Fréttablaðið - 08.09.2008, Side 2

Fréttablaðið - 08.09.2008, Side 2
2 8. september 2008 MÁNUDAGUR Veldu létt ... og mundu eftir www.ostur.is ostinum! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 2 9 1 Hallgrímur, væri endaþarmur- inn þá í Mývatni? „Nei, endaþarmurinn er í Víti og blæðingar fara fram á Skeiðarár- sandi.“ Hallgrímur Helgason líkti Íslandi við liggjandi konu í viðtali við Fréttablaðið í fyrradag. Sagði hann að Eyjafjörður væri klofið og jöklarnir brjóstin. Á botni Mývatns er sjaldgæfur kúluskítur. VÍN, AP Samtök olíuframleiðenda, OPEC, íhuga nú að draga úr olíuframleiðslu til þess að hækka heimsmarkaðsverð. Verð á hráolíu hefur lækkað um næstum því 30 prósent frá því í júlí þegar það náði 150 banda- ríkjadölum á tunnu. Nú er verðið á tunnu um 106 bandaríkjadalir og hafa sumar aðildarþjóðir OPEC, Íran og Venezúela þeirra á meðal, lagt til að fari verðið í 100 bandaríkjadali verði dregið úr framleiðslu. Sádi-Arabar, ein helsta olíuframleiðsluþjóð heims, hafa þó enn ekki samþykkt þennan ráðahag og því ólíklegt að af honum verði að sinni. - vþ Samtök olíuframleiðenda: Íhuga samdrátt í framleiðslu SAMGÖNGUR Tveggja sæta flugvél af gerðinni Piper Super Cub fipaðist í flugtaki á flugvellinum á Melgerðismelum í Eyjafjarðar- sveit í hádeginu í gær. Varð flugmaður vélarinnar að lenda strax eftir flugtak. Tveir voru um borð, flugmaður og farþeginn. Farþeginn fór á sjúkrahús að sjálfsdáðum en fékk að fara heim að lokinni læknis- skoðun. Rannsóknarnefnda flugslysa er með málið til rannsóknar. - vsp Flugatvik á Akureyri: Flugvélin fipað- ist í flugtakinu NOREGUR Stórbruni varð í norska bænum Björgvin aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten urðu fimm hús eldinum að bráð, þar af eru tvö þeirra gjörónýt. Alls 42 slökkviliðsmenn úr bænum börðust við eldinn, en einnig lögðu slökkvilið nærliggj- andi bæjarfélaga til krafta sína. Húsin sem brunnu eru timburhús frá 17. öld og teljast til ómetan- legra fornminja. Tólf manns björguðust úr húsunum án teljandi áverka, en slökkviliðið hefur enn ekki viljað útiloka að einhverjir hafi orðið eftir í húsunum og þar með orðið eldinum að bráð. - vþ Stórbruni í Björgvin: Tólf sluppu lítið meiddir VESTMANNAEYJAR Kveikt var í brotajárni og plastkörum í Sorpu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu gekk slökkvistarf vel. Enginn er grunaður sem stendur. Einnig var kveikt í Keikókvínni og veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum um helgina. Á Lundanum var kveikt í þakplötum aðfaranótt laugardags. „Dyraverðirnir voru fljótir til og slökktu þetta,“ segir Jón Ingi Guðjónsson, veitingamaður á Lundanum. Brennuvargarnir náðust ekki. Jón Ingi segist hafa tilkynnt um brunann vegna atviksins í Keikókvínni ef ske kynni að atvikin tengdust. - vsp Íkveikjur í Vestmannaeyjum: Þrjár íkveikjur á einni helgi RUSLIÐ BRENNUR Kveikt var í brotajárni og plastkörum í Sorpu í Vestmannaeyj- um í gærkvöldi. Skemmdir voru minni háttar. MYNDIR/ÓSKAR FLÓTTAFÓLK Hópur palestínsks flóttafólks lendir í kvöld í Keflavík og fer þaðan rakleiðis á Akranes. Um er að ræða 29 manns, konur og börn þeirra, sem áður dvöldu í Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak. Koma fólksins er liður í áætlun ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks, en samkvæmt henni verður tekið á móti 20-30 árlega. Flóttamannanefnd lagði, í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, til að tekið yrði á móti flóttafólki frá Al Waleed-búðunum í ár. Flóttafólksins bíða íbúðir sem Akranesbær hefur séð um að útvega og hefur Akranesdeild Rauða krossins séð um að koma upp húsbúnaði, ásamt því að safna fötum. Þrjár stuðningsfjölskyldur verða hverri flóttafjöl- skyldu til hjálpar á Akranesi, auk einnar í Reykja- vík. Þeirra hlutverk verður að styðja fólkið í nýju og gerókunnu umhverfi. Íslenska kerfið til móttöku flóttafólks, með aðkomu ríkis, sveitarfélags og Rauða krossins, hefur vakið mikla athygli hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar er horft til þess að taka upp svipað kerfi með stuðn- ingsfjölskyldum. Palestínska flóttafólkið lendir í Keflavík seint í kvöld. - kóp Hópur palestínsks flóttafólks lendir í Keflavík í kvöld á leið á Akranes: Flóttafólkið kemur í kvöld UNDIRBÚNINGUR Rauði krossinn stóð fyrir kynningarfundi fyrir stuðningsfjölskyldur flóttafólksins í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FJÁRMÁL Henry Paulson, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt stjórnendum fjármögnunar- sjóðanna Freddie Mac og Fannie Mae upp. Þeir sem taka við eru Herbert Allison og David Moffett. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna til- kynnti í gær að hún muni taka yfir fjármögnunarsjóðina vegna fjár- hagsvanda þeirra. Hlutabréf í Fan- nie Mae hafa fallið um 66 prósent síðan í júní og Freddie Mac hefur fallið um 69 prósent. „Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða,“ sagði Paulson á blaða- mannafundinum í gær. Hann sagði að auki að efnahagur Bandaríkjanna mundi ekki rétta úr sér fyrr en búið væri að binda enda á húsnæðisvanda landsins. Fjármálaráðuneytið tilkynnti forsetaframbjóðendunum Barack Obama og John McCain um yfir- tökuna í gær, áður en þetta var til- kynnt í fjölmiðlum, herma heim- ildir vestanhafs. Stjórnendum sjóðanna var hins vegar tilkynnt um yfirtökuna á föstudaginn. Sjóðirnir hafa verið í einkaeigu en reknir að hluta til fyrir almanna- fé. Þeir fjármagna flest húsnæðis- lán Bandaríkjamanna. Paulson vildi ekki segja hve mikið yfirtak- an mundi kosta bandaríska skatt- greiðendur á blaðamannafundin- um í gær. - vsp Stjórnendum Fannie Mae og Freddie Mac sagt upp í gær: Efnahagur Bandaríkjanna veltur á húsnæðisvandanum Á BLAÐAMANNAFUNDI Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að stjórnendum Fannie Mae og Freddie Mac yrði sagt upp. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INNFLYTJENDAMÁL Málamynda- hjónaböndum milli Íslendinga og erlendra ríkisborgara hefur fjölg- að verulega síðustu árin. Þrýsting- ur hefur aukist á reglur Útlend- ingastofnunar. Fólk lætur reyna á reglurnar hvort ekki tekst að fá ættingja og vini til landsins nú þegar það er ekki lengur einfalt fyrir fólk utan ESB. Haukur Guðmundsson, starf- andi forstjóri Útlendingastofnun- ar, segir að þessi þróun hafi farið vaxandi síðustu árin. Fyrir þrem- ur árum hafi „stífur EES-forgang- ur“ verið tekinn upp á vinnumark- aði og þá hafi möguleikar margra á að fá til sín systkini og aðra ætt- ingja breyst. Fram að þeim tíma hafi ekki reynt mikið á reglur. „Ef einhver vildi fá ættingja til sín var alltaf hægt að redda honum verkamannavinnu í þeim hagvexti sem hér var þannig að reglur um vegabréfsáritun, maka- leyfi og slíkt skiptu ekki miklu máli. Hver sem var gat fengið dvalar- og atvinuleyfi, fengið vinnu og sest hér að,“ segir Hauk- ur, „en nú gildir það ekki lengur. Hingað kemst enginn án þess að vera viðurkenndur sérfræðingur af Vinnumálastofnun,“ segir hann og bendir á að mjög stór hópur útlendinga uppfylli ekki það skil- yrði. „Þá fara menn að láta reyna á ýmislegt annað, sækja til dæmis um au pair-leyfi. Menn standa frammi fyrir spurningunni um það hvernig eigi að fá ættingja til landsins og þá eykst þrýstingur á allar okkar reglur. Við finnum fyrir því að það er verið að sækja um ýmis leyfi á hæpnari forsend- um en áður vegna þess að menn hafa ekki lengur þá einföldu og opnu leið að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi eftir að hafa reddað ættingja sínum vinnu,“ segir hann. „Okkar reynsla sýnir að eftir að aðgangur hefur þrengst þá ganga menn lengra í að sækja um ýmis önnur leyfi, námsmanna- leyfi, au pair-leyfi og makaleyfi.“ Haukur segir að það sé „klár- lega okkar tilfinning að í auknum mæli sé sótt um önnur leyfi á dálítið hæpnum forsendum,“ segir hann og bendir á að ólögleg dvöl og ólögleg atvinnuþátttaka sé miklu raunhæfari hætta í þjóð- félagi þar sem mikið er af útlend- ingum í löglegri dvöl en í eins- leitu þjóðfélagi eins og var áður hér á landi. Hann hefur á tilfinn- ingunni að ólögleg dvöl og ólögleg atvinnuþátttaka sé ekki umfangs- mikið vandamál hér í samanburði við aðrar þjóðir en þó raunhæft og raunverulegt vandamál sem þurfi að bregðast við. Ekki sé um hefðbundið verkefni lögreglunn- ar að ræða en lögreglan beiti sér í vaxandi mæli. ghs@frettabladid.is GANGA LENGRA „Okkar reynsla sýnir að eftir að aðgangur hefur þrengst þá ganga menn lengra í að sækja um ýmis önnur leyfi, námsmannaleyfi, au pair-leyfi og makaleyfi,“ segir Haukur Guðmundsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Málamyndahjóna- böndum fjölgar Málamyndahjónaböndum hefur fjölgað á Íslandi eftir að stífur EES-forgang- ur var tekinn upp. Þrýstingur hefur aukist á reglur Útlendingastofnunar. Fólk reynir að fá ættingja frá þriðja landi á hæpnari forsendum en áður. LÖGREGLUMÁL Karlmaður var í gær fluttur á slysadeild eftir að hafa verið stunginn með hnífi í lærið. Lögreglan fékk tilkynningu um klukkan hálf tvö í gær frá manni sem sagði að hópur manna væri að reyna að brjótast inn á heimili hans á Mánagötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn voru árásarmennirnir horfnir af vettvangi en sá sem kallaði lögreglu á staðinn var með stungusár á læri. Sá slasaði var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Síðar um daginn höfðu þrír menn verið handteknir vegna málsins. Samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins eru mennirnir allir frá Póllandi. Þeir eru taldir hafa verið undir áhrifum áfengis þegar árásin átti sér stað. - kdk Árás á Mánagötu: Brutust inn og stungu mann í lærið með hníf SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.