Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 46
30 8. september 2008 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. óskiptu, 6. í röð, 8. sægur, 9. rúm
ábreiða, 11. skóli, 12. samstæður
jakki og pils, 14. í vafa, 16. ógrynni,
17. neitun, 18. hamfletta, 20. tveir
eins, 21. kúnst.
LÓÐRÉTT
1. mylsna, 3. í röð, 4. viðtaki, 5. sarg,
7. lurkur, 10. kóf, 13. hvoftur, 15.
eignarfornafn, 16. skammstöfun, 19.
hæð.
LAUSN
„Ég hlusta mest á Rás 2 og X-ið
en annars er ég að hlusta voða
mikið á Pál Óskar, Björk, Heru
og Botnleðju líka ef ég þarf að
komast í rosalegt stuð. Ég er líka
með vínylspilara og stundum
skelli ég Madonnu, Prince,
Cyndi Lauper eða Ruth Regin-
alds á fóninn.“
Selma Ragnarsdóttir klæðskeri.
Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson hefur lokið
við bókina Þór í heljargreipum sem kemur út
fyrir jólin og fjallar um þrumuguðinn Þór.
Bókin er byggð á handriti sem Friðrik hefur
unnið fyrir tölvugerða teiknimynd um Þór
sem er væntanleg í kvikmyndahús eftir tvö ár.
Áætlaður kostnaður við myndina, sem
framleidd er af CAOZ, er á annan milljarð
króna og bíða hennar margir með mikilli
eftirvæntingu.
„Sagan fjallar um það hvernig Þór verður sá
þrumuguð sem við þekkjum. Hvernig hann
fær Mjölni í hendur og hvernig hann fer að
takast á við hina illu vætti sem ógna bæði
mannheimum og goðaheimum. Þetta er
eiginlega sagan um hvernig Þór varð að
súperhetju,“ segir Friðrik, sem gefur bókina
út hjá Veröld.
„Það er úr gríðarlega miklu magni að velja
þegar maður skoðar goðafræðina og margar
heilagar kýr í þeim efnum. Ég ákvað að hafa
ekki áhyggjur af þeim heldur reyna frekar að
vera trúr þessum persónum eins og þær eru
kynntar í goðafræðinni, láta þær lifna við og
þá heimsmynd og veröld sem er kynnt til
sögunnar,“ segir hann.
Friðrik skemmti sér feikilega vel við gerð
bókarinnar og líkir henni við spilamennsku
sína í Purrki Pillnikk í gamla daga. „Ég var
spurður hvernig þessi bók væri og þá sagði ég
að hún væri eins og pönklag, hröð og mikið að
gerast; hálfgert goðafræðipönk,“ segir hann
og bætir því við að allir strákar og stelpur níu
ára og eldri ættu að geta skemmt sér vel við
lestur bókarinnar. - fb
Friðrik semur goðafræðipönk
Uppboðsvefurinn Selt.is hefur
verið opnaður og er honum ætlað
að vera nokkurs konar íslensk
útgáfa af hinum vinsæla vef eBay.
„Þetta er konsept sem virkar alls
staðar og það er engin ástæða fyrir
því að það virki ekki hérna líka,“
segir Sindri Bergmann, sem rekur
Selt.is ásamt Björgvini Guðmunds-
syni og Óla Hauki Valtýssyni.
„Það hefur vantað svona vef
hérna og við höfum lagt mikla
vinnu í undirbúninginn. Vefurinn
er búinn að vera opinn í stuttan
tíma en við erum búnir að fá miklu
betri viðtökur en við bjuggumst
við,“ segir Sindri.
Auk þess að setja bæði nýjar og
notaðar vörur á uppboð geta not-
endur síðunnar opnað sína eigin
vefbúð þar sem þeir geta stjórnað
útliti búðarinnar og vöruflokkum.
„Við erum að reyna að gera þetta
eins einfalt og hægt er fyrir fólk til
að selja og kaupa. Við verðum
áfram í þróun með vefinn og hann
gæti breyst eitthvað á næstu
dögum og mánuðum,“ segir Sindri,
sem hvetur fólk til að kynna sér
þessa nýjung. „Það vantar alla stað
til að selja gamla dótið sitt og núna
er kannski fínn tími fyrir fólk að
nýta svona vef.“ - fb
Gerðu íslenska útgáfu af eBay
„Mig hafði lengi langað í tattú, en
vissi bara ekki hvar ég ætti að fá
mér það. Svo sá ég sjónvarpsþátt-
inn Ink, sem mér fannst vera mjög
vel gerður og ákvað þá að slá til,“
segir tónlistarmaðurinn Roland
Hartwell sem fékk sér nýverið
stærðarinnar húðflúr í Las Vegas,
þar sem hann var staddur á dögun-
um.
„Ég fór að heimsækja foreldra
mína sem fluttu nýverið frá Los
Angeles til Las Vegas og fór þá á
tattústofuna The hearts and hunt-
ingtons sem er inni í The Palms cas-
ino. Stofan var sú fyrsta sem var
opnuð inni í spilavíti og þarna hafa
tvær þáttaraðir af Ink verið teknar
upp. Sá sem ég fór til er þekktur
húðflúrari og heitir Clark North.
