Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 8
8 8. september 2008 MÁNUDAGUR Þátttakendur í rannsókn Participants in a studie Læknadeild Háskóla Íslands og Landspítali Háskólasjúkrahús óska eftir heilbrigðum sjálf- boðaliðum til þátttöku í rannsókn á kremi og stílum unnum úr lýsi. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hversu vel viðkomandi lyf þolast. Þátttakan felur í sér notkun á viðkomandi kremi og stílum tvisvar sinnum á dag í tvær vikur ásamt þremur læknisskoðunum. Greiðsla fyrir þátttöku er 15.000.- kr Rannsóknin er samþykkt af Vísindasiðanefnd og Lyfjastofnun. Áyrgðaraðili er Einar Stefánsson prófessor s: 5431000 Áhugasamir vinnsamlegast hafi ð samband við Helgu Halblaub email: Helghalb@landspitali.is University of Iceland faculty of medicine and Landspítali - University Hospital wish to recruit healthy volunteers to participate in the study of ointment and suppositories made from code liver oil. The goal of the studie is to evaluate the tolerance for this medication. Participants will use the ointment and suppositories twice a day for two weeks and undertake medical examina- tion three times. Fee for participation is 15.000.- isl. Kr. The study is accepted by the The National Bioethics Committee and the Icelandic medi- cines control agency. Responsible for this studie is Einar Stefánsson professor tel:5431000 Those interested please contact Helgu Hal- blaub email: Helghalb@landspitali.is 1. Hvað heitir forseti Líbíu sem Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kann svo ljómandi vel við? 2. Hvaða íslenska körfubolta- kona var stigahæst í leik Íslands og Írlands í fyrradag í B-deild Evrópukeppninnar? 3. Hvað heitir bókin sem Lynne Spears hefur skrifað um uppvaxtarár dóttur sinnar Britneyjar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 HEILBRIGÐISMÁL Um fimmtungur barna á Íslandi fæðist með keis- araskurði. Hildur Harðardóttir, sviðsstjóri lækninga á kvenna- sviði, segir tíðni keisaraskurða hafi farið úr böndunum víðs vegar um heiminn en sú hafi ekki verið raunin á Íslandi. Hún segir að í þeim löndum þar sem tíðni fæð- inga með keisaraskurði er mjög há sé ekki sjálfgefið að burðar- málsdauði hafi lækkað á sama tíma. Í nýjasta hefti Læknablaðsins er greint frá rannsókn sem Hildur gerði ásamt nemanda sínum Bryn- hildi Tinnu Birgisdóttur á fæðing- armáta 925 kvenna sem þegar höfðu fætt ein- bura með keis- araskurði á tímabilinu 2001 til 2005. Í rann- sókninni segir meðal annars að áður en keis- araskurðum tók að fjölga á Vest- urlöndum hafi almennt verið talið að eftir einn keisara- skurð skyldu síðari fæðingar einn- ig vera með keisaraskurði. Síðar kom upp sú umræða að sporna þyrfti gegn þeirri þróun enda fylgikvillar eftir keisaraskurði vel þekktir. Víða erlendis hefur þó verið snúið frá þeirri þróun á und- anförnum árum, svo sem í Banda- ríkjunum og Bretlandi en þar sem ekki sé talið réttlætanlegt að ráð- leggja konum að reyna fæðingu um leggöng hafi þær gengist undir keisaraskurð. Niðurstöður þeirra Hildar og Brynhildar voru meðal annars þær að rétt rúmlega 60 prósent kvennanna, eða 564 þeirra, reyndu venjulega fæðingu. Af þeim end- uðu um 40 prósent í bráðakeisara- skurði. Sex konur sem reyndu fæðingu um leggöng fengu leg- brest, en með því er átt við að legið bresti sem ógnar lífi móður og barns. Meiri hætta er á legbresti meðal kvenna sem hafa farið í aðgerð á legi eða keisaraskurð. Meðal þeirra sex kvenna sem fengu legbrest tókst að bjarga fimm börnum með bráðakeis- araskuði en eitt barnanna dó í fæð- ingu. Rannsókn Hildar og Bryn- hildar benti þó til þess að ekki séu meiri líkur á burðarmálsdauða þótt eðlileg fæðing sé reynd. Hildur segir niðurstöður rann- sóknarinnar benda til þess að eðli- leg fæðing um leggöng sé raun- hæfur valkostur fyrir konur sem fætt hafa eitt barn með keisara- skurði. Hvetja megi konur til þess að láta reyna á hana, svo fremi sem aðstaða sé á fæðingarstað til að gera keisaraskurð án tafar. Hildur bendir á að rannsóknir bendi til þess að ýmsir kostir fylgi eðlilegum fæðingum umfram fæð- ingum með keisaraskurði. karen@frettabladid.is Fimmta hvern barn tekið með keisara Í Bretlandi og Bandaríkjunum eru efasemdir um að réttlætanlegt sé að hvetja konur sem gengist hafa undir keisaraskurð til að reyna eðlilega fæðingu. Ís- lensk rannsókn bendir þó til þess að hættan sé ekki meiri í slíkum tilfellum. HVATT TIL EÐLILEGRA FÆÐINGA Um fimmtungur barna á Íslandi fæðist með keisara- skurði. Víða erlendis er ekki talið réttlætanlegt að hvetja konur til að reyna fæðingu eftir að þær hafa gengist undir keisaraskurð, en íslensk rannsókn bendir til þess að hvetja megi konur til þess. