Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 12
12 16. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Jean Baptiste Lully, sem stjórnaði hirðhljómsveit sólkonungsins Loðvíks XIV., lést meðan hann var að stjórna verkinu Te Deum til heið- urs konunginum. Eins og venjan var hjá Lully stjórnaði hann með því að lemja stórum staf í gólfið til þess að spilararnir vissu hvar slagið var. Í öllum hamagang- inum sló hann stafnum óvart fast í fótinn á sér. Við það fékk hann stórt sár á stóru tána sem síðar sýktist. Lully neitaði að láta taka af sér tána og lést stuttu síðar. Þetta var árið 1687. LULLY: STÓRA TÁIN DRÓ HANN TIL DAUÐA „Obama er minn maður,“ segir Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Í þessum forsetakosn- ingum eins og öðrum er ég stuðningsmaður demókrata,“ segir hann. Gunnar fylgdist spenntur með baráttu Obamas og Clinton um útnefningu Demó- krataflokksins. „Ég hallaðist að því síðasta haust að Obama myndi hafa þetta, þó þetta yrði hnífjafnt. Ég fagna því að Clinton hafi bakkað [Obama] upp síðustu vikur og mánuði.“ Gunnar telur að Obama höfði til Banda- ríkjamanna og spáir honum sigri. „Ég held að menn séu orðnir langþreyttir á Bush og þar af leiðandi vilji menn sjá þær breytingar sem demókratar boða og Obama stendur fyrir. [McCain] er svo gamall. Menn hugsa svolítið í átta árum úti. Þegar menn stimpla inn forseta stimpla þeir inn til átta ára. Þar af leiðandi hugsa ég að menn bæti átta árum við aldurinn.“ SJÓNARHÓLL FORSETAKOSNINGAR Í BANDARÍKJUM Obama sigurstranglegur „Ég er nýorðinn pabbi í annað sinn,“ segir Guðjón Bergmann, jógakennari og fyrirlesari. „Við konan mín eignuðumst dóttur 27. júní þannig að hún er ekki nema rétt tveggja vikna gömul.“ Guðjón segir að frábærlega gangi með litlu dótturina sem hefur verið nefnd Hanna Laufey í höfuðið á langömmum sínum. „Ég er að taka alvöru fæðingar- orlof í fyrsta skipti á ævinni og verð ekkert að vinna aftur fyrr en í haust. Þetta er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.“ Guðjón og kona hans áttu fyrir sex ára gamlan son. „Hann er ægilega stoltur af því að vera orðinn stóri bróðir,“ segir Guðjón. Fjölskyldan verður að mestu heima í rólegheitunum í sumar, en þó kveðst Guðjón ætla að reyna að fara í stutt fjölskylduferðalag vestur á Hellna í ágúst þar sem móðir hans er búsett. „Það ætti að vera mátulegt ferðalag fyrir okkur og um að gera að leyfa þeim aðeins að vera með.“ Að öðru leyti eru horfur á rólegu sumri hjá Guðjóni og fjölskyldunni. „Við erum heima öll fjölskyldan í sumar, förum einu sinni í viku í Krón- una eða Bónus og tökum bensín tvisvar í mánuði,“ segir Guðjón. „Ég mæli með þessu í kreppunni, það fer alveg rosalega vel um okkur.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐJÓN BERGMANN JÓGAKENNARI Í rólegheitum heima með nýfæddri dóttur GUNNAR SVAVARSSON Þingmaður Samfylkingar- innar. Blóraböggullinn „Fólk er að leita sér að skjóli með því að einblína á Evrópusambandið og kennir gjaldmiðlinum um.“ GEIR H. HAARDE UM EFNAHAGSÁSTANDIÐ OG EVRÓPUUMRÆÐU. Fréttablaðið, 15. júlí. Blásið úr nös „Maður var bara fjandi þreyttur eftir gönguna.