Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í síðustu viku sá ég svolítið eftir því að hafa sagt mig úr Vinstri grænum á sínum tíma, af því að ég hefði viljað gera það í síðustu viku. Tilefnið var frámunalega heimsku- leg ummæli Svanhvítar Svavars- dóttur um þá fallegu og eðlilegu ákvörðun borgarstjórnar að láta heiðra minningu Tómasar Guð- mundssonar með því að reisa honum styttu. Hún sagði eitthvað á þá leið að ákvörðunin væri ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými auk þess að vera menguð karllægum viðhorf- um. AUÐVITAÐ er það eina úrelta í þessu sambandi sá forpokaði milli- metrafemínismi sem ummælin lýsa, en hann gengur út á að skipta mannkyninu í tvær ósættanlegar fylkingar og deila heiminum hnífjafnt á milli þeirra, óháð ein- staklingum, hæfileikum þeirra eða framlagi. Gildir þar einu hvort um er að ræða sæti á framboðslistum, útsendingarmínútur í ljósvakamiðl- um, dálksentímetra í blöðum eða styttur bæjarins. Þannig er óhugs- andi að heiðra minningu Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar eða Steins Steinars fyrr en búið er að heiðra Svövu Jakobsdóttur, Guð- rúnu Helgadóttur og Auði Haralds (svo ég nefni þrjá af mínum eftir- lætiskvenrithöfundum), þar sem karlarnir eru búnir að fá styttur af Jónasi og Einari Ben. Að Reykvík- ingar reisi Reykjavíkurskáldinu styttu á áberandi stað þykir aukin- heldur fráleitt þar sem það er til brjóstmynd af honum á bókasafn- inu. Og svo var hann íhald. SÁ SIÐUR að þjóðir heiðri minn- ingu sinna andans jöfra með því að reisa þeim styttu er jafngamall sið- menningunni. Síðastliðna hálfa öld eða svo hefur það hins vegar þótt úrelt hugsun um list í opinberu rými. Fyrir vikið eru ýmiss konar minnisvarðar um hin og þessi mikil- menni á víð og dreif um allt land sem minna engan á viðkomandi mikilmenni og eru því í raun ekki minnisvarðar um neitt annað en tískubóluna sem var vinsælust í myndlistinni árið sem þeir voru afhjúpaðir. Þess vegna ætti maður kannski að þakka sínum sæla fyrir að Halldóri Laxness hafi ekki enn verið reistur minnisvarði. Í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými eru nefnilega allar líkur á því að hann hefði minnt meira á hrunið línumannvirki en Nóbelsskáldið. KLASSÍK verður hins vegar aldrei úrelt. Það er einmitt það sem gerir hana klassíska. Minnisvarðar og millimetra- femínismi Í dag er sunnudagurinn 28. september, 272. dagur ársins. 7.29 13.18 19.06 7.14 13.03 18.50 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Svefnpokapláss kr. 1.500 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Okkur langar til Berlínar með ánægju www.icelandexpress.is F í t o n / S Í A Það er svo auðvelt að detta inn í þessa sérstöku og afslöppuðu Berlínarstemningu. Iðandi mannlíf, menning og saga á hverju horni, búðir og góður matur – það er algjörlega áreynslulaust að njóta Berlínar, það bara gerist að sjálfu sér. Ef þig langar til Berlínar í haust eða vetur skaltu bóka þína ferð á www.icelandexpress.is eða skoða úrval skipulagðra ferða á www.expressferdir.is Okkur langar að njóta lífsins á kaffihúsum og krám sem Berlín er víðfræg fyrir. Gott að láta líða úr sér og fá sér eitthvað gott í gogginn þegar maður er búinn að ganga sig upp að hnjám eða versla yfir sig. Okkur langar að spóka okkur í einhverjum af hinum fjölmörgu görðum og grænu svæðum Berlínar. Okkur langar að heimsækja Egypska safnið og fleiri söfn á hinni svokölluðu „safnaeyju“. Þar eru margir dýrgripir til sýnis, m.a. brjóstmynd af Nefertiti, eiginkonu faraósins Amenhotep sem, þó hún sé orðin 3.000 ára gömul, hefur engu glatað af fegurð sinni. Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Verð frá: 12.400 kr. 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur. Okkur langar að sjá Brandenborgar- hliðið með eigin augum og rölta eftir breiðgötunum þar í kring. Okkur langar að versla og skoða iðandi mannlífið á Kurfürstendamm, eða „Kudamm“, þar sem finna má allar helstu verslanirnar á borð við H&M, og stór vöruhús í löngum bunum. KaDeWe er þeirra frægast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.