Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 38
22 8. september 2008 MÁNUDAGUR „Þetta er algjört æði og ég hlakka mikið til,“ segir Andrea Jónsdótt- ir útvarpskona sem mun fara á tónleika poppdrottningarinnar Madonnu í París 21. september næstkomandi, en Andrea verður annar leiðsögumaður ferðarinnar ásamt Ólafi Páli Gunnarssyni, betur þekktum sem Óla Palla á Rás 2. Þau munu halda út ásamt fríðum hópi Íslendinga á vegum Icelandair, en nú þegar er orðið uppselt í ferðina. Tónleikarnir eru partur af Sticky & Sweet Tour söngkonunnar sem fagnaði nýverið 50 ára afmæli sínu. „Mér fannst hún eins og hver önnur ljóska í poppinu þegar hún byrjaði fyrst, en svo sá maður hvað í henni bjó. Hún leggur óhemju mikið á sig og það skilar sér,“ útskýrir Andrea sem sér vikulega um Popppressuna á Rás 2, á milli þess sem hún plötusnúðast og les einstaka próförk, en áður starfaði hún sem prófarkalesari á Þjóðvilj- anum um árabil. Andrea segist halda mikið upp á Madonnu, en ekki hafa búist við að fara á tónleika með söngkonunni í bráð. „Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að það yrði fyrr en kannski þegar hún yrði sextug og ég sjötug,“ segir Andrea og hlær, en tíu ára aldursmunur er á henni og Madonnu. „Hún er svona ein af fáum mjög frægum einstaklingum sem ég hefði áhuga á að hitta,“ segir Andrea að lokum. - ag folk@frettabladid.is > ÞJÓFUR KIRSTEN DUNST DÆMDUR Þjófurinn sem braust inn í hótelherbergi Kirsten Dunst hefur verið dæmd- ur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Maðurinn, sem nefnist Jarrod Beinerman, braust inn í hótel- svítu leikkonunnar í ágúst 2007 og lét greipar sópa. Beinerman lagði hald á peninga, mynda- vélar, iPod, veski og seðlaveski í svítu Dunst, en hann mun hafa verið undir áhrifum eiturlyfja þegar atvikið átti sér stað. Nýlega kom út Age of Conan sem er fjölspilunar-hlutverkaleikur í anda World of Warcraft. Sögusvið leiks- ins er í sverð- og sandalaheimi sem bandaríski rithöfundurinn Robert E. Howard skrifaði um á fyrri hluta síðustu aldar. Möguleikarnir sem spilarinn hefur í leiknum eru áberandi strax, hvernig hægt er að breyta persón- unni eftir þínum stíl allt frá að spila sem vöðvatröll í líkingu við Schwarz- enegger eða sem falleg kona. Eins og vaninn er í MMO-leikjum er takmarkið að hækka sig í þrep- um, eignast betri vopn og brynju, eignast sem mestan pening og auð- vitað fækka verulega óþokkunum. Það sem gerir Age of Conan frá- brugðinn öðrum leikjum í sama bransa er hvernig hann höndlar byrjunarþrepin í leiknum, þú spilar hálferðan einmenningsleik í byrjun og spilar svo í gegnum sögu sem mun fleygja þér inn í heildarsögu- heim leiksins þegar henni er lokið. Bardagakerfi leiksins er aðeins öðruvísi en í öðrum leikjum; í stað þess að smella á músina og horfa á persónuna þína berjast hálf sjálf- virkt er nauðsynlegt að ýta reglu- lega á takkana. Hægt er að gera mismunandi aðgerðir eftir því hvaða bragð er notað og leiðir það stundum til mjög blóðugra endaloka fyrir andstæðing þinn. MMO-leikir hafa þann kost og galla að þeir eru í raun aldrei klárað- ir, það er ávallt nýtt efni að koma út fyrir þá í formi frís aukaefnis eða aukapakka sem koma reglulega út þannig að leikurinn er ávallt að ganga í gegnum breytingar. Á móti kemur að leikirnir innihalda oft leið- indavillur og sumar sem geta haft slæm áhrif á leikinn og skemmt spil- unina. AOC hefur átt við viss vanda- mál en framleiðandi leiksins hefur unnið vel að því að laga það versta. Það ber kannski að nefna það sér- staklega að AOC er með mjög mikl- ar vélbúnaðarkröfur og lætur flest- ar tölvur finna vel fyrir því. Því er mælt með að fólk skoði vélbúnaðar- kröfurnar á kassanum vel áður en leikurinn er verslaður. Age of Conan er skemmtilegur leikur sem kemur með nokkrar nýjar hugmyndir á borðið fyrir spil- endur og eitthvað sem ætti að geta dregið fólk frá World of