Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 30. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Björn Þór Arnarson skrifar Landsbanki Íslands hagnaðist um 12 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta. Afkoman er ívið yfir spám greiningardeilda sem gerðu ráð fyrir 9,9 og 11,6 milljarða króna hagnaði. Hagnað- urinn á öðrum ársfjórðungi 2007 nam 12,5 millj- örðum króna og er því hagnaður bankans svipaður þrátt fyrir versnandi efnahagsaðstæður. „Afkoma Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins er mjög góð. Þetta er mikilvægt, ekki síst í ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Um 60 prósent af tekjum Landsbankans koma er- lendis frá, þar af 34 prósent frá Bretlandi. Má rekja þetta að nokkru leyti til vaxandi innistæðu á Ic- esave sparifjárreikningunum. Mikill vöxtur hefur verið í Icesave-reikningum Lands- bankans. Til stendur að opna reikn- inga í fleiri löndum. Ekki er gefið upp hvar og hvenær af því verð- ur. Sigurjón segir að 200 þúsund viðskiptavinir hafi bæst í hópinn á þessu ári og þeir séu í dag um 350 þúsund Spurður um fjármögnun bankans segir Sigur- jón bankann vel fjármagnaðan næstu tólf mán- uði. Icesave vegi nokkuð þungt í fjármögnun bank- ans eða um 20 prósent af heildarfjármögnun. Hann segir möguleika til fjármögnunar ágæta og bendir á að hægt væri að leita til Englandsbanka með þau íbúðalán sem bankinn hefur lánað í Bretlandi. Auk þess sé möguleiki að leita til Íbúðalánasjóðs eftir fjármögnun í samræmi við nýjan lánaflokk sem nýlega var kynntur. Sigurjón segir hvort tveggja möguleika en engin ákvörðun tekin enn um hvort þeir verða nýttir. Sigurjón segir óvíst hvort afskriftir muni auk- ast en telur núverandi afskriftir umtalsverðar. Af- skriftir Landsbankans námu um sjö milljörðum á öðrum fjórðungi. Hann bendir á að ef afskriftir væru jafn miklar á ársgrundvelli þá næmu þær um einu prósenti af útlánum bankans. Spurður hvort komi til fjölda- uppsagna í haust segir Sigurjón að bankinn starfi ekki með þeim hætti. Sigurjón benti þó á það á kynningarfundi um uppgjörið að launakostnaður stæði í stað milli fjórðunga og þegar um helmingur allra launa er greiddur í evrum þá hafi launagreiðsl- ur og bónus dregist að einhverju leyti saman. Spurður um gengishagnað vegna gjaldeyrisstöðu bankans segir hann ekki lykilatriði í uppgjörinu en hann nam um 7,5 milljörðum á öðrum ársfjórðungi. Fyrir ári var gengistap hjá Landsbankanum að and- virði 0,3 milljarða. Á fyrsta ársfjórðungi 2008 nam gengishagnaður hins vegar um 24,5 milljörðum. Gengishagnaður er því ekki jafn stór hluti af hagn- aði bankans og á fyrsta ársfjórðungi en þó umtals- verður samanborið við sama ársfjórðung fyrir ári. Hann bendir á að töluverður kostnaður felist í því að halda gjaldeyrisforða til að verja sig en það sé nauðsynlegt til að verja eigið fé bankans. G E N G I S Þ R Ó U N „Við höfum fengið fyrirspurn- ir en engar umsóknir hafa bor- ist,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs um nýjan lánaflokk Íbúða- lánasjóðs. Umsóknarfrestur rennur út 6. ágúst. Guðmundur býst ekki við því að umsóknir berist fyrr en í lok vikunnar eða byrjun þeirr- ar næstu. Nýi lánaflokkurinn á að auð- velda fjármálastofnunum aðgengi að lausafé og uppfylla þörf eftir skammtíma endurfjármögnun á íbúðalánum fjármálastofnana. Greining Glitnis telur að lána- flokkurinn gagnist mest smærri fjármálastofnunum sem hafa ekki burði til að gefa út sérvarin skuldabréf til þess að fjármagna útlán vegna húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóði er heimilt að lána að hámarki 30 milljarða króna. Hver umsækjandi á rétt á 1,5 milljörðum króna að lág- marki. Íbúðalánasjóður afhendir íbúðabréf til þriggja mánaða gegn skuldabréfi með tryggingu í und- irliggjandi fasteignaveðbréfum. Fjármálastofnanir