Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 30. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l holmfridur@ markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G Flestir hafa einhvern tímann á lífsleiðinni fengið spurninguna um hvað þeir ætli að verða þegar þeir verði stórir. Þegar börn svara henni miðast svarið í flest- um tilfellum við þær stéttir sem helst er litið upp til á æskuárun- um. Krakkar vilja verða löggur, íþróttaálfar, slökkviliðsmenn eða Solla stirða. Þegar aldurinn fær- ist yfir fara aðrir hlutir að vega þyngra eins og launakjör, starfs- réttindi, samfélagsleg virðing og völd. Að sama skapi veltur áhugi fólks á tíðaranda hverju sinni. Fyrir nokkru voru franskir há- skólanemendur spurðir þessar- ar spurningar, það er hvar þau hefðu áhuga á að starfa í fram- tíðinni. Niðurstöður könnunarinn- ar leiddu í ljós að þrír af hverjum fjórum nemendum settu stefn- una á starf hjá hinu opinbera. Þetta kann að hljóma undarlega en þegar betur er að gáð er um tiltölulega skynsamlega afstöðu að ræða. Í Frakklandi eru launa- kjör opinberra starfsmanna mjög samkeppnishæf samanborið við almennan vinnumarkað, auk þess bjóðast þar mun betri fríðindi. Starfsöryggi er meira, lífeyris- réttindi eru betri, vinnutíminn er almennt styttri og opinberir starfsmenn komast fyrr á eftir- laun. Það sem hefur gerst er að kjör opinberra starfsmanna eru orðin of samkeppnishæf. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Atvinnuleysi í Frakk- landi hefur verið viðvarandi í langan tíma á sama tíma og at- vinnuþáttaka er lægri en gengur og gerist innan OECD. Opinber- um starfsmönnum sem hlutfall af heildarvinnuafli hefur fjölg- að og útgjöld hins opinbera hafa aukist hratt. Hvert einasta ár í meira en tvo áratugi hefur hið opinbera verið rekið með halla og skuldir þess hafa aukist sam- hliða því. Það bendir því flest til þess að fjármálastefna franskra stjórnvalda sé ekki sjálfbær. Ein af veigamestu ástæðunum er sú staðreynd að starfskjör opinberra starfsmanna hafa skekkt stöðu vinnumarkaðarins. Þetta er vandamál sem ís- lensk stjórnvöld geta tvímæla- laust dregið lærdóm af. Hér hefur atvinnuleysi verið með minnsta móti í langan tíma, hagvöxtur hefur verið mikill og skuldastaða hins opinbera hefur farið batn- andi. Blómlegum vinnumarkaði hefur fylgt mikil aukning í kaup- mátti hjá öllum starfsstéttum. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld ekki nýtt tækifærið og fækkað opinberum starfsmönnum meðan næg störf voru í boði, heldur hefur þeim þvert á móti fjölgað. Þetta geta reynst dýrkeypt mis- tök nú þegar sverfur að og tekjur hins opinbera taka að rýrna. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um fjölda opinberra starfs- manna en hægt er að áætla fjölg- un þeirra með því að skoða þá flokka í vinnumarkaðstölum Hag- stofu Íslands þar sem starfsmenn eru að megninu til á launaskrá hjá hinu opinbera. Á síðustu tíu árum hefur starfsfólki í þessum flokk- um fjölgað um 35 prósent á sama tíma og heildarvinnuafl hefur aukist um 25 prósent. Sérstaka athygli vekur að starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu hefur fjölg- að um tæplega 50 prósent á um- ræddu tímabili. Þetta er tvisv- ar sinnum meiri aukning en á al- mennum vinnumarkaði. Jarðvegurinn hérlendis er að ýmsu leyti sambærilegur þeim í Frakklandi á undanförnum ára- tugum. Til að bregðast við mik- illi samkeppni um hæft starfs- fólk hefur launasvigrúm ýmissa opinberra stofnana verið aukið til muna. