Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 S K O Ð U N S A G A N Á B A K V I Ð . . . B J Ö R G Ó L F T H O R B J Ö R G Ó L F S S O N Ríkasti maður Íslands fer ekki heldur varhluta af lækkunum Björgólfur Thor trónir á toppi lista yfir ríkustu Íslendingana í úttekt sem Markaðurinn gerði fyrir skemmstu. Eignir hans eru metnar á 230 milljarða. Þrátt fyrir að flestar eignir hans séu óskráðar hefur hann ekki farið varhluta af hinni miklu lækkun sem hefur verið á hlutabréfa- mörkuðum undanfarið. Á lista sem Forbes birti í mars síðast- liðnum voru eignir Björgólfs metnar á 267 milljarða. Frá þeim tíma hefur til að mynda hlutur hans í Landsbankanum lækkað um 10 milljarða og hluturinn í Straumi um 4. Björgólfur Thor tók fram- haldsskólapróf frá Verslunar- skóla Íslands en þaðan lá leið hans í viðskiptafræði við Leon- ard N. Stern School of Business í New York. Hann útskrifaðist þaðan árið 1991 og skömmu síðar lá leið hans til Rússlands til að setja á fót gosdrykkjaverksmiðj- una ásamt föður sínum, Björgólfi Guðmundssyni, og samstarfs- félaga þeirra feðga, Magnúsi Þorsteinssyni. Gosverksmiðjan var síðar seld til Pepsi í Póllandi og bjórverksmiðjan Bravo stofn- uð í framhaldinu. Bravo fram- leiddi bjórinn Botchkarov sem sló í gegn í Rússlandi. Hún var seld til Heineken í febrúar árið 2002 fyrir ríflega 300.000 millj- ónir dollara. Ágóða þeirrar sölu hefur hann nýtt til fjárfestinga á Íslandi og í Austur-Evrópu. Fyrir hafði Samson, fjárfestingar- fyrirtæki Björgólfs, keypt hlut í Balkanpharma og Pharmaco. Í lok árs 2002 keypti Samson 45% hlut í Landsbanka Íslands. Samson keypti einnig Delta og sameinaði það Pharmaco og úr varð Actavis. Aðrar fjárfestingar Björgólfs Thors hafa m.a. verið í Eimskipafélagi Íslands, BTC búlgarska símanum, E1Bank, Straumi – Burðarás og síma- fyrirtækinu Novator í Búlgaríu. Einnig á hann fasteignir í Rúm- eníu, Skandinavíu, Spáni, Tyrk- landi og víða í Austur-Evrópu. Björgólfur er fæddur 19. mars 1967. Hann er í sambúð með Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau einn son. BJÖRGÓLFUR THOR Á samkvæmt úttekt Markaðarins 230 milljarða íslenskra króna. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM Þetta er nú meira letilífið þessa dagana. Rétt að maður nenni að dröslast á fætur til að kíkja á af- komufundina. En ætli sé nú ekki samt rétt að fylgjast með. Gott hjá Landsbankanum að vera vel fyrir hádegi með kynn- inguna sína, svona áður en hita- stigið nær hæstu hæðum. Og gaman að því hvað menn eru brattir þar með innlánsreikn- ingana sína í útlöndum. Alltaf gaman þegar gengur vel. Sér- staklega þegar á móti blæs. Annars mættu menn nú alveg fara að spila með þegar fjárfest- ar vilja gera góða hluti. Ég fór um daginn í ónefndan banka og spurði hvort þeir vildu ekki lána mér smáslummu. Við ætluðum félagarnir að kaupa smábissness sem okkur leist vel á og ætluð- um að gera þetta vel, bara með helming að láni. Litlar 150 kúlur. Í bankanum voru menn aldeilis til í að aðstoða. Sjálfsagt mál að lána þetta í þrjú ár með 23 pró- senta vöxtum. Ég hló nú bara. Í næsta banka fóru þeir reynd- ar undir 20 prósentin með vext- ina og buðu mér endurskoðun að ári. Mér fannst það alveg jafnfyndið. Ekki er nú samt víst að þeim sé öllum hlátur í hug sem þurfa að sækja fjármögnun á þessum kjörum. Annars sýna þessar aðstæður nú hvað banka- bransinn er skemmtilegur bís- ness. Þó að menn þurfi kannski eitthvað að afskrifa þá aukast hinu megin þóknanatekjur frá þeim bæjum sem þurfa á „fjár- hagslegri endurskipulagningu“ að halda. Já, nú er gott að vera ekki í miklum spreng að kaupa, eða taka lán. Maður heldur bara áfram að slaka á meðan menn vilja ekki taka þátt í góðum verkefnum. Peningamarkaðirn- ir sjá til þess að manni líður ekk- ert illa á meðan. Þessi lántaka bíður því betri tíma. Spurning samt hvort ekki fer að koma að því að fjármálastofn- anir hér heima noti eitthvað af þessum peningum til útlána sem þeir eru að sækja í þessum inn- lánsreikningum sínum. Svo fer nú tækifærunum líka að fjölga. Kannski þarf maður bara að vera stórtæk- ari í fyrirtækjakaupunum. Að minnsta kosti nógu stórtækur til að vekja áhuga banka öðrum hvorum megin Atlantsála. Best að hafa augun hjá sér um leið og maður nýtur sumarblíðunnar. Þá er heldur ekki algalið að hafa lausan tíma til að trimma af sér í ræktinni grillkjötið og bjórinn. S P Á K A U P M A Ð U R I N N Lánið slegið af í sólinni EINA VIÐSKIPTABLAÐIÐ SEM ÞÚ ÞARFT Með Fréttablaðinu alla miðvikudaga Í hádeginu kl 12:12 á Stöð 2 Markaðurinn á Vísi alla daga VIÐSKIPTAFRÉTTIR ALLA DAGA VIKUNNAR Fáðu ferskar íþróttafréttir á hverjum morgni Fréttablaðið stendur vaktina á hverju kvöldi – líka á laugardögum. Þannig færum við þér nýjustu úrslitin og staðgóða umfjöllun á morgunverðarborðið hvern einasta morgun.* *Sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins er prentuð á laugardegi áður en íþróttaúrslit dagsins liggja fyrir og 24 stundir koma hvorki út á sunnudögum né mánudögum. Auk þess fara 24 stundir í prentun aðra daga áður en íþróttaleikjum kvöldsins er lokið. Fréttablaðið er eina dagblaðið sem færir þér ferskar íþróttafréttir alla morgna vikunnar, líka á sunnudögum. Allt sem þú þarft – alla daga F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.