Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 30. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Finnskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni síðan 1990. Þetta kemur fram í tölum sem finnska hagstofan birti í gær. Einungis tólf prósent Finna telja að ástand efnahagsmála eigi eftir að batna á næsta ári en 49 prósent töldu ástandið eiga eftir að versna. Vísitala væntinga neytenda mældist 6,5 í júlí, en mældist 10,2 í júní og 11,1 í maí. Meðaltal vísi- tölunnar frá upphafi er 13,8 stig. Fyrir helgi bárust þær fréttir frá Bandaríkjunum að neytendur þar í landi hefðu verið ögn bjart- sýnni í júlí en í júní. Væntinga- vísitala sem Ríkisháskóli Michig- an gefur út „stökk“ úr 56,4 stig- um í júní í 61,2 stig í júlí. Þessum fréttum var tekið fagnandi, því greiningardeildir höfðu spáð því að væntingar neytenda myndu halda áfram að falla í júlí. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir Richard Curtin, sem hefur umsjón með gerð vísitölunnar, að samt sé ástæða til að taka þess- um tölum með ákveðnum fyrir- vara: „Líklega er hér um að ræða svokallað „dead cat bounce“, fyrirbæri sem við höfum margoft séð síðustu fimmtíu ár: Vísitalan tekur skammvinnan kipp upp á við eftir langt fall, en heldur áfram að falla í næstu mælingu“. - msh Aukin svartsýni finnskra neytenda Finnskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni í átján ár. Heldur bjartara er yfir Bandaríkjamönnum. FYRIR UTAN VÖRUHÚSIÐ STOCKMANN Finnskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni síðan 1990. AFP/MARKAÐURINN Magnús Sveinn Helgason skrifar Svokölluð „SMS-lán“ hafa sætt harðri gagnrýni af hálfu talsmanna neytenda í Svíþjóð sem segja að ungt fólk gæti sín ekki á lánskjörum og geti iðulega ekki greitt lán sín, enda séu vextir af þeim svimandi háir, allt að 1.600 prósent á árs- grundvelli. Samkvæmt heimasíðu Folkia, sem er að hluta til í eigu Íslendinga, þarf lántakandi að greiða 5.000 króna lántökugjald af 40.000 króna láni til 30 daga. Það samsvarar 311 prósenta vöxt- um á ársgrundvelli. Viðskiptavinir sækja um lán með SMS skilaboð- um eða af heimasíðum fyrirtækjanna sem milli- færa allt að 40.000 krónur inn á reikning lántak- anda. Hröð afgreiðsla og ágengar auglýsingar fyrirtækjanna hafa sætt gagnrýni. „Vanskilin byrjuðu að streyma inn strax eftir að þessi starfsemi byrjaði fyrir tveimur árum. Sam- kvæmt athugun okkar voru flestir sem lentu í van- skilum á aldrinum 18 til 25 ára, og margir voru með fjölda vanskila á bakinu,“ segir Kent Lind- holtz hjá Kronofogden, innheimtustofnun sænska ríkisins, í viðtali við Markaðinn. Lindholtz segir athuganir sýna að fólk taki SMS- lán til að standa straum af daglegum útgjöldum, en jafnvel til að borga spilaskuldir: „Í fyrstu var markaðssetning félaganna mjög ágeng og fólk gat tekið lán seint á kvöldin en því hefur sem betur fer verið breytt.“ Framan af voru það á þriðja tug fyrirtækja sem kepptust um markaðinn. „Fyrir kom að fólk tók út tíu lán og gat ekki borgað neitt þeirra. Það var augljóst að margir lántakenda voru ekki borgunar- menn og hefðu aldrei átt að fá lán.“ Hörður Bender, stjórnarformaður og stofnandi Folkia segir að fyrirtækið hafi barist fyrir strang- ari reglum um þennan markað. „Enginn vill það frekar en við að strangari reglur verði settar um smálánastarfsemi.