Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 1
Laxveiði Dýrustu ár landsins 14 Tímavél Upprifjun á ráðum Tryggva Þórs Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 30. júlí 2008 – 31. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Eins árs Lánsfjárkreppan er eins árs um þessar mundir og ekkert bendir til að hún sé að minnka. Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hafa bankar nú þegar afskrifað um 500 milljarða dala en sjóðurinn gerir ráð fyrir að þeir muni tapa alls um þúsund milljörðum. Til bjargar Bandaríska þingið samþykkti lagafrumvarp til þess að koma fjármálasjóðunum Fan- nie Mae og Freddie Mac til bjargar. Sjóður upp á 300 milljarða dollara verður settur á laggirnar til þess að koma þeim sem eiga mikið veðsett- ar eignir til bjargar. Vogun tapar Útkoma vogunar- sjóða eftir júlímánuð gæti orðið sú versta í fimm ár í kjölfar þess að spár um þróun hlutabréfamark- aðarins og hráolíuverðs reyndust byggðar á sandi. Spár um lækkun hlutabréfa brugðust þegar hluta- bréf í Fannie Mae og Freddie Mac meira en tvöfölduðust í verði á sex dögum. Ekki „happy meal“ leyfishaf- ar McDonald´s í Noregi höfðuðu mál gegn höfuðstöðvum keðjunnar í Bandaríkjunum vegna þvingun- ar á greiðslu viðhalds og svimandi hárra tryggingarupphæða. Dýr dropi heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi eftir að það náði sjö vikna lágmarki um helgina þegar verð á tunnu fór niður fyrir 123 dollara. Árásir uppreisnarmanna í Nígeríu valda þessari hækkun. 12 Landsbanki Íslands hagnaðist um 12 milljarða króna eftir skatta á öðrum ársfjórð- ungi. „Afkoma Landsbankans á fyrstu 6 mán- uðum ársins er mjög góð. Þetta er mikilvægt, ekki síst í ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hagnaðurinn er svipaður og á sama ársfjórðungi í fyrra. Afkoman er í samræmi við spár greiningardeilda sem gerðu ráð fyrir 10 til 12 milljarða hagn- aði á tímabilinu. Mikill vöxtur hefur verið í Ice- save innlánsreikningum Lands- bankans sem starfræktir eru meðal annars í Bretlandi og Hol- landi. Sigurjón segir að alls hafi 200 þúsund viðskiptavinir bæst í hópinn á þessu ári og séu nú um 350 þúsund. Um 60 prósent af tekjum Landsbankans koma er- lendis frá, þar af 34 prósent frá Bretlandi. - bþa / sjá síðu 2 Hagnast þrátt fyrir hallæri Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar „Það er ekkert leyndarmál að innheimta er erfiðari en áður. Það er miklu meira um að menn þurfi að semja um frest og kröfum fjölgar sem eru sendar til lögfræðings,“ segir Anna Sigríður Jóhannsdóttir, sviðsstjóri greiðendaþjónustu Intrum. Davíð Bene- dikt Gíslason, framkvæmdastjóri Momentum, segir að áþreifanlegust séu vanskil stærri fyrirtækja. „Við erum að sjá dæmi að fyrirtæki sem ekki hafa áður verið í lausafjárvandræðum eru komin í van- skil. Áður fyrr höfðu menn ekkert sérstakar áhyggj- ur þó að greiðslur drægust í einn til fjóra mánuði en nú er farið að herða á innheimtuferlunum því fyr- irtækin eru jafnvel sjálf í vanskilum. Peningarnir verða að koma hraðar inn.“ Róðurinn er að þyngjast hjá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að innheimta hefur reynst erfiðari en áður. Slíkt hefur keðjuverkandi áhrif og nú virðist sem mörg fyrir- tæki séu komin í vanda vegna lágs innheimtuhlut- falls og lausafjárskorts. „Við höfum orðið vör við að greiðslustaða fyrirtækja hafi breyst á undanförnum vikum og mánuðum þannig að fyrirtæki hafi verið að lengja greiðslufrest til sinna birgja. Hvort það sé tímabundið ástand eða hversu lengi það varir er ómögulegt um að segja segir Ágúst Jóhannesson, yfirmaður fyrirtækjasviðs KMPG. Þróunin hefur verið hröð og tala flestir um að vanskil hafi farið stigvaxandi frá áramótum, en hafi þó vaxið mest frá því í vor. Kröfur sem höfðu eindaga í júní fara að öllu jöfnu í innheimtu hjá lögfræðingum eftir versl- unarmannahelgina. Það má því gera ráð fyrir að róðurinn eigi enn eftir að þyngjast með haustinu og að gjaldþrotum muni fjölga. Davíð telur að haust- ið verði erfitt fyrir fólkið í landinu: „Fólk sem hefur misst vinnuna, hefur velt sér áfram á yfirdráttum, sem getur ekki selt eignina sína og er jafnvel búið að veðsetja allt sitt, vandræði þeirra eiga eftir að aukast hratt í kjölfar fyrirtækjanna.“ Vanskil aukast og innheimta erfiðari Fleiri kröfur fara í innheimtu til lögfræðinga. Stór fyrirtæki eru í vanda vegna þess hve innheimtuhlutfall hefur lækkað. „Núna stendur krafan á stjórnmálamennina að hafa forystu um að móta sýn um það, hvernig við kom- umst aftur á fast land og getum hafið uppbyggingu á ný,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Íslands. Rætt er við hann og Ara Skúla- son hagfræðing, sem áður var hjá Alþýðusambandi Íslands, í Markaðnum í dag um hvort byggja megi á reynslu þjóðarsáttarinnar árið 1990 í efnahagsum- róti dagsins í dag. Þeir segja ljóst að nauðsynlegar umbætur geti orðið um margt sársaukafullar, svo sem á vettvangi fjármála ríkis og sveitarfélaga. „Svo verða ríki og borg að taka höndum saman um sóknarsýn í orku- málum. Ekki gengur lengur að menn tali þar út og suður,“ segir Þórarinn. Ari bendir á að stjórnarmeirihlutinn sé ríflegur og því ætti allir möguleikar að vera á því að hægt sé að ná utan um stöðuna sem uppi er í efnahags- málum. Hann segir jafnframt ljóst að endurskoða þurfi hér stefnuna í ljósi undangenginnar reynslu. „Upp á síðkastið hefur til dæmis komið í ljós að margt af því sem við töldum okkar helstu styrkleika, líkt og sveigjanleiki og svo framvegis, reynist kannski bara veikleiki og við þurfum að sammælast um á hvað við ætlum að leggja áherslu.“ Þórarinn segir jafnframt reynsluna sýna að krón- an sé of lítil til að þjóna hagsmunum fyrirtækja, einstaklinga og jafnvel ríkisins. „Um þetta deila menn í raun og veru ekki lengur.“ - óká / Sjá miðopnu Kalla eftir stjórnmálaforystunni Á tímum þjóðarsáttarinnar drógu samtök atvinnulífsins vagninn í nauðsyn- legum umbótum. Núna er þjóðlífið breytt og aðrir þurfa að leiða umbætur. Jarðvarmi Forskot Íslendinga að hverfa 6 SIGURJÓN Þ. ÁRNASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.