Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. júlí 2008 17 UMRÆÐAN Jón Kristjánsson skrifar um Evrópu- mál Ein af uppákomum síðustu viku í stjórnmálum var sú að heilsíðuauglýsing birt- ist í blöðum sem inni- hélt opið bréf til forsætisráðherra og utanríkis ráðherra með áskorun- um um að fara nú að gera eitt- hvað, ekki síst í gjaldeyrismál- um. Þetta vakti nokkra athygli og fleirum en mér þótti það ein- kennilegt að stórkaupmenn sem voru skrifaðir fyrir þessum aug- lýsingum gætu ekki talað við forystu Sjálfstæðisflokksins nema borga morð fjár fyrir. En svona er lífið þessa sumardaga. Hins vegar finnast mér stað- hæfingar sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði ekki hafa fengið nógu djúpa umfjöllun. Sú umræða er nú uppi að spákaupmenn og jafnvel bankar sem eru að undirbúa milliuppgjör sín geti haft áhrif á krónuna sér í hag. Sé þetta rétt eru þetta stóralvarleg tíðindi sem forystumenn í stjórnmálum geta ekki leitt hjá sér. Ég tek það fram að ég hef engar forsendur til að slá neinu föstu í þessu efni, en ég eins og aðrir hef heyrt þær fréttir að Seðlabankinn hyggist rannsaka þetta og sé raunar að því. Staðreyndin er að við viljum vera í alþjóðaviðskiptum og láta þar til okkar taka. Flæði fjár- magns er frjálst, en gjaldmiðill- inn einn sá minnsti í veröldinni. Það er afskaplega ólíklegt að svona geti þetta gengið til fram- búðar. Evran eini kosturinn Ég er þeirrar skoðunar, og fyrir því eru þjóðernisástæður, að það sé ekki aðlaðandi kostur fyrir okkur sem sjálfstætt ríki að taka upp mynt annars ríkis, hvort sem það er svissneskur franki eða dollar. Mér finnst allt öðru máli gegna að ganga inn í mynt- bandalag okkar helstu viðskipta- þjóða, með öðrum orðum að taka upp evru. Það er fullljóst að það verður ekki gert í einni svipan, en væri nú ekki nauðsynlegt fyrir þjóðina að fá að vita það hvaða áform ríkisstjórn Íslands hefur í raun í þessum málum. Eins og er tala ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins í allar áttir, og allur almenningur er jafnnær. Nú síðast veltir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra því upp hvort hægt sé að taka upp evru með viðræðum við Evrópusambandið. Umræða um Evrópumálin er þannig öll á floti. Við vitum ekkert um það í raun hvaða kostir myndu bjóðast ef hugsað væri til aðildar að Evrópubanda- laginu. Nauðsyn ber til að stíga ákveðnari skref til þess að skerpa umræðuna. Minn flokkur vill þjóðaratkvæði um samnings- markmið. Samfylkingin vill sækja um aðild nú þegar. Forysta Sjálfstæðisflokksins er andsnúin aðild, en í innviðum flokksins er greinilega bullandi undiralda um fylgi við aðild. Vinstri grænir eru á móti, vilja jafnvel segja upp EES-samningnum, og Frjáls- lyndir eru væntanlega á móti. Botninn vantar þó í alla þessa umræðu. Eitt ættu þó allir að geta verið sammála um. Það er að setja sér þau markmið í efna- hagsmálum að innan ákveðins tíma gætum við uppfyllt efnahags- lega skilyrði aðildar, m.a. um afkomu ríkis- sjóðs, verðbólgu, vaxtamál. Það hefur ekkert heyrst af slíkri stefnumótun. Við Íslendingar erum Evrópu- þjóð og viljum vera það. Ég vil ekki spá um hugsanlega aðild að Evrópubandalaginu, en ég er einn af þeim sem vildi láta á það reyna. Hins vegar er ekkert um það vitað á hvaða forsendum slíkt væri mögulegt. Samræðupólitíkin Oft er það svo að staðhæfingar eru endurteknar í fjölmiðlum þar til þeir verða sannleikur í hugum fólks. Ein slík klisja gengur aftur trekk í trekk um þessar mundir, sú að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verið sammála um alla hluti í stjórnarsamstarfinu. Það var auðvitað víðs fjarri og væri vandalaust að nefna dæmi því til sönnunar. Hins vegar fannst okkur það skylda að upplýsa þjóðina um það hver sameiginleg stefna ríkis stjórnarinnar væri. Til þess eru ríkisstjórnarfundir meðal annars. Nú þykir það líklegast til þess að bjarga lýðræðinu í land- inu að ráðherrar tali út og suður um málin, þótt engum detti í hug að þeir fylgi skoðunum sínum eftir. Þetta kallast samræðu- pólitík. Ég spái því að þessi samræðu- pólitík endist út kjörtímabilð, en hún verður þá áreiðanlega búin að reyna á taugakerfið í mörgum stjórnarliðanum, hvort sem það eru ráðherrar, þingmenn eða hinir almennu stuðningsmenn stjórnarflokkanna. Sam- fylkingar ráðherrunum mun síð- ast af öllu detta í hug að standa upp úr stólunum sínum þó að þeir séu með mannalæti og Sjálf- stæðisflokkurinn er búinn að vera svo lengi við völd að margir þar innanhúss telja Valhöll vera ráðuneyti til viðbótar öllum hinum. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. JÓN KRISTJÁNSSON Stjórnmál heilsíðuauglýsinganna Umræða um Evrópumálin er þannig öll á floti. Við vitum ekkert um það í raun hvaða kostir myndu bjóðast ef hugsað væri til aðildar að Evrópu- bandalaginu. Nauðsyn ber til að stíga ákveðnari skref til þess að skerpa umræðuna. krónum lagið Frá Fylltu á iPodinn · Farsímann · Tölvuna Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Nýtt á Tónlist.is - lögin beint inn í iTunes á tölvunni! Nú getur þú tengt Tónlist.is beint við iTunes eða Windows Media Player. Öll lög sem þú kaupir fara sjálfvirkt yfir í spilarann þinn. Vertu tilbúinn í sumarfríið! iPo d o g iTu n es eru vö ru m erki í eig u A p p le, In c.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.