Hann var nú reyndar svolítið
skuggalegur því hann er eineygður
og gengur því með lepp,“ útskýrir
Roland og brosir.
„Þar sem ég er fæddur í Japan
1969, á ári hanans, langaði mig í
tattú af hana í asískum „woodblock“
stíl. Eftir gott spjall við Clark kom í
ljós að japanskar teikningar eru
hans sérgrein svo hann teiknaði
hana á handlegginn á mér fríhend-
is. Sex klukkustundum síðar, eftir
miklar kvalir, var ég svo kominn
með mitt fyrsta tattú sem er risa-
stórt og er mjög ánægður með það.
Þar sem ég var aðeins staddur í Las
Vegas í níu daga varð að gera þetta
allt á einu bretti, annars er svona
stórum tattúum vanalega skipt upp
í fleiri tíma með tveggja til þriggja
vikna millibili,“ segir Roland sem
borgaði 900 dollara fyrir listaverk-
ið. „Clark tekur vanalega um tólf til
þrettán hundruð dollara fyrir álíka
tattú, en hann hafði svo mikinn
áhuga á þessu að hann gaf mér
afslátt,“ bætir hann við.
Aðspurður segist Roland hafa
meira en nóg fyrir stafni en fram
undan eru tónleikaferðalög bæði
með hljómsveit hans, Cynic Guru,
og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
„Plata Cynic Guru verður gefin
út annan október í Bretlandi svo við
munum fara á tónleikaferðalag og
spila á nokkrum stöðum í London,
Manchester og Birmingham.
Tveimur vikum síðar fer ég svo
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í
þriggja vikna ferð til Japans þar
sem við munum spila á einum sjö
tónleikum,“ segir Roland.
alma@frettabladid.is
ROLAND HARTWELL: FÉKK SÉR RISAHÚÐFLÚR Í LAS VEGAS
Fiðluleikari með asískan
hana á upphandleggnum
FRIÐRIK ERLINGSSON Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson
hefur lokið við bókina Þór í heljargreipum sem kemur
út fyrir jólin.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
EIGENDUR Frá vinstri: Sindri Bergmann,
Óli Haukur Valtýsson og Björgvin Guð-
mundsson, eigendur uppboðsvefjarins
Selt.is.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í SKÝJUNUM MEÐ HANANN Roland Hartwell er himinlifandi með húðflúrið sem var
teiknað af Clark North. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÁRÉTT: 2. öllu, 6. áb, 8. mor, 9. lak,
11. fg, 12. dragt, 14. efins, 16. of, 17.
nei, 18. flá, 20. tt, 21. list.
LÓÐRÉTT: 1. sáld, 3. lm, 4. loftnet, 5.
urg, 7. barefli, 10. kaf, 13. gin, 15. sitt,
16. ofl, 19. ás.
Ný plata Emilíönu Torrini
er væntanleg í verslan-
ir í dag og er eflaust
beðið með mikilli
eftirvæningu, enda
seldist síðasta
plata í fjórtán
þúsund eintökum
á Íslandi. Nýju
plötunni, sem heit-
ir Me & Armini, er
dreift á Íslandi af
12 tónum, en það
er enska merkið Rough Trade sem
gefur út eins og áður. Platan fékk
afar jákvæða umsögn hér í Frétta-
blaðinu á laugardag, fjórar stjörnur
af fimm mögulegum. Evróputúr
Emilíönu hefst í október og góðar
líkur eru á því að hún spili fyrir jól á
Íslandi, þá einna helst um mánaða-
mótin nóvember/desember.
Rithöfundurinn Valur
Gunnarsson hefur
í nógu að snúast
þessa dagana.
Önnur skáldsaga
hans, framhald
af Konungi
norðursins sem
kom út í fyrra,
er væntanleg
fyrir jólin en nú er útlit fyrir að Valur
gefi einnig út hljómplötu í næsta
mánuði. Samkvæmt nýrri Myspace-
síðu rithöfundarins á platan að
heita Vodka Songs: Stories for Late
Night Drinkers.
Ferðabókin 50 Crazy Things to
Do in Iceland sem Snæfríður
Ingadóttir gaf út í vor hefur vakið
athygli út fyrir landsteinana. Í
bókinni er fjallað um óvenjulega
hluti sem útlendingar geta búist
við að upplifa hér á landi. Talsvert
hefur verið fjallað um bókina í
norskum og sænskum fjölmiðlum.
Sænska blaðið Expressen efndi til
að mynda til netkönnunar meðal
lesenda sinna þar sem spurt var
hvort þeir hefðu áhuga
á því að heimsækja
Ísland og gera eitthvað
óvenjulegt sem bent
er á í bókinni. Meiri-
hluti þátttakenda
valdi það fram yfir
hefðbundna ferða-
mennsku.
- drg / hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1. Moammar Gaddafi.
2. Pálína Gunnlaugsdóttir.
3. Through the Storm.