Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 26
18 16. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is CELIA CRUZ LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2003. „Ég þríf alltaf áður en hús- hjálpin kemur. Ef ég geri það ekki þá get ég ekki fundið neitt þegar ég kem heim. Húshjálp- in felur alltaf hluti sem liggja á glámbekk.“ Celia Cruz var kúbversk salsa- söngkona. Hún var sá kúbverski flytjandi sem naut hvað mestrar velgengni á 20. öldinni. MERKISATBURÐIR 1627 Sjóræningjar frá Alsír koma til Vestmannaeyja. 1955 Dwight D. Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, kemur í stutta heimsókn til Íslands. 1965 Mont Blanc-göngin milli Frakklands og Ítalíu eru opnuð. 1969 Apollo 11 er sent af stað frá Flórída og verður fyrsta mannaða geimskipið sem lendir á tunglinu. 1992 Richard von Weizacker, forseti Sambandslýðveld- isins Þýskalands, kemur í tveggja daga opinbera heimsókn til Íslands. 2005 Harry Potter og blend- ingsprinsin kemur út og selst í 9 milljónum ein- taka á fyrsta sólarhringi. Fyrstu eiginlegu peningaseðl- arnir sem gefnir voru út í Evr- ópu komu þann 16. júlí 1661. Þeir voru gefnir út af Stockholms Banco sem er forveri Svíþjóðar- banka. Árið 1664 varð bankinn þó uppiskroppa með krónur til að kaupa seðlana og hætti því störfum það ár. Ekki eru til margir seðlar af þessum fyrstu eiginlegu pen- ingaseðlum og þeir eru sjald- gæfir safnaramunir. Þetta var þó ekki fyrsta tilraun til bréfviðskipta í Evrópu því fyrstu bréfpeningarnir voru mynt sem gefin var út í Leyden í Hollandi í spænska umsátrinu 1574. Í umsátrinu dóu yfir 5.000 af 14.000 íbúum Leyden, aðallega vegna hungurs- neyðar. Leður, sem oft var notað til að búa til neyðargjaldmiðil, var jafnvel soðið til þess að fæða fólkið. Sem gjaldmiðil notuðu íbúarnir því blöð úr sálma- og kirkjubók- um og bjuggu til peningaseðla úr mótum sem áður voru notuð til að slá mynt. Það var svo árið 1694 að Eng- landsbanki setti fyrstu varanlegu peningaseðlana í umferð. Með tímanum varð Englandsbanki einn áhrifamesti peningaútgáfu- banki í heiminum. Eitt af vandamálunum við upphaf bréfpen- ingaútgáfu var sjálfur pappírinn og reyndu mörg fyrirtæki að þróa sérstakan pappír á 18. og 19. öld. Vegna óvissu tengdri bréfpeningum biðu mörg lönd Evrópu með að gefa þá út þar til seint á 19. öld. ÞETTA GERÐIST: 16. JÚLÍ 1661 Fyrstu seðlarnir gefnir út í Evrópu „Ég hef afskaplega lítið um afmælið mitt að segja,“ segir Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld, hláturmildur. „Þetta gerist svona af sjálfu sér. Tíminn líður.“ Þegar Þorkell er inntur eftir því hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dags- ins segir hann að vinir hans og kunningjar muni heilsi upp á hann í Salnum í Kópa- vogi. „Ég veit ekki fyrirfram hvað margir munu koma en ég vona bara að sem flest- ir mæti,“ segir Þorkell og bætir við að hann eigi sem minnst að vita um veisluhöldin. „Ég er ekki að skipuleggja veisluna sjálfur. Það er bara alls konar gott fólk í kringum mig. Ég veit að það eru búnar að vera sím- hringingar vegna veislunnar.