Fréttablaðið - 30.07.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 30.07.2008, Síða 6
MARKAÐURINN 30. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G Jarðvarmi er framtíðin. Þetta var samdóma álit nær allra gesta á fjölsóttri ráðstefnu Jarðhitasam- bands Bandaríkjanna, sem fram fór í New York fyrir réttri viku. Vel á annað hundrað fulltrúa fjárfesta, fjölmiðla og fyrirtækja í jarðvarmageiranum sóttu ráð- stefnuna – fleiri en nokkru sinni fyrr ráðstefnu af þessu tagi. Til viðbótar voru á fimmta hundrað manns skráðir í vefútsendingu frá viðburðinum. Þessi áhugi er sagður til marks um að augu fjármálalífsins, sem og almennings, séu loks að opn- ast til fulls fyrir möguleikum á sviði jarðvarmanýtingar. NÁMSKEIÐ FYRIR PENINGAMENN Yfirskrift ráðstefnunnar var Jarðvarmi 101 – Heitasta hreina orkulindin, með vísan í yfirlýst- an tilgang hennar, sem var að uppfræða viðskiptalífið um eðli jarðvarma og nýtingamöguleika hans, einkum í Bandaríkjunum. Helstu styrktaraðilar ráðstefn- unnar voru Glitnir, sem er við- loðandi jarðvarmaverkefni um víða veröld, og Ormat, eitt helsta orkufyrirtæki heims á sviði jarð- varma. Í hlutverki uppfræðara voru fjórtán sérfræðingar í geiranum, forstjórar fyrirtækja og aðrir áhrifamenn. Meðal ræðumanna var Arnar Hjartarson, jarðeðlis- fræðingur hjá Glitni, sem flutti lærða tölu um borholuprófanir og áhættumat, en Glitnir stær- ir sig einmitt af því að vera eina fjármálafyrirtækið sem hefur á sínum snærum sérfræðing í jarð- varma sem hefur það að aðal- starfa að meta áhættu af fjárfest- ingum í jarðvarmaverkefnum. Nokkur erindanna voru afar tæknilegs eðlis, en fjármála- mennirnir virtust síður en svo slegnir út af laginu og höfðu aug- ljóslega unnið heimavinnuna sína. Þeir spurðu spurninga um flóknustu atriði og ráku jafnvel virtustu sérfræðinga í geiranum á gat. GRÍÐARMIKLIR MÖGULEIKAR VESTRA Ólíkt því sem sumir telja þá gerir varminn sem kraumar í íslenskri jörð landið ekki einstakt. Jarð- varmi finnst víða um heim, og það í meira magni en hér. Hér eru framleidd rúm 400 mega- vött af jarðvarmaafli árlega, samanborið við 3.000 megavött í Bandaríkjunum og 3.200 í Suð- austur-Asíu, einkum Indónesíu og Filippseyjum. Yrði allur kunn- ur jarðvarmi á Íslandi virkjaður gæti raforkuframleiðsla numið tæpum 6.000 megavöttum, sam- anborið við um 42 þúsund mega- vött í Suðaustur-Asíu og um 38 þúsund á vesturströnd Suður- Ameríku. Möguleikarnir eru sömuleið- is gríðar miklir í Bandaríkjunum, þar sem fræðilega væri hægt að beisla um þrjátíu þúsund mega- vött af jarðvarmaafli, ef miðað er við þau svæði sem þegar eru kunn. Þó skal taka fram að inni í tölum sem þessum eru svæði sem líklega verða aldrei virkjuð, eða að minnsta kosti ekki í náinni framtíð, svo sem þjóðgarðar og náttúruperlur. Að sögn forsvars- manna Glitnis er fjárfestinga- þörfin í jarðvarmaverkefnum fyrir Bandaríkin ein á bilinu einn til einn og hálfur milljarð- ur Bandaríkjadala á ári hverju næstu árin, og mun líklega rísa í tvo til tvo og hálfan milljarð á ári að nokkrum árum liðnum. Um helmingur bandarískrar raforku er nú framleiddur með kolabrennslu, en einungis um tvö og hálft prósent með endurnýj- anlegum orkugjöfum og þar af ekki nema eitt prósent með jarð- varma. Í því felst einmitt sér- staða Íslendinga; við svölum raf- orkuþörf okkar að 99,9 hundr- aðshlutum með endurnýjanlegri orku. FYRIRMYNDARRÍKIÐ ÍSLAND Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, var einn aðalræðu- manna ráðstefnunnar, og var þar í föngulegum flokki með Alex- ander Karsner, aðstoðarorku- málaráðherra Bandaríkjanna, og Dan Reicher, framkvæmdastjóra loftslags- og orkusviðs Google. Forsetinn rakti hvernig það tók Íslendinga rétt um hálfa öld að kasta kolunum og olíunni fyrir