Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 16. júlí 2008 27 FÓTBOLTI Norska félagið Stabæk hefur lengi haft augastað á Hús- víkingnum Pálma Rafni Pálma- syni. Í fyrrakvöld komst félagið loksins að samkomulagi við Íslandsmeistara Vals um kaup- verð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur það tæpum 40 milljónum íslenskra króna. Lars Bohinen, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Stabæk, telur kaupverðið sanngjarnt. „Þetta er góður samningur fyrir alla,“ sagði Bohinen sem vildi ekki staðfesta kaupverðið, frekar en Börkur Edvardsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals. Börkur sagð- ist þó vera sáttur. „Við erum sáttir, en maður fær aldrei allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Börkur en heimildir Frétta- blaðsins herma að Valur hafi vilj- að 40 milljónir fyrir Pálma. Inni í samningnum var að Pálmi spilaði ekki með Val í gær gegn BATE þar sem Stabæk spilar í UEFA-keppninni á tímabilinu. Pálmi spilar með Val á laugardaginn gegn Keflavík og heldur svo utan til að ganga frá samningnum sem er til þriggja og hálfs árs. „Það verður vænt- anlega ekkert vanda- mál, hann er tilbúinn að stærstum hluta,“ sagði Bohinen. Pálmi er með þessu orð- inn einn dýrasti leikmað- urinn sem keyptur hefur verið frá Íslandi. ÍBV fékk á bilinu 40 og 50 milljónir króna fyrir Hermann Hreiðarsson þegar hann fór til Crystal Palace árið 1997. Um helming af því fékk ÍBV beint en það græddi svo á því hversu mikið Hermann spilaði. Marel Baldvinsson kostaði Stabæk mjög nálægt 40 milljónum króna árið 2000 þegar það keypti hann frá Breiðabliki. Kaupverðið var lægra, en var þó nálægt 40 milljónum með öllum bónus- greiðslum. Stabæk hefur því keypt tvo af þremur dýrustu leikmönn- um Íslands. Hólmar Örn Eyjólfsson gekk í raðir West Ham frá HK fyrir skemmstu. Kaupverðið á honum fæst ekki gefið upp en það er talið vera á milli 30 og 40 milljóna króna. Eiður Smári Guðjohnsen hefur tvívegis farið frá íslensku félagi í atvinnumennsku, fyrst fyrir lítinn pening frá Val til PSV Eindhoven og svo til Bolton frá KR. Hjá KR var hann á frjálsum samningi og því þurfti Bolton ekki að greiða fyrir landsliðsfyrirliðann. Eiður er eftir sem áður dýrasti Íslend- ingurinn í sögunni eftir að Barce- lona borgaði Chelsea 8,2 milljónir punda fyrir hann árið 2006. Pálmi er uppalinn Hús- víkingur en hann gekk í raðir KA árið 2003 og fór svo til Vals 2006. Hann bætist í stóran hóp Íslendinga til að leika með Stabæk. Auk Veigars, Marels og nú Pálma hafa Helgi Sigurðsson, Tryggvi Guð- mundsson og Pétur Hafliði Marteinsson verið á mála hjá norska félaginu. Bohinen segir að félagið vænti mikils af Pálma. „Við vonum að hann muni ná vel saman við Veig- ar Pál,“ sagði Bohinen sem fékk góð ráð frá Veigari hvað varðar Pálma. „Hann sagði okkur að hann væri góður leikmaður.“ Bohinen segir reynsluna af Íslendingum vera góða og það sé ekki síst það sem hann og félagið hafa horft til þegar það ákvað að kaupa Pálma. „Íslensku leikmenn- irnir eru fljótir að aðlagast og ég held að hann muni gera það líka. Hann þarf tíma til að aðlagast eins og allir, og hann fær hann,“ sagði Lars Bohinen. - hþh Stabæk borgar í annað sinn tæpar 40 milljónir króna fyrir Íslending: Pálmi Rafn einn sá dýrasti í sögunni DÝRASTUR Hermann er dýrasti leikmaðurinn seldur frá Íslandi, ÍBV fékk um 50 milljónir króna árið 1997 þegar hann fór til Crystal Palace. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 40 MILLJÓN KRÓNA VERÐMIÐI Valur vildi fá 40 milljónir fyrir Pálma Rafn og fékk næstum uppsett verð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Ísland tapaði öðrum æfingaleiknum í röð gegn sterku liði Litháen í gær. Fyrri leiknum tapaði Ísland 115-62 en bata- merki voru á leik liðsins í gær sem tapaðist 105-67 fyrir framan tíu þúsund áhorfendur. Lið Litháen er meðal þeirra sterkustu í heimi og keyrði það yfir íslenska liðið í síðari hálf- leik eftir að sá fyrri hafði verið nokkuð jafn. Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Ísland, Jakob Sigurðar- son fjórtán og Sigurður Þor- valdsson tíu. - hþh Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði aftur stórt: Batamerki á leik Íslands FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals eiga erfitt, en ekki óyfirstíganlegt, verkefni fyrir höndum á Vodafone- vellinum eftir viku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði aðeins með tveim mörkum gegn BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi í gær, 2-0. Bæði mörk Rússanna komu seint í leikn- um eða á 73. og 78. mínútu. Það var Gennadi Bliznyuk sem skoraði bæði mörk heimamanna. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vörðumst vel. Lögðum upp með að liggja aftarlega, leyfa þeim að leika úti á velli og það gekk ágætlega enda fengu þeir fá færi. Það var svo algjör óþarfi að fá þessi tvö mörk á sig og fyrra markið var reyndar ólöglegt að okkar mati,“ sagði Guðmundur Benediktsson, framherji Vals. „Þetta lið var svipað að styrk- leika og við bjuggumst við. Þetta er hörkulið en vel hægt að vinna þá á heimavelli. Við getum unnið öll lið á heimavelli og mætum því til leiks nokkuð bjartsýnir,“ sagði Guðmundur en sigurvegari viður- eignarinnar mætir Anderlecht í næstu umferð. - hbg Valur slapp ágætlega frá fyrri leiknum gegn BATE: Getum unnið heima STRÍÐIÐ EKKI BÚIÐ Valur tapaði fyrri orrustunni gegn BATE Borisov en Guðmundur Benediktsson segir stríðið ekki búið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Landsbankadeild kvenna: KR-Keflavík 4-0 Hólmfríður Magnúsdóttir, Hrefna Huld Jóhannes- dóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir. Þór/KA-Valur 1-3 Ivana Ivanovic - Margrét Lára Viðarsdóttir 2, Hallbera Guðný Gísladóttir. Breiðablik-Afturelding 3-0 Fanndís Friðriksd., Jóna Hauksd., Sandra Magnús. Fylkir-Fjölnir 2-0 Lizzy Karoly, sjálfsmark. Stjarnan-HK/Víkingur 4-0 Inga Birna Friðjónsdóttir 2, Björk Gunnarsdóttir, Tinna Mark Antonsdóttir. STAÐAN: 1. Valur 10 10 0 0 41:7 30 2. KR 10 9 0 1 31:6 27 3. Stjarnan 9 5 2 2 19:11 17 4. Breiðablik 9 4 1 4 21:17 13 5. Afturelding 9 3 2 4 5:8 11 6. Þór/KA 9 3 1 5 16:17 10 7. Fylkir 10 3 1 6 11:24 10 8. Keflavík 10 2 2 6 10:29 8 9. HK/Víkingur 10 1 3 6 10:24 6 10. Fjölnir 10 1 2 7 9:30 5 FÓTBOLTI Það er ekkert lát á góðu gengi Vals og KR í Landsbanka- deild kvenna. Bæði lið unnu leiki sína í gær og hafa þar með talsvert forskot á næstu lið. Valur sem fyrr á toppnum með fullt hús stiga en KR fylgir í humátt á eftir en KR hefur aðeins tapað fyrir Val í sumar. - hbg Landsbankadeild kvenna: Valur og KR á sigurbraut GLEÐI Embla Sigríður Grétarsdóttir og félagar í KR fagna hér einu af fjórum mörkum liðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.