letermes hefur aðeins setið í tæpa fjóra mánuði. Hún tók til starfa 20. mars síðastliðinn, eftir langvarandi stjórnarkreppu í kjöl- far þingkosninga, sem haldnar voru í júní á síðasta ári. Að stjórninni stendur brotthætt bandalag Kristilegra demókrata, Sósíalista, Frjálslyndra og harð- skeyttra þjóðernissinna frá báðum tungumálssvæðum landsins. - gb YVES LETERME Forsætisráðherra Belgíu gefst upp á að leysa stjórnskipunardeil- ur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tæplega fjögurra mánaða gömul ríkisstjórn Belgíu siglir í strand: Kröfur um aðskilnað eflast LÍKBRENNSLA UNDIRBÚIN Íbúar á indónesísku eyjunni Balí reisa líkbrennsluturna, svonefnda „bade“. Brenna átti um 70 lík og búist var við þúsundum manna til að votta hinum látnu virðingu sína. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR „Fyrst aðildarríki ESB telja réttlætanlegt að nota olíustyrki til að bregðast við gífurlegum olíukostnaði útgerð- anna, hlýtur að vera réttlætanlegt að gera slíkt hið sama á Íslandi,“ segir í ályktun bæjarráðs Seyðisfjarðar sem skorar á ríkisstjórnina að koma strax með áætlanir um hvernig mæta eigi alvarlegri stöðu sjávarútvegsins vegna kvótaniðurskurðar. „Þegar krónan veikist nýtist það landvinnslunni ágætlega og hefði gert það líka fyrir útgerðina ef hækkanir á olíu ætu það ekki upp jafnharðan,“ segir bæjarráð Seyðisfjarðar. - gar Vandi vegna minni kvóta: Seyðfirðingar vilja olíustyrki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.