Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 34
18 8. september 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Dagblaðið hóf göngu sína þenn- an mánaðardag árið 1975. Það var síðdegisblað og sjötta dag- blaðið á markaðnum í Reykja- vík. Fyrsti ritstjóri þess var Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarskrifstof- ur voru í Síðumúla 12, áfastar húsi Blaðaprents sem gaf út það síðdegisblað sem fyrir var, Vísi. Dagblaðið lagði áherslu á að það væri frjálst og óháð, sem var nýjung á Íslandi því stjórn- málaflokkarnir höfðu ítök í öllum hinum blöðunum. Annað ein- kenndi Dagblaðið frá byrjun en það voru neytendamál. Fleiri nýj- ungar fylgdu blaðinu því með leiðurum, fréttaskýringum og greinum fylgdu jafnan myndir af höfundum, ásamt nöfnum. Það var ekki venja á hinum blöðun- um. Dagblaðið seldist strax vel og talsverður hasar skapaðist í mið- bænum þar sem blaðasalar Dag- blaðsins og Vísis börðust um at- hygli vegfarenda. Þurfti lögregl- an að hafa afskipti af sölumálum á horni Austurstrætis og Póst- hússtrætis þar sem Óli blaða- sali, sem var Vísismegin, átti sinn sess. Eftir þriggja mánaða útgáfu var upplag Dagblaðsins 21.000 eintök og það var orðið annað stærsta blað landsins. Heimild/Nýjustu fréttir/ Guðjón Friðriksson. ÞETTA GERÐIST: 8. SEPTEMBER 1975 Dagblaðið kemur út í fyrsta sinnMARGRÉT KRISTJANA SVERRISDÓTTIR ER FIMMTUG Í DAG. „Þegar við horfum til framtíðar ber okkur ekki síst skylda til að varðveita menningararfinn fyrir þær kynslóðir sem þá munu ganga um götur og torg.“ Margrét Kristjana Sverrisdóttir er varaborgarfulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur, varaformaður Íslands- hreyfingarinnar og formaður Kven- réttindafélags Íslands. MERKISATBURÐIR 1208 Víðinesbardagi er háður milli liðs Ásbirninga og Svínfellinga og liðs Guð- mundar Arasonar Hóla- biskups. 1636 Elsti háskóli Bandaríkj- anna, New College, síðar þekktur sem Harvard-há- skóli, er stofnaður. 1891 Brú yfir Ölfusá er vígð að viðstöddu miklu fjöl- menni. Fyrsta hengibrú á Íslandi. 1977 Þriðja hrina Kröfluelda hefst með gosi norðan við Leirhnjúk. 1987 Fimmtíu króna mynt með mynd af bogakrabba er sett í umferð. 1989 Fjórir fatlaðir menn koma til Reykjavíkur á hjólastól- um eftir fimm daga ferð frá Akureyri í þeim tilgangi að kynna Sjálfsbjörg. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Helgason Furugrund 54, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. september klukkan 15. Helgi Björnsson Einar Björnsson Alda Ásgeirsdóttir Björn Ragnar Björnsson Gréta Mjöll Bjarnadóttir Soffía Björnsdóttir Herbert Eiríksson Arndís Björnsdóttir og fjölskyldur. „Við hjónin buðum vinum, vanda- mönnum og samverkafólki til veislu á Núpi í Dýrafirði á laugardagskvöld- ið. Ýmsum tilefnum var hlaðið á þann fagnað, fimmtugsafmælum okkar beggja og tuttugu og fimm ára brúð- kaupsafmæli,“ upplýsir Ólína Þorvarð- ardóttir, þjóðfræðingur og háskóla- kennari, sem er fimmtug í dag. „Segja má að líf okkar hafi speglast í gestun- um því þarna var fólk sem hefur komið við sögu okkar beggja gegnum tíð- ina,“ bætir hún við. Hún kveðst alltaf hafa haldið upp á áratugaafmæli sín, þó ekki með slíkri stórveislu áður, en nú var allt hótelið á Núpi lagt undir og langt að komnir fengu þar gistingu. Ólína er hagvön á Núpi því þar kveðst hún hafa dvalið á heimavist- arskóla einn vetur á unglingsárunum. „Það var fyrsta veturinn sem ég átti heima hér fyrir vestan,“ segir hún og er í framhaldinu beðin að rifja lítillega upp uppvaxtarárin. „Ég er fædd í Reykjavík og átti heima þar til fjórtán ára aldurs. Þá varð pabbi bæjarfógeti og sýslumað- ur hér á Ísafirði og fjölskyldan fluttist vestur; pabbi, mamma, ég og alsystir mín Halldóra sem nú er sóknarprest- ur í Landsveit og prófastur í Rang- árvallaprófastdæmi. Við vorum hér báðar í menntaskóla. Eftir stúdents- próf kenndi ég eitt ár á Húsavík og við Siggi bæði því við erum búin að vera saman síðan í menntó.