“ Hörður segir vanskil mjög lítil, einungis 1,7 prósent. Hafliði Helgason, sem er framkvæmdastjóri hjá Sjávarsýn, eignarhaldsfélagi Bjarna Ármannsson- ar, sem er meðal hluthafa í félaginu, segir gagn- rýni á Folkia og starfsemi þess ósanngjarna. „Í Sví- þjóð hefur verið ákveðin tilhneiging til að setja þessi fyrirtæki öll undir einn hatt, en við gerum mun strangari kröfur til viðskiptavina okkar en önnur félög.“ Afgreiðsla Folkia lokar klukkan átta á kvöldin og lán eru ekki afgreidd á klukkutíma eins og hjá öðrum smálánafyrirtækjum. Þá er lág- marksaldur lántakenda 20 ár hjá Folkia en 18 ár hjá öðrum fyrirtækjum. Hafliði segir að Folkia hafi unnið með stjórnvöldum að því að setja strangari lög um starfsemina. Þá bendir Hafliði á að Svíar þekki ekki yfirdrátt- arlán líkt og tíðkist hér og að á Norðurlöndunum sé annað viðhorf til lánsfjár. Þannig yrði uppi fótur og fit ef fréttist að unglingar fengju 200.000 krónur í yfirdrátt í banka. STOKKHÓLMUR Í Svíþjóð hafa smálánafyrirtæki verið sett undir einn hatt í neikvæðri umræðu. Folkia, sem er að hluta í íslenskri eigu, hefur þó tekið upp strangari reglur í útlánum en önnur sam- bærileg fyrirtæki. Hörð gagnrýni á SMS lán í Skandinavíu Talsmenn neytenda á Norðurlöndum segja SMS-lána fyrir- tæki stunda okurlánastarfsemi. Folkia, sem er að hluta í eigu Íslendinga, er langstærst á þessum markaði. Flugfélögin British Airways og spænska flugfélagið Iberia til- kynntu í gær að viðræður væru í gangi um hugsanlega sameiningu félaganna. Willie Walsh, framkvæmdastjóri British Airways, segir í sameigin- legri fréttatilkynningu frá félög- unum að landslag flugfélaga sé að breytast og sameiningar flugfé- laga séu löngu tímabærar. Samein- ing sé góður kostur við núverandi efnahagsaðstæður þar sem nauð- synlegt sé að hagræða í rekstri. Fernando Conte, framkvæmda- stjóri Iberia, segir að sameining gæti verið góð fyrir bæði félögin. Þau hafa unnið saman í tíu ár British Airways keypti árið 1999 níu prósenta hlut í Ibera og auk nýlega við hlut sinn í 13,5 pró- sent. Iberia á einnig tæp fimm prósent í British Airways. - bþa Sameining flugfélaga VIÐRÆÐUR UM SAMEININGU Viðræður standa yfir um að sameina British Airways og spænska flugfélagið Iberia. „Alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir eru eftir sem áður viðkvæmir og merki um kerfisbundinn óstöð- ugleika eru áfram mjög skýr.“ Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu sem Alþjóða gjaldeyr- issjóðurinn (IMF) birti á mánu- dag. Sjóðurinn telur að ekki sé hægt að binda endi á lánsfjárkrepp- una nema fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum rétti úr kútn- um, en það sé enn langt undan: „Botninn ekki enn í sjónmáli á húsnæðismarkaðnum.“ Á þriðjudag voru birtar tölur um þróun fasteignaverðs í maí, en samkvæmt þeim hefur verð fallið um 15,8 prósent síðasta ár, sem er mesta verðfall síðan mæl- ingar hófust. Þar með hafa verð- hækkanir síðustu fjögurra ára gengið til baka. Greiningardeild- ir hafa þó bent á að dregið hafi úr verðfalli milli mánaða. Verð féll um 0,9 prósent í maí, en í apríl féll það verð um 1,4 prósent. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hrósar Bandaríska seðlabankan- um fyrir að hafa varið bandaríska fjármálakerfið hruni. Sjóður- inn bendir sérstaklega á aðgerð- ir til að bjarga fasteignalána- sjóðunum Fannie Mae og Fredd- ie Mac, en sökum þess hversu útbreidd skuldabréf þeirra eru hefði greiðsluþrot sjóðanna haft alvarlegar afleiðingar fyrir traust fjárfesta um allan heim. Ekki sé þó nóg að bjarga sjóðun- um, því endurskoða þurfi starf- semi þeirra og herða með þeim eftirlit. