Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 30. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 O P N U V I Ð T A L Fyrir átján árum var með svonefndri þjóðarsátt tekið á víxlverkun launa og verðlags sem var undirrót mikils óstöð- ugleika í efnahagslífinu. Víðtæk sátt náð- ist um að taka á efnahagsvanda dagsins eins og hann þá birtist. Þyrfti að koma á viðlíka sátt nú og er yfirhöfuð mögu- legt byggja á reynslunni síðan þá í þeim efnum? Ari: „Þörfin er alveg örugglega til stað- ar. Eftir áramót er opnun á öllum helstu kjarasamningum og greinilegt að vanda- málin eru fyrir hendi. Í kringum 1990 voru mikil vandamál og sami vandinn hafði verið viðvarandi í langan tíma. Þá var óðaverðbólga og spurningin sem þá var uppi, að minnsta kosti hvað Al- þýðusambandið varðaði, var hvort enn einu sinni ætti að gera hlutina með sama hætti, eða hvort reyna ætti aftur að gera eitthvað nýtt. Það hafði svo sem verið gert áður, líkt og 1986 og þar á undan, en alltaf brustu draumarnir. Þarna var hins vegar farið út í að gera hlutina með nýjum hætti og búið að forvinna málið í langan tíma og safna liði á bak við hug- myndina. Slíka samstöðu er líkast til ekki að finna í dag. Núna eru vandamálin til- tölulega ný, en þarna höfðu þau verið við- varandi og allir gífurlega þreyttir á þeim. Hinn valkosturinn var þá eiginlega bara að gefast upp og værum við þá líkast til á svipuðum stað og Simbabve núna.“ Þórarinn: „Aðstæðurnar sem við er að etja núna eru bara af svo allt öðrum toga. Á þessum tíma vorum við enn þá með lokað hagkerfi. Við vorum með lok- aðan vinnumarkað og lokaðan gjaldeyr- ismarkað. Hugtakið fjármálalegur stöð- ugleiki var bara ekki til í tungunni árið 1990. Vandinn í stöðunni, að minnsta kosti eins og ég sá hann, var að fyrirtækin í út- flutningsgreinunum, voru of hart keyrð of lengi og tvennt blasti við: Í fyrsta lagi að afleiðingar markaðsákvarðaðra vaxta voru farnar að bíta fyrir alvöru og það ýtti á um að hægt væri að ná niður verð- bólgunni. Það áttu því allir mikið undir því, að verðbólga og vextir gætu lækkað; jarðvegurinn fyrir miðstýrða samstöðu- lausn var fyrir hendi. Svo blasti við að veruleg hætta væri á gjaldþrotum og at- vinnuleysi. Sáttin sem gerð var var því í raun og veru sátt um að auka hlut fyrir- tækjanna á kostnað launamanna í þeirri trú að það gæti alið af sér vöxt sem aftur gæti staðið undir nýsköpun í atvinnulíf- inu og batnandi kjörum. Í dag erum við hins vegar fyrst og fremst að takast á við þennan fjármálalega stöðugleika, óvissu um stöðu bankanna og getu Seðlabank- ans til að styðja við þá með hliðstæðum hætti og gerist hjá öðrum þjóðum. Þess- ar aðstæður hafa grafið undan stöðug- leika krónunnar og valdið meiri gengis- lækkun en menn óraði fyrir. Gengishrun- ið er nú orðið slíkt, að það hefur þurrkað upp eigið fé í stórum hluta atvinnulífsins og framkallað meiri verðbólgu en verið hefur hér síðustu tuttugu ár. Efnahag- ur fjölda fyrirtækja er í rúst því fyrir- tækin hafa yfirleitt flúið íslenska vaxta- umhverfið og skuldirnar því að miklu leyti í erlendri mynt. Sama hefur í vax- andi mæli gilt um einstaklinga. Vantrú- in á krónuna veldur því bæði almenn- ingi og fyrirtækjunum þungum búsifj- um. Viðfangsefnin núna snúa því fyrst og fremst að því, hvernig efla má traust erlendra aðila á hagkerfinu, ekki síst bönkunum og þeim stuðningi sem þeir njóta, og skapa skilyrði til þess að krónan styrkist og vextir lækki. Eitthvert þjóðar- sáttarþema í kjarasamningum nú, væri þá helst viðurkenning á að lífskjörin sem feiknaleg kaupmáttaraukning síðustu tíu ára hefur fært okkur hafi gengið til baka að hluta. Aftur blasir því við, eins og 1990, að í von um betri tíð þurfi að sætta sig við samdrátt í kjörum.