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HILDUR HARÐARDÓTTIR IÐNAÐUR „Það er nóg að gera hjá okkur. Ég veit ekki hvort þetta er heppni, en við verðum lítið vör við þessa margumtöluðu kreppu. Þvert á móti vantar okkur fólk til starfa, og mikið af því,“ segir Guðmundur S. Sveinsson, fram- kvæmdastjóri málmiðnaðarfyrirtækisins Héðins í Garðabæ. Fyrirtækið hefur auglýst reglulega eftir starfsfólki undanfarið en sáralítið hefur komið út úr því. Guðmundur segir launin ekki vera vandamál í þessum geira, heldur fækki þeim stöðugt sem leggi fyrir sig nám í málmiðnaði og véltækni. „Það er ekkert launungarmál að ungir Íslendingar hafa sótt í „hreinni störf“, ef svo má segja, síðustu ár og áratugi. Menntun hefur gengið mikið út á viðskiptafræði og þvíumlíkt, en annað hefur setið á hakanum.“ Hann telur að ef ekki rætist úr gæti vandamálið orðið mjög víðtækt. „Ef ekki tekst að rækta upp góða árganga af iðnaðarmönnum í landinu erum við í vondum málum. Það vantar góða og vandaða íslenska iðnaðarmenn,“ segir Guðmundur ákveðinn. „En ég segi nú samt ekki að ég sé andvaka af áhyggjum yfir þessu,“ bætir hann við og skellir upp úr. Héðinn, sem er 86 ára gamalt fyrirtæki, flytur í nýtt húsnæði í Hafnarfirði um áramótin næstu. „Öll uppbygging síðustu ára þarfnast sinnar umsýslu og síns viðhalds,“ segir Guðmundur og hvetur járniðnaðarmenn af öllu tagi að sækja um hjá sér. - kg Framkvæmdastjóri málmiðnaðarfyrirtækisins Héðins finnur lítið fyrir efnahagslægðinni: Vantar íslenska iðnaðarmenn í kreppunni SÁRVANTAR FÓLK Guðmundur S. Sveinsson, fram- kvæmdastjóri stáliðnaðarfyrirtækisins Héðins, ásamt Sindra Sigurgeirssyni, starfsmanni fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALÞINGI „Þetta verður að lögum á miðvikudag eða fimmtudag. Það er mikill meirihluti fyrir þessu,“ segir Ásta Möller, formaður heil- brigðisnefndar Alþingis, um frumvarp til laga um sjúkra- tryggingar. Málið var afgreitt úr heilbrigðisnefnd í gær með svo- litlum breytingum. Veigamest er færsla slysatrygginga inn í frum- varpið en áður var ráðgert að um þær giltu sérstök lög. Eftirlits- hlutverk nýrrar Sjúkratrygg- ingastofnunar með gæðum og árangri þeirra samninga sem hún gerir er styrkt og hnykkt á að samkeppnislög gildi um starf- semina nema við ákveðnar aðstæður. Lög um sjúkratryggingar eiga að tryggja aðgang að heilbrigðis- þjónustu og stuðla að hagkvæmni og hámarksgæðum hennar, segir í greinargerð frumvarpsins. Jafnframt verður heilbrigðis- þjónustan kostnaðargreind og hlutverk ríkisins sem kaupanda þjónustunnar styrkt. Sérstakri stofnun, sjúkratryggingastofn- un, verður komið á fót en hún skal starfrækja afgreiðslu og þjónustu í samvinnu við Trygg- ingastofnun ríkisins. Þuríður Backman VG segir frumvarpið óvandað og unnið í miklum flýti. Flausturslegt sé að skeyta slysatryggingum inn í það á síðustu stundu. Hún harmar líka að ekki liggi fyrir reglur um kostnaðarþátttöku sjúklinga, sér- staklega í því ljósi að með frum- varpinu sé greitt fyrir frekari einkavæðingu í heilbrigðisþjón- ustu. - bþs Slysatryggingum hefur verið bætt inn í frumvarp um sjúkratryggingar: Verður að lögum í vikunni ÞURÍÐUR BACKMAN ÁSTA MÖLLER SAMGÖNGUMÁL Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður skipaður samkvæmt samkomulagi Kristjáns L. Möller samgönguráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar- stjóra frá fimmtudeginum. Þá samþykktu þau einnig á fundi sínum að fyrsti áfangi sam- göngumiðstöðvar rísi árið 2010. Hanna Birna er fjórði borgar- stjórinn á þessu kjörtímabili sem fundar með samgönguráðherra um framtíð Reykjavíkurflug- vallar. Hún hefur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatns- mýri en haft hefur verið eftir ráðherra að hann vilji að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri eða verði fluttur á Hólmsheiði. - ovd Framtíð Reykjavíkurflugvallar: Starfshópur um framtíð flug- vallar skipaður Íslenskur bjór í Danaveldi Íslenski bjórinn Skjálfti verður seldur í verslunum Magasin Du Nord í Kaup- mannahöfn. COOP-verslanakeðjan í Danmörku mun einnig selja jólabjór sem framleiddur verður hjá Ölvisholti Brugghúsi í Flóahreppi. ÚTFLUTNINGUR SAMGÖNGUR Samfelld vinnsla jarðganga Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem lauk á Reykhólum í gær, ályktaði að samhliða framkvæmdum við jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar yrði hafist handa við áframhaldandi jarðgöng um Dynjandisheiði. Þess var krafist að jarðgangaverkefni á Vestfjörðum yrðu samfelld í vinnslu. Hross á götum Akureyrar Lögreglan þurfti að smala saman fimm lausagönguhrossum á Akureyri í morgun. Hrossin sáust við leikvöllinn og tjaldstæðið á Akureyri og við versl- unina Strax. Þeim var smalað saman og þurfa eigendurnir að borga útkallið. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.