Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 30. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Ekkert lát hefur verið á sölu veiðileyfa þrátt fyrir slæm tíðindi úr efnahagslífinu undanfarið. Veiði- leyfissalar segja ástæðuna fyrir því vera að flest veiðileyfin voru seld á síðasta ári áður en að fór að kreppa að. „Ég reikna ekki með samdrættinum fyrr en á næsta ári. Maður finnur samt greinilega að það eru færri sem bíða á kantinum eftir veiðileyfi núna en í fyrra“ segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur. Hann segir jafnframt að nú sé að nást jafnvægi á framboði og eftirspurn en undanfarin ár hafi markaðurinn einkennst af um- frameftirspurn og verið mikill seljendamarkaður. Þröstur Elliðason hjá Streng og Stefán Sigurðsson hjá Laxá segjast hafa fundið fyrir að lægð hafi komið í markað- inn rétt eftir ára- mót. „Það er hins vegar að veiðast svo rosalega vel núna að við erum að ná að selja upp veiðileyfin sem við áttum eftir,“ segir Stefán. Haraldur gerir ráð fyrir að minnkandi inn- lendri eftirspurn verði mætt með erlendum við- skiptum. „Það er einkar hag- kvæmt fyrir út- lendinga að veiða á Íslandi núna, dýrustu vikuveiðileyf- in fyrir útlend- inga hafa lækk- að um 25 prósent vegna veikingu íslensku krón- unnar.“ Aðspurður hvort minnkandi eftirspurn verði mögulega mætt með verðlækkunum á næsta ári segir Haraldur: „Svigrúm okkar er í raun ekkert. Allir samningar eru vísitölutryggðir. Ég geri ráð fyrir að okkar verð verði það sama á næsta ári.“ GUÐMUNDUR fer yfir verkefni dagsins með samstarfsfélaga sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sum- arið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stund- að það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stef- ánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verð- skuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frá- bært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrj- un maí til loka október. Svifflug er að sögn Stein- þórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostn- aðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og seg- ist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Mark- mið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum. Hinn hljóði heimur Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, stundar svifflug yfir sumarið og hefur gert það undanfarin 30 ár. SVIFIÐ UM HÁLOFTIN Lent í lok keppnisdags á Hellu. AÐSENDMYND/EGGERT NORÐDAL F R Í S T U N D I N 6.30 Vakna og renni út í Kór – H10 líkamsræktarstöð sem er í um 3 mínútna fjarlægð frá heimili mínu. Fer í gegnum ferlið að klæða mig og fyrstu 5 mínúturnar á hlaupabrettinu ennþá með hálflokuð augun. „Verðlauna“ mig eftir góða æfingu með einum prótín-shake. 7.45 Kem við heima hjá mér og hleypi Mæju, konunni minni, í vinn- una. Hún sá um að taka á móti börnunum (Írisi Maríu og Guðjóni Aroni) úr rúminu en þar sem þau eru í sumarfríi er frekar líbó morg- unstemning á heimilinu þennan morguninn. 8.00 Fæ mér sterkt og gott kaffi og les í gegnum Morgunblaðið og geri mig kláran fyrir daginn. Aðstæður í fjármálaheiminum kölluðu á annan kaffibolla en ég læt þennan eina duga í bili. 8.25 Legg af stað í vinnuna um leið og barnapían mætir á svæðið. Hennar bíður viðburðaríkur dagur við að hafa ofan af fyrir krökk- unum sem nýta sumarfríið sitt ekki í að slappa af eins við fullorðna fólkið myndum kjósa. 8.45 Mættur í vinnuna og fer strax á morgunfund í bankanum. Á hverjum morgni hittast starfsmenn og fara yfir það helsta sem gerst hafði daginn áður og leggja á ráðin fyrir komandi dag. 9.30 Sestur inn í miðlunarherbergi og fer yfir tölvupóstinn. Markaðir víða komnir vel af stað og nú hefst hinn hefðbundni dagur í miðluninni þar sem við leggjum á ráðin með okkar viðskiptavinum. Mikið er að gerast á verðbréfamörkuðum víða um heiminn svo að mörgu er að hyggja. 12.00 Óli Bjarki er búinn að plana ferð á Pítuna í næsta húsi. Ég næ að koma mér undan þeirri ferð og fer þess í stað inn í mötuneyti og fæ mér gufusoðinn fisk og grænmeti. 12.30 Forstöðumannafundur. Hér hittast forstöðumenn í bankanum undir forystu Styrmis framkvæmdastjóra og fara yfir stöðu ein- stakra deilda. Niðurstaða fundarins var ánægjuleg. 14.30 Fundur með viðskiptavini. 17.00 Komið að hinu vikulega golfi með félögum mínum Ásgeiri Baldurs og Ívari Sigurjóns. „Business as usual“ þar; vann mér inn tvær rauðvínsflöskur í þetta skiptið og enn og aftur fer Ívar í burtu með bronsverðlaunin í farteskinu. 19.30 Kem heim. Konan mín búin að undirbúa ljómandi fína máltíð með „hjálp“ barnanna. Sitjum saman fjölskyldan úti á svölum og njót- um veðursins á meðan við borðum góðan mat. 20.30 Tek að mér að koma börnunum í ró. Eftir að búið er að bursta tennur og þvo sér kem ég þessu verkefni reyndar snilldarlega yfir á Pétur Pan sem er vinsæli gaurinn þessa dagana hjá krökkunum. 22.00 Krakkarnir greinilega að taka sumarfríið alla leið og enn í fullu fjöri. Þeim er skutlað inn í rúm og eru sofnuð innan tíu mínútna. 22.30 Setið fyrir framan sjónvarpið og þvotturinn brotinn saman. Þreytan eftir daginn farin að segja til sín. 23.30 Dríf mig í rúmið og er sofnaður áður en langt um líður … D A G U R Í L Í F I . . . Guðmundar Karls Guðmundssonar, forstöðumanns hjá MP fjárfestingabanka Dýrustu ár landsins LANGÁ Á MÝRUM er í 10. sæti listans yfir dýrustu ár landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LAXÁ Í KJÓS Stöngin í Laxá í Kjós kostar 148.000 kr. Áin er í 11. sæti yfir dýrustu ár landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listinn miðast við verð á stöng. Ekki er tekið tillit til hversu margar stangir eru í umferð, aðstöðu, gistingar eða matar. Miðast verðið eingöngu við uppgefið verð hjá veiðisölum. 1. Laxá á Ásum – 250.000 kr. 2. Hofsá – 230.000 kr.* 3. Haffjarðará – 200.000 kr. 4. Þverá/Kjarrá – 180.000 kr. 5. Selá í Vopnafirði – 170.000 kr. 6. Víðidalsá – 160.000 kr. 7. Miðfjarðará – 160.000 kr. 8. Norðurá – 155.000 kr. 9. Grímsá – 150.000 kr. 10. Langá á Mýrum – 149.000 kr. * Þetta verð kom fram í samtali við veiðimann sem nýlega hefur veitt í Hofsá, en Stangveiðifélag Hofsár vildi ekki staðfesta það. D Ý R U S T U Á R N A R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.