“ UGGUR ER JARÐVEGUR ÞJÓÐARSÁTTAR VORRA TÍMA Ari: „Ég held ekki að í samfélaginu nú sé sátt um að kaupmáttur síðustu ára sé að stórum hluta horfinn, enda aðdragandinn að þjóðarsáttarsamningunum svo miklu lengri eftir viðvarandi vandamál í langan tíma. Núna held ég raunar að margir hafi ekki enn áttað sig á stöðunni og af hverju hún er eins og hún er. Þórarinn: Ég er ekki alveg sammála því. Ég held að það séu svo stórir hópar fólks illa farnir fjárhagslega eftir þetta tíma- bil, einstaklingar sem hafa skuldsett sig til hlutabréfa- og íbúðakaupa í erlendri mynt og hræðsla við atvinnubrest hafi orðið til þess að undir niðri sé töluverð- ur uggur núna. Út af fyrir sig getur því verið jarðvegur til að komast hjá gamal- kunnu víxlgengi launa- og verðhækkana. Ég held út af fyrir sig að erlendir grein- ingaraðilar séu ekki mikið að spá í ís- lenska kjarasamninga, þeir yrðu því ekk- ert sérstaklega uppnæmir þótt það yrðu gerðir skynsamlegir samningar sem við- urkenna orðinn hlut. Þeir yrðu hins vegar enn svartari en þeir eru þó í dag ef við legðumst í vinnudeilur og launahækkan- ir. Þetta snýst um að gera allt sem aukið getur tiltrú á íslenska hagkerfinu og forð- ast allt sem getur veikt hana.“ En ekki vega kjaramálin jafn þungt núna og þau gerðu þá? Og eru til staðar sömu tæki til að hafa áhrif á þróunina? Ari: „Nei, eins og Þórarinn sagði, þá er þetta mjög á efnahagsreikningshliðinni og spurning hvort tengingin yfir í tekj- urnar sé fyllilega komin fram.“ Þórarinn: „Hún er það ef til vill ekki en uggurinn er kominn og verkefnið því að forðast að gera illt verra. Sá tími er hins vegar liðinn að hægt sé að grípa til jafn heildstæðra aðgerða og gert var í þjóðar- sáttarsamningunum árið 1990.“ Ari: „Þá vorum við miklu nær því sem kalla mætti ríkisstýrt samfélag og sam- tökin sterkari og gátu því þrýst fastar á um breytingar.“ Þórarinn: „Þegar við tókum upp flot- gengi á krónunni þá ákvarðaðist geng- ið af væntingum aðila á markaði en ekki ákvörðunum ríkisstjórnar og Seðlabanka eins og var árið 1990.“ Ari: „Á þeim tíma ákváðu í raun Al- þýðusambandið og Vinnuveitendasam- bandið að fara út í þetta og drógu vagn- inn, auk þess sem þá voru margir til hlið- ar tilbúnir að ýta með. Með komu BSRB, bankarnir, bændur og þar fram eftir göt- unum. Þannig að þó að meginþunginn hafi hvílt á þessum tveimur samtökum var í raun enginn sem stóð í veginum fyrir þessum breytingum, nema kannski BHM [Bandalag háskólamanna] sem ekki var alveg á þessari línu. Allir aðrir voru með. Einhvern veginn finnst manni sú vit- und ekki til staðar núna að ætla að draga okkur upp úr þessu.“ Þórarinn: „Viðfangsefnin eru enda öll önnur núna en voru þá. Þau snúa nú að trúverðugleika, fjármálalegum stöðug- leika, stöðu bankakerfisins og samhengi þessa við gengi og vexti.“ AGA VANTAR Í EFNAHAGSSTJÓRN En hvaða verkefnum stöndum við þá frammi fyrir núna, ef ætlunin væri að koma á einhvers konar nýrri þjóðarsátt? Getur verið að sáttin þurfi að snúast um krónuna og framtíð hennar? Ari: „Ákveða þarf hvert þú ætlar að fara og hvar þú ætlar að enda. Spurning- in um hvort við losnum við gjaldmiðilinn eða ekki skiptir ekki öllu máli. Aðalmál- ið er að við náum utan um okkar mál og STAÐA DAGSINS SKOÐ- UÐ Í LJÓSI SÖGUNNAR Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, og Ari Skúlason, sem áður var hagfræðingur og reyndar síðar framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins, ræða hér við Óla Kristján Ármannsson viðskiptaritstjóra. MARKAÐURINN/ANTON Nú þarf forystan að koma frá væng stjórnmálanna Þjóðarsáttin sem gerð var árið 1990 markaði þáttaskil í efnahagssögu landsins, en þá tókst meðal annars loksins að rjúfa vítahring hækkana launa og verðlags. Núna hefur verið kallað eftir sameiginlegu átaki til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar í réttan far- veg. Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur sem á tímum þjóðarsáttarinnar var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, og Ari Skúlason, forstöðumaður greiningar hjá Landsbankanum, sem þá var hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, settust niður með Óla Kristjáni Ármannssyni viðskiptaritstjóra og veltu fyrir sér möguleikanum á nýrri þjóðarsátt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.