“ Þorkell segir að það verði án efa spilað og sungið í veislunni. Tónlist tengist honum sterkum böndum en hann hóf ungur hljóð- færanám og stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík. „Ég var aðallega að spila á píanó en ég byrjaði svona sjö eða átta ára að læra á það. En ég spilaði líka á fiðlu sem krakki,“ segir Þorkell. Hann segir tónlistina alltaf hafa verið eitthvað sem honum hafi þótt mjög áhuga- vert þó hann hafi aldrei beinlínis tekið ákvörðun um að verða tónskáld. „Ég býst við að eftirminnilegasta afmæl- ið mitt hafi verið fyrir tíu árum, þegar ég varð sextugur. Þá var bara haldin heilm- ikil veisla, fjölmenni kom og sólin skein,“ segir Þorkell og hlær við upprifjun minn- ingarinnar. Þegar Þorkell er inntur eftir því hvort ekki hafi verið erfitt að halda upp á afmæl- ið sitt sem barn, þar sem það ber upp á há- sumartímann, segist hann einfaldlega ekki hafa haldið upp á afmælið sitt. „Ég öfund- aði stundum krakkana sem áttu afmæli að vetri til vegna þess að þeim var óskað til hamingju með afmælið í skólanum,“ segir Þorkell skellihlæjandi. „Mér fannst gaman að geta óskað einhverjum til hamingju með daginn.“ Eftir afmælishaldið mun Þorkell halda til Danmerkur á alþjóðlega kórahátíð. „Hamra- hlíðarkórinn er að fara og það á að frum- flytja verk eftir mig. Ég fer ekki beinlínis með þeim en verð á sama stað,“ segir Þor- kell og bætir við að það sé gaman að heyra tónverkin sín flutt. „Sérstaklega þegar gott fólk á í hlut sem gerir hlutina vel.“ martaf@frettabladid.is ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON: SJÖTUGUR Í DAG Öfundaði stundum vetrarafmælisbörn TÓNLISTIN ÁHUGAVERÐ Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að verða tónskáld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR AFMÆLI ANNA KRISTÍN ARNGRÍMS- DÓTTIR LEIKKONA er 60 ára MARK BURNETT, BANDARÍSKUR ATHAFNA- MAÐUR, er 48 ára. WILL FERRELL LEIKARI er 41 árs. Ástkær frænka mín, Helga Kristjánsdóttir Brekkustíg 14 í Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hlíf Thors Arnlaugsdóttir. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Indriði Indriðason ættfræðingur og rithöfundur, frá Fjalli, sem lést föstudaginn 4. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 11.00. Indriði Indriðason Ljótunn Indriðadóttir Sólveig Indriðadóttir Björn Sverrisson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Friðrik Jónsson málarameistari, Ofanleiti 25 (áður Njálsgötu 8b), lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. júlí síðast- liðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Lind Jónsdóttir Guðmundur Guðmundsson Arnfríður Jónsdóttir Karl Þór Ásmundsson Soffía Rut Jónsdóttir Einar O. Björnsson Jón Þór Benónýsson Ásdís Helga Hallgrímsdóttir Ingólfur Arnar Guðmundsson Helgi Guðmundsson Tinna M. Ólafsdóttir Thelma Lind Guðmundsdóttir Dagbjört Þórey Einarsdóttir Ásmundur Hjörtur Einarsson Jón Hermann Jóhannesson Þórdís Lind og Sara Dís Jónsdætur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Magnþóra J. Þórarinsdóttir (Didda) Kirkjuvegi 1, Keflavík (áður Húsatóftum Garði), lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 11. júlí. Útför fer fram frá Útskálakirkju fimmtudaginn 17. júlí nk. kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þórarinn S. Guðbergsson Ingunn Pálsdóttir Bergþóra Guðbergsdóttir Ólafur Sigurjónsson Jens Sævar Guðbergsson Ólöf Hallsdóttir Theodór Guðbergsson Jóna Halla Hallsdóttir Rafn Guðbergsson Rósbjörg Karlsdóttir Olsen Reynir Guðbergsson Salvör Gunnarsdóttir Anna Guðbergsdóttir Kristján Gestsson Ævar Ingi Guðbergsson Svava G. Sigurðardóttir ömmu-, lang- og langalangömmubörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Okkar ástkæra frænka og systir, Margrét Ágústa Ágústsdóttir (Gústa) áður til heimilis að Leifsgötu 10, Reykjavík, lést á Dvalarheimilinu Grund 11. júlí. Útför auglýst síðar. Aðstandendur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.