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir sérfræðingum og vel mennt- uðu starfsfólki hafi aldrei verið meiri á almennum vinnumarkaði hefur starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu fjölgað hratt eins og fyrrgreindar tölur bera með sér. Kjör þeirra hafa því reynst mjög samkeppnishæf á undanförnum árum. Óþarft er að tiltaka sérstak- ar launahækkanir innan stjórn- sýslunnar en ljóst er að af nægu er að taka. Þrátt fyrir að kaupmátt- ur hafi vaxið hratt á almenn- um vinnumarkaði hefur verið mikið um árangurstengdar greiðslur, yfirvinnu og aðrar viln- anir sem eru ekki hluti af föst- um launum. Þetta á ekki síst við um þá hæst launuðu. Sveigjan- leiki atvinnurekanda til að draga úr þessum greiðslum er mikill og því má búast við mikilli kaup- máttarskerðingu á næstu miss- erum hjá þessum hópum. Laun innan opinbera geirans, sér í lagi stjórnsýslunnar, eru mun ósveigj- anlegri og því afar ólíklegt að brugðist verði við breyttum að- stæðum með lækkun launa. Þessu til viðbótar eru ýmsir þættir sem gera starf hjá hinu opinbera að enn fýsilegri kosti en ella. Starfsöryggi er meira, lífeyriskjör eru betri þar sem mótframlag atvinnurekanda er hærra en á almennum vinnu- markaði, vinnutími er almennt styttri, eftirlaunaréttindi ákveð- inna starfsstétta mjög rausnar- leg og svo mætti lengi telja. Það ætti því ekki að undrast ef há- skólanemar fara að horfa í aukn- um mæli til opinberrar stjórn- sýslu í framtíðinni. Það liggur fyrir að laun op- inberra starfsmanna eru greidd með sköttum og öðrum inn- heimtum þjónustutekjum. Fjölg- un starfsmanna þýðir því einfald- lega að skattar þurfa að hækka og óvalkvæð þjónustugjöld auk- ast. Að sama skapi er ljóst að hátt hlutfall opinberra starfsmanna dregur verulega úr sveigjanleika vinnumarkaðar, sem hefur þótt einn helsti styrkleiki íslenska hagkerfisins. Það er verulegt áhyggjuefni að opinberum starfsmönnum skuli hafa fjölgað hlutfallslega í góðæri síðustu ára, enda hefur reynslan sýnt að einkageirinn er sá hluti at- vinnulífsins þar sem framleiðni- aukning er mest. Aukin fram- leiðni er grundvöllur langtíma hagvaxtar og því er nauðsyn- legt að þessari þróun verði snúið við sem fyrst. Hluti af þeim viðsnúningi er að koma í veg fyrir að bestu starfskjörin bjóðist í embætt- ismannakerfinu og opinberri stjórnsýslu. Hvað ætlar þú að verða? Frosti Ólafsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands O R Ð Í B E L G Í LEIKSKÓLANUM Greinarhöfundur veltir fyrir sér þróun á vinnumarkaði og hlutfallslegri fjölgun opinberra starfsmanna í góðæri síðustu ára. MARKAÐURINN/VILHELM Undir lok síðustu viku kom frá greiningardeild bandaríska fjárfest- ingabankans Merrill Lynch skýrsla þar sem því var í alvörunni velt upp að stjórnvöld hér á landi kynnu að ætla að halda að sér höndum þar til íslenskir bankar væru svo illa staddir að hægt væri að þjóðnýta þá og afskrifa hluta skuldbindinga þeirra utan landsteinanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, brást við í Fréttablaðinu á laugardag og sagði ummælin svo vanhugsuð að þau dæmdu sig sjálf og velti fyrir sér hvort annarlegar hvatir lægju að baki. Og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kvaðst undrast tóninn í skýrslunni. Vert er hins vegar að velta því fyrir sér hvernig á því stendur að greiningardeild virts fjármálafyrirtækis telur sig hafa grundvöll til að