jarðvarmann og umturnast úr samfélagi sem nýtti heitu lind- irnar einungis til þvotta á laug- ardögum, í samfélag sem geng- ur nær eingöngu fyrir endurnýj- anlegri orku, alla daga. „Ef við getum það, 300 þúsund talsins, þá hljóta aðrir að geta það líka,“ sagði Ólafur og gestir kinkuðu andaktugir kolli. Hann bauð því næst öllum þeim sem efuðust um að jarðvarmanýting væri fýsi- legur og arðbær kostur að koma í heimsókn til Íslands og sjá með eigin augum hvað hægt væri að gera. Forsetinn sagðist hafa fund- að með fjölda áhrifamanna í Bandaríkjunum um möguleik- ana á nýtingu jarðvarma þar í landi, meðal annars með verð- andi forsetaframbjóðendunum John McCain og Barack Obama, og víðast hvar fengið afar góðar viðtökur. Hann sagðist eiga von á því að viðhorfið til jarðvarmans taki stakkaskiptum að loknum forsetakosningunum í nóvember, þar eð báðir frambjóðendurnir væru umtalsvert jákvæðari í garð þessarar nýju tækni en sitj- andi forseti, og hefðu lýst yfir vilja til að greiða leið fyrirtækja í geiranum frekar en nú er. MÓTBYR Í STJÓRNKERFINU Það var raunar leiðandi stef í er- indum á ráðstefnunni hve stirt bandaríska regluverkið er gagn- vart fyrirtækjum í jarðvarma, þótt þokast hafi hægt í rétta átt á liðnum árum. Um þetta virtust allir sammála, jafnvel aðstoðar- orkumálaráðherrann Alexander Karsner. Hann skellti skuldinni þó að mestu á Bandaríkjaþing, sem er undir stjórn demókrata. Karsner sakaði þingmenn um skort á frumkvæði í lagasetn- ingu um endurnýjanlega orku- gjafa, og tók reyndar fram að það gilti þvert á flokkslínur. Karsner flutti erindi sitt af gríðarmiklum ákafa, sagði ríkisstjórn landsins mjög spennta fyrir því að stuðla að framgangi fyrirtækja á jarðvarmamarkaði og að bylting hefði þegar orðið í þá veru með auknum áhuga og níutíu milljón dollara þróun- arverkefni stjórnarinnar. „Þetta er það sem ég er allra stoltast- ur af í embættistíð minni,“ sagði Karsner, og átti þar við það sem hann kallaði „endurreisn jarð- varmans“. Nú væri búið að snúa skútunni við. Ráðuneyti hans væri sérlega óvinsælt, nyti ein- ungis 24 prósenta stuðnings, en honum væri sama. Ríkið væri búið að gera sitt og nú væri fjár- málalífsins að taka við taum- unum. „Við þörfnumst ykkar,“ sagði hann og beindi orðun- um að fulltrúum fjármálastofn- ana í salnum. Þrátt fyrir fagur- galann virtust ekki allir sann- færðir um heilindi Karsners og hlökkuðu eflaust flestir til forsetakosninganna í haust. Augun opnast fyrir jarð- varmanum – og veskin með Mikill áhugi á jarðvarmaráðstefnu í New York á dögunum þykir til marks um að jarðvarminn sé loks að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Markmiðið var að fræða fjármálaheiminn um jarðvarma og kveikja áhuga. Forskot Íslands er að hverfa, segir forset- inn. Stígur Helgason sótti ráðstefnuna og heyrði marga ræðumenn gagnrýna stjórnvöld vestra fyrir takmarkaðan samstarfsvilja. Forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, segir að ráðstefnan sýni á afar skýran hátt þær miklu breytingar sem orðið hafa á umræðunni um nýtingu jarðvarma á örfáum árum. „En mér finnst þessi fundur líka vera merki- legur fyrir það að hann er vísbending um að það ótvíræða forskot sem Íslendingar hafa haft á undan- förnum árum á þessu sviði mun kannski endast okkur í fjögur, fimm eða sex ár til viðbótar.