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varar einnig við því að lánsfjár- kreppan muni verða til þess að fjármálastofnanir þurfi að draga úr öllum útlánum sem muni valda enn frekari samdrætti í atvinnu- starfsemi. Samkvæmt athugun Bandaríska seðlabankans hafa 55 prósent banka þegar dregið úr lánum til fyrirtækja. - msh Botn ekki í sjónmáli Tíu prósenta samdráttur hefur orðið á finnskum fasteignamark- aði frá því fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í tölum frá fast- eignasölufyrirtækinu Kiinteist- ömailma sem finnska dagblað- ið Tauloussanomat fjallar um í dag. Lengri tíma tekur að selja hús- næði en áður, en fasteignasal- ar sem blaðið ræðir við segja að meðalsölutími fasteigna sé nú 62 dagar sem er fjórum dögum lengra en í fyrra. Fasteignaverð í Finnlandi hefur ekkert fallið það sem af er árinu. -msh Samdráttur í Finnlandi VERÐHÆKKANIR GENGNAR TIL BAKA Hrun fasteignaverðs hefur verið mest í Las Vegas. Þar hefur verð fallið um 28,4 pró- sent á einu ári. MARKAÐURINN /AFP Björn Þór Arnarson skrifar „Gengislækkunin hefur skapað sjóðnum sóknarfæri og við höfum selt töluvert af erlendum verðbréfum lífeyrissjóðsins á liðnum vikum til kaupa á innlendum verð- bréfum,“ segir Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyris- sjóðs verslunarmanna. Krónan hefur veikst um 27,4 prósent frá áramótum og hafa erlendar eignir því auk- ist en á móti kemur lækkun á hlutabréf- um á erlendum mörkuðum. Hagkvæmt getur verið fyrir lífeyrissjóðina að selja erlendar eignir til að innleysa gengishagn- að af erlendum hlutabréfum þegar krón- an er veik. „Á sama tíma og útlit er óvíst á erlend- um mörkuðum og íslenska krónan í sögu- legu lágmarki og vaxtastig innanlands hátt hafa skapast aðstæður til eignatil- færslu,“ segir Guðmundur. Ljóst er að um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða. Erlendar eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna námu 84 milljörðum í árslok. Líklegt má telja að sala á eignum nemi nokkrum milljörðum króna og hugs- anlega tugum milljarða króna. Haukur Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, tekur í sama streng. „Við höfum í ein- hverjum mæli, þá frekar smáum, verið að selja erlendar eignir,“ segir Haukur. Í árslok námu erlendar eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um 26,8 prósent af eignum sjóðsins og voru metnar á um 102 milljarða króna. Haukur segir að sjóðurinn hafi einung- is selt erlendar eignir á þessu ári og engar keypt. Hann segir að þrátt fyrir það hafi hlutfall erlendra eigna af heildareignum sjóðsins haldist svipað vegna veikingar krónunnar. Haukur bendir þó á að sjóð- urinn hafi stýrt gjaldeyrisáhættu með framvirkum gjaldeyrissamningum og hafi tekið eignir heim í frekar litlum mæli. Ljóst er að ef hlutfall erlendra eigna hefur haldist óbreytt þrátt fyrir að inn- lend hlutabréf hafi fallið meira en erlend hlutabréf þá má áætla að um umtalsverð- ar fjárhæðir sé að ræða. Ekki er því ólík- legt að Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna hafi selt erlendar eignir fyrir um fimm til tíu milljarða. Guðmundur Bergþórsson hjá eignastýr- ingu Lífeyrissjóðsins Gildis segir að sjóð- urinn hafi ekki verið að selja erlendar eignir til að taka gengishagnaðinn. Lífeyrissjóðir innleysa gengishagnað HAFA SELT ERLENDAR EIGNIR Í EINHVERJUM MÆLI Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir að þrátt fyrir sölu á erlendum eignum sé hlutfall þeirra svipað í eignasafni sjóðsins. MARKAÐURINN/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.