Warcraft, og miðað við hvernig hefur gengið í byrjun hefur það tekist ágætlega. Yfir ein milljón notenda hefur tekið stökkið inn í ævintýraheim Roberts E. Howard hingað til, sem er reynd- ar enn talsvert frá yfir tíu milljón- unum sem WOW hefur, en þetta kallast samt mjög gott. Hann er eins og margir MMO-leikir háður viss- um göllum og villum, sem eiga von- andi bara eftir að lagast með tíman- um. Sveinn A. Gunnarsson Blóðug endalok andstæðinga TÖLVULEIKIR Age of Conan: Hyborian Adventures PC PEGI-merkingar: 18+ Leikurinn inni- heldur atriði sem geta valdið óhug. Upplýsingar um PEGI-merkingar má finna á www.saft.is ★★★ Ekki fullkominn leikur en góð skemmtun. ILLMENNI Tom Cruise mun að öllum líkindum ljá illmenni rödd sína í næstu Shrek-mynd. NORDICPHOTOS/GETTY Tom Cruise mun að öllum líkindum ljá illmenni rödd sína í myndinni Shrek Goes Fourth, sem frumsýnd verður árið 2010. Það verður í fyrsta skipti sem hann fer með hlut- verk í teiknimynd, en ástæðan fyrir því að hann langar nú til að spreyta sig mun vera aðdáun dótturinnar Suri á slíkum myndum. „Tom vill gera mynd sem börnin hans geta horft á,“ segir heimildarmaður. „Suri er mikill aðdáandi allra Disney-mynd- anna og Tom heldur að henni myndi finnast það æðislegt ef rödd hans væri notuð fyrir vonda kallinn í myndinni.“ Í Shrek fyrir Suri Setja á upp rokkóperuna !Hero í vor. „Hero er kristi- leg rokkópera sem ferðaðist um Bandaríkin á árunum 2002-2004 og er í raun bara guðspjallið, líf Jesú seinustu tvö árin. Þarna eru dægurlög og rapp, eiginlega allur skal- inn,“ segir Rakel Brynjólfsdóttir, annar listrænna stjórnenda sýning- arinnar, en með henni er Jóhann Axel Schram. „Við hjá KFUM og KFUK erum búin að ganga með þennan draum í ár. En við erum komin með sýning- arleyfi og ætlum núna að kýla á þetta. Við stefnum á að sýningar hefjist í lok febrúar, byrjun mars.“ Kynningarkvöld verður á mánudaginn. „Við munum kynna óperuna og útskýra áheyrendaprufurnar. Við viljum fá alla, ekki bara fólk úr kirkjum. Við viljum gera þetta eins „pro“ og hægt er.“ !Hero gerist í Brooklyn, í heimi glundroða og haturs þar sem I.C.O.N. hefur útrýmt nær öllum trúar- brögðum. Inn í þennan heim fæðist !Hero og kennir fólki að trúa á kærleikann og guð. Þetta fer illa í I.C.O.N. sem leggur á ráðin að drepa hann. Rakel segir söngleikinn !Hero ekki líkan Jesus Christ Superstar. „!Hero er ofboðs- lega biblíulega rétt. Það er ekki verið að túlka neitt. !Hero er ein af fáum biblíu- aðlögunum sem virkar í nútímasamhengi.“ Kynningin fer fram á Holtavegi 28 og hefst klukk- an átta. Frekari upplýsingar má finna á myspace.com/ heroiceland. - kbs Setja upp kristilega rokkóperu Andrea fer að sjá poppdrottninguna UPPSELT Á MAD- ONNU Andrea mun fara ásamt Óla Palla á Rás 2 og fríðum hópi Íslend- inga á vegum Icelandair að sjá Madonnu á tónleikum 21. september næstkomandi. DRAUMURINN AÐ RÆTAST Rakel og Jóhann Axel hafa gengið með drauminn um !Hero í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sirkus Agora hefur komið sér fyrir við Smáralind eftir að hafa ferðast um landið. Fyrsta sýningin var á föstudagskvöld og féll frammistaða sirkusfólksins gestum vel í geð. Það var frábær stemning í sirk- us tjaldinu við Smáralind á föstu- dagskvöld. Óhætt er þó að fullyrða að yngsta kynslóðin hafi skemmt sér best. Sirkusinn verður við Smáralind fram á fimmtudags- kvöld en fer þá á Selfoss og Egils- staði. Miða er hægt að kaupa á midi.is. Stórkostlegur sirkus LIÐAMÓTALAUS Þessi stúlka heillaði unga sem aldna með fimi sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rauði boltinn vakti vitanlega furðu hjá unga fólkinu. Einlæg gleði skín úr andliti þessa drengs. Gestir göptu í forundran þegar þessi sirkusdama sveif um loftin. Hattamaðurinn lék listir sínar. Krakkarnir skýldu sér þegar vatnsbyssum var miðað á þá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.