“ Ís- lendingar þurfi að hafa sig alla við á næstu misserum, ætli þeir að láta forskotið nýtast þjóðinni til hagsbóta. Ólafur segir þrennt drífa sig áfram í baráttunni fyrir endur- nýjanlegri orku. „Í fyrsta lagi þá hef ég í meira en tíu ár verið virkur þátttak- andi í umræðunni um loftslags- breytingar og hvernig mannkyni stafar hætta af þeim. Sú um- ræða snýst fyrst og fremst um orkunýtingu því það er fyrst og fremst nýting jarðefna, kola og olíu, sem hafa skapað þessa hættu. Ég tel að Íslendingar hafi nánast siðferðislega skyldu að sýna öðrum þjóðum fram á það að það er hægt að bregðast við með árangursríkum hætti, eins og við höfum gert,“ segir hann. „Í öðru lagi tel ég að á þessu sviði séu gríðar- legir tekjumöguleikar fyrir Ís- lendinga og í þriðja lagi er þessi vettvangur mikilvægur starfs- vettvangur fyrir unga kynslóð menntamanna, sem hugsanlega hafa hikað við að mennta sig í raunvísindum.“ Ólafur hefur rætt við báða forsetaframbjóðendur í Banda- ríkjunum um málið, við góðar undirtektir. „Ég er sannfærð- ur um að það skiptir ekki máli hvor þeirra vinnur forseta- kosningarnar, þeir munu báðir beita bandaríska stjórnkerfinu á komandi árum í þá átt sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir hann. Forskot Íslendinga óðum að hverfa ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Fulltúi netfyrirtækisins Google hélt erindi á ráðstefnunni og gaf þar tvær yfirlýsingar um þátttöku Google í þróun jarðvarmatækni. Annars vegar kynnti Dan Rei- cher, framkvæmdastjóri lofts- lags- og orkusviðs Google, nýja tækni sem Google hefur þróað til að kortleggja mögulega leiðni í bergi á háhitasvæðum, sem unnt væri að dæla vatni í með há- þrýstidælum til að framleiða gufu. Hins vegar tilkynnti hann um tæplega hálfr- ar milljónar dollara styrk frá Google til háskólarannsókna á háhitasvæðum, þar sem flestar þær upplýsingar sem til eru um slík svæði í Bandaríkjunum eru frá áttunda áratugnum og mögulega úreltar. Reicher sagði í samtali við blaðamann að Google hefði mik- inn áhuga á jarðvarma, enda sam- rýmdist notkun vistvænnar orku af því tagi mjög vel umhverfis- vænni stefnu fyrirtækisins. Í erindi sínu sagði hann það markmið Google að gera end- urnýjanlega orkugjafa ódýrari en kol, á næstu árum en ekki áratugum. Þá átaldi hann bandarísk stjórnvöld fyrir skort á stuðningi og nefndi Ástralíu sem dæmi um liðlega stjórnsýslu. Google í liði með umhverfinu DAN REICHER Glitnir var annar aðalbakhjarl ráðstefnunnar, enda á bankinn mikið undir því að jarðvarminn komist upp á yfirborðið í Bandaríkjunum, ef svo má að orði komast. Glitnir stefnir að því að verða leiðandi lánastofn- un á heimsvísu þegar kemur að jarðvarmaverkefnum og er nú þegar kominn af stað með fjög- ur verkefni í Bandaríkjunum. Glitnir tók þá ákvörðun að fara inn á jarðvarmamarkaðinn árið 2005 í ljósi reynslu sinnar af sjávarútvegs- markaði. „Þar höfðum við byggt upp um- fangsmikla alþjóðlega starfsemi grund- vallaða á íslenskri sérstöðu. Og við tókum ákvörðun um að gera eiginlega nákvæmlega það sama í endurnýjanlegri orku. Við notuð- um hvíta fiskinn og hina íslensku sögu til að brjótast inn í alþjóð- legan sjávarútveg og gerðum það sama með endurnýjanlegu orkuna og jarðvarmann.“ Í dag er Glitnir með um 45 millj- arða króna í fjárfestingum og út- lánum til jarðvarmaverkefna. „Það er mikilvægt að vera sjáanlegur í brans- anum og þetta er ráðstefna bransans. Þessar samkomur eru sífellt að stækka, og gestirnir að yngjast,“ segir Magnús. Fóru fiskislóðina inn á jarðhitamarkaðinn MAGNÚS BJARNASON Á kortinu sést hve mörg megavött af jarðvarmaafli væri mögulegt að virkja á hverju svæði fyrir sig og einnig hversu mikið er virkjað nú þegar. Á öllum svæðum eru gríðarmiklir möguleikar til nýtingar. Rauðleitu svæðin eru jarðvarmabelti, sem flest má finna á fleka- mótum. Vert er þó að geta þess að inni í þessum tölum eru svæði sem tæpast verða virkjuð í fyrirsjáanlegri framtíð, svo sem þjóðgarðar og aðrar verndaðar náttúruperlur. 420 38.000 3.200 42.000 440 9.000 3.500 30.000 420 5.800 900 10.000 140 14.000 Möguleikar á nýtingu Virkjaður jarðvarmi H EIM ILD /G LITN IR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.