fara fram með jafnábyrgðarlausar vangaveltur um fjármálakerf- ið hér. Út á við virðast trúlega vera lausatök og upplausn í stjórn efnahagsmála hér. Mistök hafa verið gerð í efnahagsstjórn síðustu ára sem urðu til þess að þensla varð meiri og fallið því þeim mun skarpara nú. Gjaldmið- ill þjóðarinnar er svo í ofanálag smæsti sjálf- stæði flotgengisgjaldmiðill heims og engar ýkjur að líkja honum við korktappa í stórsjó og ljóst að hann verður áfram leiksoppur spá- kaupmanna. Og ekki er það út í bláinn sem kallað er eftir forystu úr ranni stjórnmálanna í umbótum í efnahagslífinu hér. Í opnuviðtali í Markaðnum í dag fara Þór- arinn V. Þórarinsson, lögfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands- ins, og Ari Skúlason, hagfræðingur sem áður var hjá Alþýðusambandinu, yfir stöðu efna- hagsmála hér í ljósi reynslunnar frá því þegar þjóðarsáttarsamningunum var komið á árið 1990. Þá voru það samtök atvinnulífsins sem drógu vagninn í að koma hér á nauðsynlegum breytingum til þess að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Núna eru aðstæður um margt breytt- ar og þeir sammála um að forystan verði að koma af væng stjórn- málanna. Horfast verði í augu við stöðuna eins og hún er og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Þeir kalla eftir skýrri stefnu til lengri fram- tíðar þar sem aukinn stöðugleiki og áframhaldandi hagsæld sé mark- miðið. „Við þurfum að læra af því hvað misfórst núna. Við höfum nú á sársaukafullan hátt fengið að læra að í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi er krónan of lítil til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækja og einstakl- inga og þess vegna ríkisins,“ segir Þórarinn og bætir við að kraf- an standi nú á stjórnmálamennina um að móta sýn um hvernig hefja megi uppbyggingu á ný. Ari bendir einnig réttilega á að nú sé sterk- ur meirihluti í ríkisstjórn sem ætti að hafa burði til að taka á málum. „Það eru allir möguleikar á því að ná utan um stöðuna.“ En á meðan karpað er um leiðir og ekkert virðist þokast í yfirlýstum fyrirætlunum Seðlabankans um stóra lántöku til að styrkja gjaldeyr- isvaraforðann og þar með bakland fjármálakerfisins, þá er rúm fyrir skaðlegar vangaveltur í erlendum miðlum um stefnuleysi og ráðleysi í efnahagsmálum hér. Og á slíkum vangaveltum fitna spákaupmenn- irnir líkt og púkinn á fjósbitanum. Forystu- og stefnuleysi hvað varðar fyrirliggjandi efna- hagsvanda getur af sér skaðlega umfjöllun og vangaveltur. Leiða þarf þjóðina í stað þess að láta reka Óli Kristján Ármannsson Vert er hins vegar að velta því fyrir sér hvernig á því stendur að greiningardeild virts fjármálafyr- irtækis telur sig hafa grundvöll til að fara fram með jafnábyrgð- arlausar vanga- veltur. Nakin skortsala Fyrir viku lagði bandaríska verðbréfa- eftirlitið bann við „nakinni skortsölu“ á hlutabréfum í nítján bönkum og fjár- málafyrirtækjum. „Nakin skortsala“ á sér stað þegar verðbréfasali skortselur hlutabréf sem hann hefur ekki undir höndum, með þá vissu að hann geti keypt þau á lægra verði áður en kemur að afhendingu, yfir- leitt innan þriggja daga frá viðskiptum. Þó að „nakin skortsala“ sé ekki bönn- uð í Bandaríkjunum er ólöglegt að beita henni í þeim tilgangi að keyra niður verð hluta- bréfa og Fjármálaeftir- litið má, ef ástæða þykir til, takmarka skortsölu í fyrirtækjum tíma- bundið. „Nakin skortsala“ er bönnuð á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.