geta notað skuldabréfin í viðskiptum við Seðlabankann í skiptum fyrir lausafé. - bþa Fyrirspurnir en engar umsóknir enn NÝR LÁNAFLOKKUR ÍBÚÐALÁNA- SJÓÐS „Engar umsóknir enn,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. MARKAÐURINN/RÓBERT Landsbanki hagnast um tólf milljarða Hagnaður Landsbanka Íslands á öðrum ársfjórðungi er í samræmi við spár. Gengishagnaður 7,5 milljarðar króna. SKILUÐU TÓLF MILLJARÐA HAGNAÐI Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir Icesave samanstanda af 20 pró- sentum af heildarfjármögnun bankans. MARKAÐURINN/GVA Spá um afkomu Landsbankans mai-jun Glitnir 9,9 milljarðar kr. Kaupþing 11,63 milljarðar kr. Niðurstaða 12,05 milljarðar kr. A F K O M U S P Á R B A N K A N N A Ekkert verður af fyrirhuguðum kaupum HIG á Ræsi hf. Þetta staðfesti starfsmaður Íshluta í samtali við Vísi. Íshlutir reka meðal annars Vélval, Vélafl og Íshluti. Markaðurinn greindi frá því fyrir tveimur vikum að lögð hefðu verið drög að kaupunum. ,,Þetta er frágengið með ákveðn- um fyrirvörum,“ sagði Hjálmar Helgason, framkvæmdastjóri og eigandi Íshluta, við Markaðinn þann 17. júlí. Ræsir hf. var stofnað 1942 og hefur um árabil meðal annars flutt inn Mercedes-Benz bifreið- ar. Á seinasta ári tók fyrirtækið í notkun nýtt húsnæði að Krók- hálsi undir starfsemi sína. - bþa Kaupa ekki Ræsi SÖMU EIGENDUR Fyrirhuguð kaup HIG á Ræsi hafa fallið niður. HIG rekur meðal annars Íshluti, Vélafl og Vélval. MARKAÐURINN/PJETUR Vika Frá ára mót um Alfesca -0,1% -0,4% Atorka -2,8% -44,8% Bakkavör -1,4% -57,3% Exista -5,6% -69,1% Glitnir -2,3% -32,6% Eimskipafélagið -0,4% -59,1% Icelandair 1,5% -39,3% Kaupþing 0,6% -17,4% Landsbankinn -3,0% -36,9% Marel -1,5% -17,2% SPRON 0,3% -67,0% Straumur -1,5% -38,7% Teymi 1,3% -74,4% Össur -1,2% -14,2% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. Hagnaður Össurar á öðrum árs- fjórðungi var 3,95 milljónir doll- ara eða tæplega 320 milljónir króna. Þetta er töluvert undir væntingum greingardeilda en meðalspá þeirra var að Össur myndi skila 5,8 milljón dollara hagnaði á fjórðungnum. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, segir í samtali við Mark- aðinn, að greiningaraðilar hafi ekki tekið tillit til þess að búið sé að lækka tekjuskattshlutfall- ið hér á Íslandi og í Þýskalandi. „Því þurfti að gjaldfæra hluta af eignfærðu skattalegu hagræði í báðum þessum löndum,“ segir Jón. Hagnaður hafi því ekki orðið jafn mikill og greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er þó næstum þrisvar sinnum meiri hagnaður en var á öðrum ársfjórðungi 2007 sem þá var 1,5 milljónir dollara. Jón segir að erfitt rekstrar- umhverfi hér- lendis um þess þessar mundir komi ekki sér- staklega niður á rekstri Össurar. „Hins vegar eru erlendir hluthaf- ar félagsins ekki ánægðir með ástandið á krónuni,“ segir hann. Hann segir engar uppsagnir fyrirhugaðar hjá félaginu vegna núverandi efnahagsástands. „Við lítum björtum augum fram á veg- inn. Það eru mikil hagræðingar- og sóknartæki- færi og horfurn- ar eru góðar,“ segir Jón. Sala félags- ins á öðrum árs- fjórðungi nam 92,9 milljón- um dollara eða sem nemur 7,4 milljörðum ís- lenskra króna. Það er sex pró- senta aukning í samanburði við annan ársfjórð- ung 2007. Jákvæð geng- isáhrif hafa áhrif á sölu- vöxt sem dróst saman um eitt prósent. Helstu áherslur Össurar á árinu 2008 er að auka arðsemi og segir félagið að það hafi tek- ist þrátt fyrir slaka sölu á öðrum ársfjórðungi. - as Hagnaður Össurar þrefaldast á milli ára JÓN SIGURÐSSON 2. ársfj. 2008 3,95 millj. USD 2. ársfj. 2007 1,48 millj. USD 1. ársfj. 2008 6,68 millj. USD Meðalspá greingardeilda um hagnað: 2. ársfj. 2008 5,8 millj. USD Frávik frá meðalspá: 32 prósent H A G N A Ð U R Ö S S U R A R :

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.