“ STURLAUGUR EYJÓLFSSON EFTIR AÐ HAFA GENGIÐ 24 FJALLSTINDA Á 26 KLUKKUSTUNDUM, 68 ÁRA GAMALL. Morgunblaðið, 15. júlí. Göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson endurnýj- aði kynni sín við landsmenn í sumarfríi sínu en þá gerði hann víðreist og fór um Vesturland, Vestfirði og Norðurland. Að sjálfsögðu fór hann í mikla göngutúra og seldi einnig varning og kom heim með fulla vasa af seðlum. „Ég var tvær vikur í burtu og þetta var alveg svakalega gaman,“ sagði Reynir Pétur þegar Frétta- blaðið náði tali af honum en þá var hann nýkominn heim á Sólheima í fang Hannýjar Maríu Haralds- dóttur, sambýliskonu sinnar. Eins og flestir vita gekk hann hringveginn árið 1985 og vann þá hug og hjarta landsmanna með gleði sinni og kímni. Og þótt rúm 20 ár séu liðin virðist landinn ekki hafa gleymt göngugarpinum síkáta. „Það er fullt af fólki sem man eftir mér,“ segir Pétur. „Auð- vitað vildi það vita hvað ég hef verið að gera svo ég var mikið á snakkinu með skemmtilegu fólki. Svo hjálpar það til við söluna þegar fólk þekkir til manns. Ég seldi sápu sem framleidd er á Sól- heimum og svo geisladiska eftir listamenn sem ég þekki. Salan gekk alveg rosalega vel og þegar leið á ferðina var engu líkara en ég væri bólginn um mig miðjan þar sem ég var með fulla vasa af peningum,“ segir hann og skelli- hlær. „Mér var tekið alveg rosa- lega vel hvar sem ég bankaði upp á. Svo fór ég náttúrlega í langa göngutúra þegar ég kom því við. Það gekk rosalega vel enda gekk ég undir yfirskriftinni „Allt í lagi, Reynir Pétur á ferðalagi“ og svo skellir hann aftur upp úr. En hvað var eftirminnilegast? „Það var rosalega gaman í Selár- dal í Arnarfirði. Þar sá ég lista- verkin hans Samúels Jónssonar. Svo fór ég til Uppsala, það var alveg svakalega gaman. Ég fann fyrir Gísla, ég er alveg viss um það að hann er enn þá á svæðinu. Það er náttúrlega undarlegt til þess að hugsa að hann hafi verið þarna í þessari einangrun en ég er viss um það að náttúrufegurðin þarna hafi gert honum það létt- ara.“ Jón Ívarsson, nágranni Reynis Péturs, tók á móti Reyni Pétri á flugvellinum í Reykjavík á mánu- dag í fylgd Hannýjar. Segist hann hafa orðið hálffeiminn þegar þau skötuhjú hittust eftir tveggja vikna fjarveru bóndans; slíkir voru fagnaðarfundirnir. jse@frettabladid.is Allt í besta ferðalagi GÍSLI GÍSLASON Á UPPSÖLUM FRÁ GÖNGUNNI 1985 Á FARALDSFÆTI Reynir Pétur nýtti ekki aðeins þá jafnfljótu á ferðalaginu heldur fór hann með bíl, rútu, flugvél og tvívegis með ferju. Hér er hann að koma úr Hríseyjarferjunni Sævari. YFIRFERÐ REYNIS PÉTURS Reynir Pétur fór fyrst til Stykkis- hólms en sigldi svo með Baldri yfir Breiðafjörð til Brjánslækjar og svo til Bíldudals í Arnarfirði. Á bakaleið- inni yfir Breiðafjörðinn stoppaði hann í sólarhring í Flatey áður en hann kom til hafnar í Stykkishólmi. Þaðan fór hann til Borgarness en síðan norður til Akureyrar. Hafði hann vikudvöl þar nyrðra og brá sér í Hrísey á þeim tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.