“ Nú er Ólína verkefnastjóri fyrir Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands. Hún býr á Ísafirði og kennir meist- araprófsnemendum námskeið í menn- ingarmiðlun. Kennslan fer fram gegn- um fjarfundabúnað. „Námsefnið núna snýst um hvernig menningu er miðlað gegnum fjölmiðla, til dæmis útvarps- þætti,“ útskýrir hún. Nú þarf Ólína að sinna heimilis- hundunum og hleypa þeim inn af svöl- unum. Svo er spjallinu haldið áfram og hún fær spurninguna hvenær henni hafi liðið best um sína daga. „Þér að segja finnst mér lífið hafi alltaf verið skemmtilegt og sérdeilis síðustu tvö árin. Ég á fimm mannvænleg börn, góða fjölskyldu og góða vini og þetta er það sem mér finnst skipta máli. Stund- um hefur verið misviðrasamt í kring- um mig en ég hef átt góða að og hefur alltaf liðið vel í mínu skjóli, hvernig sem lætin hafa verið fyrir utan.“ Ólína hefur skrifað fjórar bækur, ólíkar að gerð. Eina ævisögu, eigin doktorsritgerð, safn íslenskra þjóð- sagna og umfjöllun um þær og eina ljóðabók. Spurð hvort hún yrki mikið svarar hún létt í máli: „Já, ég er allt- af að yrkja og hef gert frá því ég var fjögurra ára.“ Ævisagan fjallaði um Bryndísi Schram og kom út 1988, þegar Bryndís stóð á fimmtugu. „Mér fannst í fyllsta máta eðlilegt að skrifa hennar ævi- sögu þá enda hafði svo mikið á hennar daga drifið,“ segir Ólína. „Ég get samt hlegið að því núna að nafn bókarinn- ar var Bryndís – lífssaga Bryndísar Schram. Dálítið dramatískt.“ En væri hún tilbúin sjálf í eigin ævisagnagerð? „Nei, mér finnst ég enn í fullu fjöri og ekki tímabært að skrá lífshlaup mitt nema þá til að muna það í ellinni. Ég lít á þetta afmæli sem þroskaáfanga og vona ég að ég geti notað vel það sem ég hef í farteskinu í vegferðinni fram undan.“ gun@frettabladid.is DR. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ÞJÓÐFRÆÐINGUR: FIMMTUG Í DAG Lít á afmælið sem áfanga FIMMTUG „Mér finnst ég enn í fullu fjöri og ekki tímabært að skrá lífshlaup mitt nema þá til að muna það í ellinni,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, sem hér stendur á tröppum heimilis síns með Naustahvilftina í baksýn. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Auglýsingasími – Mest lesið Kátt var á hjalla í leikskól- anum Teigaseli á Akranesi síðastliðinn föstudag því þá var haldið upp á tíu ára af- mæli skólans. Dagurinn hófst með skrúðgöngu sem farin var um hverfið en eftir hádegi var börnunum boðið í leik- hús. Þar fengu þau að sjá uppfærslu brúðuleikhúss sem byggir á sögunum um Einar Áskel. Síðdegishress- ingin var ekkert slor því þá var afmælisterta borin á borð. Margir komu til að sam- fagna börnum og starfs- fólki Teigasels; eldri starfs- menn, útskrifaðir nemend- ur og foreldrar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri kom líka í leikskólann og söng afmælissönginn með börn- unum. Heimild/akranes.is Tíu ára Teigasel EINAR ÁSKELL Börnin í Teigaseli fengu að sjá brúðuleikhússýningu um þennan herramann. AFMÆLI HALLDÓR ÁSGRÍMSSON er 61 árs í dag. SÖNGKONAN CAROLA er 42 ára í dag. DAVID ARQUETTE LEIKARI er 37 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.